Þjóðviljinn - 26.04.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1951, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. apríl 1951 — 16. árgangur — 92. tuiublað Þjóðviljiim Uppskera gærdagsins var 8 nýir áskrifendur, þar af 4 í Reykja- vílc og 4 í Kópavogshreppi. Þar með hafa alls 34 nýir á- skrifendur fengizt. Nú þarf að herða sóknina enn betur. Munið að tilkynninga- simi nýrra áskrifenda Þjóðviljan3 er 7500 og 7510. — AUir til starfa fyrir Þjóðviljann. Þingmönnum aiiurhnldsflokkcenna smalað í bæinn! Verður kallað sainan auka- þiiig inuaii skainms? Þessa dagana eru stjórnarílokkarnir að smala þingmönnum sínum utan aí landi í bæinn og hafa sent strengileg fyrirmæli um að allir verið að koma. Eru þingmennirnir nú að búa sig undir förina og sumir eru lagðir af stað, t. d. eru þing- menn Austfirðinga með Heklu sem væntanleg mun í bæinn í kvöld. Þessi smölun nær einnig til þingmanna Al- þýðuflokksins. Virðist stjórn hans hafa fengið um það vísbendingu frá ríkisstjórninni að hafa þing- mennina til taks og eflaust einnig skýringar á því hvað sé á seiði. Búizt er við að þingmennirnir sitji lokaða klíkufundi hér í Reykjavík í næstu viku, en jafn- framt er talið mjög líklegt að kallað verði saman aukaþing á eftir. Hernámið? Ýmstim getum er að því leitt hvað sé á bal< við þessa launnilegu þingmanna- smölun. Eru m.jög háværar sögur um það að ná sé yfir- vofandi hernám það sem undirbúið hefur verið um langt skeið og Bjarni Bene- diktsson boðaði í útvarpinu fyrir skömmu. — Hlutverk þingsins yrði þá að leggja blessun sína yfir landráðin og afhenda Atlanzhafsbanda- laginu Keflavíkurflugvöll og ef til vill fleiri bækistöðv- ar til árásarundirbúnings. Er talið að fyrst megi búast við allt að 3000 manna liði og yrði það sennilega aðal- lega flugher á vegum Atlanz- hafsbandalagsins. Gerðardémslög? Jafnframt má þó telja lík- legt að þingmannasmölunin standi í sambandi við kjara- baráttu þá sem framundan er af hálfu verklýðsfélag- anna í Keykjavík og víða úti um land. Hefur nú tek- izt að koma á svo öflugum og víðtækuín samtökum að ríkisstjórnarklíkan sér fram á að þau verði ekki sigruð með venjulegum ráðum. Eru því uppi kröfur um það að reyna að berja verklýðs- samtökin niður með nýjum þrælalögum, gertardómsfyrir mælum og iiðru slíku, og eiga þingmennirnir eflaust að ræða þau viðhorf og taka á- kvörðun um þau. Ætlun þeirra sem hlynnt- astir eru slíkum ráðstöfun- um er að verzla við Alþýðu- flokkinn, afhenda forsprökk- um hans á ný ráðherrastóla og loforð um einhverjar hundsbætur handa almenn- ingi gegn þátttöku í þræla- lagasetningunni. Þingnefnd rann- Arthurs I dag hefur hermálanefnd Bandaríkjaþings rannsókn á að- draganda þess að MacArt.hr,r hershöfðingja var vikið frá stö.rfum. Vitnaleiðslur verða leynilegar og er búizt við, að rannsóknin muni snúast um alla stefnu Bandaríkjastjórnar í málum Austur-Asiu. Bandarísk olíufé- lög óttaslegin Fulltrúar 18 bandarískra olíu félaga sátu í gsér ráðstefnu um ókyrrðina í olíulöndunum við Miðjarðarhafsbotn. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að öll olíu- framleiðsla Vesturveldanna kynni að ganga úr skorðum með hinum alvarlegustu afleiðing- um ’fyrir hervæðinguna. Kóreubúar grafa lik ástvina sinna úr húsarústum eftir banda- ríska loftárás. Bandorískt undanhald og miklð vopnatjón í Kóreu Bandarikjaher hörxar enn á vesturvígstöðvunum í Kóreu en segist veita viSnám annarsstaðar. Tnimaii sendir Talsmaður Bandaríkjastjórn- ar tilkynnti í gær, að í hern- aðarsendinefnd þeirri, sem fer til Taivan til aðstoðar við Sjang Kaisck, yrðu 500 til 600 manns. Hún á að æfa her Sjangs og kenna honum með- ferð nýrra bandar. vopna. Ache son utanríkisráðherra tilkynnti í gær, að gerður hefði verið samningur við Sjang Kaisék, um að hann yrði látinn fá bandarísk vopn til að „halda uppi ró og spekt“ á Taivan og til „löglegs varnarundirbún- ings“. Yrði þessi samningur rofinn myndi vopnasendingum verða hætt. í tilkynningu bandarísku her- stjórnarinnar segir, að dregið hafi úr sóknarþunga alþýðu- hersins á miðvígstöðvunum og þar hafi Bandaríkjaher tekizt að gera gagnáhlaup, um tíu kílómetra sunnan þrítugasta og áttunda breiddarbaugs. Á vest- urvígstöðvunum var barizt í alla fyrrinótt, sumstaðar í níá- vígi, og er dagaði varð Banda- ríkjaher að hörfa. Segir her- stjórnin, að þar sé barizt um 60 km norður af Seoul. Bandaríska herstjómin sendi í gær frá sér greinargerð um tjón hers síns í þriggja daga sóknariotu alþýðuhersins. Seg- ir hún, að manntjón hafi reynzt minna en hún hefffii búizt við, en hinsvegar hafi herinn neyðzt til að skilja éftir mikið af vopnum, skotfærum og öðrum birgðum. ð’Dwyor lýstur sekur um meinsæri Bandarísk þingnefnd hefur lýst yfir, að .hún álíti O’Dwyer, fyrrverandi borgarstjóra í New York og núverandi sendiherra í Mexíkó, mútuþega og meinsær- ismann, sem beri að segja af sér tafarlaust. Fyrir Kefauver- nefndinni, sem rannsakaði skipulagða glæpastarfsemi í Bandaríkjunum, neitaði O’Dwy- er í eiðsvörðum vitnisburði að hafa tekið við mörg þúsund dollara mútu frá formanni fé- lags slökkviliðsmanna í New York, en nú lýsir nefndin yfir að liún trúi betur framburði formannsins, sem játaði mútu- greiðsluna. Sfjórnarskipiin á Isalirði: Sjálfstæðisflokkurlim raaf samþykkt eigiu Þau tíðindi gerðust á ísafirði í fyrrakvöld. að sam- vinnu sósíalista og Sjálfstæðisfl.manna um bæjarstjóm- ina var slitið og nýr bæjarstjórnarmeirihluti myndaður af Sósíalisíaflokknum og Alþýðuflokknum. Ástæðan til stjórnarslitanna var sú, að Sjálfstæðis- íiokkurinn hafði að engu samþykkt meirihluta bæjar- stjórnar um að bærinn keypti hinn nýja togara, en kom bonum í hendur íélags er Sjálfstæðisflokkurinn ræður — þótt bærinn verði eftir sem áður áð ábyrgjast kaup togarans. Þjóðviljinn hafði í gær tal af fréttaritara sínum á ísa- firði og fékk nánari upplýs- ingar um þetta. Fundur var í bæjarstjórn ísa fjarðar í gær og í upphafi fundarins lýsti bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins yfir því að sósíalistar hefðu ákveðið að slíta. samstarfi sínu við Sjálf- stæðisflokkinn um stjórn bæj- arins. Jafnframt að Sósíalista- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn hefðu gert með -sér samn- ing um stjórn bæjarins. Astæðan til samvinnuslit- anna við Sjálfstæðisflokkina er sú, sagði bæjarí’ulltrúinn, að SjálfstæL'isflokknrinn gekk gegn samþykktum meirililuta bæjarstjómarinnar varðandi kaup nýja togai-ans, c|g í stað Framhald á 7. síðu. íSokkunnnE Sósíalistar Hafnarfirði Aða! funklur Sósíaiistaf élags Hafnarfjarðar vorður á morg- un, föstudag, kl. 8,30 e. h. í Góðtemplarahúsinu uppi. DAGSKRÁ: 1. Venjule-g aíalfundarstöri. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Æ.F.R. Æskulýðsfylkingin heldur félagsfund á Þórsgötu 1 n. k. föstudagskvöld (annað kvöld). — Fundarefni: Hús- byggingarmálið. — Nánar á morgun. Stj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.