Þjóðviljinn - 18.02.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1951, Síða 4
3 ÞJÓÐVILJINN Sunaudágur 18. febrúar 195Í. Þióðviliinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SigurBur Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 76 aur. elnt Prentsmiðja Þjóðviljans b. f. Burgeisar Sjál fstæðisflokksins stöðva strætisvaguana íhaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að stöðva strætisvagnana heldur en verða við sanngjörnum kröfum bílstjói-anna um kjarabætur. íhaldshyskið sem þessa ákvörðun tekur og flokksbroddar íhaldsins aðrir finna ekki mikið til óþæginda við stöðvun strætisvagn- anna, lúxusbílar þess þjóta um götur Reykjavíkur eftir sem áður, það verður engin truflun á ferðum þess, Og hvað varðar þá fína Sjálfstæöismenn um möguleika tug- þúsunda alþýðumanna í þessum bæ að komast til vinnu qg frá og yfirledtt fara ferða sinna um bæinn? Reykjavík er orðiri það stór borg, að mjög erfitt er fyrir venjulegt bíllaust fóík að fara ferða sinna án þess að hafa strætis- vagnana, enda er fólk farið að treysta því að þeim innan- bæjarsamgöngum sé haldið uppi. Og nú bætist þar ofan á að ein versta færð sem komið getur í Reykjavík er á öllum götum, svo gamalt fólk og lasburða veigrar sér við að fara milli húsa gangandi. Það finnst í einu og öllu hve gersamlega áhugalaus Sjálfstæðisflókkurinn er fyrir velferð bæjarbúa. Hann treystir á það, að sé byrjað á einhverju áberandi brölti síðustu mánuðina fyrir bæjarstjórnarkosningar, blekki það nógu marga til að framlengja völd bitlingahers íhaldsins í bæjarstofnununum og við bæjarfyrirtækin. Svo þegar þetta hefur tekizt, bitlingaherinn fengið fram- lengingu til fjögurra ára, er skjallinu við fólkið og fögru loforðunum gleymt — fram á síðasta ár kjörtímabilsins. Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur hefur löng'um verið með endemum, ekki sízt eftir að Sjálfstæöisflokknum kom það snjallræði í hug að setja mann eins og Jóhann Ólafsson yfir reksturinn. Oft gæti manni virzt að af stjórnendanna hálfu væri rekstrinum hagaö þannig að hann yrði tilvalin röksemd fyrir einkabraskara íhaldsins gegn opinberiun rekstri. Við erfiðustu skilyrði, hálfónýta bíla, vaktavinnu alla daga vikunnar verða strætisvagna- bílstjórarnir að vinna, á þeim dynja aðf innslur og skamm- ir vegna sleifarlagsins á rekstri fyrirtækisins, án þess að þeir eigi nokkra sök á því sem aflaga fer eða geti að því gert. Og þegar þeir fara fram á nokkra kauphækkun til að hiamla á móti hinu tryllta dýrtíðarflóði, einn frídag í viku og viku lengingu á sumarfríi, þá stöðvar Sjálfstæðis- flokkurinn strætisvagnana, alveg án tillits til þeirra tug- þúsunda reykvískra alþýðumanna sem hafa af því veru- leg óþægindi, — og reynir svo að beina reiði fólksins gegn bílstjórunum. Það mun ekki takast. Reykvísk alþýða veit að hér eru að verki burgeisar Sjálfstæðisflokksins sem sjálfir þjóta um í hinum velfengnu lúxusbílum sínum og treysta því að um næstu kosningar verði Reykvíkingar búnir að gleyma því hvernig þessi ósvífna burgeisaklíka hagar sér gagnvart alþýöu bæjarins. Og lærdómsrík má þessi afstaða vera fyrir þá Hreyfilsmenn sem nýbúnir eru aö sjá málgagn þessara sönnu íhaldsburgeisa hossa „lýð- ræðissinnunum" er „unnið“ hafi Hreyfil. Lærdómsríkt að vita sömu burgeisa Sjálfstæðisflokksins sem fögnuðu ákafast sigri Bergsteins & Co. reyna að berja niður sann- gjarnar kröfur strætisvagnstjóranna, og hika ekki við að gera öllum þorra Reykvíkinga veruleg óþægindi ef tak- ast mætti með því að kúga bílstjórana til að falla frá sanngirniskröfum sínum. En alþýða Reykjavíkur Iætur ekki blekkjast. Hún veit hvert hún á að beina reiði sinni vegna strætisvagna- stöðvunarinnar. Krafa bæjarbúa er: Tafarlausa samninga yið bílstjórana. Góa geugur inn. Maður úr sveit skrifar: — „Góa kom í dag. Á öllum tím- um hefur koma Góu verið tal- in merkur þáttur í sögu vetr- arins og boðað lengri og bjart- ari daga, sem fram undan voru. Þó að segja megi að Góa væri oft mörgum kærkominn gestur, var þó þræll hennar enn kærkomnari. Góunni var oft fagnað sem merkisdegi og mörg stakan hefur henni áskotnazt um dagana eins og þessi hug- ljúfa staka bendir til: Velkomin sértu góa mín og gakktu inn í bæinn, vertu ekki út i vindinum vorlangan daginn. Þá hefur þeim er orti þessa, stöku, ekki fallið Góa sú illa í geð: Góa yndi görpum ól gladdi kindur lands um ból, elju vindur fannir fól færði vind af suður pól. En Góa fékk stundum kaldar kveðjur og ekki sem bezt orð af gamla Þorra: Þegar hún Góa gengur inn, gefur hún Þorra meydóm sinn, reif hann af henni ræfilinn svo ráðlaus varð kerlingin. • Vonandi boðar húa bætur. „Þegar Góa gekk í garð, var talið að fyrstu dagar hennar þrír, sýndu hana í raun og veru alla, því „Góður skyldi góu dagurinn fyrsti, annar og þriðji, þá mun Góa góð verða“. Þetta var margra veðurspá fyrri tím- ans, aðrir töldu að betur ætti við að fyrstu dagarnir væru „grimmir“. Margir kannast við þessa vísu við burtför Þorra og komu Góu: Góa kemur með gæðin sín, gefst þá nógur hitinn. Fáir sakna Þorri þin, þú hefur verið skitinn. Þessi vetur hefur víða um sveit ir landsins verið mörgum erfið- ur tími, langvarandi jarðbönn fyrir skepnur, í fáum orðum sagt ■—- frekar harður —. Við skulum vona að Góan, með lengri og lengri daga, jafni það og bæti. — Maður úr sveit.“ Önnur rödd úr Biesu- gróf. Kæri Bæjarpóstur. — Ég sé það að þú ert orðinn aðalmál- gagn okkar Blesgræfinga. Enda er það í fullu samræmi við all- ar aðstæður. En það er nú svo um okkur hér sem aðra, að syngur hver með sínu nefi. Maður úr Blesugróf skrifar um mörg okkar vandkvæði og er ég albúinn að taka undir, en þó með fyrirvara. Og er þess þá fyrst að geta, að ég get ekki og vil ekki taka undir neinn niðrunarsón um Ásgeir Þorstéinsson. Ég veit ekki til að sumarhöll hans hér sé nein- um til meins. Hefur hann veitt mönnum hér stuðning, og það hefur komið fyrir, að hann hef- ur þama að vetrinum leyft nauð stöddu fólki húsaskjól. Hann hafði ráð á síma og setti hann þar sem bezt hagaði fyrir al- menning, en sjálfum sér til ó- þæginda. Verð ég að skoða það svo, að þessi urgur um Ás- gei rsé eitthvað persónulegur. • Mjólkurmálið? Þá er það mjólkurmálið. .— Þar skiptast menn hér í tvo flokka, eftir hagsmunum hvers ög. eins. Um það atriði hygg ég að ékki þýði að deila. Þó vil ég ekki fallast á það að gamla búðin sé meira við hæfi okkar hér en þessi skúrhöndlun, sem hann svo nefnir, og segir að standi skammt frá Breiðholts- végi. Þá athugasemd skil ég ekki, þar sem búðin, sem hann mælir með, stendur svo fast við Breiðholtsveg áð það er rétt svo að bílar geti þar mætzt. — Og svo eru það strætisvagnam- ir— þar er ég manninum sam- mála en ég er hræddur um að það eigi langt í land að þeir fari að sækja okkur upp á Réttarmel, á meðan þeir svíkja um far af Bústaðahorni, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Til 'áð finna orðum mínum stað, vildi ég mega nefna, eitt dæmi. Morguninn 29. janúar, laust fyrir háifátta, var fjöldi farþega á Bústaðahorni, þar á meðal skólabörn. Þeirra bíll kom ekki, en strætisvagn var kominn inn á rafstöð. — Soga- vegur var ófær bílum, en Breið holtsvegur var snjólaus, svo að allir töldu vÍ3t að vagninn kæmi upp á Bústaðahorn, en færi svo sömu leið til baka. Svo fer vagn inn af stað frá stöðinni og norð ur á Langholtsveg, en það eru hans vanakúnstir sem enginn skilur. Þar hittir hann annan vagn, að sjálfsögðu vagninn sem er stimplaður Sogamýri, en kemur þar aldrei. Það virtist sem vagnstjóramir færu að skeggræða, en fólkinu á Bú- staðahorni þótti háttalagið kyndugt, svo það gengur allt af stað í áttina til þeirra, en þá fóru þeir að hypja sig í átt tii bæjarins. ★ ★ ★ Ríkisskip Hekla fór frá Rvík x gær austur um land til Siglufjarðar. Esja kóm til Rvíkur i gærkvöld að aust an og norðan. Herðubreið, Skjald- breið og Þyrill eru í Rvík. Ár- mann fór frá Rvik siðdegis í gær til Vestmannaeyja. Oddur kom til Rvíkur seint í gærkvöld að vestan og norðan. Eimskip Brúarfoss er í Reykjavík Detti- foss er á Akureyri. Fjallfoss er í Kristiansand; fer þaðan til Rotb- erdam, Antwerpen, Hull og Rvík- ur. Goðafoss er í Rvik. Lagarfoss fór frá Hamborg í gær til Rotter- dam, Leith og Rvíkur. Selfoss fór frá Antwerpen 14. þ. m. til Djúpavogs. Tröllafoss fór frá New York 11. þ. m. til Rvíkur. Aud- umla fór frá Hull 13. þ. m. til Rvíkur. Foldin fór frá Rotter- dam 14. þ. m. til Reykjavikur. Næturlæknlr er i læknavarð- stofunni. — Simi 5030. Skipadeild SIS Arnarfell fór frá Malaga í gær- kvöld áleiðis til Reykjavíkur. Hvassafell er í Cadiz. Laadssamband biandaffra kóra gengst-fyrir skemmtun í Vetrar- garðinum i dag. Söngfólk sam- bandskóranna verður látið sitja í Cyrirrúmi með miða fyrir sig og ge3ti sina. Simi 6710. Athygii skal vakin á auglýsingu frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur í blaðinu i dag, varðandi sýni- kennslunámskeið félagsins. Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 11.00 Messa í Hall- grimskirkju (Séra Sigurjón Árnason). 15.15 Útvarp til Is- lendinga erlendis: Fréttir. 15.30 Miðdegistónl.: a) Gladys Swart- hout og Jussi Björling syngja (plöt ur). b) 15.55 Lúðrasveit Reykja- vlkur leikur; Paul Pampichler stjórnar. 18.30 Barnatími (Baldur Pálmason): a) Guðmundur M. Þorláksson kennari les ævintýri: „Heimski Villi“. b) Árni Arinbjarn arson leikur ýmis lög á harmon- iku. c) Baldur Pálmason les bók- arkafla. 19.30 Tónleikar: Fritz Kreisler leikur á fiðlu (plötur). 20.20 „Bláa stjarnar": Fegurðar- samkeppnin (blönduð dagskrá). 22.15 Danslög (plötur) til 23.30. í gær voru gaf- in saman í hjónaband í K- höf n, ungfrú Minni Kalsæg frá Eiðsvelli í Noregi og Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. Heimili þeirra verður fyrst um sinn Frederiksborggade 41. Kbh. Helgldagalæknir: Þórður Þórðar- son, Miklubraut 46. — Sími 4655. Kvennadelid Slysavarnafélagsins efnir til merkjasölu á götum bæj- arins í dag til fjáröflunar fyrir starfsemi deildarinnar í slysa- varnamálum. — Reykvíkingar! Styöjið starfsemi sjysavarnadeild- arinnar með því að kaupa merki hennar í dag. Foreldrar! Leyfið börnum ykkar að selja merkin. Þau eru afgreidd til sölubarna í húsnæði Slysavarnafélagsins, Gróf- inni 1, uppi. Flugfétag Islands Innanlandsflug: I dag eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun pr ráðgert að fljúga til sömu staða. Millilandaflug: Gullfaxi fer á þriðjudagsmorgun til Prestvíkur og Kaupmannahafnar. Nýlega háfa opin- berað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Gísladóttir Helga- vatni og Hinrik K. Einarsson, Hömrum, Þvei'árhlíð, Mýrarsýslu. Þingeyingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund í Café Höll (uppi) mánúdagskvödið n. k. kl. 8.30. Þjóðleikhúsið sýnir „Flekkaðar hendur" eftir P. J. Sartre í kvöld og er það 7. sýning þess á leik- ritinu. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1618. FASTEIGNA ■> SÖLU MIÐSTÖÐIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 C .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.