Þjóðviljinn - 22.02.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. febrúar 1951. Þ J Q Ð V I L J I N N 5 Milljóitaokur á olxusöluitxti til almennings FJárvehiiiganefnd Alþisigis birtir atliyglis- verðar skýrslur uiit ^ liiglegtf? oku'r olíuliriiigauua Snemma á þessu þingi bar Lúðvík Jósepsson íram tillögu um niðurgréiðslu á olíu.til.raístöðva. Fjárveitinganeínd heíur nú skilað áliti í tvennu iagi, leggur Ásmundur Sigurðsson til að tillagan verði samþykkt, en meirihlutinn, Gísli Jónsson, Helgi Jónasson, Jónas G.‘ Raínar, Halldór Ásgríms- son, Hannibal Valdimarsson og Karl. Kristjánsson leggja til að ríkisstjórninni verði íalið að íram- kvæma rannsókn sem lokið verði fyrir næstg. þing, Netndin aílaði sér ýmissa mikilsveiöra gagna um verðlag á oiíum og eru þau birt sem íylgiskjöl með áliti meirihlutans. Er þar staðfest sem hjóð- viljinn hefur haldið fram að hið „lögiega" oiíuverð sé ósVífið okur, og verður ekki annað séð en að hægt myndi að iækka verðið umsvifalaust sem svara mörgum milljónum á ári. Salan til ríkisins engin góðgerða- - .stadsemi. Verðmunurinn ca. .125 kr. á tonn Eins og kunnugt er er olíu- verðið mismunandi. Almenn- ingur borgar eitt verð en rík- ið og fyrirtæki þess annað. Verðmismunurinn er þannig skilgreindur í skýrslunum miðað við Reykjavik: Útvegsmenn borga fyrir tonnið af hráolíu til báta sinna 653 kr. á tonn. Ríkið borgar hins vegar til skipa sinna kr. 530,50 á tonn. Mis- munur er kr. 122,50 á tonn. Almenningur borgar fyrir tonnið af hráolíu til húsa- kyndinga 671 kr. á tonn. Rík- ið borgar hins vegar til sömu þarfa kr. 545,50 á tonn. Mismunuriim er kr. 125,50 á tonn. Hráolía seld almenningi a tunnum hér í Reykjavík kost- ar kr. 683 kr. á tonn. Ríkið borgar hins vegar fyrir sömu vöru kr. 560,50 á tonn. Mis- munur er kr. 122,50 á tonn. Að meðaltali er verðmis- munurinn þannig um 125 kr. á hvert einasta tonn. ^ Verðmunurinn tæpar 10 millj. á ári! Samkvæmt sömu skýrslum nam heildarsala á hráolíu á síðasta ári sem hér segir: í Reykjavík, Hafnarfirði og Hvalfirði 36.100 tonn. í öðrum verstöðvum við Faxa- flóa og á Suðurnesjum 10.160 tonn. Annars staðar á land- inu 31.730 tonn. Alls nam hráoliusalan þannig 77.990 tonnum. Eins og áður segir var verðmunurinn ca. 125 kr. á tonn eftir því hver kaupand- inn er. Munurinn. á því hvort heildarmagnið er selt á háa verðinu eða lága verðinu er hvorki meira né minna en kr. 9.74S.750 — tæpar tíu millj- ónir króna á einu ári! Eins og augljóst er og ekki þarf að ræða er salan til ríjí- isins auðvitað engin góðgerð- arstarfsemi, heldur. miðuð við hæfilegan gróða. Almenn- ingur verður þannig að búa við féflettingu, sem nemur miklum meirihluta tíu millj- óna á hver ju ári. Kemur það bæði fram í of háu verði þar sem olíukynding er, í of háu rafmagnsverði þar sem raf- stöðvar ganga fyrir olíu og í stórfelldum skatti á báta- flotann, sem almenningur er svo látinn borga með ,,ráð- stöfunum“ þeim, sem rikis- stjórnin finnur upp á á hverjum tíma. Ef heiðarleg ríkisstjórn væri í landinu yrði þessu okri aflétt umsvifalaust og allt olíuverð fært niður í það sem ríkið borgar. ^ Tvöíalt verð á öllum öðrum vörum En það er ekki aðeins á hráolíu sem tvöfalt verð við- gengst. Sama máli gegnir einnig um brennsluolíu. Af smurolíum og feiti fær ríkið 15—20ýó' afslátt miðað við venjulegt útsöluverð. Af benzíni fær ríkið 3'•> eyri i afslátt af hverjum lítra hvar sem er á landinu og aúk þess 11 aura á lítra ef benzínið er afgreitt frá dælu sem kaup- andi annast sjálfur. Til þess að undirstrika að öll þessi viðskipti eru gróða- vænleg fyrir Olíufélagið li. f. sem hefur heildarsamning við ríkið er svo veittur 1% af- sláttur af öllum viðskiptun- utn ofan á ]>að sem talið er og er ltann gerður upp í lok Itvers árs. Einnig á þessum sviðum er þvi um féflettingu að ræða, sem eflaust nemur mörgum milljónum á ári miðað við það verð sem ríkið og fyrirtæki þess borga. ^ Rannsókn óhjá- « kvæmileg I skýrslum þeim, sem fjár- veitinganefnd hefur aflað sér og birtir, skýra Fjárhags- ráð og verðgæzlustjóri frá því „að verðlagsyfirvöldin liafa aldrei ákveðið álaguingu á benzíni og hráolíu á sama hátt og öðrum vörtun, livorki prósentuálagningu eða magn- álagningu.“ Er þannig aug- ljóst mál að olíuhringarnir hafa búið við sérréttindi sem þeir hafa hagnýtt sér með okurviðskiptum við almenn- ing í skjóli yfirvaldanna. Það er því vissulega þörf á því að hin ,,löglega“ starfr semi olíuhringanna sé rann- sökuð á heiðarlegan og gagn- geran hátt ekki síður en sú ólöglega, sem þó er ekki smá- vaxin eins og dæmin sanna. Vaxandi uppreisn gegn einokunarklíkunpi br jótast undan forrétt- indaheildsölunum Skibiingur manna á eðli og afleiðingum einok'unarinnar fer nú sívaxaiuti, bæði á útílutningseinokiininni sem er þjTigsti baggiiin á sjávarútvegiiuim, eins og blað forsætis- ráðherrans hefur viðurkennt, og á innflutningscinokuninni , sem gerir örfáum forréttindaheiklsölum í Rpykjavík kleift j að leggja þungbæran skatt á. allan, almenning í landinu. Nýlega hafa t. d. gerzt þau tíðindi.að samtök kaup- manna hafa risið upp gegn hcildsalaklíkunni sem stjórnar Verzlunarráði. Hafa Félag matvörukaupmanna, Félag yefnaðarvörukaupmanna og Kaupmannafélag Hafnarfjarð- ar sagt sig úr Verzlunarráðinu og krefjgst þess að fá sjálf að annast innflutning á helztu nauðsynjum almennings milliUðalaust. Félag vefnaðaryörukaupmaiuig hefur undan- farið haft liluta af innflutningnum í sínum hijndum, en Fétag ntatvörukaupmanna hefur ekkert fengið að flytja inn, heklur orðið að sætta sig við það sem einokunnrheildsöl- unum.hefur þóknazt að skammta. Hafa kaupmcnn þannig orðið einskonar skattheimtmnenn fyrir herrana sem stjórna Verzlunarráði. Félag matvörukaúpmanna hefur endurreist innkaupasamband sitt, ráðið framkvæmdastjóra, opnað skrifstoíu og gefur út sérstalct blað. Þessi uppreisn lqiupniaunanna er mjög mikilvæg og $ getur orðið upphaf bæftra verzlunarhátta. Forréttindaheild- söl'unum hefur undanfarin ár .teldzt að skipa kaupmönnum og jafnvel miklum hfuta verzlunarfólksins í lið með sér, eiL.nú er þeirri blekkingu að verða lokið. EYK J AVlKMJ RÞ ÆT TI Bœjarsfjórnaríhaldið afnem- ur húsaleigulögin endanlega J^að hefur orðið hlutverk bæj- 1 arstjórnaríhaldsins, vindir forustu Gunnars Thoroddsen borgarstjóra, að reka smiðshögg ið á afnám húsaleigulaganna, og skapa þar með fullkomið öngþveiti í húsnæðismálunum og tryggja að öll húsaleiga fari á svartan markað. ★ ★ ■ ★ þessu sambandi er rétt að rifja það upp að það voru Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn sem samþykktu á síðasta Al- þingi að húsaleigulögin skyldu falla úr gildi að mestu 14. maí 1952, nema bæjarstjórnir lilutað eigandi kaupstaða samþvkktu annað. ★ ★ ★ Fúngmenn Sósíalistafloklísins * au.dmæltu þessari fáránlegu afgreiðslu mjög eindregið, og' greiddu allir sem einn at- kvæði gegn henni. Þeim var ljóst hve fráleit f jarstæða það er að ætla bæjar- stjórnum að velja milli þess að hafa engin liúsaleigulög, eða ák\ æði hinna gömlu laga 'um húsaleigu óbreytt. Þeir vildu gera gágngérar breytingar á húsaleignlöguiium, með það fyrjr augum að forða frá öng- þveiti í húsnæðismálunum og tryggja sanngjörn viðskipti húseigenda og leigjenda. Þess vegna bár'u þeir fram frumvarp til nýrra liúsaleigulúga, sem Leigjendafélagið hafði látið semja. Þeim, eins og Leigjenda- félaginu, var Ijóst að húsaleigu- iögiii þurftu endursivof.unar eu ekki afnáms og að húsnæðis- málin í heild þuri'a jákvæðra aðgerða en ekki dauðra íhalds- handa. ★ ★ ★ En hiii tvö stóru íhöld, Sjálf- stæðisfl. og Framsóknar- flokkurinn, voru ekki til viðtals um frumvarp leigjendanna, þeir voru ekki til viðtals um neitt annað en kröfu Fasteignaeig- endafélagsins um raunverulegt afnám húsaleigulaganna. Fram- sókifaríhaldinu þótti rétt að gera hinu íhaldinu grikk í leið- inni, og kom því til leiðar að það skyldi á valdi bæjarstjórnar að framlengja húsaleigulögin livað íbúðarhúsnæði snerti. I þessu ljósi ber að skoða afstöðu Frámsóknarfulltrúa.ns í bæjar- stjórn, hann er þar að segja Ihaldinu þá skák sem flokks- bræður hans á Alþingi ákváðu því til handa fyrir ári, síðan, og er þetta gert í fullu trausti þess að mótleikúr íhaldsins verði afnám húsaleigulaganna. ★ ★ ★ Dæjaríulltrúar Sósíalistallokks ** ins hafa sannprófað afstöðu íhaldsins til þessa máls. Við uafnakall hafa allir fuiltrúar þess í bæjarstjórn neitað að greiða atkvæði um framleng- ingu liúsaleigulaganna, neitað að veita þeim fjölmörgu leigj- endum, sem hefur verið vísað út á.götuna nokkra vernd. Nöfn þeirra bæjarfulltrúa sem þannig hafa, tekið á sig endanlega á- byrgð á aíiiámi húsaleigulag- anna eru: Auður Auðuns, Guðmundur Ásbjörnssou, Guðmundur H. Guðmundssoji. Guiinar Thor- oddsen, Hallgrímur Benedikts son, Pétur Sigurðsson og Ragnar Lárusson. ★ ★ ★ Dorgarstjórinn, Gunnar Thor- ” oddsen, gat þess á síðastá fundi bæjarstjórnar, að hann vildi beita sér fyrir endurskoð- un húsaleigulaganna. Ég benti honum á þá augljósu staðreynd. að ef honum væri alvara með að knýja fram endurskoðun. ætti hann að samþykkja fram- lengingu á lögunum um eitt ár. > því með því fengi hann sterk- ari aðstöðu við samningaborðið. því semja þarf hann við vini sína i Fasteignaeigendaféilaginu. og semja þarf hann við hitt íhaldið, þ. e. a. s. Framsóknar- íhaldið, en því miður, ég býst e'.iki við að hann reyni að semja og þó hann reyni verður niður- staðan ein og liin sama, sú sem íhöldin hafa ákveðið: að húsaleigulögin falla úr gildi Þeir sem á götuija fara geta ÞAKKAÐ ihöldunum báðum, og þó alveg .sérstaklega þeim átta sem að ofan greinir. Þeiira nöfi'i. eru geymd en ekld glcymd. S.A.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.