Þjóðviljinn - 12.11.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1950, Síða 4
'I ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóv. 1950. Þióðviljinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19, — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöiuverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. 172 MILLJÓNIR í Togarastöðvunin stóð í 129 daga, og samkvæmt út- reikningi Morgunblaösins kostaöí hún þjóöina 97 mill- jónir króna í dýrmætum erlendum gjaldeyri. Til þessarar stöövunar hefði aldrei þurft aö koma. Kröfur sjómanna voru svo hófsamlegar og sjálfsagöar aö hvert heiöarlegt þjóöfél. hefði gengið aö þeim umsvifalaust, enda hefði upp fylling þeirra aðeins kostaö örlítiö brot af gjaldeyris- sóuninni. Ástæöan til þess aö togararnir voru stöðvaöir í staöinn var ekki aðeins sú að útgeröarauövaldið vildi reyna að kúga sjómenn og beygja. heldur engu síöur hin meginhluta verkfallsins aö ríkisstjórnin taldi sig ekki geta selt togaraaflann, ísfiskmarkaöur væri enginn og saltfisk- framleiöslan væri oröin meira en nægileg! Þótt ekki 'heföi verið ngin vinnudeila hefði togurunum engu aö síöur verið lagt í sumar fyrir beinan tilverknaö stjórnar- valdanna. En afleiöingin af getuleysi ríkisstjórnarinnar og ofstæki útgerðarauðvaldsins er sú að fyrir þjóðinni er sóaö gjaldeyri sem nemur 97 milljónum króna. ★ Um síðustu áramót lýstu sérfræðingar ríkisstjórnar- innar í afuröasölumálum yfir því aö engin tök myndu veröa á aö selja meira en 15 þús. tonna af freöfiski, en eölileg ársframleiösla er 30 þúsundir tonna. í samræmi við þetta hefur framleiöslan verið takmörkuð á þessu ári. Bátunum hefur veriö bannað aö afla meira en þessu svarar, bankarnir hafa neitað aö lána frystihúsunum út á meira, og afleiöingin er sú að 15 þúsundir tonna af fiski lifa enn góðu lífi í sjónum þótt auövelt heföi veriö að afla beirra. 15 þúsundir tonna af freöfiski samsvara sam- kvæmt núverandi gangverði 75 milljónum króna í er- lendum gjaldeyri. Samtals nemur því gjaldeyristjóniö af togarastöövuninni og banni ríkisstjórnarinnar viö fram- leiðslu á freðfiski 172 milljónum króna í dýrmætum er- lendum gjaldeyri. ★ 172 milljónir króna, þaö er upphæö sem skilur á milli skoi’ts og sæmilegra lífskjara á íslandi. í sjónum liggja neyzluvörurnar sem alþýðuheimilin skortir sárar en nokkru siinni fyrr. í sjónum liggja heimilin sem unnt heföi verið aö byggja upp ef byggingarefni heföi fengizt flutt inn til landsins. í sjónum liggur atvinnan sem hundruð og þúsundir manna hefur skort og skortir í sívaxandi mæli. Öll sú sára fátækt sem verið er aö lsiða yfir islenzka alþýöu er -s.kipulögö af herrunum uppi í stjórnarráði, skipulögö meö banni þeirra við því að þjóðin hagnýti auðlindir lands cg sjávar. Þaö stoöar ráðherra skortsins ekki að halda því fram að ísienzkar afurðir séu ,,óseljanlegar“. Meöan sósíalistar voru í rikisstjórn opnuðu þeir þjóðinni víðtæka og dýr- mæta markaði, sem nú hefur verið lokaö af pólitísku ofstæki. Síðast í haust flutti Einar Olgeirsson þjóðinni tilboð frá stjórn Þýzka lýðveldisins um kaup á „óselj- anlegum“ afuröum fyrir 33 milljónir króna, en hinir of- stækisfullu ráðherrar skortsins hafa ekki heldur viljað anza því. Ogisf þessir herrar tryöu sjálfir kenningum sín- um, hvers vegna neita þeir þá framleiðendum um leyfi til aö selja afuröir sínar sjálfir? Hvaða ,,hætta“ er í því fólgin aö' gefa mönnum frelsi til aö selja þær afuröir sem eru „óseljanlegar"? ★ En ráðherrarnir halda fast við neyöarstefnu sína. Þeir fagna vöruskortinum, fátæktinni og atvinnuleysinu. Fyrir þremur dögum birti blað forsætisráðherrans sigri hrósandi grein um það aö nú hefði tekizt aö' haga málum svo aö reykvísk alþýða hsföi ekki lengur efni á þvi aö kaupa bækur — , og er þaö vel.“ í fyrradag sagöi Bjarni Ásgeirsson á þingi þegar rætt var um áhugaleysi stjórn- arinnar fyrir kjörum atvinnuleysingja í samanburði við sjálfsagöan áhuga hennar fyrir lífi húsdýra í sveitum: „Þeir verða þó ekki skornir." Það skal verða sú eina náð sem atvinnuleysingjar njóta frá núverandi ríkisstjórn: að Iþá er Ólafur Bjömsson mikill losna við slátrun. jhagfræðingur. — Húsmóðir." Vildi gera skortinn að skömmtunarstjóra. Húsmóðir skrifar: ,,Áður en gengislækkunarlögin voru sam- þykkt heýrði ég Ólaf Björns- son prófessor einhvern tíma halda ræðu í útvarpi. Hann sagði þar að kjaraskerðing al- mennings stafaði ekki hvað sízt af vöruskortinum, og er það auðvitað sannmæli. Síðan bætti hann við að gengislækkunin my.idi útrýma vöruskortinum, brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar, og því verða til mikilla hagsbóta fyrir allan al- menning. Þessi viðbót prófes- sorsins var öllu hæpnari en fyrri hlutinn, en þó studdist hún við þau rök að með stór- hækkuðu verðlagi hefur almenn ingur raunverulega minni tekj- ur og getur því ekki sótzt eins eftir lífsnauðsynjum. Tilgangur Ólaís var þannig að gera skort inn að skömmtunarstjóra í stað Elísar Ó. Guðmundssonar, eins og Katrín Thoroddsen komst einhverntíma réttilega að orði“. • Vöruskorturinn sárari en nokkru sinni fyrr „Þótt slík ráðstöfun gæti sízt af öllu talizt til hagsbóta fyrir almenninginn. eins og prófessorinn hélt fram, var þarna þó stefnt að ákveðnu markmiði, bent á afleiðingu gengislækkunarinnar sem tal- in var alveg augljós. iEn reynd- in hefur orðið önnur. Vörurn- ar hafa að vísu hækkað geysi- lega í verði og sumar marg- faldazt eins og t. d. kaffið. Kaupgeta almennings hefur minnkað að sama skapi eða öllu heldur miklu meira því að atvinna hefur nú verið stop- ulii en fjölmörg undanfarin ár. En vöruskorturinn hefur einn- ig orðið meiri og sárari en nokkurn tíma fyrr. Bilið milli framboðs og eftirspurnar hef- ur aukizt en ekki minnkað, sök- um þess að innflutningurinn hefur minnkað enn meir en kaupgeta almennings sem þó er komin á algert lágmark. Skort- urinn hefur orðið eins lélegur skömmtunarstjóri og Elís og miklu harðleiknari. • Lítill hagfræðingur — eða mikill? ,,Ég er ekki hagfræðingur og hef lítið vit á þeim málum — en þó virðist mér Ólafur Björns son vera ennþá minni hagfræð- ingur en ég eða hver óbreytt manneskja. Allir hans spádóm- ar og útreikningar hafa reynzt fjarstæður og endiieysur. En ef til vill er það þó hin eina sanna hagfræði. Ef til vill eiga prófessorar í þeirri grein að hafa það hlutverk helzt að blekkjj almenning og ljúga að honum svo að hægt sé að skerða kjörin æ ofan í æ, koma á atvinnuleysi og auka þannig völd efnamannanna. Ef svo er, Skipadeild SIS Arnarfell fór frá Reykjavík 8. þ. m. áleiðis til Grikklands. Hvassa fell er væntanlegt til Reykjavik- ur frá Spáni 16. þ. m. Rikisskip Hekla er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Esja fór frá Reykja vik kl. 20 í gærkvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið og Þyrill eru í Reykjavík. Skjald- breið ei' væntanleg' til Reykjavik- ur siðdegis í dag að vestan og norðan. Straumey er á leið frá Breiðafirði til Reykjavíkur. Elmskip Brúarfoss fór frá Stykkishólmi i gær til Ólafsvíkur, Sands og Akraness. Dettifoss fór frá Akur- eyri i gærkvöld til Hofsóss og Skagastrandar. Fjallfoss fór frá Leith 10. þ. m. til Khafnar. Goða- foss fór frá Rvik 8. þ.m. til Ncw York. Gullfoss er i Khöfn. Lagar- foss fór frá Rvik 10. þ. m. til Bremerhaven og Varnemiinde. Selfoss fór frá Uleá í Finnlandi 3. þ m. og frá Khöfn 8. þ. m. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 7. þ. m. til Rvíkur. Laura Dan fermir í Halifax um 20. þ.m. til Rvikur. Pólstjarnan fór frá Leith 7. þ. m. til Rvíkur. Heika fór frá Rotterdam 10. þ. m. til Reykjavíkur. Foldin fór frá Leith 10. þ. m. til Reykjavikur. X ' Fastir liðir eins og venjulega. KI. 14.00 Messa í Kapellu Háskólans (Sigur- björn Einarsson prófessor). 15.15 Útvarp til lslendinga erlendis: Fréttir. 15.30 Miðdegistónleikar (plötur). 18.30 Barnatími (Þorst. ö. Stephensen): a) Upplestur: „Bjössi á Tréstöðum", bókarkafli eftir Guðmund L. Friðfinnsson (höfundur les). b) Barnakór út- varpsins syngur; Páll Kr. Pálsson stjórnar. c) Framhaldssagan: „Sjó mannalif" eftir R. Kipling. (Þ.Ö. St.). 19.30 Tónleikar: Fiðlulög eftir Paganini (plötur). 20.20 Tónleikar: Ungir söngvarar syngja: Anne Ballinger, Frank Guarrera og Anne McKnight (plötur). 20.35 Erindi: Saga og örnefni (Stefán Jónsson námsstjóri). 21.00 Tónleik- ar: „Brúðkaupið", tónverk fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eft ir Stravinsky (plötur). 21.25 Upp- lestur: Elías Mar og Thor Vil- hjálmsson lesa frumsamið efni. 22.05 Danslög (plötur) til 23.30. Helgidagslæknir: Theódór Skúla- son, Vesturvallagötu 6. Simi 2621. BarnaverndarfélaglS í Hafnarfirði heldur framhaldsstofnfund í Al- þýðuhúsinu í dag kl. 4.30. Dr. Matthías Jónasson flytur erindi um afbrigðileg börn og uppeldis- kjör þeirra. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund annað kvöld kl. 8.30 í Tjarnarcafé. Til skemmtunar verður einleikur á fiðlu og dans. Matarsýning- Athygli er vakin á mataræðis- sýningu Náttúrulækningafélagsins. Er þar sýndur mikill fjöldi rétta og mun mönnum gefast kostur á að bragða á sumum þeirra. Sýn- ingin er ’í húsakynnum Húsmæðra félagsins að Borgartúni 7, efstu hæð. Opin sunnudag, mánudag og þriðjudag kl. 2—10 e. h.. Aðgang- ur ókeypis. — Sjá auglýsingu á öðrum stað i blaðinu. Aðalfundur Bandalags kvenna hefst á.morgun kl. 2 í Iðnó uppi. 1 fýrradag voru gefin saman i hjónabánd af borgardómara Anna Pálsdóttir .(Jónss. bónda að Satiðanesi) og Ragnar Stefáns- son, bóndi að Skaftafelli í Öræf- um. — 1 gær voru gefin saman af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Halldóra Valdimarsdóttir frá Rauf arhöfn og Guðmundur Halldórs- son, Karlagötu 9. Heimili ungu hjónanna verður á Raufarhöfn. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thoraren- sen ungfrú Magnea Magnúsdóttir, Leifsgötu 16 og Jón Kr. Jónsson, verkstjóri hjá h. f. Miðnes, Sand- gerði. —- Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thoraren- sen ungfrú Sigrún Brynhildur Björnsdóttir og Helgi Sigurður Hallgrímsson. Heimili ungu hjón- anna verður að Hrisateig 16. Ætli nokkr- ir menn játi J oftar á prenti ást sína á frels- inu en rit- stjórar Vís- is, blaðs viðskiptamálaráðherrans, coca-cola-Björns? — Síðast í gær skrifuðu þeir um „athafnafrelsi", og aldrei þessu vant skilgreindu þeir frelsishugsjón sina: þeir unna frelsinu „EFTIR ÞVl SEM VIÐ Á“. 4 Það hefur Iíklega verið eft- ir þessari skilgreiningu Visis á frelsinu sú stjórn viðskiptamál- anna þegar 18. júli í sumar var gefin út tilkynning um að „öll verðlagsákvæði" á coca-cola „skuli tir gildi fallin"; fullt frelsi til að græða á coca-cola. Daginn eftir gaf viðskiptamálaráðherrann, Björn Ólafsson út tilkynningu um að kaupgjaldsvísitalan sem verka- menn fá greitt kauþ sitt eftir, skuli fölsuð til lækkunar a. m k. um 3 stig! Það er víst líka frelsi „eftir því sem við á“ að leyfa mönnum að veiða fisk en banna þeim að selja hann úr landi! — og svo vill Smiðurinn fá að vera með í frelsisjátningunum: „Þrefajt húrfa fyrir frjálslyndinu!" segir hann í gær (hann átti við frelsi í ástamálum). Loftleiðir h. f. — Innanlandsflug. I dag er áætlað að fljúga til Vcst- mannaeyja kl. 14. — Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyrar kl. 10.00, til Isafjarðar, Bíldudals, Flat eyrar og Þingeyrar kl. 10.30 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. I gærkvöld opin- beruðu trúlofun sina, Inga Búadótt- ir, Þingholtsstræti II og Einar Helga- son stud. med., Bragagötu 22. Atlnigasemd Út af grein, sem birtist i Þjóð- viljanum í dag undir fyrirsögninni „Menningarfjandsemi. .. .“, viljum við undirritaðir fulltrúar hafn- firzkra skólanema taka fram: Við höfum engin viðskipti átt við Helga Lárusson. Framkvæmda stjóri Landleiða h. f., Ágúst Haf- berg, stud. jur., hefur sýnt fyllstu sanngirni í samningaumleitunum okkar við fyrirtæki hans og hét þegar þann 27. okt. s. 1., þann dag, sem við fórum þess á leit við hann, 20% afslætti, án nokkurs skilyrðis, enda skilur hann manna bezt þarfir skólanema. Við væntum þess, að Þjóðviljinn vilji birta þessa örstuttu athuga- semd, þar sem við teljum greinar á borð við þá, sem birtist í því blaði í gær, sizt til þess fallnar að greiða fyrir framgangi þessa hagsmunamáls okkar námsmanna í Hafnarfirði. — Hafnarfirði, 10. nóv. 1950. — Guðmundur H. Garð- arsson, Þorgeir Einarsson, Ólafur Thordersen. Misskilningur er það hjá nem- endum að skrif Þjóðviljans muni verða til óþurftar fyrir þá. Sé það nokkuð sem komið getur Helga Lárussyni til að hegða sér citt- hvað i likingu við siðaðan mann eru það cinmitt opinberar lýsirig- ar á athöfnum hans. . .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.