Þjóðviljinn - 22.02.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1951, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 22. febrúar 1951, KT) í» J ó Ð V I L J I N N IJtgefandi: Sameiningarflokkur aiþýfiu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Vfagniia Kjartansson, Sigurður Guðmundsson Cáb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, preiifsmiðja: Skólavörðustlg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: 15.00 á mánuðí. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. - ' Áíturhaldið ræðst gegn Iðju upp- >TÍ Svai tfylking auöburgeisa Sjálfstæð’isfiókksins ílosnaðra Framsóknarmanna og bitlirígasjukra krata hugsar sév enn til hreyí'ings. Nú sfeáíéhn' gérð hörð hríð að reykvísku verkalýðsfélagi, nú skal* enn' reynt að lama samtök íslenzkrar alþýðu frieð því aö lauma flugu- mönnum svartfylkirígarinnar 1 stjórn stéttarfélags.' Nú skal enn’reynt að láta sömu arðránsklærnar og sópa til sín afrákstri af vinnu fólksins, seilast inn í varnarvígi þessa fólks til að torvelda hagsmunabáráttu þcss. Það er IÖja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík sem nú skal ráðizt að með hinum þokkalegu aðferðum svart- fylkingarinnar. í stjórnarkosningum um næstu helgi ætla ríkisstjórnarfiokkarnir að ráðast.gégn Iðju, riieð ./stjórn- arandstööuflókkinn" í Alþýðuhúsinú að vigfúsum banda- manni. Eins og í fyrri aðföfum svartfylkingarinnar að verkalýðsfélögum mun ekkert til sparað, hvorki fé, bíla- kostur eða atvinnukúgun. Bæjarstjómaríhaldið mun hafa lofaö aö lialda strætisvögnunum bundnum fraxrí yfir helgi svo bílakostur afturhaldsins njóti. síri til fulls í kosn ingasmölun. Og þrýstingur atvinnurekenda, eftir beinum leiðum og óbeinum, hefur sjaldan verið meiri. En áhugi atvinnurekenda, líka ótrúlegustu íhalds- durganna 1 þeirra hópi, fyrir úrslitum þessara stjórnar kosninga í verkalýðsfélagi er mjög lærdómsríkur fyrir iðn- verkafólkið og vekur almennt athygli þess. Það þekkir þessa atvinnurekendur af erfiðri reynslu, þekkir óvild þeirra og jafnvel hatur til verkalýðssamtaka, marga þsirra hefur þurft að beita höröu til að viðufkbnna samninga verkalýðsfélaga. Þeir hafa barizt gegn hverf i' einustu hags 'bót sem iðnverkáfólkiö hefur reynt aö ná, gegn öllum til- raunum Iðju til aö bæta laun þess og vinnuskilyrði. Á- róður gegn Iðju hefur verið rekinn í MorgunblaðinU og Vísi allt frá stofnun félagsins. Frægt að eridefnum í 'sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar er níðingsverk Alþýðu- blaösins frá 1944. er Iðja átti í mjög erfiðri kaupdeilu, en þegar deilan stóð sem harðast heimtaði þetta „alþýóu- blað“ að Iðja væri leyzt upp og iríeðlimum hennar skipt upp á önnur verkalýðsfélög'. Og nú kemur þessi fylking og heimtar hvorki meira né minna erí að iðnverkafólkið afhendi henni stjórn fé- lags síns. Allir vita að fólkið á lista svartfylkingarinnar er ekki annað en peð í hendi valdamanna hennar bak við tjöldin. Þeir sem réðu Iðju ef svartfylkingín fær sína msnn kosna eru auðburgeisar Sjálfstæðisflokksins, menn eins og Álafossfeðgar og þeirra líkar. Og sá iðnverkamaö- ur þekkir lítið til þess hvers virði Iðja og barátta henn- ar liefur verið reykvfsku iðnverkafólki, sem lætur hafa sig til slíkra skemmdarverka gegn félagi sínu að kjósa útsendara burgeisanna í stjórn félagsins. Á A-listanum, lista einingarmanna eru þeir menn sem boriö hafa hita og þunga baráttunnar hátt á ann- an áratug. Sú barátta hefur fært reykvísku iðnverkafólki hvern sigurinn af öðrum, þó „langt sé þar eftir af vegi“ eins og fyrir allt íslenzkt alþýðufólk. Um framhald þeirr- ar baráttu, um bætt kjör iðríverkafólksins, er það úr- .slitaatriði aö svartfylkingunni takizt ekki að flytja stjórn Iðju á burgeisaskrifstofur atvinnurekenda, heldur veröi hún hér eftir sem hingað í traustum höndum iönverka- /ólksins sjálfs, manna sem hafa sýnt að þeir bregðast aldreí málstað fólksins, hversu ósvífiö sem aö þeim er vegiö. NE 42. 'Að eiga heima í úthverf- tun núna. „Tveir félagar skrifa',: „Okk- ur lángar að koma ofurlítilli orð- sendingu til þeirra: afturhhlds- pdka',' 'sein nú standa í veginum fyrir'því,'a@'gengið verði að hin- um 'hógvœru kröfum strætis- vagnastjðrarina, og eru þess þannig valdándi, að strætisvagna- verkfállið leysist ekki. Við gerum ráð fyrir, að þessir náungar, sem íhaldið séndir til að þýbbast gégn f éttindum': stf áetisvagnast jóranna við 'sámningaborðið, séu máské ekki' m'jög mikið upp á það komnir að ferðast með strætis- vögnum, þó svo þeir búi ef til vill í'úthverfunt bæjarins,' enda þýkjumst við hafa séð það, að gæðinga íhaldsins skorti eitthvað annað en prívatbíla. En, sem sagt, þar sém þétta er nú álit okkar, þá teljum við, að gjarnan mætti senda þeim stutta lýsingu á því, hvernig það er fyrir venjulegt fólk að éiga heima í úthverfun- um, þegar engir strætisvagnar ganga. Ættú að komá inn að Tungu „Það er nefnilega annað en gaman að verða t. d. að arka inn- an úr Kleppsholti eldsnemma á morgnana, í tíðarfari eins og því, sem hér hefur verið að undan- förnu. Þeir háu herrar ættu að koma í fyrramálið inn að Tungu kl. hálf átta til átta og sjá allan þann skara, sem þar fer um fót- gangandi í nístandi morgunnepj- unni. Og af því að þeir eru sjálf- sagt ekki síður lýðræðislega sinnaðir en aðrir góðir íhalds- menn, og þar af ltiðandi hlynnt- ir því að ávallt sé tekið tillit til skoðana almennings, þá ættu þeir að gefa sig á tal við eitthvað af þessu fólki, og spyrja hvað því finnist um þá ráðstöfun bæjaryf- irvaldanna, að hrekja strætis- vagnastj. út í verkfall út af þeim smávægilegu réttarbótum, sem þegar hafa verið veittar slökkvi- liðsmönnum og lögregluþjónum möglunarlaust. Sú framkoma gleymist ekki „En máske ekki sé við slíku að búast af þeim herrum? Það skyldi þó ekki vera, að þeir hlýddu frekar fyrirskipunum lúxusbílaeigendanna í æðstu em- bættum bæjarins, heldur en því fólki, sem verður að stóla á strætisvagnana til að komast þær miklu vegalengdir, sem orðnar eru milli aðalbæjarins og út- hverfanna, eða fara fótgangandi í frosthörkum og funabyljum ella. En það skal ihaldið hafa hugfast, að þessi tuddalega framkoma þess gagnvart strætisvagnastjór- unura og öllum almenningi, skal ekki verða gleymd við næstu lcosningar. Farsúttir, börnbi, kuldinn. „Og loks er eitt, sem líklega kemur hélzt í hlut borgarlækn- isskrifstofunnar- að svara: Það ganga margar far’Sóttir ‘ yfir bæ- inn, eínkum meðal barnanna, og foreldrar eru áminntir um að Táta litlu skintíúnum1 umfram allt ékki verða kalt’. En í miðju þessu ástandi er málum svo þann- ig hagað, að allir strætisvagnar stöðvast. Hvað segir skrifstofa bæjarlæknis um þetta? Hefur það ekki verið hugleitt, hvaða afleiðingar það getur haft, að fjöldi skólabarna neyðist nú, af þessum ástæðum, til að ganga langar leiðir í meira eðá minna hörðu veðri, einmitt meðan mest á ríðUr, að þeim sé forðað frá þeirri hættu af farsóttum, sem kuldinn hlýtur að valda þeim? — Tveir félagar." Ýsan bara slægð’. Loks erU fáeinar línur frá pinni húsnióður: ......Fisksalinn minn er alveg hættur að selja ýsuna nema slægða, en þannig er hún allmiklu dýrari. Eg innti hann eftir ástæðunni, og hann sagði það fyrix-skipun heilbrigðisyfir- valdanna, að fiskurinn yrði ekki seldur öðru vísi. Er þetta rétt? Mér er nokkuð í mun að vita það, því að gjarnan vil ég sjálf slægja fiskinn og hausa, þegar ég get með því sparað heimilinu nokkra aura.... Ein vinkona mín segist aldrei fá annað en flakað- an fisk hjá sínum fisksala, og með þeirn hætti fer verðið auð- vitað upp úr öllu valdi. En bágt á ég með að trúa því, að þar liggi skipun frá heilbrigðisyfir- völdunum á bak við. — Gudda“. I.árétt: 1 drekka. — 4 tek af — 5 ósamstæðir — 7 Kéiður - 9 virði — 10 hest — 11 kraftur — 13 kyrrð — 15 íþróttafélag — lö dans. Lóðrétt: ] þrælar 2 "ita •- 3 tvíhljóði — 4 rödd — 6 óheld — 7 étandi — 8 í súxiðiu — 12 'dyl — 14 hróp — 15 ibróttafélay. iaiisn nr. 41. Lárétt: 1 Fennt — 4 ve - 5 ivi — 7 Bit -i 9- rak -- 10 ótt - — 11 , . n — 13 al —1 15 ál — lO- ósaU. Lóðrétt: 1 fé — 2 nei — 3 tn — 4 varða — 6 ártal — 7 ske — 8 tón -—■ 12 roa -—■ 14 lo ~ 15 at. ★★ * Fiiliskip Brúarfoss fór frá Reykjavik 19.2. til Hull og Kaupmannahafn- ar. Dettifoss fór væntanlega frá Akureyrar í gær til Reykjavik- ur og Keflavíkur. Fjallfoss fór frá Kristiansand 19.2. til Rotterdam, Antverpen, Hull og R- víkur. Goðafoss fór frá Reykjavík i gær, 21. þ. m. til Rotterdam. Lagarfoss fór frá Rotterdam 20.2. til Leith og R- víkur. Selfoss kom til Leith 17.2. fer þaðan til Djúpavogs. Trölla- foss fór frá N.Y. 11.2. væntanleg- ur til Reykjavíkur í dag. Auð- umla er í Reykjavik. Foldin er í Reykjavik. Skipadeild SIS Arnarfell er væntanlegt til R- víkur n.k. laugardagskvöld frá Malaga. Hvassafell átti að fara 20. þ.m. frá Cadiz áleiðis til Keflavík- ur. Ríldsskíp Hekla var á Akureyri i. gær. Esja fór frá Reykjavík i gærkv. vestur um land til Altúreýrar. Herðubreið er í Reykjavik. Skjald breið er í Reykjavík. Þyrill var á ísafirði i gær. Oddur fór frá. Reykjavík í gær til Breiðafjarð- ar og Bolungavíkur. Ármann átti að fara frá Reykjavík í gærkv. til Vestmannaeyja'. Isflsksalan: Togárinn Elliðaoy seldi 3528 kit fyrir 7745 pund í gær í Grimsby. Eftirtalin • mótorskip hafa selt afla sinn í Bretlandi siðustu daga: Víðir 1087 vættk' fyrir 1422 purd 20. þ.m. í Aberdeen, Kristján 1413 vættir fyrir 1700 pund 20. þ. m. í Aberdeen, Helgi Helgason 1208 vættir fyrir 2424 pund 20. þ. m. í Fleetwood, Viktoría 1061 vættir fyrir 1111 pund 21. þ. m. í Fleet- wood og Gullfaxi 515 vættir fyrir 1461 pund 21. þ. m. í Aberdeen. 18.30 Dönskuk.; I. fl. 19.00 Enskuk.; II. fl. 19.25 Þing- fréttir. — Tónleik- ar. 19.40 Lesin dag skrá næstu viku. 20.25 Einsöngur: Ferruccio. Taglia- vini syngur (pU. 20.40 Lestur forn rita; Saga Haralds harðráða (Ein- ar Ólafur Sveinsson prófessor). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dag skrá Kvenréttindafélags Islands. —Erindi Minningar frá Hindsgavl (Margrét Jónsdóttir kennari). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Frá út- löndum (Jón Magnússon fréttastj.) 22.10 Passiusálmur nr. 28. 22.20 Sinfónískir tónleikar (plötur): a) Fiðlukonscrt í D-dúr op. 35 eftir Tschaikowsky (Heifetz og sinfón- iuhljómsveit Lundúnaborgar leika; John Barbirolli stjórnar). b) Sin- fónían „Matthías málari" eftir Paul Hindemith (Philharmoníska hljómsv. í Berlín; höf. stjórnar). 23.15 Dagskrárlok. Fyrirspurn til fréttarltstj. Morg- unhlaðsins: Hve- nær var Buenos Aires flutt tií Ástralíu? Sbr. for- síðufrétt Morgunhlaðsins í gær: „Olympíueldur á leið til Ástral- íu.“ Rafmagnsskömmtunin. Straumiaust vorður kl. 11—12 í dag á svæði sem nær yfir Vest- urbæinn frá Aðalstræti, Tjarnai'- götu og Bjarkargötu. Melana, Grímsstaðaholtið, með flugvallai’- svæðinu, Vesturhöfnina meö Öi'- firisey, Kaplaskjól og Seltjarnar- nes fram eftir. Bi'eiðllrðingafél. hefur skemmti- fund í Breiðfirðingabúð ki. 8.30 í kvöld. Gömlu og nýju dansarriir, Númi Þorbergsson stjórnar ■ dans- inum. Loftlelðir h.í.: 1 dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja, Akúreyrar, t.-afj, Pátrelcsfjarðar og Hólmavíkuv. — Á nrorgun w áætlað' að fljúga til: Vestmannaeyja, Akureyrai'.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.