Þjóðviljinn - 21.01.1951, Qupperneq 3
Sunnudagur 21. janúar 1951.
ÞJÖÐVILJINN
FLJÓTIÐ HELGA
Sá sem lesið hefur fyrri
þrjár ljóðabækur Tómasar Guð
mundssonar veitir því athygli
við lestur Fijótsins helga að
kvæði þess í heild eru klassísk
ari í formi en kvæði eldri bók-
anna. Aðeins örfá kvæði Fljóts
ins helga eru undir tiltölulega
lausum eða frjálsum háttum.
og eru þó stuðlar þeirra, liöfuð
stafir og rím borið í sæmilega
trúu minni. Frelsið birtist eink-
um í misjafnri lengd vísuorða
og óreglulegri skiptingu í er-
indi. I þessari nýju bók fyrir-
finnst heldur varla nokkurt
kvæði sem mundi sætta sig við
það, án nánari rökstuðnings, að
vera kallað léttúðugt eða ó-
merkilegt. Nú er maður sem sé
orðinn alvarlega þenkjandi
skáld, og kýs sér helzt föru-
neyti stórra hugsana og dýr-
mætra — i orði kveðnu. En
mikið er mannsing lijarta líkt
sjálfu sér undir hátíðafötum
formsins.
Tómas er alinn upp áður en
brageyrað kól af þjóðinni,
enda er fráleitt að hann komi
ekki stuðlum og höfuðstöfum
á rétta staði í kveðskap sínum.
Þrátt fyrir smááherzlugalla í
einstökum ljóðlínum er hann
orðinn mikill formsins meistari.
Í Fljótinu helga eru nokkur á-
gæt kvæði, fullgild að formi
og byggingu, risin fremur af
innilegri stemningu en stór-
tim hugsunum. áðurnefndum.
Fremst þeirra mundi ég
kannski nefna Augun þín, síðan
Við ströndina, Enn syngur vor-
nóttin —, öll þrjú sorgarljóð
um ást, hið síðasttalda auk
þess um eilíftýnda æsku. Söng
völvunnar og Morgunljóð úr
brekku tel ég jafnframt ofan-
greindum ljóðum. Síðasta kvæð
ið, Fljótið helga, er sömuleiðis
svo vel ort að það þarf vak-
andi gagnrýni á hugsun þess
til að láta ekki blekkjast af
því. Á eitt atriði þess kvæðis
verður minnzt hér á eftir. En
annars er meiri hluti bókarinn-
ar ýmiskonar tækifæriskvæði,
ort eftir beiðnum og pöntunum,
hirðrím. Það eru víst hau kvæði
sem á síðustu dögum hafa fest'
hið heiðna bínefni spekingur
við hið kristilegri h.eiti Tómasar
Quðmundssonar skálds.
Ofannefnd prýðiskvæði Tóm-
asar fjalla um ástina, dauðann
og óþreyju hjartans. Gátan um
þau verður aldrei leyst með
speki. Þessi höfundur er leikn-
ari tilfinningamaður en hugsuö
ur, og þess vegna tekst honum
bezt að yrkja um éfni sem gera
speki vora svo broslega að hún
hættir sér ekki í návist þeirra.
Það er misskilningur af Tóm-
asi að leggja sig meira eftir
hugsun en tilfinningu. En hvers
vegna gerir hann það í nýjustu
bók sinni?
Ef T. G. s’egði mér að ver-
öldin og mannlífið hefðu orkað
allfast á vitund hans síðustu
tíu árin þá mundi ég að vísu
trúa honum. Eg gæti ekki rengt
hann um það að sú staðhæfing
væri ekkert nema sannleikui'-
inn. En hún væri ekki allur
sannleikurinn. Og ég hlyti að
trúa fleiru. Höfuðsannindin um
,,hugsanir“ Tómasar eru þau
að hann er að reyna að bjarga
yndi sínu og eftirlæti: list
sinni.. Hann er að leitast við
að gera sjáifan sig stóran, verk
sitt mikið, og skal það víst ekki
lastað. Tilfinningaljóð og gam-
ankvæði geta verið ágæt á sinn
hátt. En á vorum dögum hafa
þau aðeins takmarkað gildi.
Þau geta kannski „ef guð er
með“ skilað höfundi sínum
nokkuð áleiðis til eilífa lands-
TÓMAS GUÐMUNDSSON
ins, en maður verður ekki þjóð
hetja á þeirra vegum, ekki einu
sinni „spekingur11. Lífsbarátta
nútimans er stærra eðlis en
fyrr. Okkar tímar eru úrslita-
timar í mannkynssögunni, dóms
dagur á jörð. Hví skvldi mað-
ur þá ekki freista þess að snúa
huga sínum stund og stund
að viðfangsefnum aldarinnar,
taka að sínu leyti þátt í bar-
áttunni og verðandinni? Tómas
lærði það að sá liöfundur er
stærstur sem snjallastri tungu
túlkar sinn tíma, vandamál
hans og viðfangsefni, blæ hans
og stefnu; og jafnvel list vor fyr
irferst að síðustu lokum ef blóð
samtímans fellur eklci um
lijarta hennar, ef lijartað slær
ekki beinlínis fyrir skuld þess
blóðs. Kvæðið Heimsókn grund
vallast á þessum skilningi, og
það er vísvituð tilraun skálds
til að kveða sjálft sig, ljóð sitt
og list, inn i öldina og barátt-
una. Skömmu eftir birtingu
þess kvæðis spáði Gunnar
Benediktsson því, af marxískri
innsýn sinni i skáldskap, að
Tómas mundi elcki komast öllu
lengra á þeirri leið, kvæðið
væri ósatt í merg sínum. Þau
orð hafa nú komið á daginn,
því „spekimál" T. G. i Fljót-
inu helga eru yfirborðstal og
nálgast hvergi nokkurn kjarna.
Það er ekki að því að spyrja
að víða, mjög viða, er snyrti-
lega og glæsilega að orði kom-
izt, maðurinn heldur skáldtök-
um á málinu. En hugur hans
stendur ekki til baráttunnar,
hvorki vegna hennar sjálfrar
né heimsins. Tómasi er listræn
alvara sem áður er sagt, en
honum er ekki siðræn alvara
fram j'fir það sem hann telur
list sinni verða til giftu. List
sinni er hann að bjarga, en
ekki veröldinni. Árangurinn af
fitli lians við mannlíf og vanda
mál verður ekki annað en
fallegt þrekleysi, vitnisbui'ður
um smekklegan skilningsskort
á eðli og nauðsyn tímans. Skoð
um nú bókina nánar stutta
stund.
1 kvæðinu Heimsókn ræðir
höfundur m. a. mjög um skáld-
skap veruleikans sem hann
kveður okkur skilja þá fyrst
er þjáning sérhvers manns
sé runnin okkur í innstu æðar
hjartans — ef menn eru ein-
hverju nær. 1 framhaldi þessa
yrkir hann: „Þvi lát hans ógn
og angist næða um þig./ Lát
elda harms og kvala flæða um
þig / unz skógur þinna blekk-
inga er brunninn". Og rétt á
undan hefur hann sagt: „Og
vei þaim sem ei virðir skáld-
skap þann, / sem veruleikinn
yrkir kringum hann“. Látum
það nú vera. En þegar skáldið
yrkir árum síðar ljóð sitt Fljót
ið helga, hvað er þá orðið af
veii hans? Hér er svarið: Við
þetta fljót settust forðum daga
„þeir töfrar sál minni að / sem
síðan ég mátti ekki verjast./
Og því lét mig ósnortinn æði-
margt þa'ð, / sem öðrum varð
hvöt til að berjast“. Skáldskap-
úr veruleikans getur ekki þýtt
neitt annað en veruleikann sjálf
an. Og vei þeim sem ei virðir
hann, vei þeim sem ekki haslar
Framh. á 6, síðu.
r
SEXTUGUR:
Sextugur verður á morgun
Finnbogi Rútur Þorvaldsson,
verkfræðingur og prófessor,
fæddur í Haga á Barðaströnd,
sonur séra Þorvaldar Jakobs-
sonar og konu hans Magdalenu
Jónasdóttur.
Finnbogi Rútur lauk stúdentr
pi’ófi við Menntaskólann í
Reykjavík og verkfræðiprófi
við Fjöllistaskólann í Kaup-
mannahöfn.
Flann starfaði um hríð við
verkfræðistörf lijá Jóni Þor-
lálcssyni, en gerðist árið 1925
starfsmaður vitamálaskrifstof-
unnar og vann þar að hafnar-
málum unz hann sagði því
starfi lausu árið 1940.
Hafnarmálum Islands var
það óefað mikill fengur að
Finnbogi réðist þangað og má
heita, að með starfi hans þar
hefjist nýr og betri þáttur í
þeim málum. Starf hans þar
skapar það traust til íslenzkra
verkfræðinga, að eftir þann
tíma verður það fátíðara og
fátíðara, að leitað er til er-
lendra verkfæðinga vegna hafn
arbygginga hér á landi, og mun
nú svo komið, að það hvarflar
tæplega að mönnum að leita til
þeirra vegna framkvæmda á því
sviði.
Finnboga féll það, að vonum,
mjög miður, að honum var ekki
veitt vitamálastjórastarfið er
það losnaði við burtför Tli.
Krabbe verkfræðings af landinu,
enda hafði hann þá starfað þar
við góðan orðstír í tug ára og
aflað sér trausts allra sem til
þekktu, enda var sú stöðuveit-
ing ranglát.
Árið 19-10 réðist Finnbogi til
kennslustarfa við Háskóla Is-
lands, er verkfræðideildin þar
var stofnuð, enda var hann
einn aðalhvatamanna þess, að
það var gert, þegar íslenzkum
stúdentum varð, stríðsins
vegna, ókleift að stunda nám
erlendis.
Um langan tíma rækti hann
kennslu í Iðnskólanum sam-
hliða öðrum störfum sínum.
Trúnaðarstörf önnur, er
Finnboga hafa verið falin, kann
ég ekki að telja upp, en geta
ber mér þó þess, að formaður
Verkfræðingafólags íglands hef
ur hann tvívegis verið kosinn.
Við stjórnmál hefur Finnbogi
ekki verið mikið riðinn opin-
berlega, en hann tók þó afstöðu
á móti afsaii íslenzkra lands-
réttinda og hann er einn þeiira
einfeldninga, að dómi Morgun-
blaðsins, sem dirfzt hafa að
beita sér gegn múgmorðum á
börnum og öðrum sakleysingj-
um.
Finnbogi Rútur er réttsýnn
maður og sanngjarn, hreinn og
beinn í fari sínu í bezta lagi,
óhræddur við að láta í ljós á-
lit sitt við hvern sem hann á
og hvikar ekki frá því, er
hann hyggur rétt mál. Virðu-
leg framkoma hans bregzt ekki.
Eg átti því láni að fagna að
vera samstarfsmaður Finn-
boga um þriggja ára skeið, er
ég kom nýútskrifaður frá próf-
borði. Er skemmst frá því að
segja, að ég tel mig hafa
haft mjög mikið gagn af sam-
starfinu og viðkynningunni.
Þau kynni mín af honum og
síðar af mörgum nemendum
hans, sem einn og allir bera
honum vel söguna, hafa sann-
fært mig um, að hann á vel
heima í starfi sínu núna, sein
leiðbeinandi ungra manna.
Kvæntur er hanri Sigríði
hjúkrunarkonu Eiríks og hafa
þau eignazt tvö börn, mann-
vænleg.
Óska ég þeim öllum allra
heilla.
Sigurður Thoroddsen
SKAK
Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
Frá skákþinginu í Amsterdam
III:
Kaupsýsíumaður
og taflmeistari.
ítalinn Szabados er dálitið ó-
venjulegur fugl í hópi taflmeist
ara. Hann stendur í umfangs-
mikilli kaupsýslu eða útgerð í
Feneyjum, en iðkar tafl scr
til skemmtunar á milli og er
einn af fremstu taflmönnum
ítala. Hann mun vera stórauð-
ugur maður og það er víst ekk
ert leyndarmál, að það er
hann, sem er bakhjarl þeirra
alþjóðamóta, sem nú fara fram
í Feneyjum á ári hverju. Hann
var einn þátttakenda á skák-
þinginu í Amsterdam og varð
þar einn hinna þriggja neðstu.
En hann komst nærri því að
vinna Reshevsky í einni af
lengstu skákum mótsins, er
vakti mikla athygli. Hér fer á
eftir skak lians við G. S. G.
G. S. G.
1. d2—d4
2. Rgl—f3
3. g2—g3
Szabados
Kg8—fG
d“—dG
Bc8—g4
4. Bfl—g2 Rb8—c6
5. d4—dö Re6—1)8
Taflbyrjun svarts eggjar ekki
til eftirbreytni.
6. c2—c4 g~—gG
7. Rbl—c3 Bf8—g7
8. h2—li3 Bg4xf3
9. e2xf3! Rb8—d7
10. 0—0 0—0
11. f3—fl Rd7—b6
12. Ddl—;I3 Rffi—c!7
Peð svarts á miðborði eru al-
veg bundin. Hann ætlar að
koma riddara til c5. Nú væri
b4 slæmt svar vegna a5.
13. Rc3—el
14. Dd3—c2
15. llal—bl
16. Bg2xe4
17. Be4—g2
18. Bcl—e3
19. Hfl—el
20. Hel—e2
Rb8—a4
Rd7—c5
Rc5xe4
Ra4—c5
a7—a5
Dd8—il7
Hf8—e8
Kg8—f8
Svartur á Þrönga stöðu og
bíður átekta.
21. b2—b3 Ha8—b8
22. Dc2—d2 Dd7—f5
23. Hbl—dl b7—b6
24. Kgl—h2 Df5—f6
Svartur ætlar að ná drottninga-
kaupum, en hvítur víkur undan.
25. Dd2—el Df6—15
26. hS—h4
Hótar Bh3, svo að svartur verð
ur að forða drottningunni.
26. Ðf5—e8
27. Bg2—U3 DcS—dS
28. f4—f5 Rc5—iI7
29. t'5xg6 Ii7xg6
30. 12—14 b7—b5!
Þessi hugvitsamlega peðfórn
nægir að vísu ekki til þess að
jafna leikinn, en hún er bezta
úrræðið gegn sókn livíts kóngs-
megin.
31. Delxaö b5xc4
32. b3xcl c7—(5!
Hvítur getur ekki drepið peðið
í framhjáhlaupi, og eftir drottn
ingakaup stæði svartur alit í
einu vel, þrátt fyrir peðið.
33. Da5—el ! Hb8—b4
34. He2—c2 Rd7—b6
35. Del—e2 Dd8—a8
36. h 1—h5!
Eftir gxh5, Dxh5 hótar hvítur
Be6! með óverjandi máti.
36. e7—o5
37. d5xe6 a.p. Da8—e4
Framhald á 7. síðu. '~Já