Þjóðviljinn - 22.12.1950, Page 4
I
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 22. desember 1950.
ÞlÓÐVILJINN
Útgeíandi: Sameiningarfloltkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Auglýsihgástjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjörn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólayörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
I Pélitískir stigamenn
„Heiðarlegt fólk stendur undrandi andspænis þeirri
staðreynd, aö ríkisstjórn og meirihluti alþingis hefur nú
fellt úr gildi . .. að dýrtíðaruppbót á kaup skuli reiknuð
ut . .. Annað eins blygðunarleysi og svikin um dýrtíðar-
uppbótina á kaupið ... er alveg óhugsanlegt í nokkru ná-
lægu landi . . Blandast engum heiðarlegum manni hug-
ur um að í núverandi ríkisstjórn eru pólitískir stigamenn
að verki ... Nú á að svíkja launafólkið um alla frekari
dýrtíðaruppbót síðarihluta komandi árs hvað svo sem
vísitala framfærslukostnaðar kann að hækka. Og þessi
svik við það eru framin þó að það sé öllum vitanlegt að
dýrtíðin heldur áfram að vaxa hröðum skrefum.“
Þetta eru nokkrar setningar úr leiðara Alþýðublaös-
íns í gær, en hann var eins og sjá má hin skelsggasta
árás á kaupræningja og vísitölufalsara. Skal vissulega
tekið undir hvert orö sem þar stendur, en óneitanlega
grípur lesandann einkennileg kennd andspænis þessum
ágætu skrifum. Kaupræningjarnir og vísitölufalsararnir
í núverandi ríkisstjórn eru nefnilega ekki að fitja upp
á neinu nýmæli, heldur feta þeir troönar slóöir. Þaö hafa
áður verið blygöunarlausir pólitískir stigamenn í stjórn
á ísland’ sem bundu vísitölu og stálu kaupi og frömdu
þannig þau svik sem eru „alveg óhugsanleg í nokkru ná-
lægu landi.“ Hafi Alþýöublaðið gleymt nöfnunum hétu
váðherrarnir Stefán Jóhann Stefánsson og Emil Jórrison,
sá síðarnefndi taldi allar kjarabætur launamanna glæp,
og þeir nutu stuönings alls þingsflokks Alþýðuflokksins.
Þsir stóðu sem veggur gegn öllum tillögum sósíalista um
afnárn hinnar pólitísku stigamennsku.
Þessar staðreyndir rifjast upp fyrir manni meö
nokkurri ónotakennd andspænis hinum vígreifu skrifum
Alþýðublaösins nú. En batnandi manni er sém kunnugt
er bezt aö lifa og sjálfsagt er að reyna að trúa því aö
hinir „blygðunarlausu stigamenn" séu nú allt í einu orðn-
ir „heiðarlegt fólk.“ En sú trú fengi óneitanlsga greiðari
aögang í hugskotið ef ekki truflaöi sú staðreynd að að-
standendur Alþýðublaðsins eru enn í hinni nánustu sam-
vinnu við vísitöluþjófana og kaupræningjana í gengis-
lækkunarflokkunum og aðeins eru liðnir nokkrir dagar
síðan völdin í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Feykja-
vík voru fyrir tilverknaö þeirra aflient stigamönnunum
Sæmundi Ólafssyni ksxverksmiðjuforstjóra, Friðleifi
Friðrikssyni gengislækkunaragent og Ólafi Pálssyni upp-
mælingafulltrúa. Þetta eru menn sem beinlínis hafa
þaö hlutverk að draga frá lokur svo aö kaupræningjarnir
eigi sem auðveldast með aö fremja óhæfuverk sín. Það
er vissulega lágmarksskilyrði til þess að hægt sé aö festa
nokkurn trúnað á hugarfarsbreytingu þá sem ætlazt er
til aö sldni út úr hinum baráttufúsu skrifum, að allri
samvinnu sé slitiö við fimmtulierdeildaragentana innan
verkalýðshreyfingarinnar.
Umhyggja fyrir þjóðarhag
Það er staðreynd að dagar og ef til vill vikur líða af vetrar-
vertíð án þess að fiskur sé dreginn úr sjó, þar sem útvegs-
menn hafa lýst yfir verkfalli þar til fundinn sé starfsgrund-
völlur fyrir vélbátaflotann. Tapið af slíkri stöðvun myndi nema
tugum miiljóna króna í erlendum gjaldeyri. Á.ndspænis þeirri
alvarlegu staðreynd kom Einar Olgeirsson með þá tillcgu síð-
asta dag þingsins að útvegsmönnum yrði leyft að selja það
sem þeir öfluðu þar til starfsgrundvöllurinn væri fundinn og
kaupa í staðinn nauðsynjar samkvæmt venjulegum verðiagning-
arreglum. Þríflokkamir allir fóllu á þessari ofureinföldu próf-
WftWWaWAViW.VWAVAV.VW.V.W.V.V
5
Fjöíbreytt
úrval af leikföngum í
Bankasiræti 2
Kíkisskip
Hekla er á Austfjörðum á suð-
urleið. Esja var á Akureyri í gær.
Herðubreið er á Vestfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið er vænt-
anleg til Reykjavíkur í dag að
vestan og norðan. Þyrill er i Rvík.
Ármann fór frá Reykjavík i gær-
kvöld til Vestmannaeyja.
Eimskip
Brúarfoss fór frá Rvík 18. þ.
m. til Hull, Warnemunde og Kaup-
mannahafnar. Dettifoss er í Rvík.
Fjailfoss er á Akureyri; fer það-
an væntanlega í dag til Bergen
og Gautaborgar. Goðafoss kom til
Hull 20. þ. m.; fer þaðan til Leith
og Reykjavíkur. Lagarfoss er á
Hjalteyri; fer þaðan væntanlega
i dag til Eskifjarðar og útlanda.
Selfoss er í Antwerpen. Trölla-
foss er í New York; fer þaðan
væntanlega 29. þ. m. til Rvíkur.
Skipadeiid S.Í.S.
Arnarfell er á Akureyri. Hvassa-
fell fór frá Akureyri 20. þ. m. á-
leiðis til Stettin.
Fastir liðir eins og
venjulega. — Kl.
20.3Ö Jólakveðjur.
— Tónleikar. 21.55
Fréttir og veður-
fregnir. hagskrár-
lok. (22.05 Endurvarp á Græn-
iandskveðjum Dana).
Austfirðingafélagið í Reykjavík
heldur jólatrésskemmtun fyrir
börn í Breiðfirðingabúð á 3. í jól-
um. Jólasveinn kemur i heimsókn.
sókn.
•Jólaglaðningur til blindra.
Gjafir bafa borizt*frá A.G. kr.
35,00, frá Sigríði kr. 50.00, frá
Ingibj. Jónsd. kr. 10.00, frá N.N.
kr. 50.00, frá N.N. kr. 25.00, frá
G.J. kr. 100.00, frá G.J.E. kr. 100<
00, frá V.K. kr. 30.00, frá H. Þ.
áheit kr. 50.00, frá, G.A.S. kr. 200,
00. Innilegar þakkir Blindravina-
félag íslands Þ. Bj.
Allt um íþróttir,
des. heftið 1950, er
komið út. Efni:
Gunnar Huseby
var kjörinn íþrótta
maður ársins 1950,
Sigursælasta árið í sögu íslenzkra
frjálsíþrótta er senn liðið, viðtal
við Benedikt Jakobsson. Knatt-
spyrnan 1950.. Frank Swift segir
frá fyrsta leik sínum á Wembley,
Meistaramót Reykjavíkur í hand-
knattleik 1950. Sundmeistaramót
Reykjavíkur. Islenzkir iþrótta-
menn V.: Hörður Óskarss. Fyrsti
sigurinn, smásaga. Knattspyrnu-
getraun o.m.fl.
Flugferðir Loft-
leiða h.f. Innan-
landsflug: 1 dag
er áætlað að fljúga
til Akureyrar kl.
10 og til Vestmannaeyja kl. 14.
Á morgun, laugardag, er áætlað
að fljúga til Akureyrar kl. 10, til
Isafjarðar, Flateyrar, Þingeyrar,
Bíldudals og Hólmavíkur kl. 10.30
og til Vestmannaeyja kl. 14.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína
ungfrú Sigríður.
Guðjóhnsen, Lauga
veg 40 og Einar
Sigurjónsson, bók-
bindari, Hringbraut 103. — Ný-
lega hafa opinberað trúlofun sina
ungfrú Elísabet Jóhannsdóttir frá
Melgerði í Eyjafirði og Magnús
raun; þeir kusu heldur stöðvun flotans og milljónatuga sóun
en að nokkuð yrði linað á einokuninni.
Alþýðublaðið gengur nú fram fyrir skjöldu til að verja
þessa afstöðu á þeirri forsendu að ætlun Einars< sé sú að eitt-
hVert „kommúnistafyrirtæki" græði! Það er ágæt röksemd.
Stöðvun bátaútvegsins, atvinnuleysi, vöruskortur, svartur mark
aður, einokun og svindl átta heildsala — allt er þetta betra
en að eitthvert dularfullt, óskilgreint „kominúnistafyrirtæki”
græði fé! Slíkt nuui kallast umhyggja fyrir þjóðarhag.
Kristjánsson frá Arnarfirði, Bíldu.
dal, nú til heimilis að Sunnuhvoli,
Reykjavík.
Nýl. voru geíin
saman i hjóna-
band i Míla.nó
á ítalíu Ketill
Jensson og Guð
leif Ólafsdóttir.
Jólasöímm Mæðvastyrksnefndar.
H.F. Fiskroð 200 — Gunnvör
og Lóa 150 — Prentsmiðjan Edda
starfsfólk, 330 — Lindin 70 —
Ónefnd 100 — Kristján Siggeirs-
son 500 — Kristján Siggeirsson
starfsfólk 125 — Jórunn Erla 50
— NN 100 — F. Bl. 100 — Heild-
verzlunin Eddá ,250 Lárus
Blöndal 200 — Þórður Sveinsson*
& Co. 500 — Hallgrímur Benedikts
son & Co. 500 — Hallgrímúr
Benediktsson, starfsfólk 450 —Ing-
ólfsapótek og starfsfólk 170 — Ið-
unnarapótek 150 — Reykjavíkur-
apótek, starfsf. 220 — NN 150 —
Landsbankinn starfsf. —■ 800 — H.
25 — Davíð S. Jónss. 400 — Ste-
fán Guðmundss. Skipholti 1000 —
Gústaf Jónasson 200 — Flóra
starfsfólk 576 — Arnheiður 124
— HH 50 — N 100 — Sólveig Jóns
dóttir 300 — HB 1000 — Sólveig
Jónsd. 125 — Kristín Björnsdóttir
25 — AP 50 — Völundur 500 —
Leiftur starfsfólk 150 — Ljós <fc
Björnsson & Ásgeirsson 200 - J.
S. 100 — Sigríður og Herbert 50 —
Kláus Eggertsson 50 — Eld-
ing Trading & Co. 200 — íslenzk-
erl. vei'zlunarfélagið 200 — Helgi
litli 50 — Verðandi h.f. 500 —
Guðmundur Hermannsson 100 —
Kol & Salt 500 —■ Brynjólfsson
& Kvaran 200 — Guðrún Her-
mannsd. 50 — NN 50 —- ÁK 20 —
BS 25 — Guðriður 100 — G. 50
— Ölgefðin Egiil Skallagrímsson
starfsfólk 325 — Gísli Jónsson &
Co. starfsfólk 80 — Mat'ía Guð-
mundsd. 100 — Þorbjörg Sigurð-
ardóttir 10 — NN 50 — VK 100
■— Sigurður 20Q — Hampiðjan
300 — Kassagerðin og starfsfólk
1000 — Edda og' Inga 100 — Ó^
nefnd 100 — Sigríðui’ Pálsdóttir
25 — Kærar þakkir. Nefndin.
Næturlæknir er í Iæknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum —
Sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki.
— Sími 1330.