Þjóðviljinn - 08.04.1951, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.04.1951, Síða 8
i 2 e. h. í dag Helgi Haimesson forseti Alþýðusambands íslands ba'uð sam- bandsfélögunum að segja upp samningum sínum, til þess að íá nýja samninga um greiðsru fullrar vísitölu mánaðarlega. Bæjarstjórnarfundur í Hafnarfirði samþykkti fyrir nokkrum dögum að bærinn semdi við Illíf um greiðslu fullrar vísitölu mánaðarfega, en enn hefur Helgi Hannesson ekki fengizt til að skrifa 'undir samninga við Hlíf og ber ná fyrir sig' að hann þurfi „vegna breyttra viðiiorfa" að bera það undir bæjarráð hvort hann eigi að undirrita samninginn eða ekki. Ókunnum til glöggvunar er rétt að taka íram að Helgi Hannesson íorseti Alþýðusambands íslands og Helgi Hannesson bæjarstjóri í Haínaríirði, er ein og sama persónan! Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði heldur fund í dag klukkan 2 e. Ii. í Góðtemplarahúsinu til þess að ræða þessi mál og er ekki að efa að hafnfirzkir verkamenn munu fjöl- menna á fundinn. Aðalfundur Faicfugladeildar Rvíkur Aðalfund'ur Farfugladeildar Beykjavíkur var haldinn að Iíaffi HÖll 20. marz síðastlið- inn og var vel sóttur. Gaf for- maður skýrslu um starfsemina síðastliðið ár og voru margar ferðir farnar um helgar og svo sumarleyfisferðir og tókust allar vel. Einnig var gest- kvæmt í skálum félagsirts en þeir eru þrír: Valabólt, Heiðar- ból og Sæból. Þá las gjaldkeri upp reilcn- inga félagsins og voru þeir sam þykktir. Var síðan lesin upp ferðaáætlun félagsins fyrir ár- ið 1951 og gerður að henni góð ur rómur, enda á áætlun að þessu sinni fjölmargar göngu- og hjólreiðaferðir, margar liverjar sérstæðar og skemmti- legar, en þeirra mun væntan- lega verða getið síðar. Síðan var gengið til stjórnar kjörs og voru þessir kjörnir: Formaður: Guðmundur Er- lendsson, og meðstjórnendur: Ari Jóhannesson, Þorgrímur Halldórsson, Haraldur Þórðar- son, Ólafur Björn Guðmunds- son, Ásmundur Ásmundsson og Þorvaldur Hannesson. Heima er bezt Arílheftið af Heima er bezt er komið út l'yrir nokkru. Er þao mjög með sama sniði og ritirsu var skorinn stakkur með íyrsta lieftinu. Áldargamall og of ærsla- fengin fyrir börn, nefnist frá- sögn af aldargömlum manni, sem nú er kominn á elliheimil- ið. Þáttur er af Tungu-Halli, er uppi var í ísafjarðarsýslu um lok 18. aldar. Grein er um „undraefnið plast“ og fram- leiðslu á vörum úr plasti hér heima, fylgja henni myndir. Stefán Jónsson skrifar: Við verbúð og um borð í bátum; Hagalín um Þórkötlu í Lokin- hömrum. Grein er um Símon Dalaskáld: Henni varð að ósk sinni. Enn eru ótaldar þýddar frásagnir o. fl. innlent efni. Elías Mar skrifar Reykjavíkur- þátt og Sigurður Magnússon 1 dag. Orð og myndir Vígsla þjóðleikhússins, orð og myndir, nefnist nýútkomin bók, og hefur hún inni að halda ræður þær, og kvæði er fluttar voru við vígslu þjóð- leikhússins 20. apríl í fyrra. Ennfremur eru leikdómar blað anna um leikina er sýndir voru við vígsluna. Lárus Sigurbjörnsson bóka- vðrður þjóðleikhússins og Yngvi Thorkelsson leiksviðs- stjóri völdu myndir og bjuggu ritið til prentunar. Myndir eru margar teknar af Vigni og Pétri Thomsen. Ritið er tæp- ar 50 bls. í stóru broti. Vöruflitningar 1 sjöfaldast Sýningarkeppni áhaldaleikfimi Sunnudagur 8. apríl 1951 — 16. árgangur — 79. tölublað Jökuifell" hið nýja frystiskip SÍS Skipið er 1000 lestir að síætS Hið nýja skdp Sambands ís- lenzkra j sam Vi n n u í é 5 a g a, „JÖKULFELL“, var afhent í Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa flugvélar Flug- félags íslands flutt samtals 2765 farþega. Á sama tímabili í fyrra voru farþegar hinsveg- ar 1772, og hefur farþegafjöld- inn því aukizt um 56%. Vöruflutningar fyrsta árs- fjórðunginn hafa orðið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu Flugfélags íslands. Hafa þeir rúml. sjöfaldazt miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélar félagsins fluttu nú 97.979 kg. á móti 13.675 kg. s.l. ár. Mestur hluti flutninganna hefur farið fram hér innanlands eða rösk- lega 80 smál. I s.l. mánuði voru flutt 26.305 kg. af vörum í inn anlandsflugi og 8894 kg. á milli landa. Fimmtíu útlendingar af 15 þjóðernum komu með „Gull- faxa“ erlendis frá í marzmán- uði. Flestir þeirra voru Bretar cða 18 talsins. Þá komu 8 Dan- ir, 7 Rússar, 3 Austurríkis- menn, og færri af öðrum þjóð- um. Alls flutti „Gullfaxi" 178 farþega á milli landa í mánuð- inum, 8894 kg. af vörum og 1442 kg. af pósti. Póstflutningar með flugvél- um Flugfélags Islands fyrstu þrjá mánuði þessa árs námu 23.180 k'g. en voru á sama tíma í fyrra 6.736 kg. Flugveður hér innanlands var fremur óhagstætt í sl. mán uði, og var flogið samtals 22 daga mánaðarins. ODD BYE-NILSEN í dag kl. 2 e.h. fer fram sýn- ingarkeppni í fimleikum í í- þróttahúsi Háskólans. Hinn nýi fimleikaþjálfari KR-inga, norski fimleikakennarinn Odd Bye-Nilsen, tekur þátt í keþpni þessari, sem verður í 10 grein- um. Sýndar verða gólfæfingar, æfingar á dýnum, í hringjum, á svifrá, tvíslá, á kistu og hesti. Oervisilki unnið úr þsra? Osló. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Arbeiderbladet hefur það ný- lega eftir Henrik Printz prófess or, forstöðumanni fyrir þara- rannsóknunum norsku, að rann sóknardeildin eigi von á nýjum rannsóknartækjum. Norðmenn telja sig geta haft 1 milljarð króna í tekjur af þaravinnslu, en efni unnin úr þara eru nú sífellt notuð til fíeiri og margvíslegri hluta. Mikil áherzla er nú lögð á að vinna gervisilki úr þaraefnum. Nú þegar er margt frameitt úr þara til i'ðnaðar og heimilis- i.'ota, auk þess sem unnið er úr honum fóður og áburður. Leiðrétting Fyrir einhverja óaðgæzlu var f.yrirtækið „Gúmmíbarðinn" kall „Hjólbarðinn“ í frétt hér í biaðinu í gær. Gúmmíbarðinn hefur bækistöðvar við sjóinn þar sem Skúlagata og Baróns- stígur mætast. 1 Þá vantat „8 þús. kallibolla, 20 þús. vatns- glös .. .ítem hundrað og þrjátíu náttpotta" en þó fyrst og fremst skilning á almennnm mannréttindum — Og svo er fsland auglýst sem íerðamannaland!! I þættinum „I dag“ sem Sigurður Magnússon skrifar í „Heima er bezt“, segir hann i síðasta hefti að um síð- ustu hátíðar hafi stjórn Samands gisti- og veitinga- húsaeigenda fengið skýrslur frá meðlimum sínum um að þá vantaði: „um átta þúsund kaffibolla, tuttugu þúsund vatns- glös, fimmtíu salernisskálar, þrjátíu þúsund rúllur af klósettpappír, ítem hundrað og þrjátíu náttpotta, auk annarra na’uðsynja, ásamt upplýsingum um að skortur þessi væri svo sár, að ef ekki yrði úr bætt, myndi þeg- ar verða að loka mörgum veitingastöðum, enda heil- brigðésyfirvöld landsins irfjog tekin að ókyrrast vegna óþrifnaðarins...“ Þetta ástand er þó dkki því að kenna að eigendur gísti- og veitingahúsa séu svo sárfátækir að þeir geti ekki borgað þessa hluti, heldur hinu að „Deildin telur ekki fært að veita umbeðin leyfi að svo stöddu", segir í grein Sigurðar, og er þar að sjálfsögðu átt við marg- nefnda innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs. I dag eigum við BÍKISSTJÓBN er ber ábyrgð á og stjórnar slíkum ræfildóirý, GISTIHÚSAEIGENDUB er sætta sig við slíka háðung — og síðast en eltki sízt VEITINGAHÍJSAEIGENDUB sem mega ekki vera að því að koma lagí á þetta af ákafanum við að konia i veg fyrir að starfsfólk þeirra öðlist aLmenn mannréttindi. — Og svo er verið að auglýsa ísland sem ferðamannaland!!! Það eru áreiðanlega margir er taka upp spurningu Sigurða/ Magnússonar: „Er þetta hægt Benedikt?”! gær, laugardag, í Oscarshamn Svíþjóð, þar sem það var smíðað. Mun skipið sigla heim með viðkomu í Kaupmannahöfn og Halmstad, og taka fyrst íand á Beyðarfirði, þar sem íað mun hafa heimahöfn. Skipstjóri á „Jökulfelli“ er Guðni Jónsson, sem verið hefur stýrimaður á skipum Sambands ins undanfarin ár. Fyrsti vél- stjóri er Óskar Valdimarsson og fyrsti stýrimaður Hektor Sigurðsson. „Jökulfell“ er 1000 lesta frystiskip, búið öllum full- komnustu tækjum og þannig smíðað, að það mun komast inn á flestar smærri hafnir landinu. Skipið reyndist prýðilega í reynsluför og gekk m 14,2 mílur. fonænt sveifar- stjórnanámskeið Norrænt sveitarstjórnarmála námskeið verður haldið í Hindsgavl á Fjóni í Dan- mörku nú í s'umar, dagana 29. júlí til 4. ágúst. — Að nám- skeiði þessu standa dönsku sveitarstjórnarfélögin og Nor- ræna félagið í Banmörku. Samskonar námskeið hafa áð ur verið haldin í Svíþjóð 1948, Noregi 1949 og í Finnlandi 1950 Sambandi ísl. sveitarfélaga hefur verið gefinn kostur á að senda 2 fulltrúa á námskeið þetta. Vitað er, að þarna munu mæta fulltrúar frá öltum hin- um Norðurlöndunum og færi vel á, að íslendingar mættu þar einnig. Að tilhlutan Sambandsins fóru þeir Sigurður Óli Ólafsson oddviti á Selfossi, og Skúli Tómasson, fulltrúi í Reykjavík, á námskeiðið í Noregi árið 1949 og létu þeir hið bezta af því ferðalagi. Samband ísl. sveitarfélaga vill hér með gefa sveitarstjórn- um tækifæri til að tilnefna menn' til þátttöku í námskeiði þeaau. Mundu þeir fara á veg- um Sambandsins en á kostnað sjálfs síns eða hlutaðeigandi sveitarfélags. • Kostnaður við námskeiðið, fyrir utan ferðakostnað milli landa er áætlaður um kr. 115 danskar. Þær sveitastjórnir eða ein- staklingar, sem kynnu að vilja sinna tilboði þessu, eru beðin að snúa sér til skrifstofu Sambands ísl. sveitafélaga, að Klappastíg 26 Reykjavík, sími 80350, box 1079, hið allra fyrsta og eigi siðar en 5. maí n.k. — Skrifstofan gefur all- ar frekari upplýsingar. Baulasðu nú Bjami miiin Eftirfarandi vísa var Þjóð- viljanum send, með dajgfsetnihg unni 4. apríl að kvöldf: Þú ert niesta þægðarskinn að þjóna undir stórvcldin. Baularðu nú Bjarni niinn, Bandaríkjalejfpurinn. v

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.