Þjóðviljinn - 21.01.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. janúar 1951.
ÞJÓÐVILJINN
mwusi
Sigurðwr Guðiiason í kjjöri í 10. sinn.
Við stjómarkjörið í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún um
næstu helgi verður Sigurður
Guðnason í formannskjöri í 10.
skiptið.
I þau níu ár, sem Sigurður
Guðnason hefur veitt Dagsbrún
forstöðu, hefur félagið náð
meiri kjarabótum fyrir verka-
menn en nokkru sinni áður í
sögu þess. En Dagsbrún hefur
ekki aðeins unnið þrekvirki á
þessum áratug í hagsmunamá!-
um meðlima sinna. Hún hefur
jafnframt í vaxandi mæli verið
forystufélag í hagsmuna- og
réttindabaráttu verkalýðsins
um allt land.
Það er óhætt að fullyr'ða, að
Siguröur Guðnason og félagar
hans í stjórn Dagsbrúnar hafa
með óeigingjörnu starfi sínu
og viturlegri forystu aflað sér
almennara trausts meðal Dags
brúnarmanna en nokkur önnur
stjórn, sem í Dagsbrún hefur
verið.
Og einmitt nú, þegar atvinnu
leysið er farið að sverfa fast
að verkamönnum, hefur stjórn
SigurðarGuðr.asonar teikið frum
kvæði fyrir a!Ia Dagsbrúnar-
menn og al!an verkalýð lands-
ins að allsherjar baráttu gegn
atvinnuleysinu. Og þessari bar-
áttu mun verða fylgt fast á
eftir meðan nokkur vinnufær
Islendingur er atvinnulaus.
Allar tilraunir atvinnurek
enda á undanförnum árum til
þess að fá forystu Dagsbrúnar
í hendur ístöðulítilla þjóna
sinna hafa strandað á eining-
armúr verkamanna.
I þetta sinn hafa atvinnurek
endur farið aftur á flot og nú
á að róa lífróður til þess að
fella stjórn Sigurðar Guðnason
ar og gera Dagsbrún að mögl-
unarlausu verkfæri atvinnurek-
endavaldsins.
Listi atvinnurekenda — B-
listinn — var lagður fram í
fyrrakvöld. Hann hefur verið
laminn saman með atvinnukúg-
un og hótunum, en stjórnar-
frambjóðendur B-listans eru
fiestum Dagsbrúnarmönnum ó-
kunnugir, nema Sigurður á
Vinnumiðíun, og hafa enga
sögu að baki sér í hagsmuna-
baráttu Dagsbrúnarmanna.
Sem glöggt dæmi þessa má
nefna, að formannsefnið, Magn
ús Hákonarson, maður nýflutt-
ur í bæinn, hefur verið fulláild-
ur meðlimur í félaginu í a’ðeins
8 mánuði, og má segja að hæ-
verska hans keyri ekki fram úr
hófi, þegar hann býður sig
fram til ekki vandaminna starfs
en þess að stjórna Verkamanna
félaginu Dagsbrún.
Þeir tímar eru nú að hefjast,
að Dagsbrúnarmenn hafa ekki
efni á því að kasta atkvæðum
sínum á menn, sem engin skil-
yrði hafa til þess að geta stjórn
að félagi þeirra.
Framundan er hörð barátta
fyrir atvinnu cg brauði, fyrir
skoðanafrelsi verkamannsins,
og rétti hans til að lifa.
Og í þessari baráttu
er
fyrsta atriðið að verkamenn
hafi reynda forystu, sem er
þeim holl og sem lúffar ekki
fyrir atvinnurekendum og póli-
tískum erindrekum þeirra.
Þess vegna er það beinlínis
hagsmunaatriði fyrir alla Dags
brúnarmenn, að stjórn Sigurð-
ar Guðnasonar verði ekki að-
eins endurkosin heldur að hún
fái svo mikið atkvæðamagn, að
þeir sem standa fyrir atvinnu-
leysi, dýrtíð og skoðanakúgun,
fái eftirminnilega bendingu um
að verkalýðurinn muni ekki
sætta sig við nýtt tímabil at-
vinnuleysis og eymdar.
Dagsbrúnarmenn! Kjósið all-
ir Sigurð Guðnason og stjórn
hans um næstu helgi. Starfið
allir ötullega að eimngu Dags-
brúnarmanna um lista Sigurð-
ar Guðnasonar og sendum B-
listann heim til föðurhúsanna.
Sýnum, að eins og Sigurður
Guðnason hefur staðið með
Dagsbrún og fyrir Dagsbrún,
eins mun Dagsbrún sem heild
standa með honum sterkar en
nokkru sinni fyrr, þegar hann
í 10. skiptið er í formannskjöri.
E. Þ.
Neyðaróp sóparanna
Vladímú- Iljítsj Lenín, á stúd
þjóðir SovétrHcjanna og sósíali
Leníns, li'ms ástsæla alþýðuleið
hans, en hann lézt 21. janúar
Islands og Báðstjórnarríkjanna
Ásgeir Biöndal Magnússon can
sýnd verðnr kvikmynd. Fundur
og hefst k
entsárunum. 1 dag minnast
stisk alþýða um allan heim
toga, í tilefni af dánardægri
1924. Félagið Menningartengsl
“ heldur fund í dag og flytur
d. mag. þar erindi um Lenín og
inn er í Listamannaskálanum
lukkan 2.
Síðustu striðsárin og
fyrstu árin eftir stríð bjuggu
íslendingar við áður ókunna
velmegún, atvinna var næg
og kaupgjald sómasamlegt í
hlutfalli við verðlag. Þá virt
ust allar horfur á framhald-
andi þróun til aukinnar vel-
megunar. Nýsköpunarstjórn-
in hafði fest kaup á nýjum
og stórvirkum atvinnutækj-
um til lands og sjávar cg Is-
lendingar höfðu komizt í
samband við örugga og góða
markaði í Sovétríkjunum og
alþýðuríkjum Austurevrópu.
Stóraukin framleiðslugeta og
víðtækir markaðir voru horn
steinar sem sjáanlega áttu
að geta tryggt þjóðinni
glæstustu framtíð. Þá var
mikil bjartsýni á íslandi,
ungt fólk streymdi utan í
stórum hópum til þess að
læra hinar fjölþættustu
námsgreinar, afla sér þekk-
ingar til þess að geta orðið
að sem beztu liði í þjóðfé-
lagi framtíðarinnar. Meðal
hinna bjartsýnu æskumanna
voru allmargir sem stund-
uðu nám í flugi og hvers-
kyns flugtækni, því hvað
var sjálfsagðara en að þróun
fluglistarinnar yrði ör og
stórbrotin einnig á Islandi?
★
Þróunin hefur orðið á
aðra lund en liinir björtu
framtíðardraumar gáfu til
kynna fyrir nokkrum árum.
Að vísu komu hin nýju tæki
nýsköpunarstjórnarinnar til
landsins, en framleiðsiugeta
þeirra hefur aðeins venð
hagnýtt að nokkru leyti.
Markaðirnir nýju hafa ver-
ið eyðilagðir af pólitísku of-
stæki og smámannlegri
þröngsýni. Raunverulegt
kaupgjald hefur verið lækk-
að ár frá ári með hinum
margvíslegustu og hugvits-
sömustu aðgerðum. Fram-
léiðslan hefur minnkað,
þjóðartekjurnar rýrnað cg
síðustu árin hafa valda-
mennirnir lýst yfir því að
aðeins gjafakorn hafi forð-
að þjóðinni frá matarskorti.
Atvinnuleysi hefur á ný tek-
ið sér fasta búsetu á Islandi
og gerist nú æ heimaríkara
— og í atvinnuleysingja-
flokknum er allstór hópur
þeirra ungu manna sem fóru
utan til flugnáms í bjart-
fiýnni trú á framtíð þjóðar-
innar.
★
Það er erfitt fyrir unga
menn sem hafa eytt dýrmæt
um árum og ærnu fé til að
afla sérþekkingar að fá þau
svör lijá þjóðfélaginu að eng
in þörf sé fyrir menntun
þeirra, að þeirra bíði ekkert
hlutverk. En þessi svör urðu
menn hinna djörfu drauma
að þola og þeirra beið raun-
ar enn sárari auðmýking.
Ríkisstjórn Islands hafði lát
ið af höndum stærsta flug-
völl landsins við erlent her-
veldi og þar gegndu erlendir
menn þeim störfum sem
ekki voru tiltæk sérmennt-
uðum Islendingum. Þó fylgdi
sú vonarglæta að hinir er-
lenau menn höfðu lofað að
þjálfa þá innbornu og iáta
þá síðan smátt og smátt
taka við störfum á flugvell-
inum.
★
Hinir atvinnulausu sér-
fræðingar leituðu á náðir
herraþjóðarinnar á Kefla-
víkurflugvelli, og víst gátu
þeir fengið þar ærið að
starfa. Þeir gátu fengið að
sópa bandarískan skít undir
leiðsögn erlendra yfirsópara,
og þeir gátu fengið að
hreinsa bandarískar flugvél-
ar, þvo kokkteilbletti og ann
an óþrifnað sjúkra farþega.
Ýmsir þeirra þekktust þetta
boð í von um þann skjóta
frama sem öndvegisþjóð
hins vestræna frelsis er tal-
in hafa tiltækan hverjum
þeim sem kann að „vinna
sig upp.“ En þrátt fyrir
ærna vinnusemi halda þeir
enn áfram að sópa banda-
rísk óþrif og hreinsa flug-
vélar fyrir Dagsbrúnarkaup,
á sama tíma og jafnmenntað
ir herraþjóðarmenn á vellin-
um fá 500 dollara í mánað-
arkaup — rúmar átta þús-
undir króna. I erlendum ryk
skýjum birtast draumar
þeirra daga, er þeir biðu þess
með óþreyju að Ijúka námi
cg hefja framtíðarstörf sín.
?fazt um að þjóðin vill
~e’ia land sitt banda-
Hinir flugmenntuðu sóp-
arar lærðu fljótt af yfirboð-
urum sínum að það eru ekki
lengur íslendingar sem hafa
æðstu völd á þessu landi;
þeir lærðu það hlutskipti
sem þeim sæmdi á .sama hátt
og svertingi í Bandarí'.ijun-
um cg blökkumaður í Suður-
afrílcu. Sumir þeirra kyngdu
smáninni og einbeittu sér
að því að samlagast hinum
nýju aðstæðum í von um að
dyggðin þægi laun sín, þótt
síðar yrði, enda ekki margra
kosta völ fýrir atvinnulausa
fiugfræðinga. Og svo sann-
arlega kom í Ijós að auð-
mýkt hugarfarsins bauð
umbuninni heim. Allt í einu
gerðust þau undur fyrir
nokkru að herraþjóðin upp-
gö’tvaði sérþekkingu sópar-
anna og tók að harma hlut
skipti þeirra. Þeir fengu
heimsóknir af lierramanni
einum frá bandaríska sendi-
ráðinu og fínir Reykvíkingar
úr flokki jónazista höfðu
allt í einu fengið áhuga á
kjcrum þeirra. Þeim var
sagt að það tæki engu tali
að sérþekking þeirra væri
höfð að fótaþurrku, nú væri
einmitt tækifæri til að hag-
nýta hana gegn Rússum og
lcommúnistum; nú yrði að
stofna handa þeim íslenzkan
flugher! Það voru haldnir
margir fundir um þessi nýju
viðhorf: loksins var atvinn-
an tiltæk ef rétt væri á
haldið!
★
Föstudaginn 12. janúar
var svo látið til skarar
skríða. Þann dag hittust í
Breiðfirðingabúð fáeinir sér
menntaðir sóparar, „áhuga-
menn um flug“ og nokkrir
agentar úr hópi jónazista;
alls voru fundarmenn 37 tals
ins. Þar var samþykkt álykt
un og þess krafizt að hingað 1
yrði fenginn „öflugur her“
frá Bandaríkjunum, að stofn
að yrði „öflugt heimavama-
lið“ innlent, og síðan fengu
hinir sérmenntuðu að skrifa
undir yfirlýsingu: „Við vilj-
um því eindregið bjóða fram
þjónustu okkar til varnar
landinu, til dæmis með því
að mynda flugsveit, er starf
aði við hlið þess erlenda
hers er hingað kann að vera
fenginn.“
★
Þessi yfirlýsing sópar-
anna er átakanlegt neyðar-
óp. Ályktun þeirra er þessi:
Okkur vantar atvinnu í sam
ræmi við sérþekkingu okkar.
Þess vegna krefjumst við
þess að landið verði hernum-
ið á ný og stofnaður verði
innlendur her! Við bjóðum
eindregið fram þjónustu
okkar til að mynda flug-
sveit... til að hætta að sópa
bandarískum skít og hreinsa
bandarísk óþrif úr banda-
rískum flugvélum. Yfirlýs-
ingin er einstok í örvænt-
ingu sinni og rökleysi; er-
lent hernám og innlend her-
stofnun í atvinnubótaskyni.
Það liggur við að hún séi
skopleg í öllum harmi sín-
um.
★
En það sem að baki býr
er ekki skoplegt. Yfirlýsing-
in hefur verið birt með mikl
mn fögnuði í blöðum aftur-
hí'1dsf!ökkanna: hver getur
m'
cc
r'rimm vígvélum og morð-
tólum! — Og á föstudag
hínn banda-
ríski ygrhnr-höfðingi V-Ev-
rópu, Erindi
ho n • er ei:1'"'' 4 að ræða um
„öf!u°an 1"’“ r>«r „öflugt
heiicavarn0"!i€.“ Hins veg-
ar er hætt Tdð að h°nn
glevmi p ð fjalla um atvinuu
horfur hrir-p immi mpnna
?em sóna fhmvéh'na hans,
þótt þeim væiá leT'ft að reka
upp örvæntingaróp í þágu
herraþjóðarinnar á lient-
ugu augna- - m =
bliki.
rl'n*
'TVyUó