Þjóðviljinn - 14.02.1951, Blaðsíða 8
Gffnrlegt atvfnniifeysi
Frá fróttaritara Þjóðviljans, Húsavík í gær.
Til atvinnuleysisskráningarinnar á Húsavík
um mánaðamótin komu 90 menn, þar aí 55 giftir
með 109 börn á framfæri. — 32 menn höfðu
engan vinnudag fengið síðan fyrsta nóvember.
Þeir 58 menn sem höfðu fengið vinnu höfðu
haft rúmar tvö hundruð krónur á mánuði til
jafnaðar.
Verkamenn krefjast að hraðfrysti-
Jiúsið taki til starfa
Verkamannafélag Húsavikur hélt fund s.l. mánudag
um atvinnumálin. Bæjarstjórn Húsavíkur var boöiö á
íundinn, og varö hún við þeirri áskorun. Fundurinn
samþykkti eftirfarahdi:
„Fundur í Verkamannafélagi Húsavíkur, haldinn 12. febr.
1951, lítur svo á að íullkomið neyðarástand sé að skapast
meðal verkamanna og sjómanna hér á staðnum vegna liins gíí'ur-
lega atvinnuleysis. Telur fundurinn að það eina sem geti orðið
til þess að bæta verulega úr þessu ástandi sé ]>að, að hraðfrysti-
húsið sé sett í gang svo fljótt sem miiguíegt er.
Fundurinn mótmælir eindregið afgreiðslu frystihússmálsins
á síðasta bæjarstjórnarfundi og krefst þess að bæjarstjórn sendi
þegar í stað þriggja manna nefnd til Reykjavíkur, til að vinna
með þingmanni kjördæmisins að framgangi málsins. Ennfremur
felur fundurinn stjórn og trúnaðarmannaráði að fylgja málinu
fast eftir við bæjarstjórn.“
VerSa að geyma
aflann í snjó!
Þrír trillubátar hafa stundað
veiðar frá Húsavík að undan-
förnu og aflað sæmilega en
ekki getað selt fiskinn.
Hefur orðið að grafa fisk-
inn í snjó og geyma liaun
Jiannig í von um að geta selt
hann síðar til neyzlu heima-
fyrir eða í nærsveitum.
Tveir vélbátar frá Húsavík
eru komnir suður á vertíð, Pét-
ur Jónsson, sem stundar veið-
ar frá Sandgerði, en Hagbarð-
ur -frá Reykjavík og leggur
hann afla sinn í Fiskiðjuver
ríkisins. Vélbáturinn Smári, sem
skemmdist í ofveðrinu á Húsa-
vík í vetur, er nú til viðgerð-
ar á Akureyri.
Handknatileiksmóf ið:
Tekst Val að vinna
Fram í kvöld?
Handknattleiksmeistaramót
Islands heldur áfram í kvöld
kl. 8 í íþróttaliús; I.R.R. að
Hálogalandi. Fyrst keppa I.R.
og Afturelding og strax á eftir
Fram og Valur. ^
Leikirnir í kvöld eru mjög
spennandi. I.R. og Afturelding
hafa tapað sínum leikjum hing-
að til og það félag, sem tapar
í kvöld, mun að öllum líkindum
falla niður í B-deild.
íslandsmeistararnir Fram
keppa við Val og verður það
vafalaust mjög fjörugur lcikur.
Síðast þegar þessi félög kepptu,
skildu þau jöfn. Fram þarf að
vinna Val, ti) þess að hafa
möguleika á að halda titlinum.
Vinni Valur í kvöld, þá nægir
þeim jafntefli á móti Ármanni
í úrslitaleiknum þ. 23. febr. n.k.
— Ferðir verða frá Ferðaskrif-
stofunni. — Leikstaðan er . nú
sem hér segir: Ármann 8 stig,
Valur 6, Fram 4, Víkingur 2,
I.R, 0 og Afturelding 0.
(5m 60 bátar gerSir
út frá Eyjum
Frá fréttaritara Þjóðvilj-
ans, Vestmannaeyjum.
Veiðar eru nú haíiiar, fóru
sumir bátanna þegar á veiðar
er verkfallinu lauk, en enn hafa
þó ekki allir byrjað veiðar.
Alls munu um (50 bátar vcrða
gerðir út héðan á vertíðinni.
Afli hefur verið fremur treg-
ur, 3—4 tonn á bát mest og
hafa togbátarnir sömu söguna
að segja, þeir hafa komið inn
með 3—4 tonn mest eftir
tveggja sólarhringa útivist.
Veðurfar hefur hinsvegar verið
gott, dg-^uð jörð í Eyjum eins
og á vori.
Mikil aðsókn hefur verið að
Ærsladraugnum, fullt hús á
hverri sýningu c^g .voru sýning-
ar tvisvar í fyrradag. Síðasta
sýning leiksins verður í dag,
vegna þess að leikstjórinn er
nú á förum til Reykjavíkur.
Ungmennafélag Rvíkur
mótmælir áfengis-
veitiegum á æsku-
lýðssamkomum
í sambandi við umræður, sem
orðið hafa um vínveitingar á
skemmtunum íþróttafélaga hér
í bænum., hafa fjölmargar fyrir-
spurnir borizt stjórn Ungmenna
fólags Reykjavíkur varðandi
afstöðu félagsins til þessara
mála. Til þess að almenningur
fái að vita afstöðu okkar í
þessu máli, þá sendum við frá
ok.kur svofellda yfirlýsingu:
Að gefnu tilefni lýsir stjórn
Ungmennafélags Reykjavíkur
því yfir, að félagið hefur aldrei
og mun ekki hafa vínveitingar
á skemmtunum sínum. Stjórn
Framkald & 7, síðu.
Atvinnumáianefnú Fylitrúaráðs
verklýðstélagaana ræöir
við ríkisstjórnina
Atvinmitnálaiiefnd FulJtrúáráðs verkalýðsfélaganr.a í
Reykjavík og stjórn þess gekk í gær á fund ríltisstjórnarinnar
og lagði i'yrir hana ályktanir þær sem Dagsbrún og F'nlltrúa-
ráðið hafa samþykkt um ráðstafanir til að ráða bót á atvinnu-
leysinu. Jafnframt ræddi atvinnumálanefndin við ráðherrana
um horfurnar í atvinnumáluiium og hvað ríkisstjórnin sæi sér
færí að grra,-sérstaklega varðandi aukinn iiinflutiiing byggingar-
cfnis og hráefnÍH til iðnaðarins. Ríkisstjórnin var öll mætt til
viðræðnauna, en gat engn svör gefið á þessu stigi málsins.
Frekari viðræður milli atvinnumálánefndarinnar og ríkis-
stjórnarinnar munu væntanlega eiga sér stað á iiæstunni.
Enn brotizt inn í Sjókra-
samlag Hafnarfjarðar
I fyrrinótt var hrotizt inn í Sjúkrasamlag Hafiiarfjarðar
dg stolið þaðar. tæpum 30 þúsund krónum. Hafzt hefur upp á
þeim er verltnaðinn frömdu og mildum hluta fjárins.
Helgi Briem
sendiherra i
Sovétríkjunum
Hinn 30. f.m. var dr. Helgi
P. Briem sendihen-a íslands í
Svíþjóð jafnframt skipaður til
þess að vera sendiherra. í Sovét-
ríkjunum. Jafnframt var Pétri
Benediktssyni veitt lausn frá
sendiherraembættinu í Sovét-
ríkjunum.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
r ’ ' \
Tsiill lianda
B|arna!
Htanríkismálanefnd hélt
fund fyrir skömmu, fyrsta
fundinn síðan nefndin var
kosin s.l. haust. Ekki var þó
tilefni fundiirii.s að ræða
utanríkismál freinur cn
venjulega, heldur það eitt
að kjósa nýjan formann í
stað Stefáns Jólianns Stefáns
:onar sem var formaður á
síðasta þingi. Var ko;siim~í
hans stað Bjarni Asgeirsson!
Bjarni Ásgeirsson er sem
kunnugt er á förum til Nor-
egs sem pólitiskur eftirlauna
maour. Kosning hans getur
því ekki verdð annað en aug-
lýsing um það hversu merk-
ur maður þeíta sé, fyrrver-
andi formaður utai’.ríkismála
nefndár ! Má tclja fullvíst að
þessi auglýsingastarfsemi í
þág'u Bjaria Ásgeirssonar
verði eina afrek utanríkis-
málanefnuar á þessu þingi.
\_____!_________________
Mynd nni frelsis-
baráttu Ðana
Stjörnubíó sýnir um þessar
mundir mjög athyglisverða
kvikmynd trá frelsisstríði Dana.
Var myiulii^ gerð á vegum
frelsishreyfingarinnar skömmu
eftir stríðslok og rekur í stór-
um dráttum sögu hernámsins.
Er myndin bæði lærdómsrík og
mjög spennandi.
Ekki er myndin sízt athygl-
isvcrð vegna þeirra atburða sem
gerzt hafa síðan frelsisstríð-
inu lauk. I henni er rakið á eft-
irminnilegan hátt hvernig helztu
leíðtogar sósíaldemokrata og
borgaraflokkanna bej'gðu sig í
duftið fyrir þýzku nazistunum
og létu áð vilja þeirra í hví-
vetna, þar til þjóðin reis upp
með ómótstæðilegu afli. Þessir
sömu pólitíkusar fara enn með
völd í Danmörku og þeir hafa
nú opnað allar gáttir fyrir
bandarísku nýfasistunum, eins
og þýzlcu nazistunum áður.
Forustumenn frelsisbaráttunn-
ar eru ofsóttir á nýjan leik, á
sama tíma og danskir æskumenn
eru sendir í árásarher við hlið
þeirra manna sem undirokuðu
dönsku þjóðina í fimm löng ár.
Þjóðviljinn hvetur þá lesend-
ur sína sem aðstöðu hafa til
að láta þessa mynd ekki fram
hjá sér fara. Hún er sýnd kl, 5.
Farið hafði verið imi um
glugga á 2. liæð að framan-
verðu, og komizt þaðan inn í
aðalganginn, en í honum eru
dyrnar að skrifstofu sjúkra-
samlagsins. Hurðin hafði verið
sprengd upp, sömuleiðis skápur
sem í voru m,a. tveir læstir járn
kassar með peningum í. Kass-
arnir höfðu verið teknir á brott,
en í þeim voru 27 þúsund krón-
ur í peningum.
Klukkan hálfþrjú í gær hafð-
ist upp á þeim sem valdir voru
að þjófnaðinum. Það voru pilt-
ar tveir úr Hafnarfirði, sem
báðir höfðu verið undir áhrifum
áfengis. Eftir tilvísun annars
þeirra fundust 17 þúsund krón-
ur af þýfinu, og vonir standa
til að meira af því finnist í dag.
Annars er vitað, að piltarnir
voru búnir að eyða einhverju
af peningunum, því að þeir
höfðu fengið sér bíl og farið
til Keflavíkur og suður á Mið-
nes.
Samkomudagur
Álþingis L okt.
í gær var samþykkt cftir 3.
umr. í neðri deild frumvarpið
um að samkomudagur .næsta
þings verði 1. október. Þeir Jör-
undur Brynjólfsson og Pétur
Ottesen fluttu breytingartillögu
um að samkomudaguriiin yrði
10. október, en hún var sem sé
Framliald á 7. síðu.
Flugíélag íslands
1237 nú, 633 í fyrra
Flugvélar Flugtelags íslands
fluttu 1237 íarþega í janúar-
mánuði, þar af 1096 innanlands
og 141 á milli landa Á sama
tínia í fyrra voru hinsvegar
fluttir samtals 633 farþegar.
Vöruflutningar félagsins í s.l.
mánuði námú 32.971 kg í inn-
anlandsflugi og 4.450 kg í milli-
landaflugi. Þá voru flutt 8.188
kg af pósti hér innanlands og
1.494 kg á milli landa.
Flugdagar í innanlandsflugi
voru alls 25 í mánuðinum.
Eins og menn muna er
skammt siðan brotizt var inn í
sjúkrasamlag Hafnarf jarðar, og
hafðist fljótt upp á þeim sem
þá höfðu verið að verki. Það
skal tekið fram að þetta eru
ekki sömu piltarnir sem nú
hafa gerzt brotlegir.
N
Húsbruni á
Siglufirði
Eldur kom upp í Suðurgötu
41 á Siglufirði í gær í húsi
þeirra Ásgeirs Gunnarssonar og
Bergs Magnússonar. Kom eld-
urinn upp í kjallara í íbúð Ás-
geirs, en þar lá allt fólkið í
inflúenzu.
Fólkið var flutt hurt og ein-
hverju lítilsháttar tókst að
bjarga af húsmunum úr íbúð-
inni. íbúð Bergs brann ekki, en
skemmdir urðu miklar af reyk
og vatni.
Gagnfræðaskóhinum
lokað
Töluverður inflúenzufaraldur
er nú á Siglufirði, en veikin
talin væg enn, þó hefur gagn-
fræðaskólanum verið lokað
vegna inflúenzunnar. Kíghósti
gengur einnig á Siglufirði og
ennfremur hlaupabóla.
Sala Laxárvirkiunai-
ikuldabiéía hlutiallslega
meiii en Sogsviikj-
uuaiinnar
Þann 16. janúar. s.l. bauð
stjórn Laxárvirkjunarinnar út
5 milljón króna innanríkislán
til þess að greiða innlendan
kostnað við þá miklu viðbótar-
virkjun Laxár, sem nú er að
hefjast.
Seld munu nú vera skulda-
bréf í láni þessu fj'rir um 700
Framhald á 7. síðu.
Skipting eignakönnunai-
skattsins samþykkt í
neðri deild
I gær var samþykkt eftir 3.
umr. í neðri deild frumvarp um,
að eignakönnunarskattur sam-
Framhald á 7. síðu.