Þjóðviljinn - 28.04.1951, Síða 5

Þjóðviljinn - 28.04.1951, Síða 5
Laugardagur 28. apríl 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bandarískt mansaf Domari rænir svertingjakonu börnum henn- ar og afhendir þau fjölleikahúsi til sýninga Samkvæmt bandarískum lögum skal réttur ósvíf- inna fjárplógsmanna til að gera sér vansköpuð börn að féþúfu ganga fyrir rétti foreldranna til að annast þau, að minnsta kosti ef foreldrarnir eru fátækir og þar að auki svertingjar. Fréttaritari Kaupmannahafn- arblaðsins „Aftenbladet“ í New York skýrir svo frá: Samvaxnii tvíburar. ■ „Grátandi svertingjakona, frú Willie Jones, flýði nýlega útúr fjölleikatjaldi, þar sem tveggja ára gamlir samvaxn- ir tvíburar hennar, vaxnir sam an á höfðunum, voru hafðir til sýnis. Hún er móðir fimm ann- arra barna. Fáum klukkutímum áður stóð frú Jones í réttarsal öng- viti nær og hlustaði á dóm- arann kveða upp úrskurð um það, að taka mæ.tti börn henn- ar af sjúkrahúsinu, þar sem' þau hafa verið hingað til. Frú Frægð fgrir 3300 hr. Jones neyddist til að reyna að fá börn sín „gefin frjáls“ vegna þess að hún skuldaði sjúkrahúsinu 5000 dollara (80.000 ísl. kr.) fyrir læknis- hjálp og hjúkrun barnanna fyrstu hörmungaárin. Nú gat hún fengið peningana, ef hún vildi afhenda börnin fjölleika- hússtjóra, sem vildi greiða 78.000 kr. fyrir að sýna þau í sex mánuði og sömu upphæð áfram, ef börnin héldu áfram að draga að áhorfendur. Úr- skurður dómarans var: 78.000 kr. greiðsla á misseri í fimm ár, hvort sem aðsókn verður áð börnum eðá ekki, Úrskurð- urinn var kveðinn upp þrátt fyrir mótmæli móðurinnar. Dómarinn sagði: „Ef börnun- um er ekkert gert, geta for- eldrarnir ekkert haft á móti að þau séu hötfð til sýnis“. „Eg ætla að spara og spara, þá get ég kannske eftir nokk- ur ár keypt mér lítið hús og haft öll börnin mín hjá mér“, sagði frú Jones milli grátkvið- anna, er hún fór útúr réttar- salnum“. 25.100.01 dollaratntlúensa ™Mnð * e^nm Danska „Ekstrabladet“ birtir verðlista eins þeirra mörgu bandarísku fyrirtækja, sem taka að sér að gera menn fræga með þvi að koma nafni þeirra i. blöðin. Þetta fyrirtæki, Bor- by Sons, selur ymiskonar ustu, svo sem blysfarir til heimila manna eða troðning þar sem menn sýna sig á al- mannafæri fyrir frá 3300 til 23.000 krónur. Og vilji menn iáta 250 blómarósir hópast. um sig til að ná í eiginhandarnafn sitt kostar það 4300 krónur. Dómarinn Leibowits í Brook- lyn segir það sína skoðun, að lögreglan í New York taki á móti 25.000.000 dollurum í mútur á ári. Máli sínu til sönn- unar bendir hann á að einung- is einn fjárhættuspilakóngur Harry Gross, hafi greitt millj. dollara í mútur á ári. Mútu- greiðslurnar ná allt frá götu lögreglunni til lögreglustjór- anna, segir Leibowits. I New York eru um 19.000 lögreglu þjónar, svo að ef múturnar skiptust jafnt ættu um 1.300 dollarar (20.000 ísl. kr.) að koma í hlut. Vaxandi eitttrlyfjaneyzla uiiglinga Bandaríska heilbrigðismála- stjórnin hefur tilkynnt, að vegna vaxandi eiturlyfjaneyzlu unglinga hafi orðið að taka fyrir þá 300 sjúkrarúm. Síðan 1946 hefur eiturlyfjasjúkling- um innan 21 árs fjölgað svo í Bandaríkjunum, að tala þeirra hefur hundrað og fimmfaldazt. -I ■ 1 '■»i»lltlltíil’ rtll I iMnMIWlP* Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur miltla inflúensurann- sóknarstöð í Londoín. Hér sést einn starfsmaðurinn þar sprauta inflúens’uvírus í egg, en í þeim er vírusinn ræktaður a fyrsta stigi hverrar tilraunar Sjö friðarverðlaun Stalíns veitt Fyrír nokkru voru hin alþjóðlegu friöarverölaun, sem kennd eru við Stalín, veitt í fyrsta skipti. Verðlaunin, sem veitt eru fyrir afburða framlag í barátt- unni fyrir friði án tillits til þjóðernis, kynþáttar, trúar- bragða eða stjórnmálaskoðana, v.oru stofnuð á sjötugs afmæli Stalíns í liitteðfyrra. Efstur á lista þeirra, sem verðlaun hlutu, er franski kjarn- orkúilraiYng- urinn pró- fessor Frédé- ric Joliot- Curie, for- seti heimsfrið arhreyfjhgar-1 innar. Sex menn aðrir hafa- fengið verðlaunin en það voru: Madame Eugenie Cotton frá Frafcklandi, bandaríski mót mælendabiskupinn Arthur Mol- ton, Pak Enlai formaður kvennasamands Kóreu, kín- verska konan Soong Sjingling formaður hjálparnefndar al- Joliot Curie þýðustjójrnarinn- ar, dr. Hewlett Johnson dómpró- fastur í Kantara borg og Heri- berto Jara fyrr- verandi flota- málaráðherra í Mexíkó. Stalínsfriðar- Dr. Johnson verðlaunin eru 100.000 rúblur,' heiðursskjal og gullpeningur. Alþjóðleg nefnd, þar sem m. a. a. eiga 'sæti franska skáldið Aragon og brezki eðlisfræði- prófessorinn Bernal, veitir verð launin frá fimm til tíu mönn- um árlega. Það er enn eitt dæmi um á- standið í Bandaríkjunum, að er vitnaðist að Moulton biskup hefði fengið friðarverðlaunin, varð hann að gefa út yfirlýs- ingu um að hann tilheyrði ekki neinum „kommúnistiskum sam- tökum“ til að reyna að komast hjá ofsóknum. Fiuidin leið til að græða á roenn afkulibaða limi? Merk sovéinýjung í skurðlæknmgum Bandaríska fréttastofan Associated Press heíur eft- ir sovéttímaritinu ,,Ogonjok“, að skurölæknar i Sovét- ríkjunum hafi uppgötvaö lækningaaöferö, er geri fært að skipta um hin þýöingarmestu líffæri í mannslíkaman- um. Blaðið segir, að rökstuddar vonir standi til, að með þessari nýju aðferð takist brátt að setja á menn aftur útlimi, sem kubbast hafa af, svo sem fót- leggi og handleggi, svo ekki sé talað um fingur og tær. Prófessor að nafni V. F. Gudoff liefur stjórnað rann- sóknum þeim, sem nú hafa bor- Met svJfflug uppl háloftln 1 vetur settu tveir Pólverjar nýtt hæðarmet í svifflugi, kom- ust 9850 metra uppí loftið eða í neðri mörk háloftanna. Flug- garparnir, Brzuska og Parzze- wski, voru þrjá klukkntíma að stíga uppí þessa hæð. og 3i/2 tíma á leiðinni niður. Frost ið þarna uppi var svo mikið, 45 stig, að Parzzewski kól á hönd unum. Þegar hæst var komið var kuldinn svo mi-kill og loftið svo þurrt, að líkast var því að svifflugan ætlaði að liðast i sundur. Fyrra hæðarmet í svif flugi áttu Frakkar og var það 8130 metrar. ið þennan árangur. Hann og samstarfsmenn hans nota. litla vél, sem kölluð er sjálfvirk skurðlækningasaumavél. Með henni er bæði hægt að skera í sundur og tengja aítur sam- an æðar, þannig að blóðrásin heldur áfram óhindruð eftir nokkrar sekúndur. Smíði þessarar nýju vélar hefur þegar verið verðlaunuð með Stalínverðlaunum. Henni hefur þegar verið beitt marg- oft á allskonar æðar í mönn- um. Einnig hefur vclin verið notuð með góðum árangri til að opna á ný stöðvaða blóð- rás. Páfagaukar og 500 apar og 24 páfagaukar háðu nýlega hina hörðustu sennu hátt í lofti milli Kairo og London. Rétt eftir að flug- vél með þennan dýrafans lagði af stað frá Kairo byrjaði ball- ið, því að apar sluppu. útúr búrum sínum, hleyptu páfa- gaukunum út og fóru svo að elta þá um vélina. En páfa- gaukarnir beittu goggnum og aparnir urðu fljótt fegnir að flýja í búr sín. Meðan þessu fór fram hcngu tíu flughundar á afturlöppunum og horfðu á bar- dagann með heimspekilegri ró. Lent var í Róm og hvert dýr lokað inni sínu búri. E-n ekki var búið að vera lengi á lofti er páfagaukarnir nöguðu sig útúr sínum búrum og réðust á apana. Ný neyðarlending 1 Amsterdam, þar sem fuglarnir voru settir í járnbúr. Iferskáir itiiiiikar Yfir 50 búddatrúarmunk- ar réðust nýlega inná ritstjórn- arskrifstofu blaðs í Rangoon, hrutu allt og brömluðu og mis- þyrmdu einum blaðamanni. Lög regla vopnuð vélbyssum var'ö að skakka leikinn. Blaðið, sem varð fyrir árásinni, hafði skýrt frá óviðurkvæmilegu atferli munks á almannafæri. FSýðu 500 km á fteka Grísk hjón, sem sátu í fangelsi í Missolonghi á Vestur-Grikklandi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, sluppu þaðan á fiótta mcð einstæðu móti. Þau srníð- uðu sér fíelca, eftir að þau höfðu komizt úr fangels- inu, og sigldu á Iionum heilu og höldnu þvert yfir Jónahaf til ítalíu. Sú vegalengd er um 500 kílónietrar, Hjónin segja að 300 pólitískir fangar hafi verið í haldi í Miss- olonghi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.