Þjóðviljinn - 17.11.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. • nóv. 1950.Föf T4 (MÓÐVILIINH Útg-efandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflolckurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint' Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. * RÍKISSTJÓRNARHUGSJÓNIR r: I Sú ríkisstjöm sem nú situr viö völd var næsta lengi tómlát við aö boða þjóöinni stefnu sína í oröum, þótt verk hennar væru aö vísu hin skilmerkilegustu. En síö- ustu dagana hefur hún loks látiö frá sér fara þrjú boðorð sem vert er að almenningur festi sér vel í minni. Fyrir nokkrum dögum birti málgagn forsætisráö- herrans, Tíminn, grein um bókaútgáfu og bóksölu. Var því lýst þar af hvílíkri áfergju aö alþýöa bæjanna hefði keypt bækur, þegar rýmkvaðist um fjárhaginn á ný- sköpunarárunum. Síöan var rakiö hvemig tekizt heföi að draga úr bókakaupum almennings með sívaxandi dýrtíð og minnkandi kaupgetu almennings Og aö lokum var komizt að þeirri niöurstööu að í vetur myndu bænd- ur kaupa allmikiö af bókum, en alþýða bæjanna lítið - „og er það vel.“ Hið fyrsta boöorð í hugsjónaskrá ríkis- stjórnarinnar hljóðar því svo: það er vel að alþýða bæjaima hcíur ekki lengur efni á því að kaupa bækur. Tveim dögum síðar- uröu umræöur á þingi um hið geigvænlega atvinnuleysi sem nú’ mótar alla kaupstaöi og kauptún landsins. Var bent á að hin sjálfsagöa um- hyggja ríkisstjórnarinnar fyrir því aö húsdýr austanlands gætu haldiö lífi væri í litlu samræmi við algert áhuga- ieysi hennar um líf og kjör atvinnuleysingja. Bjai-ni Ás- geirsson, fyrrverandi ráðherra og einn mestur valdamaö- ur 1 hópi stjórnarliösins, sendi þá atvinnuleysingjunum þessa kveðju: „Þeir verða þó ekki skomir.“ Annaö boðoi’ð í hugsjónaskrá ríkisstjórnarinnar hljóöar því svo: Afvinnuleysingjarnir mega þakka fyrir með- an ekki eru gerðar ráðstafanir til að slátra þeim. Og enn var þaö tveim dögum síðar aö aðalblöö stjórnarinnar birtu frétt um þaö að nokkrir dilkaskrokk- ar hefðu verið sendir til Bandaríkjanna og heföi hinni vestrænu herraþjóð falliö vel viö kjötið. Heföi nú verið pantaö allvemlegt magn í viöbót og vonandi hefói þarna opnazt markaður fyrir dilkakjötsframleiðslu íslendinga. Sömu dagana var vöruskortur sárari en nokkru sinni fyrr, hversdagslegustu neyzluvörur voru horfnar úr verzl- unum, og stjórnarblööin urciu því lítið uppnæm fyrir því þótt dilkakjötsát Bandaríkjamanna kæmi niður á neyzlu íslenzkrar alþýöu. Morgunblaðið sagði: „Landsmenn geta látið sér nægja aðrar og ódýrari tegundir kjöts, meðan gjaldeyrisvandræðin eru tilfinnanleg“, og Tíminn bætti .við: „kjöt af fullorönu fé, kýrkjöt og hrossakjöt.“ Hin þriöja hugsjón ríkisstjórnarinnar hljóðar því svo: Alþýða bæjanna getur étið rollukjöt. Viö vitum að hugsjónir stjórnarinnar eru miklu fleiri, og þær hafa birzt á ótvíræöan hátt í verkum henn- ar En eitt er að eiga sér hugsjón, annaö að skýra opin- berlega frá henni, og það var til skamms tíma starfs- aöferö stjórnarherranna að mæla þvert um hug. En nú er þróunin komin á það stig aö ráðamennirnir telja sér iært að sleppa. slíkum hömlum hræsni og yfirdrepsskap- ar. Þeirri hreinskilni ber vissulega aö íagna, og væntan- lega bætast á mestunni mörg ný boðorö í hugsjónaskrá ríkisstjómarinnar. band við sig það allra fyrsta. Einnig skorar rannsóknarlögregL an á bílstjórann sem ók jeppabif- reið norður Háaleitisveg og beygði vestur Suðurlandsbraut framannefndan dag um það leyti sem slysið skeði, að hafa tal af sér strax. Þrautpíndur ibrystu- maður sjómanna Kári skrifar: — „ Jón Axel Pétursson, fyrrum lóðs, nú for- stjóri Bæjarútgerðar Reykja- víkur af íhaldsins náð, er orð- inn viðkvæmur blettur á Alþýðu flokknum, og viðkvæmni þess bletts á enn eftir að aukast. Vilhjálmur nokkur Vilhjálms- son, sem virðist tei ja það skyldu sína að ausa lofi hvern bitlinga spilltan Alþýðuflokksburgeis, hvernig sem á stendur, birti lofgrein sína um Jón Axel í Alþýðublaðinu i gær, og má háfa til marks að þegar stutt er á þann hnapp, er burgeisinn orðinn aðþrengdur. Hins vegar reynir loftungan að gera þenn- an digra bæjarútgerðarforstjóra af ihalds náð að píslarvotti með því að tala um Jón Axel sem „þrautpindan baráttumann sjó- manna" og verkamanna, smjaðr arinn segir orðrétt: „Og það er alveg áreiðanlegt, að maður með skapferli og fortíð þessa þrautpínda baráttumanns sjó- manna og samtakanna i heild mundi aldrei grípa til „svarts lista" í baráttunni". urinn þrautpíndur af þeim íhaldsdjöflum sem hann hefur ofurselt sig, — en það dugar engin loftunga, engin smjaðurs- leg uppveðrun, til að gera hann að „þrautpíndum" verkalýðs- leiðtoga. Hann hefur sjálfur valið sér hlutskipti. Verði hon- um að góðu. — Kári“. Oflofið skýtur langt yfir mark þama eins og oftar hjá Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Sjó- menn sem þekkja Jón Axel eiga sjálfsagt ekki hægt með að verjast glotti, ef þeir reyna að hugsa sér Jón Axel Péturs- son sem þrautpíndan baráttu- mann sjómanna og alþýðusam- takanna. Sá píningur hlýtur að hafa orðið til í hugskoti Vil- hjálms. Sjómenn og verkamenn vita, • að íhaldsmeirihlutihn í bæjarstjóm Reykjavikur véitir ek-ki manni úr andstæðinga- flokki stöðu eins og forstjóra- embætti við bæjarútgerðina. Sú bitlingsskuld Alþýðuflokksins ins er ein af mörgum sem ver- ið er að borga af með því að gera þann flokk að aðstoðar- íhaldi í bæjarstjórninni og með hinni lúalegu afliendingu heilla verkalýðsfélaga á vald íhalds- ins, eða þá með atferli eins og svikunum í sjómannadeilunni. RÍKISSKIP: Hckla or væntanleg: til Rcykja- vikur í dag- aö austan og norðan Esja er Reykjavík og fer þaðan á morgun austur um land til Sigtu fj. Heiðubrcið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á leið frá Breiða- firði til Reykjavíkur. Þyrill er í Faxaflóa. Straumey var á Norð- firði í gærkvöld. Ármann fer vænt anlega frá Reykjavík siðdegis i dag til Vestmannaeyja: Skipadeild SIS Arnarfell var væntanlegt til Or- an í morgún. Hvassafell er i R.- yik. Eimskip Brúarfoss fór frá Rvik. 13.11. til Grimsby, Hamborgai og Rott- erdam. Dettifoss var væntanleg- ur til Reykjavikur í gærkvöld 16.11. frá Stykkishólmi. Fjallfoss kom til ICaupmannahafnar 14.11. frá Leith. Goðafoss fór frá N.- Foundland 15.11. til N.Y. Gullfoss fór fiá Kaupm.höfn til Bordeaúx. Lagarfoss kom til Bremcrhav- en 14.11., hefur væntanlega farið 15.11. til Warnemiinde. Selfoss er i Rvík. Tröllaföss fór frá N. Y. 7.11. væntanlegur til R.vikur kl. 8—10 i morgun 17.11. Laura Dan fermir i HaJifax um 20.11. til R.- vikur. Heikc fór frá Rotterdam 10.11. til Reykjavikur. M 20.30 titvarpssagv an: „Við Háasker" eftir Jakob Jóns- son frá Hrauni; III. (höf( les) j, 21.00 Tónleikar: Tríó í Es-dúr fyrir fiðlu, víólu og celló eftir Beethoven (Björn Ól- afsson, Jón Sen og Einar Vigfús- son leika). 21.20 Guðspckifélagið 75 ára: a) Erindi (Grétar Fells rithöfundur). b) Einsöngur: Sig- lHutavelta l.K. Dregið var í gær hjá Borgar- fógetanum í hlutaveltu-happdrætti f.R. og komu upp þessi númer: 14160 Islendingasögurnar, 6992 Vikudvöl að Kolviðarhóli. 6827 Biblían i myndum.* 7888 skautar. 14258 Ritsafn Jóns Magnússonar. 12808 S j óman nasaga. 10684 Rit- safn Jóns Trausta. Vinninganna sé vitjað í skrif- stofu l.R. i l.Rj-húsinu kl. 5—7 daglega. 22. þing A.S.l. verður sett i sam komusalnum á Laugaveg 162, kl. 2 e.h. n.k. sunnudag. Nánar i augl. í blaðinu í dag, Loftleiðir h.f. Flugferðir innan- lands föstudaginn 17. nóv. I dajr er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10 og til Vestm,- eyja kl. 14.00. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10 til Isafjarðar kl. 10.30 og til Vest- mannaeyja kl. 14.00. Freyr, 22. tbl. 1950, er komið út. . Efni: Pálmi Ein- arsson: Jarðræktar lögin. Heima hjá Þorbirni á Geita- skarði. Vestfirzkur bóndi segir frá. Kartöflurækt á Svalbarðs- strönd. Óskar Einarsson læknir: Lifað i fönn; Proteinfnyndun. Um sauðfjártryggingar. Samskot vcgna óþurrkanna á Austurlandi. Hús- mæðraþáttur.' — Aliiuglara'ktin, 7. 8. tbl. 1950, er komið út. Efni: Jólagæsimar. Hæsnakjötið. Um. notkun undirburðar. Engar af- urðarýrar hænur. Útflutningur hæsna. Húsmæðraþáttur o. fl. Eklcerf skil ég í lionum Gunnari Thoroddsen borgar , stj. hvernig hann, \ Jl . hagar sér við grey- 'S®" V ið hann Jóhann Havsteen. Á ba:jarstjórnai-fundin- um í gær hélt hann ræðu til að þakka Havsteen fyrir „framúr- slcarandi starl' á undanförnum ár- um“ er hann var formaður Hær- ingsst,jórnarinnar (en Havsteen hefur nú látlð af því starfi). Um lelð og Ilavsteen stóð upp tli að þakka þakkirnar hlóu alllr við- staddir — og borgarstjóriivn þó mest. Jón Axe] Pétursson lá mán- uðum saman á umsögn um 12 stunda hvíldartímann í sumar, sem þægur þjónn íhaldshús- bænda sinna, og hann veit sýni- Iega ekki sitt rjúkandi ráð ef hann er spurður hvort Baejar- útgerðin liggi á því gam]a lúa- lagi að lokinni kaupdeilu. að ýta stéttvísum mönnum úr skip rúmi. I stað þess að gera hreint fyrir sínum dyrum ærist þessi íhaldsforstjóri og láetur hina og þessa fáráðlinga hlaupa með skoplegar lofgreinar í Alþýðu- bl. og lýsa honum sem „þraut- pindum“ verkalýðsleiðtoga! Að vísu má það til sanns vegar færa að maðurinn sé „þraut- píndur", það er sjálfsagt ekk- ert grín að vera einn aðalleik- andinn i bitlingaharmleik Al- þýðuflokksins, sjálfsagt er mað- urður Ólafsson syngur. c) Erindi (Jakob Kristinsson fyrrum fræðslu málastjóri). 22.10 Vinsæl lög. 22.30 Dagskrárlok. Tilkynning frá rannsóknarlögregl- nnni. Fimmtudaginn 2. nóv. s.I. kl. um 5 síðdegis, varð það slys á gatnamótum Háaleitisvegar og Suðurlandsbrautar við Herskóla- camp, að maður á reiðhjóH vai-ð fyrir fólksbifreið og slasaðist. Rétt áður en slyS þetta varð tók maður, sem ók jeppabifreið, 7 ára dreng upp í bifreið sína, sem gekk austur Suðuriandsbraut móts við Laugabrekku. Maður þessi ók síð- an að Háaleitisvegi og beygði suð ur han,n. Er maðurinn var kominn stutt inná Háaleitisveginn i Her- skólacampinum, heyrði drengur- inn hávaðann, er slysið skcði og bað manninn að. hleypa sér út og hljóp svp á slysstaðinn, Rann- sóknarlögreglan biður þann sem tók drenginn upp að hafa sam- Prentarar. Munið skemmtifundinn í Tjarn arcafé í kvöld kl. 9 stundvís- lega. t Háskóiafyrlrlestur. Þórhallur Þorgilsson, bókavörð— ur, flytur annan háskólafyrirlest- ur sinn um suðræn áhrif á is- lenzkar bókmenntir, i dag kl. 9 íi 1. kennslustofu háskólans. öllumt heimill aðgangur. H SÖFNIN: $ Landsbókasafnið er opið allsv virka daga kl. 10—32, f.h. 1—7 ogr 8—10, nema laugardaga kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. — Þjóðminjasafni® cr opið kl. 1—3 þriðjud., fimmtu- daga og sunnudaga, — Nátturu- gripasafnið cr opið sunnudaga lck 1.30—3 og þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 2—3. — Listasafn Einan* Jónssonar er opið kl. 1.30—3.30 fc. sunnudögumj *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.