Alþýðublaðið - 06.09.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg, í siðasta lagi kl. io árdegis þann dag sem þær eiga að koma í blaðið. Askriftargjaid ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr 1,50 cm. eind. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. háskólans hafa hins vegar fengið 4000 kr. styrk til utanfara, og mundi sú fjárveiting síður orka tvímælis, ef stúdentar hefðu ekki samtimis og næstum því fyrirvara- laust verið sviftir þeim ómetan- legu hlunnindum, sem þeir hafa notið öldum saman. Enginn mundi hafa hreyft mótmælum gegn því, að Háskóli ísiands legði undir sig Sáttmálasjóðinn, e f svo hefði verið um hnútana búið um leið, að mikilsverðustu réttindi íslenzkra stúdenta væru ekki fyrir borð borinc. — Þetta eru orð í tíma töluð. Stjórn og þing ættu að athuga, að það fer ekki vel á því að gera hvorutveggja i senn — afia fslenzku þjóðinni viðurkenningar á sjálfstæði sínu og skapa um leið þær aðstæður fyrir mentalýð hennar, að mikið af þeim beztu mannsefnem er hún á á að skipa fari annaðhvort gersamlega for- görðum eða verði henni ekki nema að hálfum notum. Monte Oarlo. Itlendingnr sprengir spiiabankann og græðlr 1,000,000 franka. Eins og kunnugt er, liggur kot ríkið Monaco suður við Miðjarðar haf, þar sem fjöldi auðmanna kemur saman árlega til að sóa og svalia. Albert fursti af Monaco er einkennilegur maður. Árum saman hefir hann þvælst fram og afíur um höfin á skemtiskipi sinu — hann er heimsfrægur vísinda- maður fyrir hafrannsóknir sfnar. ÖHum mun vfst ekki kunnugt hvaðan honum kemur fé til þessa, því svo fáment er rfki hans, að hann hefir litlar sem engar tekjur af því. Nei, Albert fursti af Mon- aso lifir á fjárglæfrum. A hæðinni Monte Carlo, sem liggur á tanga út í sjó, stendur höll mikil ©g fögur. Hún heitir Casino eða sptlavítið Monte Carlo. Þar er spilað um miljónir, fáir menn koma þaðan ríkir, en flestir fátækir. Umhverfið er fagurt, grænir trjálundir, keipiétlir pálmar og marglit blóm — en í höllinni rikir heimska og gróðaffkn. Fyrir skömmu síðan var þar uppi fótur og fit. íslendingur að nafni Leifur Eiríksscn (?) frá Ame ríku sprengdi bankann. Leifur Eiríksson er fæddur í Khöfn af íslenzkum foreldrum, en á nú stórar koparnámur í Osborne f Kansas. Hann var sér til hress- ingar þar syðra. Sunnudagskveid nokkur kom hann úr operunni, sem er f Casino og gekk inn í spilasalinn. Þi kallaði einhver vina hans I til hans og spurði hvert hann vildi ekki spila. > Allrightc sagði Leifur og lagði 25,000 franka á spila vélina; Hann skifti þeim f smærri hluti og settist niður. AUir horfðu á spentir, en hann var tólegur. Eftir örstuttan tíma rakaði hann til sfn 25,000 fres. Ait komst á tjá og tundur. Menn þyrpast sam- an. Leifur gengur að öðru borði og leggur 12,000 frcs. á rautt. Hann lætur þá standa 12 sinnum. Eftir hálftlma hefir hann unnið eina tniljón franka. Daginn eftir flaug nafn hans út um heiminn. Beiningamenn og blaðamenn flyktust að honum. I viðtali við blaðameunina sagði hann: „Helminginn af gróðanum gef eg frönskum strfðsörkumla mönnum, hinn helminginn gef eg berklaveikum börnum í Frakk- landi.* Þá hefir spilavítið f Monte Carlo þó eitt sinn látið gott af sér leiða. Hótorkútter Tfkingar kom í gær frá Bildudal með fiskfarm, sem hann mun eiga að fara með til Englands. Mn iagiaa tg vtgiaa. Margt er nndarlegt — — 1. september kom út blað hér f bænum, sem á fyrstu sfðu bar titilinn „Lögrétta*, en á sfðustu síðu „ísafold*. Má með sanui segja að sitthvað gerist nú und- arlegt f fslenekri blaðamensku, og vart hefðu menn fyrir fáum árum trúað því, að þetta ætti fyrir ísafold gömlu að Iiggja. Bjergnnarikipið „Geir“ hefir nú dregið „Ellen Benzon*, sem strandaði f Borgarfirði eystra, af grunni. Er skipið lítið skemt, að sögn. Brúin á Jökulaá á Sóiheima- sandi er nú fullsmíðuð og var hún vfgð síðastliðinn laugardag. Voru ýmis stórmenui viðstödd athöfnina -og heltu mælsku sinnt út f ána. Frú Annie Leifs heldur hljóna- Ieika f Nýja Bíó f kvöld kl. 7l/z og leikur eingönga lög eftir Schu- mann og Chopin. Má vænta þar góðrar skemtunar, því frúin er að því er kunnugir segja góðum hæfileikum búin og lærð vel. Fyrirspnrn. Eg kom inn f mjólkurbúð fyrir stuttu og vildi fá keypta mjólk, stúlkan sem af- henti mjólkina svaraði mér þvf: að þeir einir fengju keypta mjólk sem keyptu hjá sér brauð, Er slfkt skiíyrði sem þetta heimilað í mjólkurreglugerðinni. Kona. Svar: Yitanlega ekki. Ritstj. Sykur er nú seldur á kr. 1,25 kg. höggvinn og steyttur á kr. 1,16 kg. sumstaðar. T. d. selur Hannes Jónsson á Laugaveg 28 hann því verði. Föðumafn hans var misprentað í blaðinu f gær. Hjálparstöð Hjúkrunarfélagsins Lfkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. 11—12 f, h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga .... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h. Eimskipið Aetiv kom hingað f fyrradag með kolafarm til verzl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.