Þjóðviljinn - 01.02.1951, Síða 8

Þjóðviljinn - 01.02.1951, Síða 8
FulEtrúaráðii itrskar kröfis Dagsbrónar og sósíalista erðir íf „Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík lít- ur svo á, að vegna þess alvarlega atvinnuleysis sem nú ríkir meðal verkafólks og iðnaðarmanna í bænum, sé brýn nauðsyn á að hið opinbera geri þegar í stað róttækar ráðstafanir til atvinnuaukn- ingar og forði á þann hátt heimilum alþýðunnar frá því neyðarástandi, sein nú vofir yfir, af þess- um sökum. Það er skoðun Fulltrúaráðsins, að unnt sé að komast hjá atvinnuleysi með því að hagnýta þau framleiðslutæki sem til eru í bænum; halda áfram vinnu við þær framkvæmdir sem hafnar eru og hefjast handa um þær sem þegar hafa verið sam- þykktar- Á grundvelli þessarar skoðunar skorar Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík á ríkisstjórn- ina og bæjaryfirvöldin að hefja nú þegar aðgerð- ir er leiði til aukinnar atvinnu í bænum, og legg- ur fulltrúaráðið höfuðáherzlu á eftirfarandi sem leiðir að því marki: 1. Hafin verði útgerð þeirra af gömlu togurunum sem til þess reynast hæfir, og verði afli þeirra lagður upp til vinnslu í þeim verksmiðjum og iðjuverum,. sem nú standa lítt eða ónotuð. Jafnframt verði tryggt að hluti nýsköpunar- togaranna leggi afla sinn upp til vinnslu í landi. 2. Haíizt verði handa um framkvæmdir í Reykjavíkur- höfn; svo sem byggingu tog- arahafnar, skipasmíðastöðvar Sérstakt varðskip við Snæfellsiies? Landhelgisgæzla þar um slóðir lítil sem engin Sigur'ður Ágústsson, þingmað ur Snæfellinga, flytur þings- ályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórnin geri nú þegar ráð- stafanir um leigu á vélskipi, sem annist landhelgisgæzlu og aðstoði fiskibáta á Breiðafirði og sunnan við Snæfellsnes næstu 4 mánuði (febr.—maí.) Kveðst flutningsmaður flytja tillöguna samkvæmt ósk, sem honum hafi borizt í bréfi frá 10 útvegsmönnum og formönn- Framhald á 7. síðu. fær pia dóma ó Oslé Rögnvaldur Sigurjónsson hélt síðustu hljómleika sína í Norð- urlandaförinni í Osló í gær- kvöldi við mikla hrifningu til- heyrenda. Oslóarblöðin í morg- un fara miklum viðurkenning- arorðum um leikni hans og tón- listarþroska. M. a. spáir Robert Riefling Rögnvaldi glæsilegri framtíð í grein í „Verdens Gang“. (Frétt frá utanríkisráðun.) og unnið að því að bæta að- stæður til vélbátaútgerðar. 3. Iíafin verði að nýju vinna við þær opinberu byggingar sem stöðvazt hafa og stuðlað að auknum byggingum íbúðar- húsa í bænum. 4. Framkvæmdum við Sogs- sem frekast eru tök á, og tryggt að réttur Reykvíkinga til vinnu þar, verði ekki fyrir borð borinn. 5. Gerðar verði fullnægjandi ráðstalanir til að tryggja verk- smiðjuiðnaðinum næg hráefni, og komið verði á þann hátt í veg fyrir þá algeru stöðvun, Framh. á 6. síðu. Varð undir snjó- ýtu og mjaðmar Það slys varð á Bústaðavegi um kl. 4 í gær, að Jón Agnars- son, Digranesvegi 48, varð fyrir snjóýtu og hlaut talsverð meiðsli. Jón var að vinna, ásamt fleir um, við að ryðja snjó me'ð ýt- unni er skóflan féll ofan á hann. Var hann fluttur í Lands- spítalann og reyndist hafa mjaðmarbrotnað og marizt við áfall þetta. Jón liggur nú í Landsspítalanum, og var líð- an hans taldin eftir vonum þeg- ar blaðið átti tal við Lands- spítalann í gærkvöld. Jón er virkjunina verði hraðað svo 34 ára gamall. Tillaga Lúðvíks Jós. um niðurgreitt olínverð til rafstöðva rædd í gær Gísli Jónsson upplýsir að olíuverð til almennings er alltaí að minnsta kosti 100 kr. hærra en þarí að vera! í gær kom til fyrri umræðu í sameinuðu þingi þingsályktun- artillaga Lúðvíks Jósefssonar um að „ríkisstjórnin greiði niður verð á hráolíu til rafstöðva, sem reknar eru af opinberum raf- veitum til almenningsþarfa, þannig að hráolíuverð til þeirra lækki sem nemur gengisbreytingunni." Lúðvík talaði fyrir tillög- unni og rakti þau margvíslegu rök, er mæla með samþykkt þessa mikla réttlætismáls. — Benti hann á, að staðir þeir, sem vegna óhagstæðra skilyrða hefðu orðið a’ð notast við dies- elrafsj;öðvar, hefðu að jafnaði orðið afskiptir með stuðning frá hálfu hins opinbera. En með gengislækkuninni á síðast- liðnu ári keyrði þó um þver- bak í þessum éfnum, því að- þá hefði verðið á olíunni — en hún er stærsti kostnaðarliður við rekstur dieselstöðvanna — orðið helmingi hærra en áður Nýit met í fíugsundi Pétur Kristjánssor: úr Ár- manui setti nýtt met í flug- sundi á sundmóti Ægis í gær- kvöld. Bætti hann met Sigurðar KR-ings úr 33,5 sek í 33,3 sek. var. Síðan horfði til stórvand- ræða með rafmagnsmál þeirra slaða, sem hér ættu í hlut, og það svo mjög, að nærri stapp- aði, að ókleift væri að reka Framhald á 6. síðu. Látíð skrá ykkar strax! I dag liefst hin lögboðna, ársfjórðungslega atvinnu- leysisskráning í Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Banka- stræti 7. Skráningin hefst kl. 10 f. h., stendur til kl. 12, hefst aftur kl. 1 og stendur í dag til ltl. 5 e. h. Atvinnuleysi er nú geigvænlegra hér í Reykjavík en það hefur verið nokkru sinni í meir en áratug. Hins vegar er langt frá því að skráning sú er fram liefur í'arið hjá Ráðningarstofunni og Vinnumiðlunarskrif- jl stofunni sýni rétta mynd af atvinnuástandiiiu eins og það er. Ástæðan er einfaldlega sú að menn þreytast á að koina þangað til skráningar þegar það ber engan árangur þegar í stað, þ. e. þegar þeir fá ekki vinnu þótt þeir mæti til skráningar. Þetta kær'uleysi atvinnulausra manna um að mæta til skráningar er hinsvegar notað til að réttlæta það, að EKKERT ER GERT TIL AÐ RÁÐA BÓT Á ATVINNU- LEYSINU. Á bæjarstjórnarfundinum fyrir hálfum mánuði sagði borgarstjórinn að allt tal um mikið atvinnuleysi væri „órökstutt, óraunhæft, fráleitt og fjarstætt“, og rökstuddi þessar fullyrðingar með því að tala skráðra atvinnuleýs- ingja væri svo lág. Þessa ættu atvinnuleysiiigjarnir að minnast nú þegar hin Iögboðna skráning stendur yfir. Því aðeins er hægt að knýja í'ram einhverjar aðgerðir til að ráða bót á atvinnu- leysinu, að hægt sé að sýna með tölum hve atvinnuleysið er alvarlegt. Sitjið því ekki heima á þeirri forsemlu að ekkert þýði að skrá sig. Mætið strax til skráningar. AndstaSa gegn hervœðingu í þlngflokki AttEees Á fundi þingflokks Verkamannaflokksins í gær kom fram mikil andstaöa gegn hervæ'öingarfyrirætlunum brezku stjórnarinnar. Attlee forsætisráðherra flutti framsöguræðu um hervæðing- una, en að henni lokinni tók hver þingmaðurinn af öcrum til máls til að gagnrýna stefnu stjórnarinnar. Þingmenn sögðu, að leita ætti af alvöru eftir samkomulagi við Sovétríkin, hervæðingin væri hafin til að hlýðnast bandarisku valdboði, hervæðing Vestur-Þýzkalands væri ögrun við Sovétríkin. Stjórnin hefði svikið yfirlýsta stefnu sína með því að styðja tillögu Bandaríkjanna um for- dæmingu á Kína og fleira á sömu lund. Attlee svaraði, að ef þingmenn styddu ekki her- væðinguna yrðu þeir að bera ábyrgð á því að stjórnin félli. Framhaldsfundur í þingflokkn- um verður haldinn í næstu viku. ir 16,7 milli kr. Samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins hafa 32 tog- arar selt al'la sinn í Bretlandi fyrir samtals 342 þús. 522 sterlingspund og 9 bátar fyrir samtals 23 þús. 660 pund, eða samtals fyrir 16,7 millj. kr. í mánuðinum. Söluferðirnar eru bæði fleiri og verðið hærra en í janúar í fyrra, en þá sehlu aðeins 18 togarar í Bretlandi og enginn bátur, fyrir 141 þús. 197 pund. Síðustu togararnir seldu í gær, Kaldbakur 4000 kit fyrir 14002 pund, Elliðaey 3334 kit l'yrir 12 739 pund og Maí 1528 kit fyrir 5882 pund. — Sölumetið í mánuðinuin á Marz, seldi fyrir 14031 pund í vikunni sem leið. Vaxandi Framsóknaráhugi ’ fyrir réttlætinu Ef þú ætlar að fara að rannsaka hjá mér þá skal ég sveimér róta upp í hlutunum hjá þér! Það hafa skyndilega runnið af stað réttlætishugsjónir í brjósti Framsóknarflokksins á þingi, og kannske ekki örgrant um, að einhverskonar olíu- smurningi sé þar fyrir að þakka. Birtast þessar hugsjón- ir m. a. í tveimur fyrirspurn- um, sem Skúli Guðmundsson fiytur, svohljóðandi; 1. „Veit ríkisstjórnin, hvar dr. Metzner og aðstoðarmenn hans, sem fengu íslenzkan ríkisborg- ararétt með lögum nr. 1 1949, hafa nú aðsetur? Og hafa þess- ir menn gert nokkuð til að að- stoða íslenzk stjórnarvöld eða Framhald á 6. síðu. Eldsvoðar Slökkviliðið var kvatt að Ing- ólfsbakaríi, Tjarnargötu 10, kl. 13.10 í gær. Hafði kviknað þar í flotpotti. — Litlar skemmdir urðu af eldiniun. I fyrrakvöld kl. um 6.30, var slökkviliðið kvatt að vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar, Skúlagötu 6. Kviknað hafði í fataskáp og brunnu hlífðarföt, en timbur- loft sviðnaði eitthva'ð. Eldur- inn var fljótlega slökktur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.