Þjóðviljinn - 17.11.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.11.1950, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. nóv. 1950. Tvær nýjar Sjómannaiítgáfubækur: Homblower kemur aftur! Hin dáða hetja frá tímum Naix>leonstyrjaldanna — Hornblower skipstjóri — birtist nú í annarri sögu, þar sem hann heldur áfram frægðarferli sínum. Þeir, sem fylgdust með honum í bókinni „I vesturveg“ verða að slást í för með honum í þeirri, sem nú kemiu- út og heitir: 1 opinn dauðann Hún er í framhaldi af hinni fyrri — en þó sjálfstæð — og fjallar um ævintýr Hernblowers á Miðjarðarhafi. Hún heldur lesandanum föngum frá upphafi til enda. Þeir, sem hafa lesið „I vesturveg“ og taka sér nú „í opinn da'uðann“ í hönd, skilja, að það er ek.ki að ástæðulausu, sem Englendingar kalla höfundinn — C. S. Forrester — Marryat vorra tíma. Hornblower-bækumar hafa um langt skeið verið met- sölubækur í Englandi og seljast þar upp jafnóðiun og þær eru gefnar út. — Yfir Atlantshafið 1 Þessi bók er ferðasaga danska rithöfundarins Enud Andersen, sem er í senn ævintýramaður og skáld og minnir um margt á Jack London. Hann festi kaup á gömlu- og nálega aflóga seglskipi, útbjó það eftir föng- um og sigldi á því til Vesturheims og heim aftur. — Ahöfn skútunnar var höfundurinn, kona hans og þrjú börn þeirra, tveir hásetar, matsveinn —— og himdurinn Lubbi. í hókinni segir á ógleymanlegan hátt frá lífinu íun borð í þessu fljótandi heimili á fiskiskipi úti á Atlanzhafi, komimni til New York og dvöl í ýms\im hafnarborgum Ameríku. Síðan er lýst heimförinni austur Atlanzhaf, stöðugri baráttu lítillar og lítt mannaðrar seglskútu við ógnir úthafsins — þetta er ógleymanleg ferðasaga. Sjémannaútgáfan AMLUMBOÐ: Pálmi H. Jónsson, Akuieyri. Stúkan E I N I N G IN nr. 14 65 — ára AFMÆLJSFAGNAÐUR í Góðtamplarahúsinu í kvöld klukkan 8,30 Allir templarar velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar í G.T.-húsinu klulckan 5—7 í dag Ekki samkvæmisföt Mætið' stundvíslega Aí’mælisnefndin. -Undir eilífdarstjörnum Eftir A.J. Cronin | 21. D A G U R „Ég gæti logið yður fulla, frú, en ég vil heldur segja yður sannleikann. Ég strauk að heiman“. „Nei, nú hef ég aldrei....". Tímaritsheftinu var skellt aftur og í þetta skipti stanzaði ruggustóllinn: Frú Sunley og Jenný störðu báðar á hann fullar áhuga. Ævin- týrið hafði borizt inn á heimilið. Jói sagði: ,.Mér leið hræðilega. Ég þoldi það ekki lengur. Mamma dó, og pabbi barði mig miskunnarlaust. Það var verkfall í námunni okkar. Ég fékk.... ég fékk ekki nóg að borða“. Augu Jóa giömp- uðu af geðshræringu meðan hann talaði. ... þetta var dásamlegt.... dásamlegt.... hann var búinn að ná tökum á þeim. „Og mamma yðar er dáin?“ hvíslaði Ada. Jói kinkaði kolli þögull — honum sást ekki yfir neitt. Ada leit votum augum á snyrtilega, fallega unga manninn og samúð hennar fór vaxandi. Hann hefur átt erfitt, vesalings ungi maður- inn, hugsaði hún, og snotur er hann með þessi skæru brúnu augu og hrokkna hárið. En hrokk- ið hár borgar ekki húsaleigu, því fer svo fjarri — og hún þurfti að borga spilatíma fyrir Sallý.... Ada fór aftur að rugga sér. Þrátt fyrir subbuskapinn og hirðuleysið var Ada Sunley engin skynskiptingur. Hún áttaði sig. „Heyrið þér“, sagði hún festulegri röddu. ,,Við getum ekki leigt yður af einskærri með- aumkun. Þér verðið að fá atvinnu, fasta atvinnu. En maðurinn minn sagði í morgun að þeir væru að bæta við mönnum í Millington verksmiðj- unni í Yarrow, þér vitið, í Platt Lane. Reynið þar. Ef þér eruð heppinn getið þér komið aft- ur. Annars ekki“. „Já frú“. Jói hélt á sér helgisvipnum þangað til hann var kominn út úr dyrunum: þá þaut hann yfir götuna af miklum móði. „Heyrðu strákfugl". Hann þreif í hálsmálið á sendisveini. „Vísaðu mér veginn til Miiling- ton verksmiðjanna effa ég brýt í þér hvert bein“. Hann hljóp næstum alla leiðina til Yarrow, og það var löng leið. Hann gaf sig fram í verk- smiðjunni. Hann laug af göfugmennsku og ó- svífni, sýndi verkstjóranum sveitta vöðvana. Hann hafði heppnina með sér, þeir voru í mannahraki. Hann var ráðinn sem aðstoðar- maður með tuttugu og fimm shillinga á vilcu. Það voru auðæfi í samanburði við kaupið í nám- unni. Og svo var það Jenný. Jenný, Jenný.... Hann gekk aftur inn í Scottswood götu með föstum, rólegum skrefum, og sagði við sjálfan sig að hann yrði að’vera varkár, mætti ekki flama að neinu, ekkcrt axarskaft gera. Ensig- AVÍ urhrósið yfirgnæfði varúðarhuluna þegar hann kom aftur inn í bakherbergið. Öll fjölskyldan var þama samankomin, var að enda við að drekka te. Ada gnæfði við borðs- endann, næst henni sat Jenný. Því næst komu þrjár yngri telpumar: Phyllis, eftirmynd móð- ur sinnar, ljóshærð.slöpp og þrettán ára; Clar- ice dökkhærð, leggjalöng og hálfs tólfta árs með fallegan rauðan hárborða utan af konfekt- kassa frá Jenný; og loks Sallý, liæglát tiu ára telpa, með sama stóra munninn og Jenný, fjand- samleg svört augu og illilegt augnaráð. Við hinn borðsendann sat Alfreð, maður ,Ödu, faðir telpn- anna fjöguima, æðsti maður fjölskyldunnar. Hann var veigalítill maður með hvapkennt and- lit, flöskuaxlir og rytjulegt, rautt yfirskegg. Auk þess var líkast þvi sem hann væri með sarp á hálsinum, hann var flibbalaus og augu hans vom vatnsblá. Alfred var húsamálari, og gleypti í sig mikla blýhvítu þegar hann var að skinna upp á húsin í Tynecastle. Af blýinu stafaði fölvi hans, magakvalir og daufbláa rák- in meðfram tanngörðum hans. En sarpurinn á hálsi hans stafaði þó ekki af atvinnu hans held- ur af dúfum. Alfred var hugsjónamaður; hann var með dúfur á heilanum, bláar og rauðar bréfdúfur, verðlaunagripi. Og með því að virða fyrir sér dúfumar fljúga upp í heiðbláan himin inn hafði honum áskotnazt þessi sérkennilegi háls. Jói leit yfir hópinn og sagði lirifínn: „Ég er ráðinn. Ég á að byrja á morgun. Tuttugu og fimm. sillingar á viku“. Jenný virtist vera búin að gleyma honum, en Ada virtist glöð. „Þetta datt mér í hug? Svo borgið þér mér fimmtán á viku og hafið tíu eftir handa sjálf- um yður, fyrst um sixm. Það hækkar bráðum". Hún geispaði rólega og ýtti því næst hirðuleysis- lega bollum og diskum til hliðar til að koma einum við boi-ðið í viðbót. „Fáið yður sæti og matarbita. Clarry, náðu í bolla inn í búr og hlauptu svo til frú Gresley og kauptu saltaða skinku fyrir þrjú pens, en gættu þess að hún vigti rétt. Það er bezt að þér fáið eitthvað æti- legt í fyrsta skipti. Alfred, þetta er herra Jói Gowlan, nýi leigjandinn". Alfred hætti að tyggja útbleytta tvíbökuna, meðan hann kinkaði kolli til að lýsa velþókn- un sinni á komu Jóa. Ciarrý kom þjótandi inn með nýþvegið bollapar og hellti bleksterku te í hjá honum, skinkan var boiin fram með hálfu brauði og Alfred ýtti sinnepinu til hans. Jói sat við hliðina á Jenný í hrossliárssóf- anum. Hann fylltist imaði við að sitja hjá henni og hugsa um hvað hann hefði komið ár sinni snilldarlega fyrir borð. Hún var dásamleg, hann liafði aldrei orðið svona skyndilega og ofsalega hrifinn af stúlku. Hann reyndi að láta ljós sitt skína, vera þægilegur, heilla þau — þó ekki Jenný, nei, ónei, svo lieimskur var hann ekki. Jói þekkti kvenfólkiö. Nei, en hitt fólkið. Hann brosti hlýlegu, opinskáu bi'osi, hann tala'ði fjör- lega, sagði smágamansögur frá fyrri ævi simii, hann hrósaði ödu, glensaðist við telpumar. Hann var e.ð ná tökum á þeim, hann gæti bráðlega snúið þeim í kringum sig, öllum sam- an, og fögnuðurinn yfir því steig honum til höfuðs eins og Ijúffengt vín. Hanu kunni að- ferðina, hann gat náð tökum á lífinu og þrýst úr því safann. Og hann ætlaði ekki að hætta við hálfunnið verk, nei, hann ætlaði að fá allt sem hann vildi, allt og alla, með tið og tíma. Sí%r u mkvöldið ba.uð A'lfred honum með sér að líta á dúfumar. Þeir fóru út í garðinn, þar sem dúfumar - kurruðu og tíndu í sig komið. Þegar Alfred var ekki i návtst konu sinnar,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.