Þjóðviljinn - 24.01.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1951, Blaðsíða 3
Micvikudagur 24. janúar 1951. ÞJÓÐVILJINN 3 Verkalýðsæskan læiur efeki sfeortifiu beygja sig, en fylkir liSi til baráttu fyrir aukiiom atvinnuframkvæmdum Nú hefur á ný haldið inn- reið sina í Reykjavik geigvæn- legt atvinnuleysi og jafnvel enn ægilegra en hér ríkti fyrir styrjöldina. Hundruð manna ganga dag eftir dag um vinnu- staðina við höfnina í árangurs- lausri atvinnuleit. Eins og á- valt áður er það æskulýðurinn, sem verður harðast úti. Ungu mennirnir í iðnaðinum hafa til dæmis stytztan starfs- tn'ma að baki sér og er því fyrst sagt upp atvinnunni og þannig er það alstaðar. Þegar búið er að segja mönnum upp vinnu leita þeir niður að höfninni, sem er eini opinberi vinnumarkaðurinn, í bænum. Nú er svo komið að jafnvel þegar mest er að gera verða. hundruð manna frá að hverfa. Þess eru mörg dæmi að menn hafa ekki fengið eins dags vinnu í heilan mánuð. Þeir sem heppnastir eru fá vinnu í 3—4 daga í viku. Af þessari vinnu eiga margir hverjir að framfleyta fjölmennum fjöl- skyldum. ,Það segir sig sjálft, að margir þessara manna lifa við sk-yt á frumstæðustu nauð synjum og sjá jafnvel fram á matarskort ef ekki rætist úr. Meðal ungu mannanna, sem nú dvelja langdvölum í Verka- mannaskýlinu, eða rölta um auða hafnarbakkana, er farið að bera á hinu ömurlega von- leysi og lífsleiða, sem jafnan fylgir fcrnailömbum kreppunn- ar. Burgeisarnir og verkalýðs- böðlarnir gera. sér líka vonh um að nú muni þeim takast að svelta manndóminn ur hinum íslenzka. æskulýð, sem veric hefur þeim svo eríiður í taumi á undanförnum árum. En þetta tiiræði má ekki tak ast, og skal ekki takast. Æslru- lýðurinn mun ekki láta bugast heldur svara á viðeigandi hátt, það er að standa vörð um fó- lag sitt. Dagsbrún, og hefja gegn um það fcaráttu fyrir út- rýmingu atvinnuleysis og bætt- um kjörum. Atvinnumálin eru brýnasta spursmál ver'-a'ýðs- hreyfingarinnar í augnablikinu cg þau verða að takast föst- um tökum. En eitt verkefni verðu.r samt að leysa áður, og það er að hrinda þvi áhlaupi, sem atvinnurekendurnir nú undirbúa á Dagsbrún með að- stoð mannanna, sem misst hafa. kjarkinn og bo.gnað fyrir skortinum. H. Æ.F.-( er eina poíitíska æskmlýSsfélagiS þar Viðtal við formann Æ.F.-deildaiinnar á Sauoár- króki Júlíus Friðriksson FcrrnaSur Æskulýösfylkingarinnar á. Sauöárkróki, Júlíus Friöriksscn, raívirki, var á ferð hér í bænum nú um daginn, og notaöi Æskulýössíðan sér þaö til aö fá hann til þess aö skýra. frá starfscminni á Sauöárkróki, og sagöist Júlíusi frá á þessa leiö: sér. Einn liður 1 útbreiðslustarfi Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar — sanbands ungra sósir.iista RITSTJÖRAR: Guðlaugur E. Jónsson Halldór B. Stefánsson Sig Guðgeirsson (áb.) — Æ s k r'.lýðs f y I k i n gi n a Sauðárkrcki var stoínuð í s.l. maímánuði, og gekk stcfnun deildarinnar ágætlega. Déildin hefur þegar á að skipa all fjöl- mennum hcpi áhugasamra fé- laga. Félagsstarfið yfir sumar- mánuðina var heldur stopu.lt, en strax í baust hófst féla.gs- starfið með íundahöldum, cg hefur það sem af er vetri verið unnið að því að au.ka starfsemina og koma henni í fa.st. form. Vio höfum ha.ft i undirbúningi leshringastarí- semi, einr.ig höfum við hugsað okkur að koma á fjölbreyttu skemmtanalífi svo og ýmiskon- ar annarri útbreiðslustarfs, E-g er viss um að starf deildarinnar á eftir að leiða margt gott afl deildarinnar hefur verið og er útbreiðsla hins vinsæla mál- gagns Fylkingarinnar, Land- nemans, og er hann keyptur þar af fjölda. ungra manna og áskrifendatalan alltaf að hækka. Starfsemi ar.narra stjórn- málaflokka. meðal æskunnar é Sauðárkróki hefur verið sama cg en.gin, aðeins e:tt félar þeirra hefur starfað þar, F.U.J en starf þess hefur ávalt verið í rnolum, og eftir síðustu bæj arstjcrnarkosningar virðist fc- lagið algerlega hafa lognazt útaf. Á Sauðárkrcki er ástand at- vinnumálanna svipað og víða Framh. á 6. síðu Hin rétta ásjóna h Aí alþgóðesretirangi Um það leyti, sem friðar- þingið kom saman í Varsjá, var haldinn merkilegur fundur í þýzku landamæraborginni Zitt- aw, sem er nokkur hundruð metra ffá landamærum Póllands og Tékkóslóvakíu, þar sem kyn- þáttahatrið hefur eitrað sambúð þjóðanna öldum saman. Þarn? komu saman tuttugu þúsundir æskufóiks frá þessiim þrcmur löndum, til að staðfesta hina nýju vináttu þessara þjóða og þann ásetning þeirra að vernda friðinn í heiminum. Einkunnar- orð þessa fundar var: Landa- rnæri friðarins. • • I Viet Nam hefur æskan sýnt mestan dugnað við undirskrifta- söfnunina fyrir friðarávarpið. I sumum íandshlutum haía ailir nemendur í háskólum, herskól- um, landbúnaðarskólum og öðr- um æðri skólum, undirritað á- varpið upp til hópa, sömuleiðis rnargir útlendingar, svo sem Kinverjar og franskir striðs- fangar. • • I sveitum Albaniu vinnur æskulýðurinn látlaust að því að auka matvælaframleiðsluna. — Meðlimir æskulýðssamtakanna hafa forystu um tæknilegar framfarir landbúnaðarins og hvetja bændurna til að taka upp samyrkjubúskap, Þá hefur æskulýður sveitanna reynzt al- þýðustjórninni tryggur banda- maður í baráttunni gegn leifum aríræningjastéttanna, kúlökk- unum. • • í norðaustur Kina hefur framleiðslan aukizt um 42% síðan á valdatíma Japana. Fram leiðslan á fj'rra árshelmingi ársins 1950 var 202% miðað við sama tímabil árið áður. • • I kosningum sem nýlega fóru fram meðal stúdenta við há- skólann í Róm, hrapaði at- kvæðamagn Kristilegra Demo- krata og samstarfsflokka þeirra, sósíaldemokrata og Pe- publikana, úr 74% niður í 47%. Kommúnistar og Sósialistar uku atkvæðamagn sitt úr 13% í 21%. • • Tveir svartir hermenn voru myrtir af bandarísku herlögregl unni í St. Valerie í Frakkiandi, fyrir það eitt að voga sér að tala við franskar stúlkur. I guðs eigin landi, Bandaríkj- unum, hafa kynþáttaofsóknir aukizt gífurlega síðasta misser- ið, og það svo að svertingjarnir lifa í stöðugum ótta um líf sitt. — Svertingjanum Edward de Vaugham liðsforingja, var ný- lega misþyrmt á hryllilegan hátt og varpað i fangelsi í Sidell, Louisianna, fyrir það eitt að nota „hvítan“ almenn- ingssíma ,,án sérstaks leyfis“. • e I Norðurríkjum Bandaríkj- anna, þar sem svertingjar eru 7 % íbúanna eru þeir 60 % af hegningarföngunum. • • Svertingjaæskunni er alltaf fyrst sagt upp vinnu þegar að þrengir, og síðast allra ráðnir aftur ef úr rætist. Heilar iðn- greinar eru þeim algjörlega lok- aðar. I Birmingham í Alabama, þar sem fasistinn Bull Connor er lögreglustjóri (sá vill iáta myrða og fangelsa alla komm- únista og framfarasinna) eru 4 af hverjum 5 negraunglingum atvinnulausir. • • * Negrarnir eru að meðaltali 10 árum skammlífari en hvitir menn. Ungbarnadauði er tvö- falt meiri en hjá hvítum mönn- um. 90 af hverjum 1000 Banda- ríkjanegrum eru berklaveikir — eða helmingi fleiri en meðal hvítra manna. • • 1 Kanada, eins og víða ann- arstáðar, hefur æskulýðurinn gengið fram fyrir skjöldu í und- irskriftasöfnuninni fj'rir Stokk- hólmsávarpið, þrátt fyrir of- sóknir stjórnarValdanna og lög- reglunnar, sem líta á friðarbar- áttuna sem erkiglæp. Fyrir skömmu var Sam Michnik, einn ötulasti leiðtogi verkalýðsæsk- unnar í Kanada, handtekinn þegar liann var að vinna að undirskriftasöfnun og þess kraf ist áð hann léti af hendi und- irskriftarskjölin. Þegar Michnik neitaði að verða við þessu og krafðist þess að fá að tala við iögfræðing sinn, var honum mis- þj'rmt, föt hans rifin og hann barinn í andlitið. Síðan var leit- að á honum. Atvik þetta olli mikilli reiði almennings, og voru haldnir margir fjöldafundir i mótmælaskyni og hefur þetta atvik sízt orðið stríðsæsinga- mönnunum til framdráttar. eimsvaldasinnanna! SNJÓFL60 Framháld af 1. síðu. er algerl. lömuð, vatnslaua og rafmagnslaus. Veður fór versn- andi í Austurríki í gær og snjó- fléð héldu áfram að falla. Rad- artæki eru notuð til að finna fólk r snjónum. Coca cola baneað Borgarstjórnin í frönsku borg inni Beaucarire hefur einróma bannað sölu á coca cola í lög- sagnarumdæminu. Beaucarire er í vínyrkjuhéraðinu Provence og vín þaðan fræg frá fornu fari. Þetta voru viðbrögð amerísku herstjórnarinnar í Þýzkalandi v ið hinu glæsilcga hvítasunnumóti þýzkrar æsku, sem krafðist sameiningar lands síns. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.