Þjóðviljinn - 16.12.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1950, Blaðsíða 8
. --'~’™^W!'saSMMi9BNKBBMJEí Landskeppni Isiendinga, Norðmanna og Dana 28.-29. \m i Ösfó FrjálsíþiótSakeppni milli Reykjavíkur og Siokkkólms Á l»iri}íi i'rjálsiþróttásámbands Nprðuriarda, sem haldið var í Helsingfors 9.—10. þ. m., var ákveðic að landskéþpni í frjáls- um íþróttum milli íslendinga, Norðmanna og Dana færi fram í Osló dagana 28.—29. júní í suraar. Keppt verð'ur í 20 greinum, þ. á. m. 10 km hlaupi og 3 km hinilrunarhlaupi. Tveir menn frá hverju lar di keppa í hverri »rein. Hver er umboðs- rnaðurinn? Þjóðviljinn beindi nýlega þeirri fyrlrspuin til Björns Ólafssonar, umboðssala og’ viðskiptaniálaráðherra, hver væri liinn íslenzki umboðs- maöur fyrir Caiisberg og TUborg, en sá umboðsmaöur hefur á undanförnum ár- uni grætt stórfé á bjórsmygli til Keílavíkurflugr allarins í skjóli ríkisstjórnarinar. Eng- inn maður á eins liayft með að svara þessari spurningu og Björii Ólafsson. Samt —liefur hann þagað til þessa og því skal spurningln enn riíjuð upp: Hver er umboðs- maðu^inn? þlÓÐVIUINIi Fyrri hluti Ljésvíkingsins kominn út á sænsku — íslandskfukkan að koma ut á norsku Fyrri hluti Ljósvíkingsins eftir Halldór Laxness er kominn út á sænsku hjá bókaútgpfu sænskii samvinnufélaganna. Islandsklukkan eftir Laxness kemur út á norsku ein- hvern þessara daga hjá bákaútgáfuimi Tiden i O.slo. í sænsku útgáfunni af Ljós- yíkingnum eru koranar tvær fyrri bækurnar Ljós heimslns og Höll sumarlandsins undir einu nafni: Ljós heimsins (Varldens Ijus). Bókin er 1880 bls. Aftan við sögurnar eru skýringar á orðum og orðatil- tækjum er kynnu að reynast 'Svíum torskiiin án útskýringa. Sjálfhœlni maðurinn, bókhaldsvélarnar og sannleikurinn Garðar S. Gíslasan, form. FRl, skýrði fréttamönnum frá þessu í gær, en hann var full- trúi íslenzkra frjá’síþrótta- manna á þinginu í Helsingfors. Þing þessi eru haldin árlega og sátu það nú allir formenn frjáis iþróttasambanda Norðurlanda, en auk þess 2 fulltrúar frá Sví- þjóð og 1 frá Danmörku eoa alls 7 fulltrúar auk Finnanna. Meistaramót Norðurlanda í ágúst. Mörg mál voru til umræðu og afgreiðslu á þinginu. Þar var t. d. ákveðið að öll Norð- urlöndin héldu meistaramót sín á sama tíma og verða þau hald- in um 3. helgi í ágúst. Einnig var ákveðið að meistaramót Norðurlanda í tugþraut og maraþonhlaupi færu fram í Abo fyrstu daga ágústmánaðar. Vegna landskeppninnar, Is- •land—Noregur—Danmörk, var Norðurlandakeppninni við' Bandaríkin skotið á frest, og verður hún sennilega ekki fyrr en 19533. Finnar lögðu fyrir þingið til- lögu um flokkun íþróttamanna og miða þær að því að fá sem flesta með, jafnt unga sem gamla. þá var einnig rætt um dómaramálin og unnið að sam- ræmingu þeirra. Einnig var rætt um þyngd íþróttaáhalda og hvérnig dæma skúli lang- stökk. en það er óútkljáð deilu- mál. Undirbúningur Olympíu- leikanna 1952. Olympíuleikirnir 1952 verða sem kunnugt er haldnir í Hels- ingfors og er undirbúpingur þar í fullum gangi. Y. Valkama, sem er framkvæmdastjóri leik- anna, flutti fyrirlestur á þing- inu um fyrirkomulag Olympíu- •leikanna. Verió er að byggja hverfi' íbúðarhúsa fyrir væntan lega keppendur og J er gert ráð fyrir að 3—4 þátttakendur búi í hverju húsi. Leikvangurinn, sem áður tók 55 þús. áhorfend- urí sæti, hefur verið stækkaður og mun nú taka 68 þús. Búið er að laga lilaupabrautirnar, gera knattspyrnuvelli við ieikvang- inn o. s. frv. Þjdúr aðdánnar- vert hvað Finnar búa vel í hag- inn fyrir leikina. — Gert er ráð fyrir að Olympíuleikirnir standi yfir í átta daga, en þeir eiga aó hefjast 20. júlí. Næsta þing haldið í Reykjavík, Samþykkt var að næsta þing frjálsíþróttasambands Norður- landa yrði háð i Reykjavík seinni hluta o k t ó b e r m án a ð a r' næsta haust. Taldi form. FRÍ að sú ákvörðun hefði mikla þýðingu fyrir íslenzlca íþrótta- hreyfingu. Bæði Norðmenn og iSvíar höí'öu hug á að þingið yrði haldið hjá sér, en drógu sig góðfúslega í hlé fyrir Is- lendingum, þótt þeim yxi ferða- kostnaðurinn nokkuð í augum. Reykjavík gegn Stokkhólmi. Garðar átti tal við formann frjálsíþróttasamtakanna í Stokkhólmi um væntanlega frjálsíþróttakeppni milli Reykja víkur og Stokkhólms, en mikill áhugi hefur verið ríkjandi fyrir að koma þeirri keppni á. Mun sú keppni fara fram í Stokk- hóimi fyrstu daganá í júlí í sumar, en tilliögun er enn ó- ákveðin. Breytingartil- lögur sósíalista Framhald af .1. siðu. Til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði. Sósíalistar leggja til að rík- ið leggi fram 600.000 kr. til útrýmingar heilsuspillandi hús næði samkvæmt lögum um það efni. Samkvæmt lögunum á framlag. ríkisins að vera 10% af byggingarkostnaði, þannig að tillagan gerir ráð fyrir 6 millj. :kr. byggingum. — Fyrir róttu ári (skömmu fj’rir bæj- arstjórnarkosningarnar) birti stjórnarblaðið Tíminn mjög minnisstæðar greinar um hús- næðismálin í Reykjavík, þar sem lýst var á átakanlegan hátt kjörum þess fólks sem býr í 'bröggum, skúrum og hreys- um. Síðan hafa kjör þessa fólks versnað fyrir tilverknað stjórnarvaldanna og fyrir bein an atbeina Framsóknai'flokks- ins. Það er t. d. enginn leikur að liita nú upp bragga og s’cúra eftir að búið er að marg falda verð á kolum og clíu, En nú steinþegir Tíminn, enda engar kosningar í nánd. Aðrar tillögur, Vegna, rúmleysis verður að fara fl.iótt yfir scgu. Af öðr- um tillögum sósíalista má nefna þessar: Framlag til útviírpsefnis hækki um hálfa milljón; lögð verði fram hálf milljón til bygg ingar hælis fyrir vargæf börn; fjárveiting ' til Mæðrastyrks- néfndar hækki um 25 þús. kr.; Fjárveiting til Kvenniéttinda- félagsiiis hækki um 10 þús. Þá leggur. Áki lakobsson sérstak- lega til að Siglufjörður fái 900 •bús. kr. lán til kauna á atvinim tækjum og 100 þús. kr, verði greiddar sem bætur til þeirra sem urðn f vii >• fióni •> l völdum ílóðanna á Siglufirði um daginn. Eins og áður er sagt verða atkvæði greidd í dag og verður skýrt frá málalökum í blaðinu á niorgun. Þegar maðurinn sem allt- af er að hæla sér, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, fer að þrástagast á einhverju í Mogganum er það segin saga að það er eitthvað venju fremur óhreint í poka- horninu í málflutningi þess manns. Nú er hann farinn að stag ast á bókhaldsvélum. Þarna sjáið þið livað sósíalistar eru vondir menn, segir hann, þeir eru á móti bóklialdsvél- um! Hyersvegna er sjálfhælna manninum, Gunnari Thor- oddsen, svo umhugað um aö lesendur Morgunblaðsins sannfærist um að sósíalistar séu á móti bókhaldsvélum ? Hver er sannleikuriim í mál- inu ? Það er langt síðan bók- lialdsvélarnar komu á dag- skrá lijá bæjarstjórninni, það var löngu ’áður en stjórn arflokkarnir lækkuðu geng- ið. Ummræddar bókhaldsvél- ar frá Bandaríkjimum fást ekki keyptar, heldur leigðar. Fyrir notkun þeirra á að greiða hinu bandaríska fyrir tæki 13 þús. dollara á ári. Fyrir gcngislækkuiiina, með- an dollarinn jafngilti kr. 6,50, var ársleigan um 84 þús. kr. Þcg i r stjórnarfiokk- arnir læklcuou gengið, þ. e. hækkuðu dollarann í verði um 10 kr., liækkaði ársleig- an eftir bókhaldsvélarnar upp í 212 þús. kr. — er greiðast skulu í tlollurum. Það þarf vitanlega ekki að taka það fram að sósíalistar eru ekki móti bókhaldsvél- um, hafa þvert á móti lýst sig fylgjandi þeim og hverju því er \ erða mætti til sparn- aðar og hættra aí'kasta í skrifstofum bæjarins — hafa livað eftir annað krafizt sparnaðar hjá skrifstofum bæjarins. Hitt er rétt að i bæjar- stjórn bentu þeir á þá ein- földu staoreynd að leigan eftir vélarnar hefði við gengislækkunina hækkað um nær 130 þú->. kr. og lögðu þá spurningu fyrir sjálfhælna manninn hvort hér væri um raimverulegar sparnaðarað- gerðir að ræða og bentu sjálfhælna manninum !á að bæjarstjórnin þyrfti að at- huga vandlega hvoi't það borgaði sig að greiða árlega út úr landinu 212 þús. kr. í dollurum — sem er S—10 skrifstofumanna árslaun — fyrir það starf sem vélarnar Teysa af hendi; Hvers~vegna fer þetta svo mjög í taugarnar á Gunnari Thoroddsen ? Hvers vegna þolir sjálfhælni maðurinn ekki að bæjarstjórn hortist í augu við einfaldar stað- reyndir? Þýðendur eru Rannveig og Pet- er Hallberg. Þá hefur einnig birzt á sænsku, í All Varldens Ber- attera, þýðing á Hernaðarsögu blinda mannsins eftir Halldór Stefánsson. Þýðandi Leif Sjö- berg. Dagbladet í Osló birti í nóv- ember s.). langa grein um út- hlutun bókmenntaverðlauna Nó bels, eftir Georg Stang. Þar segir Stang m.a. um að Bertrand Russel skyldi hljóta bókmennta verðlaunin: ,,Víst er hann gam all, og það virðist vega þungt á metaskálunum hjá akademí- inu, en aldrei hafa bókmennta- verðlaunin verið veitt manni sem stendur fjær skáldskap". Síðar í þessari grein segir Stang: „Á íslandi vex einstætt tré og breiðir úr sinni völdugu lauí'skrúðugu krónu. Eg hygg að í frariitíðinni geti það vaxið yfir allt aiinað í saintíðinni og sett það í skugga sinn. Halldór Kiljan Laxness“. Neituéu aí sigla til Isiaiids Dagbladet í Osló skýrði frá því snemma í þessum mánúöi að áhöfnin á norska skipinu ,,Norena“ hefði neitað að sigla skipinu til íslands. Ástæðan var þó alls ekki sú að norsku sjómennirnir vildu ekki koma til Islands, lieldur hitt, að þeir töldu skipið ekki í standi til slíkrar ferðar. For- stjóri útgerðarinnar viður- kenndi sjónarmið sjómannanna og var ákveðið aö rannsaka sjóhæfni skipsins. Hingað átti það að flytja kol. Það var smíðað 1918 og er 850 lestir dw. Verkstjórar. Happdrættinu er frestað til 22. þ.m. Þeir, sem ekki hafa sent skil fyrir þann 20. verða krafðir um andvirði. þeirra miða, er þeir fengu. ÞjóðleikhúsiS. Pabbi verður sýndur í 25. sinn i kvöld og er það síðasta sýning á þessum leik fyrir jól. Aðsókn liefur verið gó'ð. Jámbrautarverkfall í USA Þúsundir járnbrautarverka- mannn í miðvesturríkjum Bandnríkjarina hafa gert vcrk- fn!l,- sem þegar hefur haft.--þau ■áhrif. að dregið hefúf úr iðn- nðar f ramleif sli:n;ú á stóru svæði. Verkamenn hafa dauf- beyrzt við áskcrunum fcr- ingja sambanda 'úrnbrautar- vei'kamanna um að liverfa aft ur til vinnu. Hjartanlega þökkum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö viö fráfall og jaröarför son- ar okkar, JÓNS JÓHANNSSONAR frá Skógarkcti. Sérstaklega viljum viö þakka vinnufélögum bans og vinum, elclri sem yngri, fyrir vinsemd í okkar garð og þá miklu rausn sem þeir hafp sýnt meö stofnun sjóðs til minningar um hann. Vió óskum ykkur allrar blessunar. Ólína Jónsdóttir Jóhann Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.