Þjóðviljinn - 01.02.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1951, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. febrirar 1951,- Þ J Ó Ð V I L J I N-N I. VAVRA, fréttaritari TELEPRESS: Almesiii! snúasf gegn heimsvalda- sfefnu Irumans I Co, 1 tveim greinum liefur verið rakið hvernig Bandaríxjastjórn hefur byggt stefhu sína í al- þjóðamálum á „hættulégu van- mati“ á ,,vinum“ sínum og ,,ó- vinum“ eins og Walter Lipp- mann teiur. En hann taldi þetta hættulega vanmat einn- ig ná til Bandaríkjamanna . sjálfra og skal það nú athug- að. - - - ■ Hvert- var■ það afl, sem leið- togar Bandaríkjanna töldu að tryggði þeim sigur? Þeir treystu á birgðir sínar af lcjarn orkusprengjum, ,á erlent mála- lið, á iðnaðarmátt Bandaríkj- anna og, á kveikingu. heims- valdavilja með bandarísku þjóðinni. , ... Um fyrsta atriðið ségi-r C. L. Sulzberger,, fréttaritari' >New York Times. i Parísarbréfi 10. des. s.l.: ,,Ýmsir Evrópumenn telja í sínum hóp að trú Bandaríkja- manna á . máfct kjarnorku- spréngjunnar kunni að reynast jafn haldlítil og trú Frakka fyr- ir stríð á varnarkraftaverk Maginptlínunna:r.“ Og Hérbert Hoover er far- inm að látá opinberlega í ljós samskonar hugsanir. Hann veit, éngu siður en Truman, að kjarnorkuæsingin hefur alltaf verið ætl.uð til hótana og kág- unar. Stóricostleg sigvirför Stokkhólmsávarpsins og afrek sovétvísindanna hafa breytt kjarnorkuáróðrinum í draug sem ræðzt á uppvakningarmann sinn og skelfir nú ekki sízt al- menning í Bandaríkjunum. ~k Vonbrigðum með erlenda mála liðið hefur þegar verið minnzt á í fyrri greinunum. Það at- riði er náskylt því næsta. Hvers virði er iðnaðarmáttur Banda- ríkjanna ef hermenn vantar til að bera vópuin sem framleidd eru í Detroit eða . Pittsburgh Það er.. rpkrétt álj'ktun elí' bandarískir hermcnn verði r.,; bera þau vopn eigi þau ekk.i afi ryðga í birgðageymslum hers- ins. Og þá er komið að einu atriði enn. Árum saman hefa stórkarl- arnir í Washington talið Bandaríkjainömuim trú um að þeir séu herraþjóð, sem aðrar þjóðir elskuðu eða óttuðust, að ,'aúðæfi þjóðarinnar séu ótæm- andi, að þeir séu hæfir til að stjórna heiminum og heimur- inn eigi ekki aðra óslc heitari að aðrar þjóðir myndu - berjasi til að auka dýrð Bandaríkj- ánna,, en til, væru þjóðir sem ekki vildu trúa, þessu og æti- uðu að tortíma- Bandaríkjun-- um. Þessi áróður var flnttui af 99% áróðurstækja Banda- ríkjanna og fjöldi fólks vai blekktur svo að hann trúði þessu því það var gaman að trúa því. En. afveg á sama hátt og Hitler þurfti stöðuga sigra til að halda sár við völd þarfn ast núverandi stjórnendur Bandaríkjanna hins sama. Og eins og ósigrar nazista við Moskvu mörkuðu tímamót, tók draumurinn um bandar. heims- yfirráð að fölna er hernaðar- máttur Bandaríkjanna reyndizt ónógur í viðureign við þá sem þeir nefndu í niðrunarskyni ,,The Gooks". . ★ En- nú lesa -ruglaðir Banda- ríkjamenn- í sínum ■ eigin talöð- um að meira að ségja banda- menn þeirra hati þá og fyrir- líti, að enginn kæri sig um að verða vopnabróðir þeirra, nema fáeinir- gerspilltir stjórnmála- broddar, að samanlögð. auðæfi lands þeirra nægi ekki til þeirra framlaga, pólitískra, hernaðar- legra og efnahagslagra, er gef- ið gæti heimsvaldaendurgjald næstu árin. Og það sem skipt- ir þó mestu máli, bandarísku borgarárnir eru farnir að velta því fyrir sér hvernig hægc sé að segja að Bandaríkin séu í hættu vegna ósigra Bandaríkja- hers norðan 38. breiddarbangs í Kóreu nema Bandaríkin ieggi alla framtíð sína í veð til að' hafa þar iandamæri sín. Það vár- ekki fyrr en þýzkai' mæðui'. fengu fregnina um fall sona sinna að þær fóru að efast um að þeir ættu erindi austur á Úkraínusléttur; nú má mörg bandarísk móðir, sem gaf bless un sína syninum þegar hann lagði af stað til að sigra heim inn, fara að leita að Kóreu á kortinu ög reyna áð skilja hvers vegna hann var sendur þangað í dauðann. Engar áróð ursherferðir geta varnað fólki þess að hugsa, og Bandaríkja- menn hafa orðið ærið umhugs- unarefni. Þeir geta rennt hug- anum aftur um rúmt ár, cil þess er G. M. Malenkoff sagði í ræðu sínni á 32. afmæli rúss- nesku byldingarinnar: „Bandaríkjaþjóðina er farið að renna grun í að sá tími er kominn að heimsvaldasinnar geta ekki háð strið þannig að aðrar þjóðir berjast fyrir þá. Bandaríkjamenn er farið að renna grun í að takizt stríðs- æsingamönnum að hefja styrj- öld á ný, muni harmur mæðra, eiginkvenna, systra- og .barna einnig ná til Bandaríkjanna. Og sti íðsæsingamennirnir munu ekki komazt undan þeim ægi- harmi, heldur munu þeir irukkna í honum.“ ★ Bandaríkjamenn finna nú þegar til harmsins heima fyr- ir. Og ástæðan tii þess að Bándaríkjaauðvaldið; er orðið altekið hræðslu er sú vissa að Bandaríkjaþjóðin muni spyrja æ háværara spurningarinnar: „Hvers vegna gerðist þetta? Við höfum ekki einungis glatað vinum okkar, heldur einnig sonum, eiginmönnum og feðr- um. Hvers vegna þurfum við að halda áfram að tapa? C. L. Sulzberger skrifar frá París 22. des. s.l. að vestur- evrópskir stjórnmálamenn séu orðnir áhyggjufullir „vegna þess sem margir kalla sefasýkina í Bandaríkj- unum vegna ósigranna í Kóreu. Þeir skilja ekki hvernig 150 milljóna þjóð getur gengið svo af göflunum — eða virzt ganga af göflunum". En Hoover og hans menn skilja það. Þeir hafa alltaf vit- að að eina hættan sem ógnar Bandaríkjunum er bandaríska yfirráðastéttin. Og þeir vita hvað bandarísku þjóðinni hefur verið sagt, og þeir vita að fleiri og.fleiri Bandarikjamenn vita uú að það var lygasam- safn. Þess vegna er það að frægur iðnaðarhöldur, J. F. Lincoln, fyrrverandi forseti Cleveland-viðskiptaráðsins, hef- ur skrifað þessi orð í Cleve- land Press: ★ „Hefur nokkrum komið til hugar að ganga að þessum mál um alveg heiðarlega og .lirein- lega,- 1 fyrsta lagi,. játa að við erum árásarmenn og við eig- um ekkert með að ráðast inn í Kóreu eða nokkurt annað land. I öðru lagi, flytja lierinn heim til Bandaríkjanna. í þriðja lagi borga það tjón sem við höfum váldið í Kóreu. Til að fram- kvæma það, þarf að gera þetta: 1. Stimpla Truman sem stríðs æsingamann sem fyrirskipaði innrás í Kór.eu með ólöglegri ráðstöfun, án þess að leggja málið fyrir þingið, sem eitt samkvæmt stjói-nai-skránni get ur ákveðið að farið só í stríð. 2. Sé hættan á innrás frá hinu kommúnistíska Rússlandi nokkuð lík því sem sagt er, en það er vafasamt, þarf að efla landvarnirnar og hætta að veikja okkur með stríði hinu megin á hnettinum. 3. Fara á fund Rússa og Kínverja, -eftir að vér höfum sýnt heiðarleik okkar með áð- ur greindum ráðstöfunum og segja þeim að við séum ekkert herskáir, að það eina sem við viljum sé að lifa í friði og góðri sambúð við allar þjóðir. Segjum þá staðreynd að innrásin sem gerð var, var andstæð vilja meirihluta bandarísku þjóðar- innar sem ætti að hafa og mun í framtíðinni ráða gjörðum okkar.“ Ef einungis væri um að ræða almenningsálitið í Bandaríkjun- um, mætti láta þetta nægja. En þar sem Truman forseti heimtar nú 70 000 milljóna fjái'- lög og 40 þúsund milljónir þar af til beinna hernaðarútgjalda; þar sem MacArthur er enn að myrða menn þúsundum saman í Kór.eu og Eisenhower fer um Evrópu til að skipuleggja naz- istíska slátrara í nýjan málaiiðs her, þar sem Hoover hvetur einungis til undanhalds frá Kór eu til Formósu og frá Þýzka- landi til Bretlands, virðist bar- áttan fyrir friði- vera að kom- ast á ÚESÍitastig. Walter Lippmann hefur néyðst tit að játa áð „Acheson hafi glatað- trau&ti þjóðarinnar," -að „þjóð vor hafi- fengið áfall vegna rangra upplýsinga, rangs mat og dómgreindarleysis á hæstu stöðum ákvarðana og stjórnar", og að „Truman-kenningin út- færð rökrétt til hins ýtrasta . . krefst hins stærsta hugsanlega bandarísks hers sem hluta af óskaplegu bandalagi herja frá Bretlandi, Frakklandi, Þýzka- landi, Spáni, Tyrklandi, Japam er berðist á 15 þúsund mílna yígstöðv-um við útjaðra Sovét- ríkjanna og Kína“, brjálæðis- hugmynd óðs manns. En hinn sami Lippmann reynir þegar að bókfæra aðra „kenningu,“ • er hann nefnir „nýju kenninguna." Hún á að vera miðja vegu milli Truman-kenningarinnar sem hafi stefnt of hátt og ein- angrunarstefnu sem hann tel- ur of fljótfærnislega. Hann vill styrkja bandalagið gegn Sovét- ríkjunum eftir nýjum linum, „á grundvelli flota og flughers," að því er hann segir. Án tillits til hinnar liernaðar- legu vitleysu þeirrar „kenning- ár“, vantar ekki að hún finni stuðningsm. meðal hinna þung- lyndu manna sem í Washington dveija. Það er hugmynd byggð á þeirri hreinskilnu játningu að Bandaríkin ætli áð eyða því og tortíma sem það getur ekki unnið með mútum og hótunum. Þó þeir séu margir, einnig í yfirráðastétt , Bandaríkjanna, sem sjá tilgangsleysi slíkra ltenninga sitja hinir óðu menn í valdastöðum sínum, gerandi áætlanir um dauða og tortím- ingu. Enn er mikið verk fyrir höndum að koma vitinu fyrir þá sem eiga ; sér viðreisnarvon. Það er lexían sem læra þarf af núverandi hugarfari hinna bandarísku ráðamanhá; og ál- menningsáiiti’ð í Bandaríkjununi sýnir að sigur getur unnizt og mun vinnast í baráttunni fyrír friði. Fyrirspurn til „K61ansu ■Einhve.r. Alþýðublaðs:,,Kól- an“, .sem vij’ðigt eiga .bágt með svefn,. spyr _ í gær, hvenær kommúnistar ætli að frelsa Is- 'and. Spúrningin og greinin. öll er á því stigi, að ætla mætti uð „Kólan“ hafi verið nýkom- inn úr heimsókn í bandaríska sendiráðið, þegar hann skrifaði hana. Nú vil ég spyrja „Kólan" spui'ninga, sem ungir og eldri Alþýðuflokksmenn velta dag- lega fýrir sér : Hvenær verður A.lþýSuflokk- inn frelsaður úr því fangelsí íhaldsins, sem hann er búinn að loka sig inni í? Eða verður hann kannske aldrei frelsað'ur þaðan? „Kólan“, sem þy-kist vera ungur jafnaðarmaður, myndi áreiðanlega svala forvitni margra ungra jafnaðarmanna, ef hann hefði kjark og getu til. að svara þessum spurningum. Ungur sósíalisti. Björn Olafsson vill ekki að verðgæilu- nefnd taki virkan þátf i verðgæilunni Verðgæzlunefnd heldur fund í dag um olíuhneykslið I lögum þeim iim verðgæzlu sem samþykkt voru á síðasta ári var gert ráð fyrir verð- gæzluhefnd, skipaðri "fúlltrúum neytenda. Voru síðan tilnefndir í hana fulltrúar þessara sam- taka: Alþýðusambandsins, Far- mannasambandsins, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, LandsSambands iðn aðarmanna, Kvenfélágasam- bands Islands og Stéttarsam- bands bænda. Verkefni nefndar þessarar var í -fyrsta lagi að tilnefna verðgæzlustjóra, í öðru lagi að tilnéfna meðdómanda í ver'ðlagsdóm áríega og i þriðja lagi að tilnefna trúnaðarmenn verðgæzlustjóra útþum land. Morgúnblaðið gerir verðgæzlu nefnd að umtalsefni i gær í sambandi við hneyksiismál Olíu íélagsins h.f. og vinnubrögð verðgæzlustjóra og segir m.a.: „Sú nefnd sem tilnefndi verð gæzlustjóra af hálfu þys.sara samtaká 'gétúf aúðvítáð hvéhær sem er látið málið til' sín taka, og þáð úr otrálegt' að 'þessi sam- tök, sem bera ábyrgð á því að núverandi verðgæzlustjóri skip- ar þessa stöðu, láti sér lynda þá framkomu hans að sleþpa félagi sem liggur • undir stór- ákæru við ránnsókn og béra- fyrir síg tylliástæður einar“. I þessu sambandi getur Þjóðviljinn skýrt frá því að nefmlin liefur, haft mikinn áhuga á störfum sínum og liefur viljað háfa sem nán ust afskipti af verðgæzlunni og eftirlit með henni. 1 því skyni samdi liún t.d. stnrfs- reglugerð fyrir sig og seijdi liana Birni Ólafssyni til stað festingar. Þessi viðskipta- málaráðherra heildsalastétt- arinnar og Olíufélagsins svar aði hins vegar því að nefnd- in liel'ði ekki heimihl til að skiþíth sér af neinu nema þeim tilncfningum sem að íraman greinir og neitaði að staðfesta reglugerð hennar. Var augljóst að ráðherrann vildi ekki að þessi samtök fólksins tækju néinn virkan ; þáft í verðgœzlunni eða hefðu eftirl.it með því sem gerist á því sviði. Þrátt fyrir þessa afstöðu ráð- hérrans hefur verðgæzlunefnd haldið fundi við og við, og muh m.a. haTda fund í dag. Má telja líldegt að á þeim fuiidi verði m.a. f jallað um olíuhneykslið og framferði verðgæzlustjórans í því máli. ' ___j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.