Þjóðviljinn - 11.03.1951, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.03.1951, Qupperneq 8
vörutegunir á lögvernduðu svartamarkaösverði I síðasta tbl. Lögbirtingablaðsins er birtur listi yfir hinar snonefndu „bátavörur“, |s.e. þær vörur sem útgerðarmenn mega flytja inr. fyrir sinn gjaldeyri. Á þessum lista eru um 160 vörutegundir, þ.e. 160 vöru- tegundir hafa verið settar á lögverndaðan svartan markað. Gildistaka þessa lista þýðir að allt verðlagseftirlit er afnurn ið á þeim vörum sem á listan- um eru, en þar er fjöldi naúð- synjavara svo sem nýir ávextir, sápur allskonar og þvottaefni, ytri fatnaður úr ull, baðmull og liör, regnkápur, hreinlætis- vörur, bílvélar og varahlutir í bíla, flugvélahreyflar og vara- hlutir í flugvélar, margskonar heimilisvélar, leðurvörur og ljós myndavörur, svo nokkuð sé nefnt af þessum langa lista, en Þjóðviljinn mun skýra nánar frá honum síðar. Verðgæzlustjóri, Pétur Pét- ursson, ræddi við blaðamenn í gær um hið breytta viðhorf í verðgæzlumálum, þegar allt verðlagseftirlit er afnumið á ca. 160 vörutegundum. Verðlagseft- irlit verður áfram á samskonar vörum sem framleiddar eru hér á landi, svo ,og vörubirgðum þeim sem þegar eru til í land- inu af samskonar vörum og þeim sem nú hafa verið settar á „bátalistann", — en hætt er við að erfitt reynist að líta eftir því að eitthvað af þeim vörum sem keyptar voru inn á gamla verðinu verði ekki seldar út á nýja verðinu. Allt sem al- menningi finnst grunsamlegt í þessu efni ætti hann að láta verðlagseftirlitið vita um. Allar þær vörur sem tollaf- greiddar voru áður en „bátalist ínn“ gekk i gildi, þ. e. allar eldri erlendar vörubirgðír eru Stærstu vinningar 1 gær var dregið í 3. flokki happdrættis Háskóla Islands. Stærsti vinningurinn, 25 þús- und krónur, féll á nr. 6590, fjórðungsmiðar seldir í umboði Marenar Pétursdóttur. Tíu þús- und króna vinningur á nr. 13382, fjórðungsmiðar, einn seldur á Akureyri, 2 á Fá- skrúðsfirði og einn í umboði Pálínu Ármann. Fimm þúsund króna vinningur féll á nr. 18787, fjórðungsmiðar, 2 í Hafn arfirði og 2 í Reykjavík. háðar verðlagseftirliti. Vænta má þess að eitthvað af vörum með hinu löghelgaða svartamarkaðsverði komi í verzlanir á næstunni — klósett pappírinn á 5 kr. rúllan, er þegar kominn í búðir. Verðgæzlustjóri mun láta sér prenta fyrir almenning lista yfir vörur þær er fluttar verða inn fyrir bátagjaldeyrinn og verður listinn fáanlegur í skrif- stofu verðlagseftirlitsins. Lík litla drengsins fannst í Selsvör Lík litla drengsins, sem hvarf í Vesturbænum í fyrradag, fannst í Selsvör, neðanvert við lýsisstöð Bernhards Petersens, skömmu fyrir hádegi í gær. Mörg huhdruð manns tóku þátt í leitinni að drengnum í fyrrakvöld og frameftir nóttu. Með birtingu í gærmorgun var leitin hafin aftur af auknum krafti og tóku þá m. a. mörg hundruð skólabörn þátt í henni. Það var Jónas Björnsson, Þver- holti 5, sem fann ]íkið, en hann var í leitarflokki sem leitaði um f jörurnar vestur frá. Eins og skýrt var frá í blað inu í gær, hét drengurinn Þór- arinn Kjartansson og var til heimilis að Laugavegi 76. Hann var sonur hjónanna Ásdisar Ársælsdóttur og Kjartans Þór- arinssonar flugmanns. Hafði móðir barnsins farið méð bað í heimsókn til afa þess og ömmu vestur á Seljaveg 15. Fór drengurinn þar út til að leika sér ásamt bróður sínum, sex ára, og fleiri börnúm með- an móðir hans var að þvo þvott. Stuttu síðar var litil telpa send með drenginn heim í húsið Selja veg 15 og skildi hún við hann í forstofunni. Er talið sennilegt að hann hafi farið út aftur til að leita barnanna, en til þeirra sást ekki frá anddyrinu. Munið aðalfund M, L R. í Sfjörnubíé Sýíid verÖK? ný lívikmýnd frá Kína Aðalfundur MÍB — Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjar.na, verður haldinn í dag í Stjörnu- bíói, og hefst hann klukkan 2 e. h. S Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir full- 5 trúar á landsfund M IR, sem haldinn verður dagana ? 17.—18. marz í tilefni af því að þá er ár liðið frá því i M í R var stdfnað. Að Iokum verður sýnd ný kvikmynd frá Kína, en 5 valdatáka kínverskrar alþýðu er áhrifamesti viðburð- k ur hcimsmálanna á síðlistu árúm, og nú Ioks gefst ( mönnum hér tækifæri til að kynnast lífi hinnar sókn- I djörfu og sigurfagnandi kínversku alþýðu. l Allir MI R-félagar ættu því að sækja aðalfundinn. t í Stjörn'ubíói í dag klukkan 2 e. h. Vilja reka strætisvagnana Á síðasta bæjarráðsfundi lá fyrir bréf frá nokkrum mönn- um um það að til mála hafi komið að bærinn hætti rekstri strætisvagnanna og óska eftir viðræðum við bæjarráðið um að þeir taki rekstur strætisvagn anna að sér. Fimm af þessum mönnum eru starfsmenn strætisvagnanna, og bendir Imð óneitanlega til þess að þeir hafi trú á því að hægt sé að reka strætisvagnana með hagnaði. Þeir sem . gjarna vilja taka rekstur strætisvagnanna að sér eru: Skúli Halldórsson, sem verið hefur skrifstofustjóri strætisvagnanna frá upphafi vega, líka þegar þeir voru í einstaklingsrekstri, Haraldur Stefánsson og Ragnar Þorgnms son, báðir eftirlitsmenn hjá strætisvögnunum, Gunnar Egils son lagermaður hjá strætisvögn unum, Lúðvík Á. Jóhannesson, Kristján Þorgrímsson og Ólaf- ur Þorgrímsson. Sunnudagur 11. marz 1951 — 16. árgangur 59. tölublað Fjölmennið á framhaldsfuiid Dagsbrúnar í Lisfamanna- skálanum í dag kl. Nýjar tillögur á Parísarfimdinum Fulltrúar fjórveldanna á dag skrárfundinum í París ræddust við í 3 klst. í gær. Fulltrúar Vesturveldanna lögðu fram nýjar tillögur til nánari skil- greiningar á 1. dagskráratrið- inu, en það ér um athugun á orsök þeirrar spennu milli aust urs og vesturs, sem ríkir í Evrópumálum. Grómíkó, full- trúi Sovétríkjanna, lýsti því yf- ir, að hann teldi tillögur þessar ekki nógu ákveðnar, en kvaðst annars mundi gera nánari grein fyrir afstöðu sinni til þeirra, næst þegar fulltrúarnir koma saman. Það verður á morgun. Dagsbrúnarmenn! Framhaldsaðalíundurinn er í dag kl. 2 e. h. í Listamannaskálanum. Verður þar lokið þeim störfum aðalfundar sem ekki vannst tími til í janúar. Þýðingarmesta mál fundarins er atvinnuleysismálið, en það snertir ekki aðeins þann mikla fjölda verka- manna sem nú er atvinnulaus, heldur einnig þá sem enn hafa vinnu, og búast við að halda henrii. Atvinnuleysið er mál allra verkamanna. Annað mikilsvert mál verður einnig rætt á fund- inum, en það er uppsögn samninga félagsins. Enginn Dagsbrúnarmaður sem getur komið því við að sækja fundinn má sitja heima. Fjölmennið Dagsbrúnarmenn, og mætið stumlvíslega. Mðrðlngja fúslega veift vegabréfsáritun til „Óvenjulegar kringumstæður" greiða götu mannsins sem myrti Peter Vojkelf, sendi- herra Sovétrikjanna í Póllandi Gamlir fasistar í Evrópu og pólitískir glæpamenn eiga sannarlega hauk í horni þar sem eru stjórnarvöld Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn eru ekkí fyrr búnir aS hleypa þýzkurn stríösglæpamönnunum út úr fangels- unum og leiða þá til hárra embætta, en fregn berst um þaö, aö félagsmálanefnd bandarísku fulltrúadeildarinnar hefur staðfest sérstaka undanþágu í lögum til aö veita alræmdum morðingja vegabréfsáritun til Bandaníkjanna. Maður þessi heitir Boris Kov- erda, og það var hann, sem í júní 1927 myrti Peter Vojkoff, sendiherra Sovétríkjanna í Pól- landi. I Reutersfregn segir, að þingnefndin veiti Koverda land- vistarleyfið á þeirri forsendu, að „óvenjulegar kringumstæð- ur“séu tengdar máli hans. Fólk Skinnaverksmiðjan Iðunn byrjar framleiðslH á sólaleðri Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri hefur nýlega byrjað framleiðslu á sólaleðri, og er þetta alger nýung hér á landi. Þessi framleiðsla mun bæta úr brýnni þörf', þar eð oft heíur verið skortur á sólaleðri í land inu undanfarin ár. Iðunn starfar í tveim deild- jum, sútun og skógerð. Á síðast lliðnu ári voru sútuð 272.000 kg. af ýmis konar húðum og skinnum, en það skiptist þann- ig: 8 364 nautgripahú'ðir, 5 012 hrossa- og tryppahúðir, 28 980 sauðskinn, 1 055 gærur loðsút- aðar, og loks 956 skinn af ýms- um öðrum tegundum. Úr þessu framleiddi verk smiðjan ýmsar tegundir af skinnum og leðri, svo sem hanzkaskinn, fataskinn, hús- gagnaleður, söðlasmíðaleður, töskuleður, bókbandsskinn og boxcalb, cheveráux og vatns- leður til skógerðar. Við þetta bætist svo sólaleðrið, sem áður er getið. Skógerðin framleiddi á síðastliðnu ári 42.305 pör af allskonar skóm, karla, kvenna og barna. Báðar juku verk- smiðjurnar framleiðslu sína frá árinu 1949. Við sútunina vinna nú 34 menn og við skógerðina 62. Greiddu þessar verksmiðj- ur samtals tæpar tvær milijón- ir króna í vinnulaun á síðast- liðnu ári. sem dæmt hefur verið fyrir meiriháttar glæpi, getur annars ekki fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Eftir morðið á Vojkoff reyndi þáverandi fasistastjórn Pól- lands að skjóta Koverda undan hegningu, en þegar ráðstjórnin sýndi fram, á að hún vissi hvernig í öllu lá, sá pólska stjórnin sér ekki annað fært en láta dóm ganga yfir morðir.gj- ann. Koverda var dæmdur í ævi langt fangelsi. í apríl 1934 var frá því skýrt í bandaríska tímaritinu The Fascist (Fasistinn), að rit- Framhald á 7. síðu. Sfarfsfálki strætisvagnanna sagt Á bæjarráðsfundi í fyrradag lagði íhaldið fram tillögu um að segja upp öllu starfsliði strætisvagnanna, og var sú til- laga samþykkt með 3 atkv. 1- haldsins, en Sigfús Sigurhjart- arson og Magnús Ástmarsson sátu hjá. I tillögunni er ákvæði um það a’ð samþykki borgarstjóra þurfi til við ráðningu starfs- manna strætisvagnanna eftir- leiðis. £f einhverjiz shyldu hafa dáið íhaldið virðist hafa vaknað af sínum langa Þyrnirósusvefni varðandi sumarbústaðalöndin við Rauðavatn. Þrjú ár munu vera liðin síðan úthlutun þeirra var á döfinni. Nú auglýsir 1- haldið að menn verði að endur nýja umsóknir sínar um löndin, og verði „ýmissa upplýsinga ki'afizt". Umsóknimar geta menn endurnýja'ð hjá ræktunar ráðunaut Reykjavíkur, Ingólfs- stræti 5, á virkum dögum frá ki. 1—3 e. h. og skulu hafa lokið endurnýjunarbeiðnum sín um fyrir kl. 12 á hádegi 28. þ. m. — Ekki mun ætlunin að breyta gömlu úthlutuninni, held ur mun þetta gert til að kanna hve margir kunni að hafa flutzt burt eða dáið á þessum árum sem liðin eru frá síðustu út- hlutun!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.