Þjóðviljinn - 01.02.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.02.1951, Blaðsíða 1
TrúaaSarmaimafíiKdm Sósíalistaíélags Reykia víkur annað kvöld ao Þórsgötu 1, og hoísi stundvíslega I;I. Ö..30. Fjoimenniö': Stjémíá. 1G. ájrgangur. Fimmtudagur 1. febrúar 1951. 26. tölublað. AKNAÐ MEÐ ' r Síðast heyrðist til flugvélannnar kl. 5,14 yfir Alftanesi Tvær flugvélar fóru til Vestmannaeyja í gær og var önnur þeirra TF ISG, Glitfaxi, frá Flugfé- lagi íslands. Fór hún frá Vestmannaeyjum kl. 4,35 í gær. Flaug hun blindflug hingað í öruggri hæð og kom yfir stefnuvitann á Álftanesi kl. 4,58 og ætlaði þá að taka venjulegt aðflug á Reykjavíkur- flugvöll, en hætti við lendingu vegna þess hve syrt hafði að. V'ar henni þá sagt að hækka sig aftur og bíða þess að rofaði til. Rétt á eftir rofaði til aftur og var henni þá sagt að gera aðflug aftur og heyrðist síðast til hennar í grennd við stefnu- vitann á Álftanesi, var hún þá í 700 feta, eða 200 metra hæð. Síðan hefur ekkert til hennar spurzt. Með vélinni voru 17 farþegar og þriggja manna áhöfn. LeiEað á sfé. Slysavarnafélagið náði sam- bandi við 3 skip á Faxaflóa, á svæðinu frá Garðskaga að Álfta nesi, var Ægir eitt þeirra og var leitað með ljósum á sjón- um, en árangurslaust. Leltao með mdarsjá. Þá var einnig leitað me’ð rad- artækjum frá Keflavíkurflug- velli um hálfri stundu eftir að eíðast hevrðist til vélarinnar, en hvergi varð hennar vart með radartækjunum. Leitað á landi. Slysavarnafélagið bað björg- unarsveitir suður með sjó og á Álftanesi að leita og 6 flokkar leituðu í nágrenni bæjarins og fram á nótt. Ennfremur var hringt víða um nágrennið en engar upplýsingar fengust um ferðir vélarinnar. Leit hafisi með bÍKtingn. Ákveðið var að hefja leit með birtingu í morgun og verður þá leitað úr lofti, á landi og á sjó. Vom með Ougvélmm. Þessir menn voru með flug- vélin.ii: sfiöldin 11 kr.! Enn einu sinni hækka Gjúkrasamlagsicgjöldin. — Hækkunin nemur að þessu sinni 2 kr. á mánuði, þannig að gjöldin verða 22 kr. á mánuði, eða 528 kr. á ári fyrir hjón. Fyrir ári voru sjúkrasam- Jagsgjöldin 16 kr. og er þetta þriðja hækkunin siðan þá. Hækkunin nemur 38% eða 144 kr. á ári fyrir hjón. Or- sök þessara hækkana er að sjálfsög'ðu gengislækkun aft- urhaldsflokkanna. V,- AHOFN: Ólafur Jóhannsson, flug- stjóri, Bergstaðastræti 86, Reykjavík. Kvæntur. 22 ára gamall. Sonur Jó- hanns Þ. Jósefssonar, al- þingismanns. Garðar P. Gíslason, 2. flug- maður, Drápuhlíð 9, Reykjavík. 22. ára gamall. Olga Stefánsdóttir, flug- freyja, Hringbraut 26, Reykjavík. FARÞEGAR: Herjólfur Guðjónsson, verk- stjóri, Einlandi, Vest- mannaeyjum. Kvæntur og á börn. Jón Steingrímsson, píanó- leikari, Hvítingaveg 6, Vestmannaeyjum. Ókvænt ur. María Hjartardóttir, Vest- mannaeyjum, og barn hennar Björn Gunnarsson, á fyrsta ári. Páll Jónsson, skipstjóri, Vest mannaeyjum. Kvæntur og á börn. Sigiús Guttormsson, Vest- mannaeyjum. Bróðir Ein- ars læknis í Eyjum. Sigurjón Sigurjónsson, Vest- mannaeyjum. Ungur pilt- ur. Snæbjörn Bjarnason, tré- smiöur, Vestniannasyjum. Ekkjumaður og á uppkom in börn. Þorsteinn Stefánsson, Vest- mannaeyjum. Ágúst Hannesson, húsgagna smiður, Grænahvammi viö Kringlumýrarveg. 23 ára gamall. Kvæntur og á 3 börn. Gunnar H. Stefánsson, full- trúi Ferðaskrifstofunnar. Bjargarstíg 15, Reykjavík. 35 ára gamall. Kvæntur og á 2 börn. Ólafur Jónsson, Karlagötu 14, Reykjavík. Sigurbjörn F. Meyvantsson, sölumaöur, Laugaveg 68, Reykjavík. 37 ára gamall. Kvæntur og á 2 börn. Guðmann Guðmundsson, matsmaður, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Magnús Guðmundsson, mats maður, Keflavík. Bræður Jóns gcstgjafa á Brúsa- stööum. Guðmundur Guðbjartsson, Arnarholti, Mýrum. Hreggviður Ágústsson, Nes- kaupstað. Pílatusar Hannes M. Stephensen varaformaður Dagsbrúnar og Jón GuÖIaugsson stjórn- armeðlimur í Þrótti gengu í gær á fund borgarstjóra og spurðust fyrir um það hvort ekki væri hægt að bæta við í bæjarvimiuna verkamönnum og bílum við snjómokstur og annað slíkt vegna hins geigvænlega at- vinnuleysis. Gunnar Thor- oddsen kvaðst ekkert um það geta sagt, en vísaði til bæjarverkfræðings. — Bæj- arverkfræðingarnir sögðust hinsvegar enga heimild hafa til að bæta við mönnum eða tækjum — og vísuðu á borg- arstjóra! Bandarílij ameim láta tugi stríðsglæpaiiazista íausa 1 Krupp fær milljarðaeignir sínar á.ný Bandaríska hernámsstjórnin í Þýzkalandi hefur náð- að tugi nazista, sem dæmdir höföu veriö til dauða eöa í langa fangelsisvist fyrir stríðsglæpi. McCloy hernámsstjóri Banda- ríkjanna í Þýzkalandi ,tiikynnti náðanirnar í gær, og kvað þær gerðar eftir langa athugun á dómunum. Af 28 stríðsglæpamönnum, er dæmdir höfðu verið til dauða fyrir hlutdeild í milljónamorð- um í fangabúðum nazista, og beðið árum saman í fangelsinu í Landsberg, hefur McOoy náð- að 21 og breytt dómi þeirra í mismunandi langa fangelsis- vist. Breytt hefur veri'ð dómum 62 háttséttra nazista, sem dæmdir voru til fangelsisvistar og verða 32 þeirra-Játnir lausir á laugar- daginn. Meðal þeirra er Alfred Krupp von Bohlen, aðaleigandi vopnaverksmiðjanna, sem á- samt átta meðforstjórum sín- McCloy Vinnuveitendafélagið og iðnrekendafélag- ið haía sent frá sér auglýsingu þess efnis að vísitala febrúarmánaðar sé 123 stig og^ banna öllum atvinnurekenaum að greiða hærra kaup. Þessi yfirlýsing er sem sagt fyrirskipuii til atvinnurekenda um að svíkja samninaa við öll þau verkalýðsfélög, sem hafa þau ákvæði í samningum sínum að kaup beri að greiða mánaðariega með fullri vísitölu. Þau samn-, ingsákvæði fengu íullt gild.i með samþykkt laga nr. 117 frá 19. des. s.l. þar sem kaup- bindingarákvæoi gengislækkunarlaganna voru með öllu íelld úr gildi miðað við 1. febrúar. Þetta ósvífna samningsbrot atvinnurek- enda fer að sjálfsögðu fyrir félagsdóm, og þótt launþegar séu ýmsu vanir af þeim dóm- stóli er þetta mál svo augljóst að eng.in tök ættu að vera á því að smeygja sér undan réttlátum úrskurði. Um var dæmd- ur í margra ára fangelsi fyrir að hjálpa til að undir- búa árásar- stríð Hitlers óg að ræna hernumin lönd Forstjórarnir verða einnig látnir lausir. Segist1- McCloy enga ástæðu sjá til að halda stjórnendum Kruppverksmiðj- anna í fangelsi, þar sem ekk- ert hafi verið gert í máli fjölda annarra1' kaupsýslumaiina, sem séu að minnsta kosti jafn sek- ir. Stríðsglæpadómstóllinn hafði gert upptækar eignir Krupps, sem nema milljörðum króna, en McCloy veitir honum fullan rétt til þeirra á ný á þeirri for- sendu, að upptaka eigna stríði gegn bandarískum réttafars- hugmyndum. Náðun nokkurra hershöfð- ingja segist McCloy byggja á „eðli skæruhernaðarins á viss- um vígstöðvum“ en menn þcssir voru dæmdir fyrir að láta myrða fanga og gisla í Austur- Evrópu. Hala Þjóðverjar bent Bandaríkjamönnum á, að þeir geti ekki með góðu móti rcfsað öðrum f.vrir að gera það sama og bandarískir hershöfðingjar láta nú gera í Itóreu. Rau aðvarar i Vesturveldin1 , Rau fulltrúi Indlands lýsti yfir er stjórnmálanefnd þings SÞ liafði í fyrrakvöld samþykkt tillögu Bandaríkjanna um að lýsa Kína árásaraðila pg undir- búa refsiaðgerðir, að þetta.vcrk gæti vel leitt til versta ófarn- áðar fyrir allar þjóðir. Sam- þykktin var gerð með 44 atkv. gegn 7, Austur-Evrópuríkj- anna, Indlands og Burma. Hjá. sátu 8, fulltrúar 5 Araba’íkj- anna, Svíþjóðar Indónesíu og Júgóslavíu. — Allsherjarþingið sjálft á að halda fund um til- iöguna í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.