Þjóðviljinn - 01.12.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1950, Blaðsíða 5
Föstudagiu* 1. desembcr 1950 :ÞJÓDVIL:JINN 5 STEINÞOR 6UÐMUNDSS0N SEXTUGUR Sósíalistaflokkurinn samfagn- ar i dag einum traustasta og gáfaðasta bi'autryðjanda sósíal- ismans á Islandi, Steinþóri Guð- mundssyni lcennara á sextugs- afmæli hans. Sósíalistísk ver’.calýðshreyf- ing nútímans er samofin tveim sterkum þáttum, fagurri hug- | sjón sósíalismans og brýnum hagsmunum verkalýðsins. Steinþór Guðmundsson hefur frá upphafi starfs sins í' þjóð- félaginu ^verið einn af boðber- unum fyrir hugsjón sósíalism- ans, einn af þeim beztu mennta- mönnum okkar lands, sem ó- trauður bauð hvaða ofsóknum sem var byrginn, til þess að boða kenriingarnar um jafnrétti mannanna og frelsi alþýðunnar, — og eftir að hugsjón sósíal- ismans og stéttabarátta verka- lýðsins tvinnuðust saman í frelsisbaráttu alþýðunnar var hann ætið reiðubúinn til að beita sinni miklu starfsorku og góðu gáfum í þjónustu hins góða málefnis og lengst af í fararbroddi þeirrar fylkingar, er fram sækir til sósíalismans. —★— Það er sumarið 1917. Á Is- landi eru „veðrabrigðib. Alþýð- an er að hefja opinbera stjórn- málabaráttu sína. Eitt af þvi, sem þarf að gera, er að tengja erfðir þess bezta, sem undan- gengnir áratugir höfðu skap- að, við hina rísandi baráttu al- þýðustéttanna. Steinþór Guðmundsson er 1917 formaður Ungmennafélags íslands, þessarar sterku hreyf- ingar, sem einkenndist af ó- þrjótandi eldmóði, einskærri ættjarðarást og alþýðlegri rót- tækni, mcðan sá félagsskapur naut sin til fulls. Það er þessi hreyfing, sem þá á upptökin að því að bjóða Stephani G. Stephanssyni heim og hann kom sá og sigraði hjörtu Is- lendinga það sumar, að svo miklu leyti, sem hann átti þau ekki áður. Ungmennafélagið fagnaði eins og flest samtök heiðursgestinum með samsæti, undir forsæti Steinþórs, og skáldkonan Ingibjörg Bene- diktsdóttir flýtur þar Stephani kvæði. Þau vináttubönd, sem Stephan G. tengist þessum ungu hjónaleysum þá, slitna ekki. 20. október það haust situr hann brúðkaup þeirra i Reykja- vík og yrkir þá til þcirra — og síðar aftur að vestan — hlýjar brúðkaupsvísur, sem bera með sér að skáldið fann þar hjarta- þelið, sem hann mat svo mikils. Nokkrum dögum síðar kvaddi Steplian G., mesti andans mað- ur, sem íslenzkur kynstofn hefur fætt, og einhver hinn stórbrotnasti, sem vinnandi stéttir lieims hafa eignazt, land sitt — og sá það aldrei meir, — hélt'til Ameríku, til að mæta TILKYNNING frá olíufélögunum Þaö tilkynnist hér með heiöruöum viöskipta- vinum vorum, sem hlut eiga aö máli, aö frá og meö 1. desember n.k. mun öll olía til upphitunar fbúðarhúsa í Reykjavík og íbúöarhúsa í nágrenni hennar, sem keyrt er á írá olíuafgreiöslum undir- ritaðra olíufélaga í Reykjavík, svo og öll olía, sem afgreidd er til fiskibáta, eingöngu seld gegn stað- greiöslu. Frá sama tíma munu einnig allir olíugeymar, sem olíufélögin útvega viöskiptamönnum sínum, einungis seldir gegn staðgreiöslu. Reykjavík, 30. nóvember 1950. Hið íslenz&a steinoHnklalafélag (Esse), Oííisverzlun íslands H/f (B.F.), H/f Shell á Isíandi. þar ofsóknum þess afturhalds, sem nær hafði þá sett hann i fangelsi fj'rir ,,bolshevisma“ og ,,landráð“. En andleg og per- sónuleg kjmni við Stephan G. var eitt af því veganesti, sem Steinþór Guðmundsson hlaut, er hann lagði af stað í barátt- una, sem nú hófst. Það grúfði sannarlega svarta myrkur íhalds yfir Akureyri og Norðurlandi þegar Steinþór Guðmundsson tók að flytja boð- skap jafnaðarstefnunnar þar, boða ,,Veðrabrigðin“, eins og hann kallaði fyrirlesturinn, sem hann hélt 1919 á Akureyri og víðar (birtur í ,,Rétti“ það ár). Það þurfti á eldmóði ungmenna- félaganna og andlegum krafti eggjandi kvæða Þorsteins, Step- hans G. og Einars Ben. að halda, til að þrauka þá, — stundum sem hrópandi i andans eyðimörk, en. oftar við vaxandi bergmál. Og fyrstu fyrirlestr- amir og greinarnar bera þessu vott, að þessi skapandi kraftur er tengdur skarpri skilgrein- ingu þjóðfélagsmeinsemdanna, sem barizt er við. ★ Og þannig hefur hann bar- izt í yfir þrjátíu ár. Ef alþýða Akureyrar þurfti góðan ræðu- mann 1. maí, ötulan fulltrúa í bæjarstjórn, þrautseigan for- ystumann í félagsskap alþýð- unnar, ætíð lét Steinþór Guð- mundsson allt í té, sem hann gat, — stundum meir en hann mátti. Hann uppskar ofsókn- ir, grimmari en flestir aðrir baráttumenn íslenzkrar alþýðu. íslenzk alþýða er dul. Hún seg- ir oftast nær ekki mikið. En hún ann þrátt fvrir það, eða máske þessvegna því sterkar þeim, sem fyrir hennar mál- stað hafa þjáðst, og með þrot- lausu starfi rutt brautina þang- að, sem nú stöndum vér. Og það var ekki aðeins að kúguð íslenzk alþýða ætti mál- svara og forystumann þar sem Steinþór var. Einnig ofsóknirn- ar gegn erlendum alþýðumönn- um lét hann til sín taka. Grein hans um Sacco og Vanzetti 1927 í „Rétti“, er magnþrung- in ákæra á ameríska auðvald- ið fyrir dómsmorð þess, sem öll veröld nú viðurkennir sem morð, framin af mútaðri „rétt- vísi“ þessa mammonsríkis. — Steinþór fékk þá sérstakt leyfi Georgs Brantings, sænska alþýðuleiðtogans til að birta ágæta frásögn þess fræga lög- fræðings um málið. Það vant- aði aldrei að vel skyldi undir- byggja ailt, er hann vann. Það er orðið langt um liðið síðan allt þetta var, en ég minnist enn með þakklæti ekki aðeins sameiginlegrar baráttu, heldur og margra ánægjustunda í Aðalstræti 10 eða þcgar við vorum að klastra saman þýð- ingunni á „Þróun jafnaðarstefn unnar“, — það var ekki alltaf allt gott, en það gerði sitt gagn þá. Steinþóri Guðmundss. hefur síðan hlotnazt • sú gæfa, sem hverjum brautryðjanda er bezt, að sjá hreyfinguna vaxa og dafna, breiðast út og lierðast. Hvnð eftir annað hefur hanff orðið að taka að sér forystu- hlutverk í þessari baráttu fólksins. Steinþór hefur verið í mið- stjórn Sósíalistaflokksins frá stofnun hans, lengst varafor- maður flokksstjórnar, — löng- um formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur, — lengi bæjar- fulitrúi flolcksins, og fuíltrúi í ótal nefndum og stjórnum, alltaf einn þrautseigasti fjár- málafhaður þess flokks, sem alltaf cr i vandræðum með fé. Og þó hefur ekki nema hluti af starfsorku Steinþórs farið i starf fyrir flokkinn. Önnur fé- lög og samtök hafa fljótt lært að nota hina furðuiegu starfs orku hans og hæfni — og þar að auki svo heilt lífsstarf kennslan. Engan veit ég forystumann vors flokks reiðubúnari til að leggja enn meir á sig, þegar flokkurinn óskar þess. Engan mann veit ég svo skapstóran sem Steinþór Guðmundsson, er fúsari væri að fyrirgefa eða virða á betri veg, þegar sam- félögúm hans verður á að valda skapraunum, eins og manni verður oft á á langri leið. Steinþór! Flokkur þinn þakkar þér í dag þrautseiga baráttu í þriðj- ung aldar fyrir málstað ís- lenzkrar alþýðu, fyrir sigri sós- íalismans á Islandi. íslenzk al- þýða þakkar brautryðjanda, sem aldrei brást, — forýstu- manni, sem alltaf var reiðu- búinn að fórna. Það er ekki oft, að við þölckum, en vittu það, Steinþór, að það er „græðandi varmi“ í handtaki þvi, ‘sem ís- lenzk alþýða heilsar þér mcð í dag. Éinar Olgcirsson. Starf sem hendir fram á viö Hvað ber mest að þakka? Starfið fyrir verkalýðshreyf- inguna, starfið innan Alþýðu-1 flokksins og Sósíalistaflokksins,1 starfið fyrir kennarasamtökin, j samvinnustefiuina, bindindis- málið, starfið í bæjarstjórn Ak- ureyrar og bæjarstjórn Reykja- víkur, eða starfið við kennara- borðið ? Þannig spyr ég er ég hugsa um Steinþór Guðmundsson sex- tugan. Ég hygg að Steinþór mundi svara; verið ekki að þakka mér: neitt af þessu, öll þessi störf, ' hcf ég unnið af því að skyldan j bauð svo, og ef ég hefði ekki i junnið þau, liefði ég blátt áfram ^verið að afneita sjálfum mér, ,og engum er þakkandi þó hann láti það vera. Samt sem áður verður ekki hjá þiví komizt, þegar Steinþórs |er gctið, að minnast þess, að iþegar hann hefur hafið sín geysimargþættu störf á sviði^ ’félagsmála, hefur hann aldrei, spurt um erfiði, ekki um laun.j og jafnvel ekki um hvort langt eða skammt væri til árangurs, j hann hefur aðeins hafið starfið, en ekki rétt eins og gengur og gerist, heldur afdráttarlaust sagt, af frábærum dugnaði og samvizkusemi. Þetta vita allir, sem hafa starfað með Steinþóri, en við sem þekkjum hann gerst vitum einnig, að hann er dreng- ur svo góður og vinur í raun að til hans verður liugsað er slíkra er 'getið. En það er ekki skýring held- ur frásögn af staðreyndum þeg- ar sagt er að Steinþór hafi j unnið öll sín margþættu fé-| lagsmálastörf, af því að skyld- an bauð svo, en skýringuna j hygg ég vera þá, að honum j hefur aldrei dulizt að mönnum j væri ætlað annað og betra hlut- skiptf en það að berjast með hnúum og hnefum um sopa cg spón, og að eymdin, hvort sem hún birtist í gervi atvinnuleys- is og skorts, eða í afleiðing- um vansæmandi áfengisnautn- ar, á ekki og þarf ekki n' vera hlutskipti manna, heldur hafa þeir sjálfir í hendi að bvggja þjóðfélag samstarfs og samhjálpar, þar sem mannleg. eymd á ekki heima, heldnr „gróandi þjóðiíf með þverrandi tár“ þar sem allir fá notið réttar og öryggis. Stcinþór Guðmundsson er guðfræðingur að menntun. Því valdi hann ekki friðsælt prcsta- kall og hóf upp raust sína í skjóli hempunnar, um guðsrík- ið? Því lcaus hann ekki að láta þessa svörtu flík skýla sér fyrir skeytum fáfræðinnar og heimskunnar, er hann boðaðL ríki friðar og farsældar á jörð? Ég hygg það hafi verið af því að hann skildi hve hætt er við að flík sú heimti of þungan skatt af þeim sem. hana bera; ég hygg að hann hafi þekkt þess of mörg dæmi, hvcrnig ungir menn sem ætluðu. að byggja guðsríki á jörð. frestuðu allri umhugsun um þá smíð, til annars lífs, dag- inn sem þeir gengu skrýddir í kór, enda miklu auðveldara að hugsa sér að allt verði gott á himnum, heldur en að reyna að gera gott á jörðu. „Lýður bíð ci lausnarans leys þig sjálfur” kvað Stephan G. Ég hygg að fullkominn skilningur á þeirri stórbitru hugsun, sem í þessu felst, hafi mótað starf Stainþórs Guð- mundssonar flestu fremúr, hans raunhæfa rökrétta hugsun bauð honum að starfa sam- kvæmt þessu kalli, bauð honum að sleppa aldrei tækifæri til að vinna að raunhæfum um- þótamálum, gleymandi aldrei því markmiði, að bvggja nýtt og betra félag manna á þess- ari jörð, Þannig hefur Stein- þór starfað, þannig á hatri eftir að starfa um margra ára skcið énn, og þó vinir ha.ns lctu vera að lofa hann, þá '*cra verkin hans það, og } ó samtið léti vera að þakka lion- "m, þá gerir framtíðin það, b-ú allt hans ævistarf, unnið og óunnið bendir fram á við til betri tíma. S. A. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.