Þjóðviljinn - 26.04.1951, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. apríl 1951
tHÓÐVIUINN
Útgrefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Arnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (þrjár línur).
Askriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Mræsni Alþýðublaðsins
Alþýðublaðið sagði í gær aö stöðvun á blöðum sem
gengju erinda atvinnurekenda í verkfalli værí „furðuleg
krafa ... að sjálfsögðu ekki sæmandi nokkrum frelsis-
unnandi eða lýðræðissinnuðum manni, enda ekki erfitt
að sjá á henni fingraför kommúnista. Engum öðrum
hefði nokkru sinni dottíð í hug að fara fram á slíkt og því
líkt ... beinlínis álitsspillandi .. . hneyksianlegt samnings
atriði ... bolabrögð ... til stórtjóns og álitshnekkis .. .
kommúnistískur óþverri . .. einræðis og kúgunarbrölt..“
Eins og sjá má hefur greinarhöfundi Alþýöublaðs-
ins verið mikið niðri fycir. Þó eru ekki nema fáein ár síð-
an það atriði var í samningum Hins íslenzka prentara-
félags við atvinnurekendur að Alþýðublaðið mætti koma
lit í verkföllum, og töldu Alþýöublaðsmenn það ákvæði,
sjálfsagt og óhjákvæmilegt. Árið 1941 — rétt áður en
kosningar áttu að fara fram — kom Alþýðublaðið eitt
út vegna verkfalls, og datt aðstandendum þess ekki í
hug aö það væri ,,einræðis og kúgunarbrölt“. Engu að
síður segir Alþýöublaðið nú aö engum öðrum en komm-
únistum hafi „nokkru sinni dottið 1 hug að fara fram
á slíkt og þvílíkt.“!!
Hliðstæð dæmi mætti nefna úr öllum löndum heims.
Hvarvetna koma blöð verkalýðssamtakanna út þótt verk-
íöll séu, og þegar prentarasamtökin leggja til samúðar-
aðgerða með öðrum scéttarfélögum er þeim aðgerðum
auðvitað ekki beint gegn þeim blöðum sem styðja kjara-
baráttuna. Alþýðubláðsmenn ættu t.d. að vita það að eitt
sinn stöðvuðu brezku verkalýðssamtökin allan blaða-
kost Bretlands um langt skeið, nema Daily Herald, aðal-
málgagn Verkamannaflokksins. Og það eru ekki nema
fjögur ár liðin síðan öll blöð Danmerkur voru stöövuð
um lang skeið í verkfalli nema Social-Demokraten og
Land og Folk.
Ólíkindalæti Alþýðublaðsins eru þannig eins frá-
Jeit og hugsazt getur. En skýringin á þeim er auðsæ. Aö
standendur Alþýðublaösins líta ekki lengur á það sem
málgagn verkalýðsins, þeir líta réttilega á sig sem agenta
atvinnurekenda og hafa gert sjónarmið þeirra að sínum.
Hvers vepa er ekki samið við Hlíf?
Alþýða landsins hefur með dagvaxandi undrun
fylgzt með vinnubrögðum Alþýðuflokksbroddanna und-
anfarnar vikur. Á sama tíma og Reykjavíkurfélögin á-
kváðu sameiginlegar og vandlega undirbúnar aðgerðir
um miðjan maí reyndu þeir með öllum ráðum ao ýta
einangruöum félögum úti um land út 1 óundirbúin verk-
íöll sem fyrirsjáanlega gátu ekki til annars orðið en að
leggja hinar þyngstu byrðar á verkafólk. Þessar furðu-
legu aðgeröir hafa nú endanlega mistekizt. Verkafólk
befur hvarvetna neitað að fylgja fyrirmælum Alþýðu-
ílokksbroddanna, þar sem þau rákust auðsjáanlega á
heilbrigöa skynsemi og hagsmuni verkafólks. í staðinn
hafa þessi félög ákveðið að hafa samvinnu viö Dagsbrún
og önnur Reykjavíkurfélög.
Síðast þessara félaga var verkakvennafélagið Fram-
tíðin í Hafnarfirði en stjórn þess reyndist lengi treg að
láta undan vilja verkakvenna. Málalok uröu þar með
nokkuö sérstæðum hætti. Fyrirtæki bæjarins og einka-
ívrirtæki eins Alþýðufiokksforingjans, Óskars Jónsson-
vr, hafa ákveöið að greiöa eftirleiðis fulla uppbót á kaup
verkakvenna í samræmi viö verðlagsvísitölu hvers mán-
aðar. Er þetta auðvitaö sjálfsögð ráðstöfun.
En hvers vegna fá haínfirzkir verkamenn ekki sömu
kjör? Hversvegna fá meðlimir Hlífar ekki fulla dýrtíðar-
uppbót mánaðarlega hjá fyrirtækjum bæjarins og Ósk-
ori Jónssyni? Eins og kunnugt er samþykkti bæjarstjórn-
in skilyröislaust að ganga aö þessum sjálfsögðu kröfum
og Alþýðublaðið lýsti yfir því dag eftir dag að hafn-
íirzkir verkamenn hefðu kr. 12,20 um tímaim, en þeg-
ar á átti að herða voru verkamenn sviknir af Helga
Hannessyni forseta Alþýðusambandsins. Varla geta þau
^vik nú haldið áfram eftir að bæjarfyrirtækin og Óskar
„Gjöríð svo vel að skila
þessu á lögreglu-
stöðma“.
Alltaf er fólki að detta eitt-
hvað merkilegt í hug. I fyrra-
dag kynutist ég til dæmis manni
einum, sem er búinn að út-
hugsa einfalt kerfi sem ætti
að geta komið í veg fyrir að
nokkur Reykvíkingur glati að
fuilu lyklum eða öðrum þýð-
ingarmiklum hlutum úr vösum
sínum. ■— Hann hefur látið
gera lítil málmspjöld, sem
bera svohljóðandi áletrun:
„Gjörið svo vel að skila þessu
á lögreglustöðina". Maður kaup
ir spjaldið á 6—7 krónur, og
um leið er skrifað niður nafn
manns, heimilisfang og síma-
númer, ef það er til. Það er
ákveðið númer á spjaldinu, og
er það nú loks, ásamt nefnd-
um upplýsingum um eiganda
þess, fært inn á spjaldskrá, hjá
lögreglunni. En spjaldið sjálft
festir maður við lyklakippuna
eða annan þann hlut sem manni
er sérstaklega annt um.
□
Hægðarauki fyrir
lögregluna.
Ég býst við, að þessar skýr-
ingar nægi til að menn skilji
kerfið. Og ekki ætti heldur að
leynast sú þýðing, sem það hef-
ur fyrir fólk almennt. Að ekki
sé talað um, hvílíkur hægðar-
auki er að því fyrir lögregluna,
sem alltaf mun eiga í mestu
vandræðum með týnda muni og
óskila. — Mér þótti því rétt a'ð
vekja athygli á þessu. Spjöldin
geta menn keypt í verzlunum
víða um bæinn, m. a. í búsá-
haldaverzlun KRON í Banka-
stræti. Annars heitir maður sá,
sem fyrir þessu stendur, Lárus
Fjeldsted og á heima í Blöndu-
hlíð 18.
□
Fáein orð um
mjólkurglas og
vína.rbra'uð.
A. skrifar: •— „Þó að Reyk-
víkingar séu yfirleitt ekki ár-
vakrir þá er það víst að marg-
ir fara. tímanlegar á fætur en
ég. — Eg þarf ekki að mæta
á skrifstofunni fyrr en kl. 9,
og það skeikar varla að þar
er ég á réttum tíma. — Og kl.
á níunda tímanum skálma ég
niður í bæinn (því mér finnst
ekkert jafn leiðinlegt og að
ferðast með strætisvagni). Og
svo kem ég við á kaffistofu og
fæ mér mjólkurglas og vínar-
brauð. Meira þarf ég ekki fram
að liádegi, því ég fer svo seint
á fætur.
□
EMsi sama hvar keypt.
„En það er vissulega ekki
sama hvar maður fær sínar góð
gjdrðir. Stundum er vínarbrauð
ið svo lítio, að það er hægðar-
leikur að stinga því uppí sig í
einum bita. Þá kostar eitt
mjólkurglas og vínarbrauð,
(sem ekki er uppí nös á ketti)
kr. 3.50. En svo er ég stund-
um svo lánsamur að fá helm-
ingi stærra vínarbrauð og jafn
stórt mjólkurglas fyrir kr. 2,00.
Þá er ég heldur glaður og þyk
ist hafa gert góð kaup.
□
Hvert er hið rétta verð’?
„Þar sem ég nú hef haft
mjólk og vínarbrauð fyrir
morgunverð um skeið, er ekki
með öllu óhugsandi að einhver
freistaðist til að leita upplýs-
inga hjá mér um hvert verð
sé á slíkum lífsins gæðum, en
ég vil hérmeð eindregið skor-
ast undan slíkri vizkukönnun.
Og þó er engum ofgott að vita
hvað þessi einfaldi morgun-
verður tekur mikið af mánað-
arkaupi mínu. Og miðað við
það sem að framan er sagt þá
getur þetta kostað mig allt
frá 60 kr. uppí 105 kr. Og svo
auðvitað allt þar á milli. Það
tekur víst varla að hreyfa
svona smámunum, og þó sýnist
manni að verðlagningin mætti
vera dálítið nákvæmari. Og
gaman væri að vita, hvað eitt
mjólkurglas og tveggja bita
vínarbrauð ikostar á réttu
verði kaffihúsanna. — A.“
* ★ *
Ríklsskip
Hekla er á leið frá Austfjörð-
um til Reykjavíkur. Esja verðui
væntanlega á Akureyri i dag.
Herðubreið er á Austfjörðum á
suðurleið. Skjaldbreið er í Reykja-
vík. Þyrill vár á Skagaströnd :
gær. Oddur er á Austfjörðum á
norðurleið. Ármann fór frá Rvik
í gærkv. til Vestmannaeyja. Haf-
borg er á Breiðafirði.
Skipadeild SIS
Hvassafell losar sement fyrir
norðurlandi;. Arnarfell ;fei1 frá
Blyth i dag áleiðis til Islands.
Jökulfell er væntanlegt til Reykja
víkur kl. 10—11 f. h. í dag.
Eimskip
Brúarfoss fór frá London 23.
þ. m. tii Grimsby, Hull og
Reykjavíkur. Dettifoss kom til
Haifa í Palestínu 21. þm. Fjall-
foss fer frá Rvík 26. þm. til vest-
ur- og norðurlandsins. Goðafoss
kom til Reykjavíkur i gærkvöld.
Lagarfoss er í Bolungavík; fer
þaðan til Langeyrar, ísafjarðar
og Súgandafjarðar. Selfoss fór
frá Gautaborg 22. þm. til Reykja-
víkur. Tröllafoss kom til New
York 24. þm. frá Reykjavik. Tov-
elil fór væntanlega frá Rotterdam
í gær til Reykjavíkur. Barjama
fermir í Leith um þessar mundir
til Reykjavikur. Dux fermir i
Rotterdam og Hamborg um 26.—
28. þm. til Reykjavíkur. Hilde
fermir í Rotterdam og Leith um
27.—30 þm. til Reykjavíkur. Hans
Boye fermir í Álaborg og Odda
í Noregi i by.rjun maí til Reykja-
vikur. Katla fór frá Reykjavik í
gær til New York; fermir þar
vörur til Reykjavíkur. Liibeck
fermir í Antwerpen og Hull 2.—6.
maí til Reykjavíkur.
Jónsson hafa samiö við verkakonur? Eöa á aö refsa Hlíf-
arverkamönnum fyrir þaö að þeir geröu ekki nokkurra
daga verkfall í ráðleysi og berhöggi viö almenna skyn-
semi?
Flugfélag lslands
1 dag eru ráðgerðar flugferðir
til Akureyrar, Vestmannaeyja,
Reyðarfjarðar, .Fáskrúðsfjarðar,
Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar og
Sauðárkróks. — Á morgun er á-
ætlað að fljúga til Akureyrar, Vest
mannaeyja, Kirkjubæjarklaustur3,
Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar.
Loftleiðir h.f.
í dag er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja og Akureyrar. —
Á morgun er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja, Akureyrar og
Sauðárkróks.
HVAÐ
hefur þú gert til að út-
vega Þjóðviljanum
áskrifenclur ? \
Sjötíu ára er i dag Sigurveig Vig-
fúsdóttir, Óðinsgötu 17A.
8.30 Morgunútvarp.
9.00 Húsmæðraþátt
ur. 10.10 Veðurfr.
12.10—13.15 Hádeg-
isútvarp. 15.30 Mið-
degisútvarp. — Kl.
18.30 Dönskukennsla; I. fl. 19.00
Enskukennsla; II. fl. 19.25 Veður-
fregnir. 19.30 Tónleikar: Danslög
(plötur). 19.40 Lesin dagskrá
næstu viku. 19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir 20.30 Frá útlöndum
(Jón Magnússon fréttastjóri). 20.45
Tónleikar (plötur). 20.50 Lestur
fornrita: Saga Haralds hárðráða.
(Einar Ól. Sveinsson próf.) 21.15
Sextugsafmæli Björgvins Guð-
mundssonar tónskálds: a) Erindi
(Hreinn Pálsson forstjóri). b) Lög
eftir Björ.gvin Guðmundsson (pl).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Tónleikar (pl.): Þættir úr óratorí-
inu „Örlagagátan" eftir Björgvin
Guðmundsson (Kantötukór Akur-
eyrar og einsöngvarar flytja; höf-
stjórnar). 23.00 Dagskrárlok.
. Hjónunum Þuriði
\' f / Einarsdóttur og
l W — Árna H. Brands-
■jfjí \ syni, Karfavógi 21,
M v fæddist 10 marka
^ dóttir 21. apríl. —
Hjónunum Jóhönnu Halldórsdótt-
ur og Vigfúsi Vigfússyni, Lauga-
teig 18, fæddist sonur 20. apríl.
— Hjónununi Wallý og Guðmundi
Gunnlaugssyni, Austurstræti 7,
fæddist 14 niarka sonur 23. þ. m.
Rafmagnsskömmtunin
1 dag verður straumlaust kl.
11—12, í Hafnarfirði og nágrenní,
á Reykjanesi og í Árnes>- og
Rangárvallasýslum.
Á sumardaginn
fyrsta opinberuðu
trúlofun sína uhg-
frú Sigríður Jóns-
dóttir verzlunar-
mær og Lúðvík
Þórarinsson, bakari. Bæði til heim-
ilis í Borgarnesi. — Nýiega opin-
beruðu trúlofun sína Erna FIóv-
entsdótljir og Jakob Júlíusson
kembumeistari á Álafossi.
Húnvetningafélagið í Reykjavík
heldur skemmtifund í Tjarnar-
kaffi föstudaginn 27. apríl og
hefst fundurinn kl. 9. Söngfélagið
Húnar skemmtir með söng.
Á sumardaginn
fyrsta voru gef-
in saman í
hjónaband ung-
frú Magnea Þ.
Aðalgeirsdóttir
frá Grindavík og Guðmundur
Haukur Þórðarson í Keflavík. —
Heimili ungu hjónanna er að Ás-
braut 16 í Keflavik.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni. — Sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki, simi 1760.
SÖFNIN:
Landsbókasafnið er opið kl. 10-~
12, 1—7 og 8—10 alla virka daga
nema laugardaga kl. 10—12 og
1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 10—12
og 2—7 alla virka daga nema
laugardaga yfir sumarmánuðina
kl. 10—12. Listasafn Einars Jóns-
sonar kl. 1.30—3.30 á sunnudögum.
Bæjarbókasafnið kl. 10—10 alla
virka daga nema laugardaga kl.
1—4. Náttúrugripasafnið opið
sunnudaga kl. 1.30—3 og þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 2-—a,