Þjóðviljinn - 08.04.1951, Page 4

Þjóðviljinn - 08.04.1951, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. apríl 1951 ----------------------------------------------------------------\ Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. einL- Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. \----------------------------1--------------------------> Sömu hvatirnar og 1947 * , r ,,Kommúnístar undirbúa pólitískt ævintýri með lyg- um . . . Kommúnistar í Dagsbrún ráðgera pólitískt verk- j'all . . Ekki verkalýðsbarátta heldur glæpur. Verkfalls- hótun kommúnista er glæpur . . . Dagsbrúnarmenn verða að hafa vit íyrir stjóminni og trúnaðarráðinu. Félags- fundurinn í dag á að sýna kommúnistum, að hið pólitíska ævintýri þeirra muni mistakast . . . Pólitískt verkfalls- brölt er fjandsamlegt og hættulegt hagsmunum hinna vinnandi stétta í Iandinu.“ Þetta eru örlítil dæmi um fyrirsagnir Alþýðublaðsins sumarið 1947, þegar Dagsbrún átti í hinni hörðu deilu fyrir bættum kjörum meðlima sinna. Alþýðublaðið og Alþýðuflokksbroddamir reyndu þá ekki aðeins að koma í veg fyrir að verkamenn legðu til baráttunnar, heldur beittu þeir öllum ráðum til að knýja fram ósigur þeirra. í þeim átökmn hafði ríkisvaldið í fyrsta sinn beina for- ustu fyrir atvinnurekendum í kjaradeilu við verklýðs- eamtökin, og það var „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins" sem kom þeirri forustu á. Framkoma Alþýðuflokksbroddanna og Alþýðublaðsins sumarið 1947 var ömurlegt dæmi um spillingu þess flokks sem 1 upphafi var ótrauður málsvari clþýðu og alþýðusamtaka. Síðan eru liðin fjögur ár, og nú bregður allt í einu svo við að AlþýðublaðiÚ þykist hafa það hlutverk nær- .tækast að eggja Dagsbrún til kjarabaráttu. Daglega birtir það ögrunargreinar: Hvers vegna segir Dagsbrún ekki upp . . . Þorir Dagsbrún ekki að segja upp . . . Eru Dags- brúnarmenn þeir aumingjar að þeir þori ekki í verk- fall . . . Svo viðbjóðsleg sem skrif Alþýðublaðsins voru sumarið 1947 eru þessi skrif þó enn skítmannlegri. Menn- irnir sem hafa það að hlutverki sínu að ganga erinda atvinnurefkenda innan alþýöusamtakanna, auðstéttar- þýin við Alþýðublaðið, þykjast þess umkomnir að ögra .verkamönnum í Dagsbrún, þeim mönnum sem ævinlega hafa staðið í fylkingarbrjósti og tekið á sig þyngsta skerfinn í kjarabaráttunni. Embættismannaklíkan sem stjórnar Alþýðuflokknum, ríku mennirnir í fínu stöðun- um með margföldu tekjurnar, þykjast hafa heimild til þess að segja Dagsbrúnarverkamönnum, sem í vetur hafa háð baráttu við atvinnuleysi og skort á brýnustu nauðsynjum, fyrir verkum. En á bak við ögrunarorðin nýju felst sama hugarfar og bak við árásirnar 1947. Hvatirnar geta aðeins verið þær að hleypa af stað kjarabaráttu alþýðusamtakanna sem sé sundruð og illa undirbúin andspænis samstilltu valdi ríkisstjórnarklíkunnar. Slíkt er það hlutverk sem Stefáni Jóhanni er falið í hinni konunglegu stjórnarand- stöðu Alþýðuflokksins. En Dagsbrúnarmenn munu ekki láta svik Alþýðu- flokksbroddanna hafa áhrif á sig nú frekar en 1947. For- ustumenn Dagsbrúnar hafa gengið markvisst að því hlutverki sem samþykkt var á síðasta Alþýðusambands- þingi og stjórn Alþýðusambandsins hefur algerlega van- rækt, að koma á fullkominni einingu í baráttu þeirri sem framundan er fyrir mánaðarlegri vísitölugreiðslu. Þeir vita að andstaða ríkisstjórnarklíkunnar er alger og því þarf að undirbúa baráttuna þannig aö sem mest öryggi fáist og fórirnar verði sem minnstar. Þeir hafa þegar lagt drög að samvinnu sem er víðtækari en dæmi eru til áður og búa sig undir að greiða það högg sem dugir þegar bezt er færi. Það er þessi undirbúningur, þetta víðtæka samstarf verklýðsfélaganna, sem er Alþýðuflokksbroddunum þyrn- ir í augum. Þeir sjá fram á að þeir fái ekki unnið óþokka- verk sín nú fremur en 1947. Of löng dvöl á torginu S. L. bendir á það í bréfi að vissar áætlunarferðir stræt- isvagnanna eru dálítið skrítnar: ,.... Vilji maður t. d. fara með vagninum milli vesturbæj- ar og austurbæjar, þá kemst n,aður ekki hjá því að stanza í það minnsta 5 mínútur á Lækj- artorgi. Það er nú allur hrað- inn!. ... Auðvitað eiga þessir vagnar ekki að hafa nema augnabliks dvöl á torginu. Mér skilst að ferðir þeirra, sumra að minnsta kosti, eigi að heita „hraðferðir“, en eins og nú er virka slík nöfn á þeim sem púra grín. — S. L.“ □ Þýðingarmlkil starfsemi Ég held að mörgum muni hafa komið þiægilega á óvart þær upplýsingar, sem í gær voru gefnar hér í blaðinu um starfsemi „Gúmmíbarðans“. Þó að ungt sé, aðeins 5 ára, verð- u>* ljóst að hagur sá sem bif- reiðaeigendur hafa þegar" haft af starfsemi þess er ekkert smáræði, þar sem sólun á hjól- barða kóstar hjá því aðeins % hluta af verði nýs hjólbarða, svo ekki sé talað um þann gjald- eyrisspamað, sem hér er um að ræða: efnið í sólun kost- ar sem sé aðeins 1/10 hluta af verði nýs hjólbarða frá verk- smiðjunni. □ Verklaust í eitt ár Ofan á allt þetta bætist svo, að sólaður hjólbarði endist yf- írleitt betur en nýr! Síðan fyr- irtækið var stofnað hefur það verið verklaust samanlagt í eitt ár vegna efnisskorts, en það er nú ætlandi, að gjaldeyr- isyfirvöldunum sé orðin svo ljós hin mikla þýðing þess, að til slíkrar stöðvunar komi ekki aítur. □ Hvað um ritvélamálið ? Vélritunarstúlka kom að máli við mig um daginn og spurði hvað orðið hefði af frumvarpi því um samræmingu á letur- borðum ritvéla, sem í vetur var flutt á alþingi. Kvað hún þetta mál ekki eins þýðingar- laust og margir vildu vera iáta, að minnsta kosti ekki fyrir sig og sínar stéttarsystur, og því væri sér forvitni á upplýsing- um um afdrif þess. En það er im afdrif þau að segja, að nefnd sú, sem fékk málið til thugunar, virðist einhvernveg- inn hafa gleymt því; svo mikið er víst. að frá henni kom það ekki aftur. n Vorið að koma ? Og nú er helzt svo að sjá sem vorið sé að koma. Manni get- ur orðið illilega heitt að ganga í vetrarfrakkanum sólarmegin á götunni. Snjórinn leysist stindur, og það er for þar sem hann var í vetur. Rauðir rab- babaraneppar sjást í görðum. Dúfnakarrarnir stunda af á- huga sín márgbortnu ástarat- lot; milli þess sem þeir hjálpa frúm sinum að safna stráum i hreiðrið. Krakkarnir eru farn- ir að leika sér í parís. Samt er ekki að vita nema aftur skelli á okkur kuldakafli. Enda sé ég að þó Haraldarbúð sé að vísu búin að setja sundföt útí einn gluggann hjá sér þá hef- ur hún samt ekki enn tekið skíðafötin úr næsta glugga. Ríkisskip Hekla er í Reykjavík; fer það- ar. á þriðjudaginn vestur um land t;l Kópaskers. Esja, Skjaldbreið og Þyrill eru i Reykjavík. Herðu- breið er á Austfjörðum á norður- lt ið. Straumey er ■ væntanleg- til Reykjavikur I dag frá Austfjörð- um. Ármann var í Vestmannaeyj- um í gær. Sklpadeild SIS Hvássafell fór frá Reykjavík 5. þ. m. áleiðis til London. Arnar- fell losár sement á norð-aústur- landi. Jökulfell fer á hádegi í dag frá Oskarshamn áleiðis tii Is- lands með viðkomu í Kaupmanna höfn og Halmstad. Eimskip Brúarfoss fór frá Tálknafirði i gærkvöld tii Ólafsvíkur. Detti- foss fór frá Reykjavík 6. apríl >il Italíu og Palestínu. Fjallfoss tór frá Kaupmannahöfn í g^er til Leith og Reykjavkur. Goðafoss og Tröllafoss eru í Reykjavik. Lag- s rfoss fer frá New York 10. þ. m. tfl Reykjavikur Selfoss fór frá Leith 4. þ. m. til Hamborgar, Antwerpen og Gautaborgar. Dux lór frá Kaupmannahöfn 3. þ. m. tii Reykjavikur. Hesnes fór frá Hamborg 5. þ. m. til Reykjaviltur. Tovelil fermir í Rotterdam um 10 þ. m. til Reykjavíkur. Ioftleiðir h.f. 1 dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmanna- eyja, Isafjarðar, Akureyrar, Pat- reksfjarðar, Sauðárkróks, Hólma- víkur, Flateyrar, Þingeyrar og Bildudals. Fiugfólag Islands h.f.: f dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar og Vestmannaeyja. — A morgun eru ráðgerðar flugferð- iv til sömu staða. - » / f Hjónnnum Ingi- N re / björgu Þorsteinsi- S dóttur og Kris^ [ jfjl ' jáni Oddssyni, Óð- 1 W k insgötu 21, fædd- ist 14 marka son- ur 21. marz. — Hjónaefnunum Önnu Kristjánsdóttur og Einari Sigurðssyni fæddist 15 marka dóttir 30. marz. — Hjónunum fcvövu Arnórsdóttur og Guðbjarti Stefánssyní, féhirði, Reykjavíkur- vegi 29, fæddist 18 marka sonur þann 5. april. írá Barðstrendingafélaginu: Dregið var hjá Borgarfógeta 2. apríl i hlutaveltu-happdrætti fé- lagsins. Vinninganna verður að vitja til Guðbjartar Egilssonar hjá Helga Magnússyni og Co. fyr- ir 15. maí n. k. Samningar við STEF. Nýlega hafa verið undirritaðir samningar milli STEFS og Iþrótta bandalags Reykjavíkur um greiðsl ur til STEFS fyrir flutningsrétl; tónverka á skemmtunum meðlima iþróttabandalagsins, en í því eru 18 félög. Telja báðir aðilar að samningar þessir hafi af beggja hálfu farið fram með mikilli sann girni og velvild. Snædrottningin verður sýnd í dag ki. 2. Nú fer að fækka sýn- ingum á þessu leikriti. Helgidagslæknir: Óskar Þ. Þórð A arson, Flókagötu 5. — Sími 3622. Næturlæknir: er í læknavarð- stofunni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvöröur er i lyfjabúðinni Iðunn. — Sími 7911. MlR-sýningin frá neðanjarðar- járnbrautinni i Moskvu er opin kl. 1—10 i dag. Athygli áhuga- monna um iþróttir skal vakin á því, að kl. 5 og kl. 9 er sýnd kvikmynd frá Dínamó-leikvangin- x;m i Moskvu. Sýnir hún þjálfun og lceppni í fjölmörgum íþrótta- greinum, m. a. keppnina um meist aratitilinn í knattspyrnu milli Dínamó og Torpedó. Fastir liðir eins og venjulega. Klukk- an 15.15 Miðdegis- tónleikar (plötur): a) ,Grand Canyon' svita eftir Ferde Crofé (Kostelanetz og hljómsveit hans leika). b) Ýmis létt lög (Patrice Munsel, Jan Pierce og Charles Fredericks syngja; hljótn sveit og kór A1 Goodmans að- stoða). 16.15 Útvarp til Islendinga tilendis: Fréttir. 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Stephensen). 19.30 Tón leikar (plötur): „Folies d’Esp- agne“ stef og tilbrigði eftir Ponce (Andrés Segovia leikur á gitar). 20.20 Sinfóníuhljómsveitin; dr. t tctor Urbancic stjórnar: Forleik ut og danssýningarlög eftir Árna Pjörnsson úr sjónleiknum „Nýárs- nóttin". 20.40 Erindi: Kevin helgi og klausturbærinn forni (Þóroddur Guðmundsson rithöf.). 21.45 Kór- söngur: Kór Hállgrimskirkju í Reykjavík syngur; Páll Halldórs son stjórnar og leikur á orgelið: a) Vakna, Síons verðir kalla, eftir Joh. Seb. Bach. Ó, eilíft líf, eftir joh. Seb. Bach. Kyrie eleison, eft ir Giuseppe Antonio Bernabei. Af himnum ofan, eftir Adam Gumpelz haimer. Dýrð sé Guði, eftir Cloude Goudimel. Agnus Dei, eftir Hans Leo Hassler. Dona nobies pncem; gamall keðjusöngur. Nú fjöll og byggðir blunda, eftir Joh. Seb. Bach. 21.30 Upplestur: Veð- málið, smásaga eftir Anton Tsje- kov (frú Margrét Jónsdóttir). 21.50 Tónleikar (plötur): Cellósónata i A-dús eftir Weber (Gregor Piati- gorsky leikur). 22.05JDanslög (plöt ur). — 01.00 Dagskrárlok. Úfvarpið á morgun: 18.20 Framburðarkennsla í esp- eranto. 18.30 Islenzkukennsla; II. fi. — 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 19.30 Tónieikar: Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20.20 Útvarpshljóm- sveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. a) Norsk alþýðulög. b) Lagaflokkur eftir Verdi. 20.45 Um daginn og veginn (Thorolf Smith biaðamaður). 21.05 Einsöngur: Eiisabeth Schumann'syngur (plöt ur). 21.20 Erindi: Islandsvinurinn Lúðvik Kristján Múller; fyrra er- indi (Hannibal Valdimarsson aiþm.). 21.45 Tónieikar (plötur): Ungversk fantasia fyrir flautu og pianó op. 26 eftir Doppler (Marcel og Louise Moyce leika). 22.10 Raddir hlustenda (Baldur Pálma- son). 22.45 Dagskrárlok. MESSUR I DAG: Hallgrímskirkja. Klukkan 11 f. h. Messa, séra Jakob Jónss. Ræðuefni: Hjálpræðið í Kristi. Kl. 1,30 Barnaguðsþjónusta séra Jakob Jónsson. Kl. 5 e. h. Messa, séra Sigurjón Þ. Árnason. — Laugar- nesprestakall. Méssað kl. 2. Ferm ing. Sr. Garðar Svavarsson. Barna guðsþjónusta fellur niður vegna fermingarinnar. — Nesprestakall. Messa i kapellu Háskólans kl. 2 e. h. Sr. Jón Thorarensen. {liggur leiðin | Pir^n

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.