Þjóðviljinn - 11.05.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1951, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. mai 1951 — ÞJÓÐVILJINN (5 Svikari lýsir aibrotum sínum Hægt væri að gefa út margar bækur með greinum og ræðum beirra manrtd sem nú hafa ofurselt ísland bandarísku hernámi, þar sem á hvem síðu vætu svardagar þeirra um umhvggju fyrir sjálfstæði, fullveldi og frelsi íslenzku þjóðarinnar og eftirminnilegar lýsingar á áhrifum hernáms og herstöðva. Sérstaka bók væri hægt að gefa út eftir Hanníba! Valdimarsson um þetfa efni, manninn sem fékk orðalagsbreytingarnar á hernámssamningnum. Kér fara á eftir nokkrar tilvitnanir teknar af handahófi úr ræðum Gunnars Thor- oddsens: þær eru dómur hans sjálfs um sín eigin afbrot og hliðstæðar öðr- um dómum sem aðrir þingmenn hafa kveðið upp yfir sjálfum sér. til íslenzkrar æsku Frá sambandsstjóm Æskulýðsfylkingarinnar ÞEIR ógnþrungnu og örlagaríku atburöir hafa. gerzt, aö spilltustu valdhafar íslands hafa nú aö' fullu svikiö ísland í hendur auðvalds Bandaríkja Noröur Ameríku og lánaö landiö sem herstöö fyrir bandarískan her um ófyvirsjáanlegan tíma. HIÐ bandaríska hernám er svívirðilegt ofbeldi gagnvart íslenzku þjóöinni, framiö að henni fornspuröri og þvert ofan í margyfirlýsta'n vilja hennar um aö lána. landið aldrei undir herstöövar á friöartímum. ÞAÐ athæfi hinna blygöunarlausu íslenzku vaidhafa að óska eftir bandarískum innrásarher til landsins er freklegt stjórnarskrárbrot og alger lögleysa íramin i fullkomnu umboðsleysi frá þjóðinni og munu þeir fyrir þaö hljóta makleg málagjöld fyrir dómstólí sögunnar. HERNÁMIÐ hefúr gieysilegar hættur í för meö sér fyrir íslenzku þjóöina cg þá ekki hvaö sízt fyrir íslenzka æsku. TVÍBÝLI æskunnar við fjölmennan innrásarher ógnar tungu þjóð'arinnar, þjóð'erni hennar og menningu, meira en nokkuö annað, — og ef til styrjaldar dreg- ur er sjálfri tilveru hennar stefnt í beinan voða með bandarískri herstöö í landinu. ALLT útlit er fyrir, að um langvarandi hernám verði að ræða og mun þ\ú framtíð íslendinga sem sérstæðr- ar menningarþjóöar að mestu hvíla á herðum hinn- ar' uppvaxandi kynslóðar 1 landinu, þolgæði hennar og einbeitni og hversu vel henni tekst aö halda tungu sinni tærri og geyma í hjarta sér hina sérstæöu menningararfleifö vora og varöveita þjóðerni vort. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN heitir því á alla æsku íslands, hvar í stjórnmálaflokki sem hún stendur, að taka. nú þegar varðstöðu um menningu þjóöarinnar, tungu hennar og þjóðerni. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN skorar á allt æskufóik í land- inu aö taka höndum saman í þjóölegri einingu til baráttu fyrir fuliu frelsi þjóöarinnar og óskcruðum rétti íslendinga til alls landsins. BURT meö allan erlendan her af íslandi! ÍSLAND fyrir íslendinga! HAFNFÍRÐÍNGAR! Styðjið Fegrunarfélag ykkar Margir, bæði inníendir og erlendir, hafa haft orð á því, hve glæsilegt og sérkenniliegt bæjarstæði Hafnarfjarðar er, og geti orðið fagurt, ef því er sómi sýndur. — Gunnar Thoroddsen í ræðu af svölum Alþingishússins 1. des. 1945: „Þótt það veldi, er verndina tekst á hendur, sé vinveitt oss og heiti því að forðast íhlutun um stjórn landsins, liggja í leyni margvíslegar hættur fyr- ir sjálfsforræði, þjóðerni, tungu, siðferðisþrek, hugsunarhátt, álit þjóðarinnar út á við. Her- svæðin og þeir útlendu her- flokkar, er hefðu gæzlu stöðv- anna á hendi, yrðu auðvitað ut- an við landslög og rétt vor ís- lendinga. Islenzk yfirvöld gætu þar engum lögum fram komið, íslenzkir dómstólar ekki dæmt mál þessara manna, íslenzkir horgarar er teldu á hlut sinn gengið ekki náð rétti sínum nema eftir milliríkjaleiðum. Is- lendingar gætu ekki farið frjáls ir ferða sinna á þessum slóð- um, þeir þyrftu leyfi útlendinga til umferðar um sitt eigið land. Þegar hagsmunir verndarans og vilji íslendinga rækjust á, eru allar líkur til að herveldið réði, en vilji Islands yrði að víkja. Þjóðemi vort yrði í hættu, tungan fyrir erlendum á- hrifum frekar en hollt mætti teljast. Siðferðið í valtara lagi eins og jafnan, þar sem erlend- ir stríðsmenn eiga stundardvöl. Ófyrirsjáanleg eru þau' áhríf sem sjálfstæðisvitund, sjálf- stæðiskennd þjóðarinnar yrði fyrir. Vitund þjóðar um að hún ráði sjálf og ein landi sínu og málum öllum blæs henni í brjóst sjálfsvirðingu, áræði, framfarahug, örfar hana til ''Y , GUNNAR THORODDSEN stórra átaka. Meðvitund þjóð- ar um að hún ráði ekki sjálf málum sínum, sé háð að ein- hverju leyti valdboði annarra, verkar sem deyfilyf á þessar fornu og nýju dyggðir. Áhrif- in út á við yrðu ekki eftirsókn- arverð. Erlend ríki myndu tæp- lega telja það Iand fullvalda nema að nafni til sem lyti á friðartímum, herstjórn annars ríkis með erlenda herstöð i sjálfri höfuðborg sinni. Utan- ríkisstefna vor hlyti að verða háð vilja vemdarans. .. Engar erlendar herstöðvar. Óskoruð yfirráð Islendinga yfir öllu ís- lenzku landi.“ ★ ★ ★ Gunnar Thoroddsen á Al- þingi 21. sept. 1946 í umræð- um um Keflavíkursamninginn: „Þegar Bandaríkin fóru 1. okt. s.l. fram á herstöðvar hér á landi til langs tíma á þrem stöðum, í Keflavík, Reykjavík og Hyalfirði, þá vakti sú mála- leitun ólgu og andstöðu ís- lenzku þjóðarinnar. Það var fjöldi af fjölmennustu félags- samtökum landsmanna sem reis upp og mótmælti. Ástæð- urnar fyrir þeirri ólgu og and- stöðu sem þetta vakti voru aug ljósar. Ef hið erlenda stórveldi hefði fengið herstöðvar eins og það fór fram á, hefði það haft viss landsvæði af íslenzku landi á sínu valdi og undir sín- um yfirráðum. Hersvæðin og þeir íitlendu herflokkar sem hefðu haft gæzlu stöðvanna á hendi hefðu orðið utan við landslög og rétt á Islandi. Is- lenzk yfirvöld hefðu engum lögum getað þar fram komið, íslenzkir dómstólar ekki getað dæmt mál þessara manna, ís- lenzkir borgarar sem teldu á hlut sinn gengið af hálfu hers- ins ekki náð rétti sínum nema eftir milliríkjaleiðum, Islending ar hefðu ekki verið frjálsir ferða sinna um sitt eigið land, heldur þurft til þess leyfi ann- arra. Um áhrifin á þjóðerni okkar, sjálfsvitund, álit okkar út á við, þarf ekki heldur að fara mclrgum orðum. I augum umheimsins hefðum við tæp- lega talizt, til fullvalda þjóða, þegar þrjár herstöðvar væru í landinu, og yfirráð okkar yfir því þar með skert, jafnvel með herstöð í hjarta okkar eigin höfuðborgar. Málaleitunin uni herstöðvar af hálfu Bandaríkj- anna ,var gersamlega ósamræm anleg sjálfstæði íslands. Og mín skoðun er sú að til Iítils hafl þá verið skilnaðurinn við Dani og stofiiuii lýðveldisins, ef skömmu síðar hefði átt að gera slíka skerðingu á sjálf- stæði okjíar. En íslenzka þjóðin reis upp, — að vísu ekki sem einn mað- ur, en yfirgnæfandi hluti henn- ar lýsti sig andvíga þessari málaleitun. Og í Alþingis- kosningunum var þetta stað- fest. Þær raddir og óskir hér á landi sem vildu herstöðvar hafa verið kveðnar niður í eitt. sklpti fyrir öll. Málstaður þjóðarinn- ar sigraði. Þessi ákvörðun ís- lenzku þjóðarinnar stendur ó- högguð, að leyfa engu erlendu ríki herstöðvar í landi okkar. Á Alþingi sem lialdið var í júlí mánuði s.l. var skýrt tekið fram í nefndaráliti utanríkis- málanefndar sem staðfest var af Alþíngi, að við vildum eng- ar erlendar herstöðvar hafa í landinu, hvorki á vegum erlends stórveldis né heldur þjóðabandalagsins. Bandaríkja- stjórn sem hafði borið fram þessa ósk ákvað eftir að hafa heyrt svör íslenzku stjórnarinn- ar og þjóðarinnar að láta málið Og enginn er í vafa um, að allt sem gera þarf til þess að svo verði er frarhkvæmanlegt, falla niður í bili, eins og það var orðað.“ ★ Sami maður 5. okt. 1946 í umræðum um sama mál: „1. október í fyrra báru Bandaríkin fram tilmæli um að fá herstöðvar til langs tíma í Reykjavík, Hvalfirði og Kefla- vík. Með herstöðvum var átt við að þessi ákveðnu lands- svæði yrðu undir erlendum yfir ráðum og þar yrðu hermenn, utan við islenzk lög og rctt. Eg taldi og tel að herstöðvar erlends ríkis í landi voru væru ósamrýmanlegar sjáifstæði þess. Island svaraði herstöðvar- kröfunni heitandi. Bandaríkin kváðust láta málið niður falla í bili. Það er önnur afleiðing þessa samningsfrumvarps að her- stöðvakröfurnar eru niður fallnar fyrir fullt og allt.“ ef aðeins SAMSTARF og Á- HUGI er fyrir hendi. Hafa Magna-menn sannað þá skoðun með sköpun Hellisgerð- is, sem ekki aðeins er auga- steinn allra Hafnfirðinga, held- ur allra landsmanna, og hefur hróður þess þegar borizt langt út fyrir landsteinana, og er slíkur vitnisburður ölJum Hafn- firðingum bæði til sóma og á- nægju. En fleira þarf að fegra og laga en Hellisgerði, — má þar nefna Lækinn, — Hamarinn, — göturnar, — lóðirnar kringum híbýli manna o. s. frv., og gæti allt þetta á tiltölulega' stutt- um tíma, tekið mikium stakka- skiptum til hins betra, ef það er aðeins sameiginlegur VILJI okkar bæjarbúa, — En til þess að það geti orðið, þarf einkum. þrent, — ÁHUGA, — SAM- STARF og FÉ. Fyrstu verkefni hins nýstofn- aða Fegrunarfélags, verður að kanna ÁHUGA bæjarbúa fyrir Framhald á 6. síðu. j þá voru þeir 32 j ? „Viö höfum .ekki þann sið að heingja kvislínga : ; einsog allar aðrar þjóðir gera, jafnvel hinar nor- ;j !rænu frændþjóðir okkar. Slík lausn mála er okkur ógeðfeld. Jafnvel blóð hins versta glæpamanns saurgar þann sem atar sig á því. Refsíngin sem bíð- ; i; ur þessara þrjátíu og tveggja svikara er sá veggur !| i; sem þeir hafa sjálfir reist á milli sín og annarra j: ;; íslendinga, alinna og óborinna. Milli okkar íslend- !; i; ínga og hinna þrjátíu og tveggja er ekkert eðlilegt ; samband hugsanlegt. Þeir hafa sjálfir séð fyrir því. j; !j Yfir þessum þrjátíu og tveim mönnum hvílir skuggi !; sem ekkert ljós megnar að eyða. Þó þeim væri refs- ;; !; að samkvæmt lögum mundi lítið ávinnast. Afturá- ;; !; móti eru þeir á meðal okkar einsog sá maður sem ;; !; myrt hefur unnustu sína. Það má einu gilda hvort ;j ; við refsum eða fyrirgefum slíkum manni. Hvorki j i; fyrirgefníng okkar né refsíng mundi megna að má af !j ;j honum kainsmerkið. Sá maður sem svíkur föður- !j ;j land sitt hefur sjálfur kosið sér hin ystu myrkur, j ? og það er ckki á annarra manna valdi að refsa hon- j; !; um né fyrirgefa. Hvað sem þessir sölumenn íslands ;; í hafa sér til ágætis aö öðru leyti, þá eru nöfn þeijrra ;j !; svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Hvort þeir hafa ;j ;j afhent útlendíngum ísland til sjö hundruð ára eða !; i; hálfs sjöunda árs, þá er verknaður þein'a í eöli sínu j; ;j samur, þeir eru föðurlandssvikarar, saurugir og ó- ! snertanlegir, alt samneyti okkar við þá verður kvöl.“ !; ;i HALLDÓR KILJAN LAXNESS 1946

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.