Þjóðviljinn - 24.01.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. jauúar 1951. ÞJÖÐVILJINN ð Rógur Víkverja um barnakennara SEFUR ÞEGAR HANN Á AÐ VAKA. Aumingja Víkverji, ekki á úr að aka fyrir honum, hversu þungt, sem honum liggur á hjarta afkristnun og afsiðun æskulýðsins og hversu oft, sem hann brýnir raustina til að vara ábyrga aðila við hætú unni, þá er sem fæstir leggi trúnað á heilindi hans néi hróp- að sé hátt: Sjá mikill spámað- ur er risinn upp á meðal vor! Vikverji er allur í því smáa, en tekur harla létt á stóru mein- unum, sem æskunni ógiia. Hann virðist svefnugur, ef á ferðinni eru kröfur um bætta samkvæm- issiði og samvizkusamlegan rekstur skemmtistaða, Hann Iætur sér líka í léttu rúmi Iiggja, hversu hróplega rang- lát er misskiptingin á kjörum barna og unglinga, og' að enn er svo illa á málum haldið hér, áð snillingar geta orðið úti á þjóðfélagshjarninu og stórhug- ann lukt lítil skel. . GUÐSÖTTI. En þó að Víkverja sýnist oft vært, þá má treysta því eins og náttúrulögmáli að hann lirökkvi upp öðru hverju með andfælum út af þeim þjóðarvoða að börn á skólaskyldualdri skuli vera slök í marséringum og þéring- um. Kristindómskennsluna vill hann láta vanda og kenna börn- um guðsótta og góða siði. En má ég skjóta því að Víkverja, að samkvæmt nútíma sálvísind- um er það fordæmt að ala börn upp í nokkurskonar ótta, og utan skólaveggjanna bíða þeirra líka ærið mörg skelfing- arefnin. Eða vill Víkverji nokk- uð vinna að því að fækka þeim ? SÖGUKENNSLA. Ekki minnist ég þess, að ég hafi orðið vör við, að Víkverji beri sögukennsluna neitt scr- staklega fyrir brjósti. Eða finnst honum- ef til vilL að það sé okkur aðeins til trafala að standa föstum fótum í fortíð þjóðarinnar, varðveita með festu sögulegar erfðir o, reynzlu? Skiptir það ekki -lenc ur máli, þó að það vefjist fyr:r ýmsum, t. d. höfundum smf'- letursdálkanna, hvort Jón b'1- up Afason liafi verið ...' brenndur eða höggvir-'" hvort hann hafi vpr'* ■ í Skálholti eða á Tr- mun sú reyndin gott sé lsIendÍRV'''r. líftaug og lífsv- n e.r ingar. ekki átt brekalund, sem erfitt var að stjórna, heldur hafi þau marsérað með kurt og pí, þér- ingum, bukti og beygingum allar götur frá hinum fyrsta skóla- degi til hins síðasta. Var ekki Víkverji sjálfur dálítið svona kræfur strákur, sem stjakaði og ybbaði sig rétt eins og strák ar hafa gert frá því strákar urðu til og munu gera. meðan strákar verða til? Oft er þetta fyrirbæri ekki illkynjaðra en svo, að það sýnir fyrst og fremst að með drengjunum brjótist vaxandi orka, sem ekki er búið hæfilegt viðfangsefni og eiga þar þá fleiri en skól- arnir að svara til saka, o; mætti Víkverji vel kryfja það mál til mergjar, ef hann hefur heilindi til. AUSTURBÆJAR- SKÖLINN. Þó r" ':;: ■’Mnfari marsér- FÁR VTT r ÆSKU Hr -TA !N \. Mér sk'’ eins cg r ' i hans r ‘ . ' fræði j ' b: sem > 1 -"" Tríkverji hafi, ■’?• Reykvíkingar á ■ •' 'ð sín bernskn- - 'brha.rna’skólanum, Uð' var eini ba-rna- skóli' - i- h"»uum og sé; honum æ síóan , blýtt til þess sk-óla.. Þao er Víkverja auðvitað til heiðurs. En skyldi ekki blá- móða fjarlægðarinnar hafa fegrað honum sýn inn í bernskulandið ? Skyldi nú allt hafa verið með þeim ágætum og fágætum þá, að börn hafi Þó að Víkverji hafi lengi legið á því lúalagi að óvirða starf kennara. yfirleitt og gera það sem tortryggilegast þá virð ist þó svo sem að kénnarar Áusturbæjarskólans .séu honum sárastur þyrnir í augum, til þeirra beinir hann flestum örvum sínum, og klykkir æ ofan í æ út með það að 'þeir séu kommúnistar, trúlausir og sjðlausir — auðvitað. Ég ætla að ekki þurfi að bera hönd yfir höfuð þessara manna, enda víðkunnugt, að þar er margt úrvals kennara. En það ætti Víkverji að vita', hve marga af yngstu lesendum Morgunblaðsins hann hefur engt upp á móti sér með þess- um ábyrgðarlausa þvættingi um tilgreindan skóla. Því að vita má hann, að langílest vel gefin og vel gerð börn unna kenn- ara sínum og skóla og tekur sárt til þess að á þá sé.hallað. Því tók óg mér penna í liönd, að sonur minn, átta ára gamall, er lieita reiður yfir því, sem hann kallar vitleysuna úr hon- um Víkverja. ,,í mínum bekk“, segir sa litli, ,,er ævinlega staðið upp fyrir skólastjóranum og yfir- kennaranum. Og fyrir jólin vor- um við ekki aðeins látin standa -upn fyrir þeim, sem komu til okkar lieldur líka kveðja þá með ósk um gléðileg jól, eins cg þú getur sjálf borið um, mamma“. 1 síðustu kennslustund fyrir jól kom .ég í skólastofuna þar sem þessi sonur minn stundar nám. Börnin voru þá önnum kafin við að leggja síðustu hönd á jóiaskrautið, sem kenn- ari þeirra hafði kennt þeim að búa til, og var það margskonar, auk sérstakra jólaboka, sem þau búa til árlega. Þessi kenn- ari leggur. áherzlu á að temja bæði. Iiönd og, liuga og er af burða góðu-r -andi í bekknum, enda börnin sannfærð ,um að kennárinn þeirra eigi sér engan líka óg sýna honum kærleika og kurteisi, sem beint frá hjart- anu kemur. Þetta eru prúð og kurteis börn og fara alltaf út í röðum. En þetta er tekið sem dæmi en ekki einsdæmi, því að langflestir kennararnir eru mikils virtir af nemendum sín- um. Ég sótti jólaskcmmtanir bæði hjá yngri og eldri aldursflokk- um í Austurbæjarskólanum og naut alls vel, sem fram fór, því að -enda þótt fagnaðarlætin væru mikil hjá börnunum, er þau með lófataki þökkuðu hvert skemmtiatriði og létu í ljós ánægju sína með barnslegu skvaldri, þá þögnuðu þau alltaf, þegar nýtt atriði átti að fara fram. Alltaf 'var farið vel að þeim, enda skemmtanirnar undirbúnar og stjórnað af mikilli ástúð og nærfærni við bcrnin. LOKAORÐ. Sonur minn furðar sig mest á því, að Morgunblaðið skuli vilja birta annan eins þvætting og vitleysuna í honum Vík- verja. En- meira furðuefni er þó, ef maðurinn hyggst .gott að gera með því að revna að sá fræjum úlfúðar cg tor- tryggni. Hann ætti þó að skilja, að ef honum tekst ac gera mis- jafnlega g.efna og misjafnlega gætna foreldra andvíga kenn- urum barna sinna., þá kemur það harðast uiður á börnunum .sjálfum, því að vitaniega -verð- ur námsárangur þeirra minhi hjá kennurum, sem þau eru Framhald á 6. síðu. Frá Þjóðleíkhúsinu NÝÁBSJÍÓ T.T I N Breitt skipan hlutverka Nokkrir örðugleikar hafa steðjað að Þjóðleikhúsinu síð- ustu vikur og mánuði, en vænta má að úr þeim greiðist innan skamms; en enn hefur stjórn leikliússins ekki birt fyrirætl- anir sínar um komandi tíma. 1 VIÐ ÁLFHAMAR (Elín Ing- varsdóttir og Baldvin Iíalhlórs- son). annan stað eru aftur hafnar sýningar á ,,Nýársnóttinni“, en Dagsb runar karl: 1 gær rakst ég á Alþýðublað- ið frá 16. þ. m. með grein sem liéitir „Hræddir um Dagsbrún". — Greinín er eins og menn eiga að venjast af þessu blaði þrungin hatri í garð verkalýðs- samtakanna, hjúpuðu orða- skvaldri um vonzku kommún- ista og helguð þeim góða - til- gangi að klófesta einhverjar verkamannasálir á lista þeirra Alþýðublaðs og Holsteinsmanna — lista atvinnurekenda -— við það stjórnarkjör sem nú fer í hönd. En tilgangur minn með þess- um línum er ekki sá að fara að elta ólar við þetta almenna snakk Alþýðublaðsins um kom- múnista og Rússa. Hins vegar kemur fram í greininhi alveg sérstök tegund bulluskapar sem ég tel rétt að vekja athygli á, sá' eðlisþáttur sérstakrar mann- sem af vanþroska- og- þekking- arleysi báru síefsögur í atvinnu- rekandann um yerkameim á vinnustað, að þeir hefðu ef til vill sézt með blaðið Dagsbrún og kannske síðar Alþbl., — og auðvitað var slefsögunum beint að verkamönnum þeim er bezt liöfðu gengið fram í félags- málum okkar og kjarabaráttu. Var tilgangurinn sá að refsa hinum fórnfúsu og félagsþrosk- uðu verkamönnum með iitilok- un frá atvinnu og sulti fjöl- skyldunnar. En þessum vanþroskúðu hjú- um atvinnurekenda fækkaði skjótt með vaxandi þekkingu verkamanua og eflingu stéttar- i-amtaka þeirra. Og þar kom að vart fannst nokkur verka- j maður, svo lítilsigldur og per- sónúíaus að han i vildi láta sér sæma að. vera við slíkt -var- vinsældir hennar virðast ennþá ótrúlega miklar. Það mun ætl- un leikhússins að koma á sér- stökum bamasýningum á hinu gamalkunna leikriti, og er gott eitt um það að segja: þar er margt að sjá sem dregur að sér hugi hinna yngstu ieikhús- gésta, skrautlegir búningar. ljósadýrð og álfaborgir, glæsi- legur og heillandi æfintýra- iieimur. Fækkað er dansfólki. og dönsum sleppt. sem lítt voru í samræmi við efni leiks- ins; en sýningin er þó alltof löng, og auðsætt að betra myndi að stytta leikritið til muna. Skipt er um leikendur í all- mörgum hlutverkum og ' að sumu leyti til bóta. Jón.Aðils er álfakóngurinn. í stað leikstjórans, Indriða Waage, og fetar að mörgu í spor fýrirrennara síns,- þó er frámsögnin skýrari og aflmeiri og leikurinn betur við hæfi hins grimma og beisklynda harðstjóra. Ungur og óþekkt- ur en viðfeldinn nýliði, Knútur Magnússon, liefur tekið við hlutverki Jóns, en lætur helzti lítið að sér kveða. Þá hafa Hild- ur Kalman og Steinunn Bjarna- dóttir skipt um hlutverk, og munu flestir telja ótvíræðan gróða: Hildur sómir sér vei sem MjöU konungsdóttir, og leikur bæði látlaust og skýrt, og Steinunni tekst að gera sér- kennilega og dálítið kátbros- lega persónu úr Siggu vinnu- konu, þótt hún sé raunar hvergi nærri eins skemmtileg og Hild- ur áður. Valdimar Helgason leikur Gvend snemmbæra að þessu sinni og gcrir það sóma- samlega, en skortir lipurð og icikandi-gás-ka Alfreðs Andrés- son,ar. Loks hefur Haraldur Björnsson tekið við Svarti úr hö'ndum nafna síns- Sigurðsson- ar, og er þar ólíku saman að jafna; er leikur Haralds fersk- ur og eftirminnilegur, og ekki mun hinum aumkunarverða svarta þræli áður sýndur slíkur sómi. A- Hj. tegundar sem blað eiiis og Al-i mennskubragð riðmn. En þýðublaðið' nú í dag getur ekki án verið. Þegar greinarhöfundur hefur þjónað lund sinni um stund með ’ósannindavaðli um forustumenn Dagsbrúnar getur hann ekki stillt sig um að vega aftan a'ð Dagsbrúnarmönnum á vinnu- stað með svofelldum orðum,: „En þeir eru i'yrst og fr.emsl dy.ggir og tryggir þjónar kommúnistaflokksins og mjög áhugasamir við - að selja happdrættismiða fyrir Þjóðviljann í vinnutíma sín- um“. Hér þarf ekki larig^a s'kýringa við. Við.-gamiir Dagsbrúnar- menn könnumst við röddina og vitum hvers hún er, þó.tt hönd- in sem heldur á pennanum sé í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Á liinum erfiðu byrjunartímum samtaka okkar voru til menn, þó ekki nema tiltölulega fáir, hefur þessu óhugnanlega fyrir- bæri siðferðilograr niðurlæging- ar aftur brugðið fyrir. Islenzk- um atvinnurckendum liefur á- skotnazt nýr slefberi sem reynir að smeygja sér inn meðal verkamanna, þar sem þeir eru að viiami sinni í ..griðum kjara- samninga og vinnuíöggjafar, — og hlutverkið er það sama ,og áður. Það er 'að vísu kaldhæðni öir- laganna að nú skuli Alþýðú- blaðið ycra komið í þetta hlut- verk og ekki sársaukalaust þsim sem til þessa hafa alið vonar- neista. um yfirbót þess- fyrr . eða síðar. —. Það er þó láa okkar verkamanna me'ð óláni Alþýðublaðsins að við höfum komið auga á slefberann, vit- hver hann er og kunnum að forðast Iiann, einmitt nú þegar við eigum að fara að kjósa í stjórn Dagsbrúnar. UII í SÞ -fo5 Framhald af 1. síðu. 'crsætisráðherra yfirlýsingu um stefnu stjórnarinnar í Kóreudeilunni. Kvað hann hana á. móti öllum bráðræðisaðgerð- um gagnvart Kína, þeim gætu heir eiuir fylgt, sem enga. von heféu um friðsamlega lausn en "V" véri ekki farið um brezku. í(ST ;■» * r». ■12 ' ; in<! m%T' be' Hn; dr.i Alí’.eí ílc'iS- •jjqrtíiJ * r: h'tl bað Attlee að cst, hversu alvarleg- r'.r verulegur ágrehi- ö R-.ndaríkjastjórn ' i '’váðu við köil af T V'-'ra va» nraflokks- ð ekki í ne? t stríð“. s sagin í sv.ari. síyn, að ^aœbúSiu Vð ll -ini ikin ^væri áitta! ofar’egá í huga. sjórnar- iraar en hú i lcti aldrei íeiðast út í það ábyrgðarleysi &? flevgja frá sér möguléikum á að forða stórstyrjöld. Verða orð Attlee ekki skilin öðruvísi en að hann telji stefnu Bandarikjastijórn- ar Ieiða beint til styrjaldar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.