Þjóðviljinn - 03.12.1950, Page 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 3. desember 1950.
Úr fórum
Jóns Arnasonar
Sendibréf cg samtíntafrásagnir
Finniír Sigraunetssen landsbékavörður gaf ú!
„Það er gullfallegt,
það verður undrasaín".
sagði Guðbrandur Vigfússon í fögnuði sínum, þegar hon-
um var að berast handritið að þjóðsögumun.
Þessi bók segir frá safnanda þjóðsagnanna og hinum
ótal möigu hjálparmönnum hans um land allt. Hún er
einskonar myndasafn af mönnum og málefnum umvmiðja
síðustu öld og koma þar við sögu menn úr öllum stéttum
og óteljandi atriði daglegs lífs, er setja svip sinn á þessa
kynslóð Jóns Sigurðssonar og hinna rísandi íslenzku þjóð-
ar. En fyrst og fremst er hér rætt um þjóðsögurnar, uppá-
haldsbók þjóðarinnar.
Um bókina segir Finnur landsbókavörður í inngangi:
„Reynt hefur verið að velja bréf við hæfi þeirra lesenda,
Fcm leita sér dægrastyttingar og hugarhægðar í þjóðlegum
fróðleik og hafa gaman af að skyggnast um borð og bekki
í híbýlum og hugarfylgsnum þeirra kynslóða, sem lokið
hafa erli og <>nn dagsins. Frseðilegar og
hnátmiðaðar frásagnir af lífi og liáttum
genginna kynslóða geta verið góðar og
lærdómsríkar, en með því að Iilusta á
rödd bréfritarans, kemst mað'ur næst líf-
inu sjálfu, sem að vísu er sjálfu sér
líkt á öllum öldum, þó að umgerð þess
breyti sváp ineð margvíslegum hætti.“
* ★ * Hlaðbúð
.V.V^//.-.V.VAWWWJW.‘.VAVW.V/.V.VJVJV/J1
Lesið smáauglýsingarnar á 7. síðu.
Undir eiláiðarst) örnum
Eftir A.J. Cronin
D A G U R
,,að þú hefðir keypt þér lakkskó, ég var búin að
biðja þig um það fyrir viku".
„Uss, það eru allir í svona skóm á dansleikn-
um; ég spurði strákana".
„Fífl geturðu verið. Eins og ég viti ekki betur.
Það er ekki gaman fyrir mig að vera með manni
í brúnum skóm. Ertu búinn að fá leiguvagn-
inn ?“
„Leiguvagn?" Hann setti upp stór augu; hélt
hún að hann væri milljónungur; hann sagði fýlu-
lega og án þess að líta á hana: „Við förum í
sporvagni".
Augu hennar loguðu af reiði.
„Ég skil. Ég- er ekki nógu góð til að aka í
leiguvagni".
Ada kallaði til þeirra ofanaf stigapallinum:
„Verið þið ekki lengi frameftir. Ég er búin
að taka höfuðskammt og er að fara í rúrnið".
„Vertu alveg róleg, mamma“, svaraði Jenný
sármóðguð. „Við verðum áreiðanlega ekki lengi
frameftir" .
Þau náðu í sporvagn sem var til allrar óham-
ingju mjög hlaðinn farþegum. Það gerði Jenný
cnn ólundarlegri; hún starði gremjulega á
vagnstjórann, svo að hann fór hjá sér, þegar
hann bað Jóa um smápeninga. Hún mælti ekki
orð af vörum alla leiðina. En loks komust þau
til Yarrow og fóru út úr troðfullum vagninum.
Þau gengu þögul í áttina að Oddfellowhöllinni.
Þegar þau komu inn í anddyrið var skemmtun-
in þegar byrjuð.
Jenný leit yfir samkunduna. Hún sá íburð-
arlausar veitingarnar, skemmtiskrárnar sem voru
límdar upp á raka veggina, ódýra, skræpótta
kjólana, hárauða, bláa og græna, hin hlægilegu
kjólföt á Mike McKenna sem var veizlustjóri;
hún sá að hanzkar og dansskór voru talin óþörf;
hún sá hinar rosknu, feitlögnu eiginkonur verka-
mannanna sitja í hópum í hornunum og tala
saman, meðan afkvæmin hoppuðu og dönsuðu á
gólfinu fyrir framan þær. Jenný tók eftir þessu
öllu í einu vetfangi. Svo reigði hún sig, svo að
litla nefið hennar stóð beiþt upp í loftið.
„Þetta gengyr of langt“, sagði hún við Jóa
og hleypti brúnum.
„Hvað þá?“ spurði hann undrandi.
Hún hreytti út úr sér:
„Þetta er ófínt, þetta er lítilfjörlegt, simpilt".
„Ætlarðu þá ekki að dansa?"
Hún hnykkti til höfðinu með kæruleysissvip.
Við getum auðvitað notað okkur dansgólfið
úr því sem komið er. Það er búið að borga mið-
ana, er það ekki?“
Svo fóru þau að dansa, en hún hélt sig í
hæfilegri fjarlægð frá honum og hún þóttist
hátt hafin yfir hlæjandi, syngjandi og hopp-
andi mannfjöldann.
„Hver er þetta? spurði hún fyrirlitlega þeg-
ar þau dönsuðu framhjá dyrunum.
Jói leit í sömu átt og hún. ,,Þetta“ var sak-
leysislegur náungi, miðaldra maður með kringlu-
leitt andlit, þrekvaxinn skrokk og dálítið bogna
fætur. *
„Jack Lynch“, sagði Jói. „Hann er smiðirr
hjá okkur. Honum virðist lítast vel á þig“.
„Honum", sagði Jenný og glotti kuldalega
að sinni eigin fyndni. „Ég hef séð þá betri í
dýragarðinum".
Hún varð aftur þegjandaleg og svaraði aðeins
einsatkvæðisorðum, reigði höfuðið og lítillækk-
aði sig. Hún vildi láta líta svo út sem hún væri
yfir alit þetta hafin.
En Jenný var of fljót á sér að kveða upp dóm.
Þegar leið á kvöldið bættist fleira fólk við: ekki
verkafólkið, meðlimir skemmtifélagsins sem
höfðu fjölmennt í byrjun, heldur heiðursfélag-
amir, nokkrir teiknarar af skrifstofunni, herra
Irving, bókhaldarinn og kona hans, Morgan,
gjaldkerinn og Clegg gamli, eftiriitsmaðurinn.
Jenný miidaðist lítið eitt; hún brosti jafnvel
til Jóa:
„Það virðist vera að batna".
Um leið og hún sleppti orðinu opnuðust dyrn-
ar og Stanley Millington kom inn, herra Stan-
ley sjálfur, herra Stanley okltar. Það var hátíð-
leg stund. Hann gekk liðlega. inn, brosandi og
alþýðlegur í glæsilegum samkvæmisfötum og
unnustan hans var með honum.
Nú teygði Jenný úr sér og starði forvitn-
islega á ungu hjónaleysin þegar þau heilsuðu
ýmsum af eldri meðlimum félagsins.
„Lára Todd er með honurn", hvíslaði hún með
öndina í hálsinum. „Þú veizt að faðir hennar
er námuverkfræðingur. Ég sé hana oft niðri í
bæ. Þau trúlofuðust í ágúst, það stóð í' blöðun-
um“.
Jói starði á ákefðarsvipinn á andliti hennar.
Hann botnaði ekkert í hinum takmarkalausa
áhuga hennar fyrir „heldra" fólkinu í Tyne-
eastle. En nú var hún ekkert nema blíðan við
hann.
„Af hverju dönsum við ekki, Jói“, tautaði
hún og reis á fætur og þau fóru að dansa í
námunda við Millington og ungfrú Todd.
„Kjóllinn hennar. . . . það módel.... beint
frá Bonar", hvíslaði hún í eyra honum um
leið og þau dönsuðu framhjá. Bonar var auðvit-
að hið allrafínasta í Tynecastle. „Og þessir
kniplingar. . . .“ hún lyfti briinum á þýðing-
armikinn hátt.
Kátínan jókst, trumban var slegin af miklu
fjöri. Allir voru svo fegnir að herra Stanley
hefði „haft tíma til að koma“. Og að hugsa sér
að hann skyldi koma með ungfrú Láru með
sér! Stanley Millington var í góðu áliti í Yarrow.
Faðir hans hafði dáið fyrir nokkrum árum, þeg-
ar Stanley var seytján ára og í skóla í St. Bede.
Stanley hafði því komið inn í verksmiðjuna beint
af skólabekknum — hressilegur, stæltur, með
hraustlegan litarhátt og vísi aá yfirskeggi —-
B AVIII