Þjóðviljinn - 26.04.1951, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. apríl 1951
H.3 H|úpncilelli
Tileinkað Björgvini Guöniundssyni tón-
Bkáidi á sextugsaíniæli lians í dag.
Gömlu hrófi svartar svigna
súlur í dala þröng;
grisjar fúi gólf cg súðir;
geiist hljótt um söng.
Spurul sezt að gastsins geði
gamals bæjar sorg.
Aldrei írarnar ljóð mun leita
lags í Söngvaborg.
Samt er enn af sóklskinsvonum
svipazt þar um garð,
og úr íjarska bláum borinn
bjarmi þess er varð.
Þangaö rekur rætur saman
rósar, draums og manns,
ævíntýr frá aldar morgni
allra vona lands.
Konungslund af kotungsþreki
kleif þar tæpan stíg;
ekkert verk til valda og muna
vannst þar fyrir gýg.
Barnsins þrá og dulardraumi,
dagsins kalli og þörf
sór þar hjartans helga trúnað
höndin styrk og gjörv.
Þaðan höfðu heimangengi
hverju meira’ á braut
drengsins spor, er drýgði stærsta.
dáð í brattans þraut.
Ungur las hann letrin háu
leynd á dalsins spjöld;
sigurstöfum sólar er hann
signdur undir kvöld.
Vaxtarþrá og vetrarríki,
voröld blóms er grær,
eiga hvert sinn hulduhreiminn
hörpunnar sem hann slær.
Láttu saggasveitta veggi
sjatna, bæjarhró;
barniö þitt í heimi hljóma
hærra ris þér bjó.
Hver á stærri hlut aö una,
hljóöa Söngvaborg:
heillar þjóðar hrósi og gleði,
heillar þjóöar sorg?
I»orsteinn Taldimarsson.
- „ ■ , 4 * T
Undis* eilííðarsti ömum
Eftir A. J. Cronin
145,
DAGUR
Hún tók snögga 'ákvörðun. Hún greip um
handlegg hans.
„Hlustaðu á mig, Arthur. Ég tek ekki í mál
að senda þig burt svona á þig kominn. Þú ferð
í rúmið .... hérna .... núna. Það þýðir ekk-
ert að andmæla. Ég segi pabba allt af létta
þegar hann kemur heim'1. Hún studdi hann
yfir anddyrið og upp stigann. Hún kveikti upp
í svefnherberginu, hjálpaði honum að afklæð-
ast og fara í rúmið. Þegar þetta var búið fyllti
hún hitapoka og setti hann í rúmið hjá honum.
Hún virti hann fyrir sér með áhyggjusvip.
„Hvernig líður þér núna?“
„Betur“, sagði hann gegn betri vitund.
Ilann lá á hliðinni og hnipraði sig saman.
Hann tók eftir því að hann var í herbergi
Hettýar. Það var svei mér skemmtilegt! —
hann lá í litla rúminu hennar Hettýar litlu.
Kvenmaður í kvöld, gamla gunga. Hann lang-
áði til að hlæja hátt, en gat það ekki. Aftur
var eins og eitthvað brysti í hjarta hans.
, Klukkan var fimm um dag. Sólin brauzt í
ígegnum skýin og lýsti upp veggfóðrið í her-
berginu. I litla bakgarðinum heyrðist kvak í
þröstum. Allt var kyrrt og óraunverulegt, rúm
Hettýar var óraunverulega mjúkt og Lára hlaut
að vera farin í burtu.
„Drekktu þetta, Arthur. Þá geturðu sofnað".
Lára var komin aftur. En hvað hún var góð
við hann. Hann reis upp við olnboga og drakk
heita súpuna sem hún hafði fært honum. Hún
settist á rúmstokkinn hjá honum og fyllti þög-
ult herbergið méð þægilegri návist sinni. Hend-
ur hennar sem héldu á bakkanum fyrir hann
voru hvítar og mjúkar. Hann hafði aldrei fyrr
hugsað mikið um Láru, aldrei haft neinar mæt-
ur á henni; en nú var hann heillaður af alúð
hennar. Hann hrópaði gagntekinri þakklæti:
„Hvers vegna ertu að gera þér þessa fyrirhöfn
mín vegna, Lára?“
' „Ég mundi ekki brjóta heilann um það í þín-
um sporum, Arthur“, sagði hún. „Þetta lagast
allt saman“. ' ‘ ' !
Hún tók tóma súpuskálina og setti hana á
bakkann. Hún bjóst til að fara.
En hann rétti út höndina í áttina til hennar,
eins og lítið barn sem er hrætt við að vera eitt.
„Farðu ekki frá mér Lára“.
„Jæja, ég skal vera kyrr“.
Hún settist niður aftur og lagði bakkann á
borðið við rúmið. Hún fór að strjúka enni hans
blíðlega.
Hann kjökraði og fór síðan að gráta eins og
hjarta hans ætlaði að bresta. Hann lét undan
hinni nístandi örvæntingu sem heltók hann og
lagði höfuðið í kjöltu hennar. Mýkt, líkama
hennar færði lionum ósegjanlegan frið; þægi-
leg ró streymdi um líkama hans.
„Lára“, hvíslaði hann. „Lára“.
Meðaumkunareldur blossaði allt í einu upp í
huga hennar. Veikleiki hans, þrá hans eftir
huggun, meðvitundin um höfuð hans í kjöltu
sinni, vakti sterka ástríðu hjá henni. Hún
starði fram fyrir sig í herberginu og kom auga
á andlit sitt í spegiinum. Hún átti i baráttu við
sjálfa sig. Nei, nei, hugsaði hún og fylltist ofsa.
Þeirrar gjafar þarfnast hann ekki. Hún leit
aftur á Arthur. Hann var hættur að gráta og
svefninn var í þann veginn að sigra hann. Munn-
ur hans var opinn, svipur hans hjálparvana
og var.narlaus. Hún sá hina opnu und i sál hans.
Þáð var óéndanlegur dapurleiki og angurværð
yfir augnalókum háns og veikbyggðri hökunni.
yi—1
DAVlÐ
i
Úti fyrir voru þrestirnir hættir að syngja og
húmið lagðist yfir herbergið. Hún sat kyrr þótt
hann væri sofnaður og höfuð hans hvíldi í
kjöltu hennar. Svipurinn á andliti hennar var
friðsæll og fagur.
45
I hálfan m'ánuð lá Arthur rúmfastur í húsi
Todds. Dobbie læknir sem Lára leitaði til hristi
höíuðið og sagði: Blóðleysi. Dobbie læknir var
gamall vinur Toddfjölskyldunnar; hann vissi
deili á Arthur og framkoma hans var þægileg
og alúðleg. Hann tók nokkur blóðsýnishorn og
gaf lionum ýmsar sprautur. En það var miklu
frekar Láfa en Dobbie læknir, sem flýtti fyrir
bata Arthurs. Hún annaðist hanh af frábærri
ósérplægni. Hún var búin að loka húsinu á
Hæðarenda og fórnaði sér algerlega fyrir Arth-
ur, bjó ti] mat handa honum, las fyrir hann,
eða sat við rúm hans eins og góður vinur.
Það var eins og hún liti á þetta. starf sitt fyrir
Arthur eins og friðþægingarfóm, eins og hún
vildi sýna sjálfri sér, að enn byggi eitthvað
gott í lienni. Hvert batamerki hjá Arthur, hver
þakklætisvottur sem hann sýndi henni, var bals-
am á þjakaða sál hennar. Með því áð hjúkra
honum, græddi hún sín eigin sár.
Faðir hennar skipti sér ekki af neinu. Það
var ekki í hans eðli. Auk þess hafði hann inni-
lega samúð með Arthur sem hafði háð svo
harða baráttu. Tvisvar á dag leit hann inn til
sjúklingsins og stóð þar vandræðalegur og
reyndi að halda uppi samræðum, ræskti sig,
þagði, og tvísteig þarna á gólfinu eins og gam-
all, rytjulegur rauðbrystingur. Hann forðaðist
öll hættuleg umræðuefni eins og heitan eldinn:
Námuna, styrjöldina, Hettý og endaði allar
heimsóknir sínar með því að segjá:
„Ekkert liggur á, drengur minn. Þú mátt
vera hérna eins lengi og þú vilt“.
Arthur fór að smáíiressast. Hann fór að klæða
sig og sitja við arininn í setustcfunni, svo gat
hann farið í smágöngúferðir með Láru. Þau
forðuðust fjölförnustu göturnar og fóru oft í
skemmtigarðinn, þar sem útsýnið var mjög fag-
urt þegar heiðskírt var. Enda þótt Arthur væri
ekki enn fyllilega ljóst hversu mikið hann átti
Láru að þakka, þrýsti hann handlegg hennar
stundum ósjálfrátt og sagði:
„Þú hefur gert svo mikið fyrir mig, Lára“.
„Það er ekkí neitt“, svaraði hún þá.
Einn bjartan, heiðan morgun höfðu þau sezt
andartak á bekk í garðinum.
„Ég veit ekki hvað um mig hefði orðið án
þín“, sagði hann. „Ég hefði dregizt niður í
svaðið. Þú veizt ekki hversu freistandi er að
vera aðgerðalaus og láta allt danka“.
Hún svaraði ekki.
„Mér finnst beinlínis að þú hafir gert mig
áð nýjum manni, Lára, gert mig að manni. Ég
get aftur liorfzt í augu við lifið og tilveruna.
En þetta er svo undarlega óréttlátt — ég hef
fengið allt. Hvað hef ég getað geíið þér í stað-
inn ?“
„Þú yrðir hissa...“ svaraði hún undarlegri
röddu.
Meðan hressandi vindblærinn lék um þau sat
hann og virti fyrir sér fölt, reglulegt andlit
hennar og furðaði sig á hinni hlutlausu ró í
svip hennar.
„Veiztu hvað þú minnir mig á, Lára,“ sagði
hann “allt í einu. ,,Á mynd i bók sem ég á heima
— eina af madonnumyndum Rafaéls."
Hún eldroðnaði og það fóru þjáningardrættir
um andlít hennar.
„Láttu ekki eins og kjáni,“ sagði hún hörku-
lega, reis á fætur og gekk rösklega niður mal-
arstíginn. Hann starði ringlaður á eftir henni.
Svo reis hann einnig á fætur og gekk niður
stíginn.
Eftir því sem kraftar hans jukust gat hann
farið að hugsa um föður sinn, Sleescale og heim-
komu sina. Og heim varð hann að fara, þess
kra'fðist hann af sjálfum sér.
Enda. þótt hann væri reikull, hi'kán'di og forð-
aðist að taka ákvarðanir, þá var hann gæddur
ótrúlegri seiglu og þrákelkni. Auk þess hafði
fangavistin hert hann og fyllt hann þrjózku
gegn því óréttlæti og andstreymi sem hann
hafði.orðið fyrir. • ,
Kvöld eitt undir lok þriðju vikunnar voru
Lára og hann að spila, eins og þau gerðu oft