Þjóðviljinn - 28.11.1950, Page 5

Þjóðviljinn - 28.11.1950, Page 5
Þriðjudagur 28. nóvember 1950. ÞJÓÐVILJINN 5 Aðalkrafa Alþýðusambandsþingsins er: Vinna handa öllum vinnu færum Islendingum „Rétturinn til vinnunnar er helgasti réttur hins vinnandi manns. íslenzka þióðin á nægilega mikið' af framleiðsluúæKj- um og auðlindum, fcil þess að hægt sé að tryggja öllum vinnufærum íslendingum aröbæra atvinnu og mann- sæmandi lífskjör. En hér er illa á haldið. Þess vegna er svo komiö, að skuggar atvinnuleysis og skorts leggjast nú óðfluga yfir íslenzk alþýðulieimili víða um land. Mikill hluti vélbátaflotans liggur bundinn í höfn, hraðfrystihús og fiskiðjuver eru stöðvuö, niðursuðuverk- smiöjur og fiskþurrkunarhús illa hagnýtt og flestar verk- smiöjur hæpast liálfnýttar sökum efnisskorts. Vegna þeirra geigvænlegu afleiðinga, sem þetta á- stand hefur fyrir hinar vinnandi stéttir og þjóöfélagið' í heild, skorar 22. þing Alþýöusambands íslands á rík- isstjórnina: Að gera nú þegar öflugar ráðstafanir til að örfa framlelðsluna og tryggja fulla nýtingu allra framleiðslutækja landsmanna árið imi kring. • Þingið leggur alla áherizlu á eflingu atvinnulífsins í landinu og leggur fyrir væntanlega sambandsstjórn að beita öllum mætti samtakanna til að knýja ríkisvaldið til aögerða á því sviði. Aöalkrafa þingsins er: Vinna handa öllum vinnu- færum íslendingum. Þá gerir þingið eftirfarandi tillögur um einstök atriði at- vinnumálanna: Nýju togararnir verði gerðir út jaínskjótt og þeir koma 1) Hafinn sé rekstur þeirra 10 togara, sem nú eru í smíð- um í Bretlandi, jafnskjótt og þeir eru tilbúnir til veiða. Telur þingið sjálfsagt, að ríki eða bæjarfélög geri nokkur skip- anna út, enda verði bæjarfélög- um gert fjárhagslega kleift að eignast skipin og reka þau. Ríkið láti þau skip, er það gerir út, einkum bera þar afla að landi, sem atvinnuleysi gerir vart við sig og atvinnuþörfin er mest á liverjúm tíma. Vill þingið ekki leggja trún- að á þrálátan orðróm, sem gosið hefur upp hvað eftir ann- að á seinustu vikum og mán- uðum, þess efnis, að ríkisstjórn in hafi í hyggju að selja þessi fullkomnustu atvinnutæki, er þjóðin hefur nokkru sinni éign- azt. Kæmi slíkt fyrir, mundi iþað óhappaverk sæta fullri for- dæmingu verkalýðssamíakanna. Vélbátaútgerðinni verði tryggður starís- grundvöllur 2) Þingið skorar á ríkis- stjóm íslands að taka nú þegar til gaumgæfilegrar yfii’vegunar í samráði við _ samtök útvegs- manna og sjómanna, með þverju móti hægt sé aö skapa vélbátaútgerðinni betri starfs- grundvöl), en nú er fyrir hendi. Vill þingið í þessu sambandi einkum benda á eftirfarandi atriði, sem komið geti til greina hvert fyrir sig, eða öll að .ein- hverju leyti: a. Hækkað fiskverð að mun frá því, sem nú er. b. Lækkaður tilkostnaður við útgerðina, svo sem sparnað- ur á beitu og veiðarfærum og minnkaður viðgerðarkostn aður og stjórnkostnaður. c. Niðurgreiðslur á útgerðar- kostnaði, eins og altítt er hjá þeim fiskveiðiþjóðum, er íslendingar verða að keppa við á heimsmarkaðinum. d. Verðjöfnun á rekstursvörum útgerðarinnar, sem mundi, ef framkvæmd yrði, einkum ikoma að gagni þeim lands- hlutum; þar sem útgerðin á nú við mesta örðugleika að stríða. e. Samin verði þegar reglugerð fyrir fiskveiðideild hluta- tryggingarsjóðs. f. Sildveiðideild hlutatrygginga sjóðs verði séð fyrir nægi- legu fé, til þess að sjóður- inn geti borgað síldveiðisjó- mönnum að fuilu inneignir sínar frá seinustu síldarver- tíð, eigi síðar en 1. desember næstkomandi samkvæmt þeirri reglugerð, er sildveiði- deildinni hefur nu verið sett. Aukin íhlutun verka- lýðsfélaga um atvinnumál 3) Þingið beinir þeim tilmæl- um til verkalýðsfélaganna, að þau sendi A.S.Í. tillögur sínar um, hvað helzt megi verða til varanlegra . atvinmuunbóta á hverju félagssvæði, svo sem hafnarbætúr, samgöngubætur, bættur skipastcll, stofnun iðn- fyrirtækja, virkjun vatnsafls, ræktunarframkvæmdir eða aðr- ar þvilíkar lífrænar atvinnuum- bætur. Jafnframt skorar þingið á sambandsfélögin, hvar sem at- vinnuleysi gerir vart við sig, að senda A.S.f. mánaðarléga tuttorðar skýrslur um atvinnu ástand á félagssvæðinu, enda láti sambandið vinna úr skýrsl- unum og beiti sér fyrir aðstoð til aukinnar atvinnu. Ekkert erlent verkafólk að nauðsynjalausu i 4) Þingið mótmælir innflutn- ingi erlends verkafólks á at- vinnuleysistímum og telur, að ávallt beri að leita samþykkis verkalýðssamtakanna, áður en slíkur innflutningur eigi scr staö. Þó getur þingið samþykkt, að nokkuð sé gert að gagn- kvæmum skiptum á íslenzku og erlendu verkafólki, þar eð slík skipti gætu verið þeim, er nytu, gagnlegur skóli á hagnýtri verkkunnáttu. Forgangsréttur á Kef lavíkurf 1 ugvelli 5) Þingið krefs þess, áð ís- lendingar sitji fyrir öllum störf um á Keflavíkurflugvelli. Kauptrygging sjó- manna verði raunveruleg 6) Þingið telur, ac samnings- bmidin lágmarkstrygging sjó- manna, og sérstaklega sjóveð- réttur þeirra, hafi verið gerður lítils virði með þeim nýju laga- ákvæðum, er tryggja ýmsum öðn.m aðilum en sjómönnum sjóveðsrétt, vegna skulda út- vegsmanna við þá, og mótmælir þingið harðléga þe'.sari laga- breytingu. > Fáist ekki lagíæring á sjó- veðsrétti háseta, svo að hann verði jafnvel tryggður og áðu.r var, krefst þingið þess, ?.ð ríkisvaldið tryggi sjómönnum þá lágmarkshlutatryggingu, sem þeim er heitin í ráðningar- samningi hverju sinni, og verði sett bankatrygging fyrir skil- vísri greiðslu tryggingarinnar um leið og sjómenn eru skráð- ir í skiprúm. Nauðsyn vinnu- miðlunar 7) Þingið mótmælir harðlega þeirri fáránlegu sparnaðarráð- stöfun ríkisstjórnarirmar ao ætla nú að hætta að styrkja vinnumiðluarskrifstofur í kaup- stöðum landsinr, er atvinnuleysi fer sífellt vaxandi, og þess er þannig meiri þörf -en nokkru sinni fyrr, að miðlað sé vinnu í landinu cg greitt fyrir ráðn- ingu atvinnulausra manna. Góðar verbúðir og ferðastyrkir 8) Þingið telur brýna nauð- syn til bera, að góðum verbúða byggingum og viðleguplássum sé upp komið, þar sem aðkomu- fólki er ætlað að stunda at- vinnu fjarri heimilum sínurn lengri eða skemmri tíma árs- ins. Jafnframt bendir þingið á, aú rétt. ss að ríkið greiði fyiir ferðum verkafólksins milli vinnustaða og jafnvel lands- hluta og greiða þannig fyrir því, að fólk geti dvalið uta:r síns heimahéraðs, þegar þar skortir atvinnu, en hins vegar komið til hjálpar við fram- leiðslustörf þjóðarinnar, þar sem vinnuafl skortir. J Þingið vítir ríkisstjórn vegna atvinnu- ástandsins 9) Þá vítir .þingið harðlega hinar daufu undirtektir rík-i.s- stjórnarinnar undir kröfu al- þýðusamtakanna, fram bornar i septembsr síðastliðnum um rannsókn á atvinnuástandyiu í landinu, og telur stórvítavert, áð ek'tert skuli hafa .verið. gr.rt á þe.-.iu hausti til að draga úr atvinnuleysinu, þar ,sem það hefur verið tilfinnanlégast.. Stefnan mörkuð i 10) Þá lýsir þingið yfir því; að það telur, að vandamál at- vinnuvéganna verði eins og nú er komið málum, aðeins leyst með öflun nýrra markaða, fjöl- breyttari vöruframleiðslu, lækk un reksturskostnacar, afnámi hins mikla gróða verzlunar- stéttarinnar, lækkun vaxta, aukinni tækni, bættum vinnuað- ferðum og með aigjörum niður- skurði á skriffinnsku og cþarfa nefndabákni ríkisvaidsins. $ vegna gera Hernaðarsérfræðingurinn Max Werner er l'æddur í Þýzka- Iandi en hefur Iengi dvalif í Bandaríkjunum. Hann varð heims- frægur fyrir bækur sínar, sem út komu í öndvcrðri heimsstyrj- öldiimi síðari, „The Military Strengíh of the Powers“, „The Great Offensive“ og fleiri. Hanu reyndist þar öllum liernaðar- sérfræðingum nærfærnari utn liernaðarmátt Sovétríkjanna. Nú ritar hann í dagblaðið „New York Compass“ og vikublaðið „National Guardian“ í Bandaríkjunum. Eftirfarandi grein er þýdd úr því síðarnefnda. Diplómatar Vesti;rveldanna, sem leitast við að grafast fyrir um þau markmið, er stefna sov- étstjórnarinnar mótast af, vita ekki, hvað þeir eiga að halda. Hernaðarmáttur Vestur-Evrópu er alger en að dómi manna í vestri eru Sovétríkin á há- tindi máttar síns — ómælanlega öflugri en Hitlers-Þýzkaland árið 1939. Sovétríkin ráða nú yfir að mi.msta kosti þrisvar sinnum fieiri fótgönguliðsher- deildum, fimm sinnum fiéiri fall- byssum og hernaðarflugvélum tíu til fimmtán sinnum fleiri skriðdrekum. Þar að auki hafa þau til umráða rosavopn, kjarn- orkusprengjuna og fjarstýrð- ar flugsprengjur, sem Hitlere- Þýzkaland hafði ekki 1939. ,, . Hyei's; yegna gera Rússar þá Eítir Max Werner ekki árás, úr því að þeir hafa hernaðaryfirburði gagnvart Vesturveidunum, sem Hitler lét sig ekki einu sinnt dreyma um ? Þessi spurning er nú rædd ákaft í Washington, London og París. Það er ekki hægt að ímynda sér Hitler hafa þá hernaðar- yfirburði, sem Sovétríkin liafa nú, og gera ekki árás, við get- um ekki ímyndað okkur að Hitler hefði látið hjá líða að koma til bjargar veikum banda- manni, sem fer eins halloka hernaðarlega og Norður-Kórea gerir nú. Það gefur auga leið, að einnig á stjórnmálasvið:VTi er ástandið gersamlega frá- brugðið því, sem var 1939. Friðsamleg störf Skýringarinnar verður að leita í verkum frekar en yfir- lýsingum stjórnarinnar í iVloskva. Fordómalaust, bandarískt viðhorf, sem byggist á stað- reyndum, verður að taka tillit til þess, að sovétstjórnin hag- ar sár einsog alls engin hætta sé á styrjöld um langt árabil: gífurlegar fjárhæðir eru festar i verkefnum, sem langan tima tekur að framkvæma, svo sem iðnþróun í stórum stíl, bygg- ingu miltilla raforkuyera, áveit- um og skógrækt, endurreisn '■ borga. Stórar vatncaflstöðvar neðst við Dnjepr við miðja Volgu og í Austur-Síberíu, áveitur í Mið-Asíu, skóggræðsla á aust- urbakka Volgu — allt þetta uppbyggingarstarf væri til- gangslaust, væri helber sóun of sovétstjórnin áliti strið óhjá- kvæmilegt í náinni framtíð. iÞessar framkvæmdir eru tilval- n skotmörk fyrir kjárnorku- ■.p’æng'ur. Friður er nauð- svulegur Skoðun sovétstjórnarinnar Framhald á .7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.