Þjóðviljinn - 11.05.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1951, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. maí 1951 — ÞJÓÐVILJINN (3 RITSTJÓRIi FRÍMANN HELGASON Knattspymufélagið Valur 40 ára I'pphaf félagsins. I dag á knattspyrnufélagið Vaíur fertugsafmæii. Það var stofnað af nokkrum drengjum úr KFUM 11. maí 1911. Fyrstu árin starfaði félagið einungis sem deild innan KFUM en 1916 gekk það í ÍSÍ og varð virk- ur aðiii að heildarsamtökunum. Lengi vel naut félagið leiðsagn- ar sr. Friðriks Friðrikssonar sem oft er kalláður „Faðir“ Vals, og enn finnst Valsmönn- um andi þessa góða föður svífa yfir félaginu og starfi þess. — Valsmenn létu fljótt tii sín taka á knattspymuvellinum. Drengimir héldu yel saman og nýir bættust við. Það er þó ekki fyrr en 19 árum eftir stofnun félagsins að það nær hinu eftirsótta takmarki að verða íslandsmeistari í meist- araflokki. Frá þeim tíma eða mm 20 ár heíur félagið orðið ísiandsmeistari sem svarar ann að hvert ár eða 11 sinnum alls. Árangur annarra flokka hefur ]íka verið góður á þessu t.ima- bili. Aðrar iþróttagrcinar. Frá því byrjað var -að iðka hér handknattleik og keppa í þeim leik hafa Valsmenn oft- ast átt góða handknattleiks- menn. Keppt hefur verið 11 sinnum í handknattléik inni (Landsmót) og hefúr Valur umiið 7 sinnum Islandsmeistara titil í meistarafL, 6 sinnum hrað keppnismót og 4 sinnum 11 manna lið úti. Á þessu afmælis ári er Valur íslandsmeistari í handknattleik inni. Stofnuð hef ur verið kvennadeild í hand- knattléik. Síðastliðin 10 ár hefur félag- ið haft skíði á stefnuskrá sinni. Mörg fyrstu árin aðeins til þess að gefa félögmn sínum tækifæri til útiveru í faðmi fjallanna. Áfleiðing af þessu varð svo að nú eru nokkrir Valsmenn famir að taka þátt í mótum. Þessi hópur byggði sér líka mjög snotran skíðaskála í Kolviðarhólsiandi. Draumar sem cru að rætast. Frá fyrstu tíð hafði Vals- menn dreymt um það að eign- ast völl og hófu þegar á sín- um fyrstu árum að ryðja svæði. Það fyrsta þar sem nú er Loft- skeytastöðin. Annað svæðið varð að víkja fyrir járnbraut þeirri er flutti grjót í hafnar- mannvirki. Þriðja svæðið þótti tilvalið undir bæjarvöll og þar stendur nú Iþróttavöllurinn á Melunum. Fjórða svæðið var rutt vestur af Öskjuhlíðinni en þar þurfti að byggja flugvöll litlu síðar. Nú hefur draumurinn loks rætzt. Félagið á nú land sein er 5,1 hektari, svokallaður Hlíðar- endi við Öskjuhlíð. Þar hefur verið gerður malarvöllur sem flokkar félagsins æfa á. Allan þann tíma sem Valur notar ekki völlinn er hann not aður af unglingum úr næstu hverfum. Mjög vistlegt félagsheimili er risið á landinu. Mikið nctað af félögunum, og með því hef- ur félagslífið fengið nýjan svip Það sem koma skal. I vor verður sáð í grasvöll sem var undirbúinn á s. 1. ári. Vinna á að fegrun landsins, með því t.d. a’ð jalna og slétta, planta trjám cg gróðursetja blóm. Tennisvellir, handknattleiks- vellir, íþróttaskáli og stærri fé- lagsheimili■ heyrir e: t. v. til tíma sem. svolltið er íjær. Þessar voru almælishugieið- ingar fórmanns Vals, Jóhanns Eyjólfssonar er hann ræddi við fréttamenn á heimili félagsins fyrir Stuttu. — Árin 1936—1950 hafði meist- araflokkur leikið 197 Jeiki, unn ið 117, gert 45 jáfntefli en tap- að 35 leikjum. Settu 456 mörk en fengu 244. Á sama t’raa hafa þeir Jeikið 14 Jeiki við er- lend félög. Unnið 8, gert 3 jafnteíii en tapað 2. Fyrsti formáSur Vais var Loftur Guðmundsson, Jjósmynd ari. Stjóm Vals skipa nú Jó- hann Eyjólfsson form. Sigurð- ur Ólafsson varaform. Baldur Steingrimsson, gjaldkeri, Hrólf ur Benediktsson, ritari. Sveinn Helgason, féhirðir. Þórður Þor- kelsson bréfritari og Jón Þórar insson unglingaleiðtogi. I dag kemur út vandað aímælisrit fé- lagsins. Klukkan 3—7 verður opið hús að Hliðarenda og í kvöld verður skemmtun fyrir félags- menn. í heimilinu. Á annan i Hvitasunnu verður svo skemmt un fyrir 3. og 4. flokk, og um kvöldið verður svo skemmtun fyrir eldri félaga og gesti þieirra. Síðar ver'ða kepptir af- mælisJeikir í öllum ílokkum knattspyrnunnar. 11ar.d knatt!eiksmeistarar Vals 1944. — Fremri röð: Albert Guð- mundssotn, Ingóliur Steinsson og Fiímann Helgason. — Aftari í öð: Hafsteinn Guðmundss., Sveinn Sveinss. og Geir Guðmundss. LOKADAGURINN : Merkfasöludagiir SlysavornaféL ísl, . Annar ílokkur ';4,!:VAI,S 1922v . . »■ i-jS röð X>:,'v.: Snoxri ' Jóníú.-<on '' loftskeytamaður, ; J^n Sigurðsson fcorgarlæknir, Ól-. afur Sigurðss. kaup maður. Önnur röð: Xngólfur B. Guð- mundsson forstji, Ól. H. Jónsson framkvæmdastjóri, Haraldur Guðm- undsson fasteigna- saii. Þriðja röð: Steingrimur Guð- mundsson skrif- Wtofumaður, Óskar Jónsson, verkamað ur, Ámundi Sig- urðsson verksm.- eigandi, Magnús Þálsson kaúpmað- ur, og Gúnnar Jónsson. Á lokadag 11. maí, snýr Slysavarna.deiidin „Ingólfur" sér að venju til altoefcnfúgs í bænum, varðandj stuðning við slysavarnastarfsemina og þá að allega hvað íjárfrc:rJög sneitir til kaupa á rýjum s’ysavarna- tækjum og .tiy vjðhaJds .á þeim tækjum, sefn ’A>f*r eru. Frv-á- varaastarísrto'n helhr ekki ör..: ur f járráð en þao, er almenning ur færir henni af frjálsum og fúsum vilya. En hvað er það þá, sem vant ar ? Það er nú margt, ef ölJum þörfum á að vera, íuUnægt. Það vantar enn nægilegt fé til að kaupa björgunarfiugvél, Heli- copterflugvé], til að leita með og lenda ti] hjálpar bvar sexn er, uppi á bájöklum eða út við yztu sker. Það er orðið nauðsynlegt að fara að safna fé til að endur úýja björgunarbátinn í Örfiris- ey, sem kominn. er yfir þann aldur, sem venja er með bjé'rg unarbáta. Það þarf líka- að kaupa sJeða fyrir slysavarnir og leitarútbúnað til fjallaferða og óbyggða. Það vantar mikið af leitarljósum. Það vantar rad- artæki og radio-miðunartæki á flugvelli og við þröngar sigl- ingaleiðir og sdðast en ekki sízt þarf fé til að r.eka hinar mörgu björgunafstöðvar Slysa- vamafél'agsins og til rf'ðhalds á þeim tækjum, sem þar eru. En allur viðhaldskostnaður hef ur aukizt cg ný tæki eru helm- ingi dýrari nú en, þau voru fyr- ir ári. Engin samtök með þjóðinni geta leyst þetta betur af hönd um -en Slysavamafélag íslands, sem eru samtök allrar þjóðar- innar í þessu skyni. I Slysa,- varnafélagi íslands eru nú 183 félagsdeildir • samhentar öm þessi .mál. Félagar. á öllu land- inu eru iil samans um 26.146 —: tillög deilda. til. félagsins námu á síðasta ári kr. 514.340. 53— með tillögum til björgun arskútu Vestf jarða. Þar af var veitt til björgunarskipsins Mariu Júlíu kr. 312.060.00— Það sem af er þessu ári, er búið að leggja fram allt að kr. 100.090.00— til ikaupa á rad- artækjum í skipið. Engri. stofnun er betur trú- andi til að sjá slysavamamál- efnum þjóðarinnar borgið en Siysavamafélagi íslands og landsþingum þess, er ráða úr- slitum i öllum þessum efnum. Af deildum félagsins er Slysavarnadeildin ,,Ingólfur“ stæret og af henni er því ætl- a.zt mest. Slysavarnadeildin „Ingólfur“ sér um björgunar- stoðina í Örfirisey og hefur ennfremur að markmiði, að aíla sem mest fjár til bjölrgun- ai-starfseminnar, hvar sem er á Iandinu. „Ingólfur" er stofn uð upp úr svokallaðri aðaldeild félagsins 1942, og telst því með vngri deildunum, þótt í deild- inni séu. flestir af stofnendum. íélag'sins. A þeim 9 árum, sem ,lngólfur“ hefur starfað, eða réttara sagt 8 fjársöfnunardög um, hefur aeildinni tekizt. að safn,a samtals kr. 370.655.81— til slysavarnastarfseminnar, 'æh vitanlega eru framlög Reykvikinga í þessu skjmi. Fyr 'r alla.n- þennan mikla stuðnihg ér deildin 'þakklát. Nú gengst ,,Ingólfur“ fyrir slysavarna- viku í Reykjavík, m'eð aðstoð ’ögreglu, brunaliðs og björgun arsveita, þar sem reyn.t verður að sýna. almenningi ýmsar ráð- stafanir, til vamar slysum. Enn. fremur mun deildin hafa gluggasýningar við aðalum- ferðargötur bæjarins. I skemmu. glugganum lijá .Haraldi mun. veiða reynt að sýna hvað hlot- izt getur af eldsvoða ög óvar- ■lé'gum -aðförum. 1 glugga verzl .unar,. Lárusar G. Liiðvíkssonar mun- verða sýnt ými.-Iegt varð- andi björgun ■ úr sjávarháska, Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.