Þjóðviljinn - 01.12.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.12.1950, Qupperneq 4
ÞJÓÐVIL'JINN Föstudagur 1. desamber 1950 tUðfiVIUlNK Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Ágkrlftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sjttkir menn og seldir Til að undirbúa fullveldisdaginn birti Vísir í fyrradag feit- íetraðan ramma á forsíðu undir fyrirsögninni „Þingeyskir bænd- ur krefjast herverndar.“ Er síðan skýrt frá ’pví að STJÓRN BÆNDAFÉLAGS ÞINGEYINGA hafi samþykkt „að þriðja hcimsstyrjöldin getur liafi/.t dag hverit(!), með svo ægilegum hamförum, að enginii blettur láðs og lagar verði óhultur“ og því beri stjórnarvöldunum að leita „nú þegar samn- inga tim hernaðariega vernd fyrir Islands hönd við J>ær lýðræðis- þjóíir, sem gegna því veglega hfutverki að varðveita smáríki fyrir yfirgangi og kúgun einræði‘íþjóða.“ Vísir segir síðan að samþykkt þessi gefi til kynna „liverrfig menn hugsa um öryggismál Jijóðarinnar, úti um byggðir laiuls- ins.“ — Bændafélag Þingeyinga er fámennt félag jónasista í Suður-Þingeyjarsýslu og stjórn þess múnu skipa fimm sérstakir brjóstmylkingar Hriflujónasar. Þessir fimm fáráðu menn eru í Vísi orðnir: fyrst þingeyskir bændur almennt og nokkrum lín- um síðar allur almenningur úti um byggðir landsins! Munu aðrir fimmmenningar ekki hafa fengið meiri mannaforráð hér á landi. Fyrst menn þessir hafa þannig hlotið nokkra frægð, er rétt að skýra frá annari samþykkt sem þeir gerðu fyrir skömmu. Fjallaði hún um togaraflota íslendinga, og var niðurlag hennar á þessa leið: „Ijítur fundurinn svo á, að rétt sé undir núverandi kring- umstæðum, að nefrnl íramleiðsíutæki séu gerð upptæk og sehl úr landi, en andvirði þeirra lagt í starfandi framleiðslugreinar þjóðarinnar.“ Slíkar eru hugsjónir mannanna að Fosshóli, og væri að öliu eðlilegu ekki ástæða til að fjölyrðe. um þær nema í revíum og gamanblöðum. En því miður eru víðar Fosshólsmenn en í Suður-Þingeyjarsýslu, þótt þeim liafi verið att á foraðið þar nyrðra að Jiessu sinni. Það er engin tilviljun að Vísir birtir .samþykkt þeirra á forsíðu með miklum gleðilátum og gerir 5 menn að fulltrúum almennings hinna dreifðu byggða. Það er engin tilviljun að Morgunblaðið birtir sömu samþykkt í gær. Og það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson talar af svöl- um Alþingishússins í dag á afmæli íslenzks fullveldis. Samsærið gegn frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar hefur staðið lengi og orðið árangursríkt. En nú er komið að nýjum áfanga. Nú skal það gert opinskátt sem til þe.-va hefur átt að vera dulið, nú skal bandariskt lið hernema islenzku þjóð- ina og þetta eyland gert að opinskárri atómstöð. Bændurna 5 í Suður-Þingeyjarsýslu á að nota sem „rcdd })jóðarinnar“ af leppum Bandaríkjanna hér syðra. Til þess að fá siðferðilegan bakhjall til þessara nýju landráða á að reyna að trylla fólk og æsa með lygaáróðri um Kóreu- styrjöldina og meginkennisetningin verður sú að þar sem Banda- ríkjunum gangi svo hörmuléga illa að hernema Kóreu verði þau að fá að hernema ísland í friði. Tryllingsáróðurinn verður þeim mun eðlilegri sem sumir lepparnir hafa æst upp í sér hina átakanlegustu móðursýki. T. d. lýsir Hriflujónas sálarástandi sinu og félaga sinna á þessa leið í síðasta hefti tímarits síns: „Nú er svo skipt ,um aðstöðu í málinu, aff meirihluti Is- lendinga (les: Fosshólsmanna) hefur ekki sof'ið rólega í hvíl'um sínum um nætur nema þær stuítu stur.dir Jiegar amarísk smá- herskip hafa Iegið hér við Iand.“ Slíkir menn þyrftu vissulega fremnr á geðvernd að halda en hervernd. En hið alvarlega er að þe?sir sjúku cg seldu menn eru mestir valdamenn í þjóðfélaginu. Það eru þeir sem halda ræður í dag og svívirða fullveldi íslands og það eru þeir sem á morgun ætla að selja síðustu landsréttindi þjóðarinnar — ef þeir þbra og íslenzk alþýða lætur þeim haldast það uppi. T.oftleiðir h.f.: 1 dag er áætlað að fijúga til: Akur- eyrar kl. 10 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. Á morguri er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10 og til Vest- Fagnar MlR Verkamaður skrifar: — „Ég hef sjaldan fagnað nokkurri félagsstofnun eins og stofnun MlR, sem hefur mjög mikilvægu og nauðsynlegu hlutverki að gegna. Og mér virðist félagið hafa farið ágætlega af stað, þótt það eigi eflaust eftir að færast í aukana. Því er alveg óhætt að taka að sér stór verk- efni, áhugi almennings hefur ekki leynt sér, og meðlimirnir eru fúsir til að leggja fram það sem þeir mega. til að efla félagið og stuðla að því að það geti komið á framfæri sem mestri og beztri fræðslu um Sovétríkin. Fátt er eins nauð- synlegt og að almenningur viti sem gleggst um það sem gerist í heimi sósíalismans. m Vill ekki enskan texta „En mig langar að koma á framfæri lítilli athugasemd til stjórnenda félagsins. Á sýning- um þeim sem haldnar hafa ver- ið eru textarnir yfirleitt á ensku. Mér finnst "þetta ó- smekklegt, því skyldi félag sein vinnur að menningartengslum Islands og Ráðstjórnarríkjanna beita ensku í starfi sínu? Séu vandkvæði á því að hafa á sjálfum myndunum íslenzkan texta, sem ég skil varla að þurfi að vera, væri langtum við- felldnara að textarnir væru4á rúesnesku, en þýðingum væri útbýtt á sérstöku blaði eins og nú er gert. Ég bið sem sagt Þjóðviljann að koma þessari athugasemd á framfæri um leið og ég þakka félaginu á ný vel unnin störf og óska því allra heilla. — Verkamaður.“ Afleitar 1. i'lokks kartöflur Húsmóðir sem oft hefur sent Þjóðviljanum pistla hefur beð- ið mig að spyrjast fyrir um hverjar kröfur séu gerðar til kartaflna sem taldar eru í 1. flokki. Iiún segist hafa keypt poka af 1. flokks kartöflum hjá Grænmetissölu ríkisins og þær hafi verið afleitar, alltof mikið af þéim hafi verið sprungnar, sumar sv'artar inn úr, og sé það af nýrri upp- skeru verður hún varla falleg þegar komi fram á vor. Sjálfsagt hefur Grænmetis- verzlunin einhvern tilgang með því að flokka kartöfiurnar, en séu þetta úrvalskartöflur, 1. flokks, þá mega þær vera lé- legar sem lenda í þriðja flokki. Og hvernig er það með kart- öflurnar í búðunum ? Eru þær allar 1. flokks? Kannski eins og kjötið. Aldrei verða húsmæð- ur varar við annað en 1. flokks kjöt í búðunum. Hvað verður af 2. og 3. flokks kjötinu? Oft hefur verið um það spurt, en aldrei fengizt greið svör. • Of skær ljós Kona sem var á kirkjuhljóm- Ieikunum í Dómkirkjunni í fyrrakvöld bað mig að vekja athygli þeirra sem þar ráða húsum við slík tækifæri að alger óþarfi sé að kveikja alla þá ljósadýrð sem hægt er með- an á hljómleikunum stendur. Þetta sé mjög óþægilegt fyrir allan þorra þeirra sem sitja uppi, ljósin skeri í augun og trufli nautnina af hljómleikun- um. Yfirleitt finnst henni að sé of bjart á hljómleikum hér í bæ. Það mætti að ósekju draga úr ljósum meðan flutn- ingur tónverka fer fram, mörg- um þætti ólíkt þægilegra að hlusta í hálfrökkri en skærri birtu. Húsmæðratímarnir Sama kona bað mig að flytja útvarpinu og Helgu Sigurð- ardóttur beztu þakkir fyrir húsmæðratímana á morgnana. Þeir væru áreiðanlega vel þegn- ir, ekki sízt af yngri kynslóð- inni. Þættirnir séu fjölbreyttir og fróðlegir, en tíminn sem þeim er ætlaður mætti vera dá- Htið lengri. * ★ * Skipadeild SIS.: Ainarfcll er í Ibiza. Hvassafeli er í Gautaborg. Riklsskip Hekla var væntanleg til Seyðis- fjarðar í gærkvöld á norðurleið. Esja fór frá Reykjavík kl. 21.00 í gærkvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er í R.- vík. Skjaldbreið er á Eyjafirði. Þyrill var á Sigiufirði í gær. Straumey er á Austfjörðum á norðurleið. Ármann fer væntan- lega frá Reykjavik á morgun til Vestmannaeyja. EIMSKIF: Brúarfoss fer væntanlega frá Kaupmannahöfn 2.12. til Reykja- víkur. Dettifoss kom til N.Y. 28.11. fer þaðan væntanlega 8.12. til R- víkur. Fjallfoss kom til Vaag' í Færeyjum 29.11. frá Gautaborg. Goðafoss kom til Reykjavíkur 28.11. frá N.Y. Lagarfoss kom til Rotterdam 30.11. fer þaðan í dag 1:12. til Hull og Reykjavikur. Selfoss er á Akureyri. Trölla- foss fór frá Reykjavík 27.11. til N.-Foundland og N.Y. Laura Dan væntanleg til Halifax í byrjun desember, lestar vörur til Reykja- víkur. Foldin lestar í Leith 4.12. til Reykjavíkur. Vatnajökull lest- ar í Gdynia í byrjun næstu viku tíl Reykjavíkur. Skagfirðingatélagið efnir til skemmtikvölds helgað Stephani G. Stephanssyni. Vel er til skemmtiatriða vandað, og renn ur allur ágóði af skemmtuninni til hins fyrirhugaða* minnisvarða skáldsins i Skagafirði. — Hér gefst velunnurum Stephans G. gott tæki færi iril að styrkja gott málefni og minnast skáldsins. Samkoman verður í . Breiðfirðingabúð 1. des. kl. 20.30 e. h. mannaeyja kl. 14.00. Flngfélag ls- lands. Innanlandsflug: I dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Sauðárkróks, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Nes- kaupstaðar og Seyðisfjarðar. Frá Akureyri verða flugferðir til Siglu fjarðar, Ólafsfjarðar og Kópa- skers. — Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur frá Prestvik og Kauprtiannahöfn i dag. Flugvélin tafðist ytra vegna veðurs. Útvarpiö 1. desember: Kl. 11.00 Hátíð háskólastúd- enta: Messa i kapellu Háskól- ans (séra Emil Björnsson). 14.00 Hátíð há- skólastúdenta: 'l) Ræða af svölum Alþingishússins: Bjarni Benedikts- son utanríkisráð- herra. Lúðrsveit leikur. 2) 15.30 Samkoma í hátíðasal Háskólans: a) Ávarp: Formaður stúdentaráðs, Árni Björnsson stud. jur. b) Ræða: Ásgeir Ásgeirsson alþm. c) Einsöngur: Einar Sturluson syngur. d) Ræða: Ólafur Jóhannes son prófessor. e) Píanótónleikar: Rögnvaldur Sigurjónsson leikur. Veðurfregnir um kl. 17.00 — 18.25 Veðurfregnir. 19.25 Tónleikar: Stúdentalög. 20.30 Dagskrá Stúd- endafélags Reykjavíkur: a) Á- varp: Formaður félagsins, Friðjón Þórðarson -cand. jur. b) Ræða: Ólafur Lárusson prófessor. c) Stúdentakór syngur stúdentalög. d) Ræða: Steindór Steindórsson menntaskólakennari. e) Upplest- ur: Þorsteinn Ö. Stephensen leik- ari. f) Samtalsþáttur (Bjarni Guð mundsson blaðafuiltrúi). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). — 23.30 Dag- skrárlok. Sýnikennsla. 3ja daga námskeið Húsmæðrafélags Reykjavíkur hefst 5. des. kl. 8 e.h. Kenndur verður bakstur og einnig mat- reiðsla á smurðu brauði. Kúban-kósakkar, rússneska lit- kvikmyndin sem Stjörnubió hefur sýnt síðustu viku, hefur verið mjög vel sótt. Nú er hver siðastur að sjá þessa mynd þvi sýningum á henni verður hætt mjög bráð- lega. Dansskóli \ ELLY I'OIÍI.ÁKSSON í r er í Austurstræti 14. Upp- lýsingar í síma 4283. Jj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.