Þjóðviljinn - 31.12.1950, Page 5

Þjóðviljinn - 31.12.1950, Page 5
 12 ÞJÖÐVILJINN Suiinudagar 31. des. 19S0,Sunnudagur 31. des. 1950. ÞJÖÐVILJINN 13 Gleðilegt nýár Sigurður Tómasson, úrsmiður Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bílasmið jan h. f. Skúlatúni 4 Gleðilegt nýár Vílcingsprcnt h. f. nýar Fiórícla Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Slippféíagið í Bcykjavik Gleðilegt nýár Venlunin Kjöt og Fisknr Gleðilegt nýár Kaffisalan,- HafnarstrætL 1€ Gleðilegt nýár Mjólkurfélag • Reykjavíkur Gleðilegt nýár Klæðagerð Austurbæjar, Grettisgötu 6 Gleðilegt nýár Fyrsfa ild sésíalismans hálfnuð leagra líðtir, fái að gerasfc í I lag auðsias hingað til hefur friði, án Jieirra ægilegu fórua, valdið vinnandi stéttum mann- sem deyjandi drottnunarskipu- | kyusius. II Á vorf farsœida Frón að drogast inn í þrœldómshús deyfandi amerísks auðvalds Aldamótin 1900—1901 á Fróni. Danskur fáni blaktir yfir Is- landi. Danskur konungur og dansk- ur ráðherra neitar að staðfesta lög frá Alþingi íslendinga. Dönsk stjórnarvöld neita Is- lendingum um að verja sxnu eigin fé til Ölfusárbrúr. Mörkin eftir þriggja alda er- lenda arðránsknimlu sjást hvarvetna á líkama lands og þjóðar. Hús úr varanlegu efni skipta . aðeins tugum. Örfáar brýr, illir og litlir vegir.Er- lend skip flytja allt til og frá landinu. Gamlar skútur, keypt- ar að, er aðrir lögðu þær nið- ur, aðal framfaravottur í verk- tegum efnum. Blóðtakan mikla, landflóttinn til Vesturheims, nýafstaðin. En fólkið er vaknað. Þó alþýðan striti enn með bogin bök undir oki kaupmannavalds, mikið til' erlénds; þá er frels- ishugsjónin kviknuð í brjósti hennar. Bændaalþýðan hefur skapað sér samvinnuhreyfingu sina til baráttu gegn erlendu og inn- lendu arðráni. Hugsjónir efna- legs frelsis vinnandi stétta og aihliða barátta gegn einokun- arhringum auðvaldsins setja mark sitt á frelsishreyfingu þessa. Verkamannastéttin er að hefjast handa um fyrstu sam- tök sín. Af eigin ramleik ryðja sjómenn og verkamenn Reykja- víkur, Akureyrar og Seyðisfjarð ar brautina. Og beztu skáld og menntamenn þjóðarinnar leggja þeim lið. Skáldið góða, Þorsteinn Erlingsson, frömuð- ur íslenzks sósíalisma, vísar þeim Isiðina, leið sósíalismans til sigur3 verkamannanna yfir auðvaidi og kúgun. En í þjóðfrelsisbaráttunni standa vinnandi og hugsandi stéttir þjóðarinnar vörð uin ævaforn réttindi Islands. Bænd- ur, menntamenn, verkamenn standa sameinaðir um stefnu Jóns Sigurðssonar. Kjörorð hans: Eigi að víkja — er runn- ið hinni vinnandi þjóð í merg og blóð. Og samfara skilningn- um á eigin frelsisbaráttu er samúðin með frelsisstríði allra annarra nýlenduþjóða, hvar í heiminum, sem þær háðu sína baráttu. Öldin hálfnuð 1950—1951. Alþýöa Islands getur horft með stolti yfir farinn veg, þó ýmsum -svörtum skuggum bregði yfir land og þjóð, ein- mitt um þessar mundir. Braut hennar hefur síður en svo verið óslitin sigurbraut, en hún hef- ur reynt að læra ekki síður af ósigrum en sigrum — og sízt veitir af því að meta ósigra síðustu ára fyrir land og þjóð þannig að þjóð vorri verði hin síðustu þrjú ár niðurlægingar- innar eigi síður lærdómsrík en hinar þrjár aldir niðurlæging- arinnar 1550—1850 urðu for- feðrum vorum á nítjándu öld. Verkamenn Islands hafa byggt upp landið, sem þjóðin tók við rúnu um aldamótin. Þeir hafa reist húsin, — sein nú eru að brunabótamati 3500 milljón kr. virði, — þeir hafa rutt vegina, byggt brýrnar. Verksmiðjurnar, hafnarmannvirkin, raforkuver- in, skólarnir, sjúkrahúsin — al- staðar hafa risið upp bygging- arnar, sem sýna og sanna hvað íslenzkur verkalýður megnar að skapa, þegar hann fær að beita skapandi vinnuafli sínu í þjón- ustu uppbyggingar, framfara og framleiðslu. Verkalýður Islands, með sjó- menn sína i broddí hinnar öt- ulu fylkingar starfandi stétta, hefur allan þennan aldarhelm- ing síaukið framleiðslu lands- ins, látið útflutning þess vaxa risaskrefum, gert sjávarútveg- inn með vinnu sinni að afkasta- mesta atvinnuvegi landsins, — og aldrei hefur þó atvinnulífi landsins fleygt svo fram eins og þegar verkalýðurinn sjálf- ur, undir forustu flokks síns Sósíalistaflokksins, tók beinan þátt í að stjórna nýsköpun at- vinnulífsins á árunum 1944 til ’47 og lagði grundvöllinn að öflun flestra þeirra stórvirku framleiðslutækja, sem þjóð- in byggir nú afkomu sína á. Verkalýður Islands hefur skapað sér á þessari hálfu öld verkalýðssamtök sín, hið vold- uga bræðralag hinnar vinnandi stéttar, fjöregg íslenzkrar al- þýðu — jafnt þótt það um skeið lenti í tröllahöndum. — Verkalýður Islands hefur ger- breytt lífskjörum sínum með þessi verkalýðssámtök’' sín að vopni, — og það jafnt þótt bit þess skæoa vopns hafi öðru- hvoru verið slævt af þeim er á héldu. Aldrei hefur þó slík umbylting orðið á lífskjörum launþega Islands sem 1942 til 1946, þegar verkalýðssamtökin undir forustu sósíalista og sameiningarsinna notuðu hent- ug tækifæri og hagstæða bar- áttuaðstöðu til að brjóta þræla- fjötra gerðardóms yfirstéttar- innar og gera á skömmum tima lífsafkomu álþýðu " tvöfalt til þrefalt betri en fyrir stríð. Islenzkur verkalýður á nú flokk sinn, Sósíalistaflokkinn, sem hann hefur skapað sér til að veita forustu hinum vinn- andi stéttum í baráttu þeirra gegn arðráni erlends og inn- lends auðvalds, í sókn þeirra fram til sósíalisma og þjóð- frelsis. En svo harðvítug sem stétta- barátta íslenzks verkalýðs hef- ur verið við íslenzkt auðvald það sem af er þessari öld, þá er þó nú auðséð af öllum vegs- ummerkjum að sú eldraun, sem mest mun reyna á þolrif ísl. verkalýðshreyfingar og flokks hennar, verður hvort verka- lýður Islands megnar að taka forustuna fyrir þjóð vorri í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem nú er haf- in, og leiða hana til sigurs eins og bændur og menntamenn þjóðar vorrar á 19. öld tóku forustuna í stjórnarfarslegri frelsisbaráttu þjóðarinnar, er leidd var til sigurs 17. júnl 1944. Islenzkri alþýðu er því nauð- syn að gera sér ljós verk- efni sín í frelsisbaráttu þjóð- arinnar nú, og líta þau einnig í ljósi reynslunnar af hiiium ýmsu stéttum þjóðarinnar, sem fengizt hefur í frelsisbaráttu hennar það sem af er þessari öld. Bændastétt Islands var, á- samt íslenzkum menntamönn- um, forustan og uppistaðan í stjórnarfars- og efnahagslegri sjálfstæðisbaráttu vorri* við Dani. Það er sá sögulegi heið- ur, sem aldrei verður af ís- lenzkri bændastétt nítjándu aldarinnar tekinn. — Þa,ð var reynt að ginna þjóð vora til afsláttar í sjálfstæðisbaráttunni í upphafi aldarinnar, 1907—’8, en undir forustu Skúla Thor- oddsens og með eldheitu fylgi bænda og menntamanna og þeiira fáu verkamanna sem þá gátu kosið tókst að hrinda þeirri freistingu að víkja frá óafsalanlegum réttargrundvelli íslenzks sjálfstæðis fyrir stund- arsátt. Bændastétt Islands stóð enn óskipt er til lýðveldisstofmm- arinnar var gengið. En þegar fyrsta prófraunin hófst í hinni nýju sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, klofaaði Framsóknarflokkur bænda í tvennt, um Keflavíkursamning- inn. Og þegar ameríska auð- valdið lét sverfa til stáls um að þvinga Island imi í hern- aðarbandalag nýlendukúgar- anna, þá var forusta bænda- stéttarinnar á Alþingi orðin svo lítilsigld í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar að aðeins einn. þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði gegn Atlantshafsbanda laginu, en tveir sátu hjá. En sú spilling frá Mammonsríki Ame- ríku, sem síðustu árin hefur verið að heltaka þingflokk Framsóknar, hefur langt frá því sýkt íslenzka bændastétt enn, svo að eigi verði við bjarg- að. En það er hætta á ferðum, því meiri hætta sem , einmitt bændaalþýðan í hinum dreifðu byggðum hlýtur að vera eitt af þeim virkjum, semj íslenzk menning, íslenzk tunga, íslenzkt þjóðerni og sjálfstæði, fyrst og fremst treystir á í þeirri stjórn- málalegu, efnahagslegu, þjóð- ernis- og menningarlegu varnar ibaráttu, sem þjóð vor nú á í gegn ásælni hinnar amerísku yfirdrottnunarstefnu á öllum þessum sviðum. ★ Islenzkir menntamenn gátu sér í sjálfstæðisbaráttu lands- ins meiri heiður en nokkur önn- ur stétt vegna þess að við þá sem stétt eru tengd nöfn beztu foringjanna í frelsisbar- áttu vorri, þó margt þeirra væri af bændafólki eða ann- arri alþýðu lcomið. Um sál ís- lenzkra mentamanna er nú harðar barizt en nokkru sinni fyrr. Hafi dönsk kúgun hótað þeim með ofsóknum og stöðu- missum eða ginnt þá með em- bættum fyrr á tímum, þá marg- faldar amerísk kúgun í skjóli íslenzkra leppa slíkar ofsókna- og mútuaðferðir. Jón Sigurðs- son forseti gat orðið rektor Menntaskólans, séra Halldór á Hofi gat orðið biskup Islands, ef þeir hættu að berjast gegn yfirdrottnun erlends valds á Is- landi og kæmu sér í mjúkinn við innlend yfirvöld þess. Daglega reynir nú sjálfstæð- isbarátta Ísland3 viö ameríska auðvaldið á siðferðisþrótt ís- lenzkra mentamanna, á trygð þeirra við frelsi föðurlandsins, á dómgreind þeirra í moldviðri forheimskunarmálgagnanna. — Islenzk þjóð á óumræðiíega mikið undir því hvernig nver einstakur menntamaður Islands stendur sig í þeirri örlagariku baráttu, vegna þess hve írJkiJ álirif hver einsíaklingur þeírr- ar stéttar getur haft á heildina. Einmitt þegar kjötkatla- og bittlingapólitíkinni er ætlað að gagnsýra og spilla íslenzkri þjóð, þá er íslenzka mennla- inanninum holt að minnast hvatninga bóndasonarins og bóndans, Stephans G., sem bezt hefur vísað menntamönnum I?- lands veginn í baráltunni fyrir fegurstu hugsjónum þjóðar vorrar. Hann kvað eitt sinn um einn þeirra uppreisnar- manna gegn auðvaldi, sem ís- lenzkt afturhald nú níðir: „Og eklci var hugsjón hans hegn- ing né laun, Nei, hún var alls manngöfgis sjálfskylduraun." Islenzk alþýða getur þó nú þeg ar verið stolt af framlagi sinna beztu mentamanna í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu, bændasyn- irnir og skáldi.n Halldór Kiljan Laxness og Jóhannes úr Kötl- um sýna og sanna þjóð vorri að enn eru beztu skáld hennar — eins og á tímum Eggerts, Jónasar eða Þorsteins — þau, sem djarfast fylkja fólkinu um málstað frelsisins. ★ íslenzk auðmannastétt var, með einstökum heiðarlegum undantekningum, altaf hikandi í sjálfstæðisbaráttunni við Dani eða dragbítur og brást oft með öllu. Hún var sú, er tók upp samstarf við danskt auðvald á Islandi, til þess að fá banda- menn í baráttunni við bændur og verkalýð. Hún sóttist síðar eftir þjónustustarfi við enskt auðvald og þvínæst þýzkt. Svo engan þarf að undra þó ame- rískir auðhringir finni þar gnægð bandamanna gegn þjóð yorri. „Danski Moggi“ sem íerindreki amerísks hervalds á Islandi er órækust sönnun fyrir hamskiptum íslenzks auðvalds eftir því hvaðan helzt sé að vænta tilstyrks til kúgunar gagnvart íslenzkri alþýðu. Aðeins um örstutta stund tókst að knýja hluta þessarar auðmannastéttar til þjónustu við hagsmuni þjóðarinnar. Undir þunga þess vaxandi valds alþýðunnar, sem birtist í kosn- ingasigrum Sósíalistaflokksins 1942, var skapað samstarfið 1944—’47, sem lyfti grettis- taki í atvinnumálum íslands og skóp á ýmsum sviðum róttæk- ustu endurbótalöggjöf, sem ís- lenzk alþýða hefur öðlazt. Þjóð in sá hvað vinna mætti, ef allir kraftar væru sameinaðir heild- inni til gagns í þeim anda, er draumsjónamenn aldamótanna hafði dreymt um og Einar Ben. orðað svo: „Því menning: er eining, sem öll- um ljær hagnað, með einstaklingsmenntun, sem heildinni er gagnað; og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni á landsins fjendur. Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs, er kraftarnir safnast og sundr ungin jafnast í samhuga fylking þess almenna máls.“ En forustan í íslenzkri auð- mannastétt mat hlýðnina við erlent valdboð og vonina um aðstoð til arðráns eigin þjóðar meira en einingu þjóðarinnar um batnandi hag og aukið frelsi. Eining þjóðarinnar í frelsis- og framfarabaráttunni var rofin með Keflavíkursamn- ingnum við ameríska auðvaldið 5. október 1946. ★ Gangan inn í ameríska þræl- dóinshúsið var hafin. Þjóðin, sem sá dönsku kúg- uninni endanlega aflétt á fyrsfu áratugum aldarinnar og tákn rænar leyfar hennar afmáðar með öilu 17. júní 1944 að Lög- bergi við Öxará, tók nú aftur að feta hin þungu spor til ánauðar, ginnt af auðugustu höfðingjum og skammsýnustu ofstækismönnum sem fyrrum. ★ Með Keflavíkursamningnum tókst amerísku auðvaldi að afia sér fangstaðar á íslenzkri grund. Islenzkt afturhald lét fúsiega undan hótun þess um að flytja her sinn ella ekki á brott. Og amerísku landræningjarn- ir á Suðurnesjum færðu sig fljótlega upp á skaftið, fótum- tróðu öll þau lög og samninga, sem þeir höfðu heitið að halda og skópu sér ameríska nýlendu við Keflavíkurfiugvöll. ★ Ameriskt auðvakl beið ekkl boðanna að ganga á lagið. Með Marshallsamningnum 1947—’48 voru ameríska auð- valdinu veitt efnahagsleg yfir- ráð yfir atvinnu- og fjármála- lífi Islands. Samtímis því, sem undirlægjur Ameríkana voru iátnar básúna út örlæti ame- rísks auðvalds, svikust amerísk stjórnarvöld um að greiða Is- landi milljónatugi í tollum og sköttum. ★ íslenzk alþýða fékk brátt að kenna á amerískti þrælasvip- unni, afleiðingum „Marshali- aðstoðarinnar“ og „efnaliags- samvinnunnar“: 20. marz 1950 var gengi ís- lenzku krónunnar fellt eftir amerískri fyrirskipun, sam- kvæmt skuldbindingum Marsh- allsamningsins. Skilaboðin flutt að amerisknm bankastarfs- manni, gleypt hrá af „íslenzk- um“ stjórnarvöldum. Laun ís- Ienzks verkamanns sem 1945 voru jafnhá launum amerísks verkamanns, eru nú aðeins 45% af launum hans. íslenzki verka- maðurinn er aðeins hálfdrætt- ingur á við verkamann herra- þjóðarinnar. Lífsafkoma almennings var ægilega skert með þessari árás á lífskjör hans. En einokunar- klíka auðvaldsins hélt öllu sínu óskertu og græddi á „fórn’um“ fjöldans. ★ Tilgangur mútnanna birtist bezt er ameríska auðvaldið knúði Islaiul inn í Atlantshafs- bandalagið 30. marz 1949. ísland skyidi verða dráps- sker, hvaðan amerískt hervald gæti drýgt múgmorðin í Evr- ópu. Það var ódýrt fyrir amerískt auðvald að fleygja Marshall- mútum í Islendinga, ef hægt var að kaupa land vort til svo gróðavænlegra afnota fyrir vopnahringi Ameríku, hina alræmdu „kaupmenn dauðans“. ★ Þjóðin, sem geymir Sólarljóð, hún metur nú flest til dala; margur er sá fyrir mútugjöld að heiðurinn lætur falan. Þjóðin, sem geymir Hávamál, má stafkarls stigu rata. — Reis ei sól fyrr en runnin var og frelsinu þráða glátað. Endist hverjum til skemmstra stunda undir himninum heiða á tröll að heita til verndar sér og láta sig blindan leiða. Dreyra sár og svíða." Svo kvað Þorsteinn Valdi- marsson í sínum undurfögru „Hrafnamálum“. ★ Gangan irn í ameríska þræl- dómshúsið er hafin. Svipur atvinnuleysis, kaup- kúg'unar og gengislækkunar er« þegar á lofti og óspart beitt af amerísk-íslenzkum valds- mönnuin. Landsafsal, kúgun undir lier- vald, yfirdrottnun amerískra auðmanna og herdrottna yfir Islandi er nú þegar undirbúið og að nokkru framkvæmt. Til lítils höfum vér Islend- ingar þá unnið frelsi vort úr höndum Dana, ef vér eigum að láta ginra oss sem þursa til að afhenda það í hc’greípar gérspilltrar en voldugrar ame- rískrar auðstéttar og fórna þannig bæði landi og þjóð á altari þess ameríska Mammons, sem nú í örvæntingaræði sínu yfir hrynjandi völdum auð- stéttanna í lieiminum, heimtar að fórnað sé fyrir sig lífi og eignum allra hinna smáii, sem hann fær yfir drottnað, til að' varðveita óhófsgróða og völd hans sjálfs. Nú reynir á íslenzka alþýðu að stöðva þessa niðurlægingu, sem þjóð vorri er búin, — snúa við af þeirri braut hraðversr.andi lífskjara, sem amcrísk kúgun í skjóli ís- lenzkra leppa hefur leitt yfir þjóðina, — reka alla Amerík- ana burt af Keflavíkurflugvelli, Framhald á 15. síðu. Gleðilegt nýár A. Einarsson & Funk Nóra Magasin Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Beígjagerðin Gleðilegt nýár FvottamiðstaJin nyar Hamar h. f. nýar Verzlunin Vísir, Laugaveg 1 Fjölnisveg 2 Gleðilegt nýár Raftækjaverzlun Eiríks Hjartarsonar nýar Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Eókabúö Æskuimar Gleðilegt nýár Ásbjörn Ólafsson, heildverzlun Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Rafall, Vesturgötu 2 Gleðilegt nýár Bókabúð Máls og Menningar i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.