Þjóðviljinn - 08.04.1951, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.04.1951, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 8. april 1951 TÓNLEIKAR ! Þórunnar Jóhannsdóttur Undir eilifðarstiörnum Það er mörgum gleðiefni, þegar nafnið hennar Þórunnar Jóhannsdóttur heyrist nefnt í sambandi við tónleika, ' hvort sem er í erlendum sönghöllum eða hér í bænum. Þessi litla stúlka er söguhetja í gömlu ævintýri, sem alltaf gengur þó, og sem betur fer æ tíðar, í end- urnýjungu lífsins —■ enda er það alltaf jafnhugþekkt og spurning þess jafnáleitin, hvort karlsdóttirin muni nú eignast sitt kóngtsríki, eða eins og ein- faldlega er komizt að orði: hvað er svo meira? Og nú fékkst nokkurt fram- háld sögimnar um hana Þór- vnni litlu í blöðunum um dag- inn og á tónleikum hennar á þriðjudagskvöldið, og mjög á þá lund sem við óskuðum helzt. Hún er ekkert óeðlilegt undra- barn, fullorðin mn aldur fram, og æskumörkin eru greinileg á.leik hennar og túlkun, sum- part auðrakin til þess, að flyg- ilbákn nútímans eru engin barnameðfæri. En hún hefur hins vegar þegar sigrast á mörgum ei'fiðustu þrautum list- ar sinnar, og virðist ekki vand- séð, að í tónheimum bíði henn- ar mikill vegur. — Þannig lék hún um kvöldið af yndisþokka og aðdáanlegri leikni nokkur Chopin-verk, þar á meðal Fan- tasie Impromptu op. 66; þrjár Skrjabín-prelúdíur op. 11; Fan tasíu og Fughettu í B-dur eft- ir Bach; Beethoven-sónötu op. 79 í G-dúr og loks hinar fjöl- brej'ttu og fögru Kinderscenen Schumanns, op. 15, sem voru þungamiðjan i efnisskrá þessara tónleika. Skofheld málning Verkfræðingurinn Baldwin- son í Singapore hefur tekið einkaleyfi á uppgötvun, sem ætti að geta orðið honum fé- þúfa, ef sönn reynist. Hann kveðst hafa uppgötvað aðferð til að framleiða skotheida máln íngu. Sé henni sprauíað á kvarttornmu járnplötu eða tré- plötu komist hvorki skamni- l-yssu- né riffilkúlur gegnum þiöturnar. Gastúrbínuvél í bíla Boening verksmiðjurnar í Bandaríkjunum eru að byrja framleiðslu gastúrbínuvéla í foíla. Vél af þessari gerð, sem hefur 170 hestöfl, vegur aðeins jtæp 100 kíló. Jafn aflmikil vé! af venjulegri gerð vegur að iminnsta kosti nokkuð á annað tonn. Hún er vel komin að dálitlu lófataki og blómuin, hún Þór- unn litja, og líklega erii ekki siærri vonir tengdar með réttu við listþroska neins íslenzks barns. Það er þvi- óskandi, ef svo mætti stuðla til, að, þær vonir í’ætist án þess ævintýra- brautin hennar ' verði allt of sérum þymum stráð. Þ. Vald. Aðalfundur Félags ísl. kjötiðnaðar manna Félag íslenzkra kjötiðhaðar- manna hélt aðalfund sinn 26. febrúar síðastliðinn. Stjómin var öll endurkosin, en liana skipa: Arnþór Einarsson for- maður, Sig. H. Ólafsson. ritari og.Helgi Guðjóns.son gjaldkeri. Stjórn F.I.K. hefur unnið að því undanfarna mánúði, ; að reyna að útvega hingað til lands kennara í kjötiðnaði, til þess að halda 'hér námskeið fyrir kjötiðnaðarmenn. Nú hef- ur félaginu boðist tilboð frá Teknologisk Institut í Kaup- mannahöfn, um tvö námskeið, annað fyrir kjötiðnaðarmenn og hitt fyrir slátrara. Nú er kjöt- iðnaðarmenn eru loks að ná því langþráða marki að hljóta réttindi sem aðrir iðnað- armenn, þá eru slík námskeið mjög heppileg, til þess að.sam- ræma og mynda frumdrætti að framtiðarkennslu nemenda í kjötiðnaði. Samþykkt var á aðalfundin- um tillaga um tilraunanefnd F.Í.K. Tilgangur með stofnun þessarar nefndar er að taka til meðferðar tillögur til bóta á meðferð og framleiðslu slátur- fjárafurða. Fyrsta verkefnf nefndarinnar verður að athuga og gera tilraunir með bakteríu drepandi geisla, hver áhrif þeirra verða á frösið kjöt sem tekið verður til meýrnunar. Ef þessi tilraun héppnast, þá ætti ekki að þurfa að sjóðá kjöt af fullorðnum nema ca. helming þess tíma sem nú þarf. Mörg verkefni biða nefndariimar, svo sem að fylgjast með öllum nýj ungum á sviði kjötiðnaðar. er- lendis og á hvern hátt við get- um notað okkur þær, til fram- fara í kjötiðnaðinum og jafnvel til útflutnings á fullunnum vör- um. Að sjálfsögðu mun nefndin leita til ýmissa sérfræðinga. bæði um tillögur og rannsóknir. Ennfremur til eigenda atvinnu- tækjanna, um húsnæði og efni. 1 tilraunánefnd F.l.K. voru þess ir kosnir: Sig. H. Ólafsson, Helgi Guðjónsson og Stefán Bjarnason. Eftir A. J. Cronin 'j 131. DAQUR, gráföl í framan. Þetta var hræðilegasta öugna- blik ævi hennar. Andartalc hélt. hún að það væri að líða yfir sig en með erfiðismumun herti hún sig upp og fór út úr stofunni og var nærri dottin um leið. Svo flýði hún úþp stig- ann altekin viðbjóði og skelfingu. Hvorki Barras né Hettý höfðu orðið hennar vör. Barras tók ekki eftir neinu nema Hettý, nálægð hennar, ilminum af lienni, ávalri, grannri mjöðminni sen snerti feitt læri hans. „Hettý“, hvislaði. hann 'löðmæltur. „Þú veizt að mér þykir vænt um þdg“. ' Orð hans rifu hana út. úr þessari kjmlegu leiðslu. ~ ' „Gerðu þetta 'ekki“, sagði hún. „Þú mátt ekki halda svona á mér“. -Hann losaði ,um tökin og lágði. lófann. á hné hennar. „Nei, nei“, hrópaði hún og streittist á hióti. „Þetta máttu alls ekki. Ég vil. það ekki“. „En Hettý —“ stundi hann. „Nei, nei“, greip liún fram í fyrir honum. „Ég er ekki stúlka af því tagi. Alls ekki“. Hún var gripin skyndilegu hatri- á honum fyrir að koma henni í þessa aðstöðu, eyði- leggja ailt, binda endi á vernd sína og gjafir með þessari viðbjóðslegu .ágengni. Hún hataði rautt ■ þrútið andlit háns, baugana undir aug- unum og lioldugt nefið. Henni datt allt í einu í hug til samanburðar unglegt og blómlegt and- litið á Purves, og hún hrópaði: „Slepptu mér, heyrirðu það. Ég æpi ef þú sleppir mér ekki“. Hann svaraði með því að þrýsta henni að sér og leggja varirnar áfergjulega á hritan háls hennar. Hún hrópaði ekki upp jlir sig, en hún reif sig lausa eins og köttur og rak hon- imi rokna löðrung. Svo spratt hún á fætur, lag- færði kjólinn sinn og liárið og hreytti út úr sérí „Þú er andstyggilegur, viðbjóðslegur karl. #######^ KVIKItVrnDIR Jíýja Bíó: CASBAH. Franskur banditt í Casbah heillar már- ískar þvottakerlingar — með þvi að syngja ameríska slagara; þess á milli planlegg- ur hann skartgripa- þjófnaði af auðmönn- um,. Lögregluforing- inn, sem settur hefur verið til höfuðs hon- um, er einn af skárri kunningjum hans, — þótt hann hafi milc- in áhuga á að koma honum í svartholið. Svo geysi vinsæll er bandittinn af lýðum Casbahhverfis, fyrir örlæti sitt, að lög- regluforinginn treyst- ist ekki til að nappa hann, þótt þeir tveir standi tiðum á skrafi við hverfishliðið, og örskot i næsta tugt- hús; frh. í sama dúr. Þetta er hundrað prósent amerísk mynd, gæti hvergi hafa orðið til, nema í hinu vilta vestri. En þrátt fyrir alla vitleysúna grátklökkv ann og ósennileikann, er hún alls ekki leið- inleg. „Maðurinn með linsoðnu augun", Pet- er Lorre, er mjög skemmtil. að vanda. Aðrir leikendur fara og flestir allvel með hin merkilegu hlut- verk sín; undanskil- inn þó Tony Martin, sem leikur höfúðpaur inn, Pepe le Moko. Sem sagt, reyfari, en ekki leiðinlegur reyf- ari. E. 0 A V ÍÐ Þú ert miklu verri en ræfillinn hann sonur þinn. Ég hata þig. Veiztu ekki aö ég er sið- prúö stúlka. Heyrirðu það, siðprúð stúlka. Þú ættir að skammast þín. Ég vil aldrei sjá þig framar, aldrei, aldrei“. Hann reis á fætur eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en áður en hami gæti kömið upp orðd, þaut hún út úr herberginu.'Hann stóð andartak kyrr með útréttar hendur eins og hann væri enn aö reyna að halda í hana. Hjartað barðist í brjósti hans, hugsanir hans voru ■óljósar og hann hafði suðu fyrir eyrunum Hann fann til hræðilegs magnleysis, það var aldurinn sem hafði hindrað hann í að vinna hana. Hann stóð áfram uppréttur og riðaði litið eitt í hálfdimmri, tómri stoftinni, aðfram- kominn. Sem snöggvast hélt liann að hann væri að fá slag. Svo tók hann hendinni um þjakað höfuðið og lét failast niður á sófann. 40 • - .... _. * •. -r i Á meðan sat Carrie frænka í myrkrinu uppi á lierbergi sínu og heyrði þegar bíllinn lagði af stað með Hettý til Tynecastle. Hún sá billjósin lýsa upp herbergið sem snöggvast og í myrkr- inu og kyrrðinni sem kom á eftir var hún grip- in óliugnanlegjm skjálfta. Heimur hennar hafði hrunið í rúst. Það sem hún hafði séð í setu- stofunni hafði lamað líftaug hennar. Að hugsa sér að Ríkharður; — Ríkharður. Carrie frænka titraði meir; hún skalf frá hvirfli til ilja og tvö stór tár runnu niður kinnarnar. Guð minn góður, guð minn góður, hugsaði Carrie frænka frávita af örvæntingu og sorg. Carrie frænka dýrkaði Ríkharð. 1 fimmtán ár hafði hún þjónað Rikharði af líkama og sál. Hún hafði þjónað honum úr fjarlægð, en það hafði ekki hindrað hana í að dást að honum og tilbiðja hann í leyndum hjarta síns. Hann var eini karlmaðurinn í lífi liennar. Að vísu hafði hún á sínum tíma haft mætur á minningu Al- berts sáluga prins, sem liún áleit með réttu góðan mann, en sú aðdáun var eins og skuggi í samanburði við þá aðdáun sem liún hafði á Ríkharði. Carrie frænka lifði fyrir þessa aðdá- un, hún var uppistaðan í hinu viðburðasnauða lífi hennar. Og nú eftir fimmtán ára dýrð, eftir fimmtán ára dygga þjónustu, sem var fólgin í að leggja fram inniskó hans, framreiða matinn hans, taka til fötin hans, fylla liitapokann hans, vernda ullamærfötin lians fyrir möl, prjóna sokka handa honum — og nú hafði Carrie frænka séð hann sitja með Hettý á linjánum. Frávita af kvöl og sorg huldi Carrie frænka höfuðið í titrandi höndunum og grét beizklega. Meðan hún sat þarna grátandi og örvilnuð heyröi hún Harriet berja í gólfið með stafnum. Þegar Harriet þurfti á einhverri aðstoð að halda, tók liún staf sem stóð við rúm liennar og barði í gólfið svo að Carrie frænka heyrði til hennar. Carrie vissi að Harriet vildi fá meðalið sitt. En hún hafði ekki hugrekki til að fara inn til hennar. Hún sat eins og lömuð við tilhugs- unina um Ríkharð, þennan nýja Ríkharð, þenn- an vesalings Ríkharð sem var svo hræðilegur. Carrie frænka skildi ekki að þessi nýi Rík- harður vat' aðeins afbrigði af hinum gamla: henni kom ekki. til hugar að þessar nýjn hneigðir, sem hneyksluðu hana svo mjög, væru sprottnar upp af gömlu hneigðunpm. Hún hélt að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir . Rík- harð, veslings Ríkharð. Þó vissi liún ekki hvað það gæti A*erið. Hún sá aðeins að hann sem áður var guð i hennar augum, var nú orðinn grátbroslegur trúður og lijarta hennar var brost- ið. Hún grét án afláts. Ríkhax*ður með Hettý Todd á hnjánum. Hún grét og grét ög þoldi ekki tilhugsunina. Svo tók hún allt í einu eftir að Harriet var enn að berja. Harriet hafði barið látlaust í fimm mínútur, og endaþótt Carrie hefði heyrt það útundan sér, þá liafði liún ekki sinnt því neinu. Hún gat ekki farið inn til liannar. roeð út- grátin, þrútin augu, titrandi hendur ög þunjján ekka. Og þó varð hún að fara. Harriet. vajjð Jað fá meðalið sitt. Ef Harriet fengi ekki með%lið sitt mundi hún halda áfram.,-áð bprja 'hæ^ra og hærra, svo að allir vöknuðu og þá kæmi ef til vill eittlivað nýtt á daginn, sem riði Carrie frænku að fullu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.