Þjóðviljinn - 21.11.1950, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.11.1950, Qupperneq 6
6 Þ J ÖÐ VI.tJ.INK Þriðjudagur 21. nóv. 1950. YFIRLf SING Herra ritstjóri! Út af urrunaslum, sem höfð eru eftir Inga R. HelgasjTii í Þjóðviljanum í dag, frá um- ræðum á síðasta bæjarstjóm- arfundi, er rædd var hækkun vlstgjalda á barnaheimilum, vildi ég mega biðja yður fyrir eftirfarandi: Það er rangtúlkun, ,,að starf semi Sumargjafar er (sé) að mjög miklu leyti kostað af bæn um“, — enda þótt bærinn hafi veitt Sumargjöf ríflegan fjár- styrk, þ. e., t. d. rúmlega 21% af „brúttó”-gjöldum félagsins árið 1949. Stjórn Sumargjafar dró í lengstu lög að hækka vist- gjöld á bamaheimilum sínum, eða fyrstu 9 mánuði þessa árs. Hækkunin gekk í gildi 1. okt. s.l. Engin hækkun varð á leik- skólagjaldi. Hækkunin var að- cins 15%, eða tæplega það, sem almcnningur hefur fengið með vísitölu. Sumargjöf mun, eins og und anfarin ár, veita þeim ívilntm, sem erfitt eiga um greiðslu vistgjalda fyrir börn sín. Og engum bömum mun verða út- hýst hjá Sumargjöf nú fyrir fátæktarsaikir, frekar en endra nær. Reykjavík 18. nóv. 1950. F.h. Barnavinafélagsins Sumargjafar. ísak Jónsson JÓN t'RSKURÐAR Framh. af 3. síðu. una, en á þessi mál hafði alls ckki verið minnzt á milli fé- 7aganna, hvað þá meir, þá gef- ur karl út þennan fræga úr- skurð til lianda þeirri félags- mynd sem a.ð ofan er lýst.' Velflestir aðrir en Jón vita að úrskurðurinn er fjarstæða og lögleysa, því það er algjört f armkvæmdaatriði hvers ein- asta stéttarfélags, sem hefir forgangsréttaráfcvæði í samn- ingum sínum hvenær félögin láta þau koma til framkvæmda. Stjóm Bílstjórafélags Ak. hefur reynt. að þoka þessum úrskurði Jóns til hliðar, en það hefur ekki tekizt vel, enda for- maðurinn haldið frekar liulega á málstað okkar fclags, en frekja og óbilgirni Jóns Sig- v.rðssonar hine vegar alkunh og situr því eins cg áour er sagt, allt við það sama. Að vísu muiiu bændur hafa boðið cíkkur 25f-) vinnunnar! ÞURRKA CT AHRIF IHALDSINS Fram'i. af 5. síðu. Það er því staðreynd, að með aðstoð manna, sem em andstæð ingar Sjálfstæðisflokksins og þeirra klíkna, sem hann er full trúi fyrir, eru honum gefin völd innan verkalýðshreyfing- arinnar. Með þessu framferði eru verkamenn að gerast sjálfs sín böðlar og böðlar stéttar sinnar. Slíkt hefur áður gerzt, og eru gleggstu dæmin frá Þýzkalandi nazismans- Þau spor hræða. Ég gat þess áður, að tvennt það dýrmætasta, sem auðvalds þjóðfélagið hefði fært mannkyn inu, væri tækniþróimin og al- mennur kosningaréttur og kjör gengi, þ.e. hið borgaralega iýð- ræði en þetta tvennt mundi verða naglar í líkkistu þessa þjóðskipulags. Tækniþróunin hefur gert tvennt. Hún hefur skapað hin- ar fámennu auðklíkur, sem öllu ráða í auðvaldsheiminum, og hún liefur skapað kreppurnar, hvort tveggja af því að hún er í höndum stétta, sem mis- nota hin dásamlegu tækifæri sem húu gefur. Allir sem skilja það þjóðfélag sem þeir búa í, og ekki tilheyra auðstéttinni, eru andvígir þessari misnotkun tækninnar og vilja. að hún yerði skilyrðislaust tekin í bjónustu fjöldans. Hjá sérliverri vel upp lýstri og gáfaðri þjóð hlýtur því hinn almenni kosningarétt- ur að leiða til ósigurs fyrirauð klíkumar, ef hann fær að njóta sín, en takist þeim að hindra, að þjóðarviljinn fái notið sín við almennar kosningar, ef þær afnema hið borgaraleg lýðræði, að meira eða minna leyti, til að tryggja sér aðstöðu um sinn, fer ekki lijá því, að þjóðarvilj- inn brýzt i'ram', fyrr eða seinna, eftir þeim leiðum, sem tiltæk- astar eru. I báðum tilfellum er ósigur auðklíknanna óumflýjan legur, vilji fjöldans mun sigra þiær, raunhæft lýðræði mun. bkida endi á skipulag atvinnu- kúgunar, kreppna og stríða, en það er undir sicilningi og þroska þjóðarinnar komið, hvort hún þarf að ganga í gegn um cldraun fasismans áour en því marki er náð. Sú hætta er bráð, og henni veröur ekki af- stýrt nema ofsóknarherferð Sjálfstæðisflokksms verði stöðv J uð, os völd hans og- áhrif í, verkalýðshreyfingimni þurrkuð j út. S. A. S. i ■Undir eilífðarstjörnum Eftir A.J. Cronin 24. DAftCE Þetta var ekki einu sinni námufólk, heldur fiskifólk, þetta sérstaka þjóðfélag, sem lifði ótryggu lífi frá örbirgð til allsnægta. Hún hafði ekkert á móti Önnu sjálfri, flestir álitu hana heiðarlega stúlku. En hún var ekki stúlka handa honum Samma hennar. Hún var ekki af réttu bergi brotin, hún seldi fisk á götum úti, hún hafði jafnvel einu sinni farið til Yarmouth sem síldarstúlka þegar hart var í ári. Það var óhugs- andi að Sammi, sonur hennar, sem vonir stóðu til að yrði með tímanum einn af beztu námu- mönnunum í Neptúnnámunni, kvæntist síldar- stúlku. Aldrei, aldrei. Hún dró djúpt andann. „Ég vil ekki að þú farir út í kvöld, Sammi“. „Já en mamma, ég lofaði því. Við Pug Macer ætluðum út og Anna ætlaoi að koma líka“. „Það skiptir engu máli Sammi.“ Rödd hennar varð allt íyeinu hás og skerandi. „Ég vil ekki að þú farir.“ Hann horfði beint framan í hana; og í trygg- um hundsaugum hans sá hún óvænta festu. „Anna býst við mér, mamma. Fyrirgefðu, en ég verð að fara.“ Hann fór og lokaði dynmum hljóðlega á eftir sér. Marta sat eins og steingerfingur: í fyrsta skipti á ævinni hafði Sammi óhlýðnazt henni. Henni fannst eins og hann hefði- slegið hana í andlitið. Hún fann að Darið og Hughie horfðu á hana og hún reyndi að jafna sig. Hún reis á fætur, tók af borðinu og þvoði diskana með skjálfandi höndum- Davíð sagði: ,,Á ég að þurrka hjá þér, mamma?“ Hún hristi höfuðið, þurrkáði diskana sjálf og settist síðan við að bæta. Með erfiðismunum þræddi hún nálina. Hún tók upp nærskyrtu sem Sammi átti, sem var svo bætt og stöguð að sáralítið var eftir af hinu uppmnalega efni Hún fékk sting í hjartað þegar hún horfði á þessa gömlu skyrtu. Hún hafði verið of liörð við Sammal hún skildi allt í einu ‘að hún hafði ekki tekið hann réttum tökum, hún átti sökina en ekki Sammi. Hugsunin kvaldi hana. Sam mundi gera allt fyrir har.a, hvað sem væri, ef hún tæki hann réttum tökum. Það kom móða fyrir augu hennar og hún ætlaði að fara að staga í skyrtuna, en þá kom kvalastingurinn aftur í bakið. Nú fann hún mikið til, og um leið vissi hún hvað var að gerast. Hún beið í örvæntingu. Sársaukinn fór, kom aftur. Án þess að segja orð reis hún upp og fór út um bakdyrnar. Hún fór inn á salemið. Já, þetta var rétt hjá henni- Hún kom aftur og stóð kyrr andartak, um- vafin kyrrð næturinnar og studdi sig við girð- inguna með annarri liendi en þrýsti himii að þrútnu kviðarholi sínu. Þestva vanvirðu átti lnin þá loks að þola meðan maSur hennar var í fang- elsi. Og fyrir framan uppkomna syni sína. Hún flýtti sér að hugsa í þéttu myrkrinu. Hún vildi ekki kalla á Scott lækni og ekki f*i Reedý, ljósmóðurina. Róbert hafði umhugsunarlaust fleygt sparifé þeirra í verkfallssjóðinn. Hún var skuldug, hím gat hvorki né vildi sóað fé í neitt frekar. Eftir andartak var hún búin að taka ákvörðun. Hún fór aftur inn í húsið. ,,Davíð. Skrepptu yfir til frú Brace. Segðu henni að koma til mín mma-“ Hann hrökk við og leit spyrjandi á hana. Þau höfðu aldrei verið miklir mátar, Davíð hafði alltaf verið eftirlæti föður síns. En hú varð hún hrærð, þegar hún sá augnaráð hans. Hún- sagði blíðlega: „Hafðu engar áhyggjur, Dabbi minn. Ég er bara dálítið lasin.“ Um leið og hann þaut út úr dyrunum gekk hún yfir að kistunni, þar sem hún geymdi það litla af léreftsfatnaði sem hún átti. Hún opnaði hana. Síðan dróst hún með erf- iðsimunum upp stigann sem lá upp í herbergi drengjanna uppi á lofti. Frú Brace, grannkonan, kom eftir andartak. Hún var vingjamleg kona, andstutt og mjög framsett: það var eins og hún ætti sjálf von á barni, veslingurinn, þótt því færi f jarri. Hanna Brace var ,,slitin“ eftir því sem hún sjálf sagði, hún var með stórt naflakviðslit, sem var afleið- ing af tíðum barneignum, og endaþótt maður hennar lofaði henni hátiðlega á hverjum ein- ustu jólum að hún skyldi fá bindi, þá var það ekki komið enn. Hún var næstum búin að sætta sig við þetta ástand, sem var óviðjafnanlegt samræðuefni, og hún talaðí um þennan kranlt- leika sinn á sama hátt og annað fólk talaði um veðrið- Hún gekk varlcga upp stigann og hvarf upp loftsgatið. Davíð og Hugliie sátu í eidhúsinu. Hughie var hættur við skósmíðamar og þóttist vera að lesa blað. Davíð þóttist líka lesa. En öðru liverju litu þeir hvor á annan, gagnteknir af því sem var að gerast í herberginu fyrir ofan og svipur Jæiri'a var undarlega skömmustulegur. Að hugsa sér; þeirra eigin móðir- Engin hljóð heyrðust úr svefnherberginu nema þungt fótatak frú Brace sem gekk til og frá. Einu siani kalláði hún til þeirra og bað um ketil með heitu vatni. Davíð rétti henni hann. Klukkan tíu kom Sam heim dálítið fölur og einbeittur á svip, viðbúinn að taka á móti skömm- um. Þeir sögðu honum allt af létta. Hann roðnaði og fylltist samvizkubiti. Sam var aldrei lang- rækinn, Hann leit upp. ,,Veslings mammá,“ sagði hann. Enginn þeirra þorði að scgju meira. Þegar klukku.na vantaði tuttugu mínútur í ellefu kom frú Brace niður og hélt á dálitlum bögli, sem var vafinn inn í dagblað. Hún var döpur á svip þegar hún lagði hann frá sér; hún þvoði rauðar hendur sínar við vaskinn, fékk sér kalt vatn að drekká: síðan ávarpaði hún Sammá — h'iml elzta: „Það var lítil telpa, falleg telpa, en hún er ðáin. Fæddist andvana. Frú Reedy hefði ekki getað gert betur en ég, þið getið reitt ykkur á það. En það var engin von. Ég kena’ í fyrra- málið og legg, telpuna til, Færið mömmu ykkar bolla ;af kókói. Hún á svo bágt, veslingurinn, og ég verð áð fara að útbúa matarpakkann lianda majinjniun mínuin.“ Hún færði' böggulinn yarlega til, brosti biiðlega til Davíðs, sem sá tio eitthvað rautt vætlaði gegnum dagblaðið- Síðan Iijagaði húií út. Sam bjó til kókó og fór með það upp. Þegar. hann kom niður aftur var liann náfölur í and- liti og svitaperlur stóðu á tnni hans, Hann hafði lcomið hchn frá saklausu ástarævintýri pg inji

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.