Þjóðviljinn - 11.05.1951, Blaðsíða 4
>) — ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 11. maí 1951
til Rvíkur 8. þm. frá Khöfn. For-
ce kom til Rvíkur 10. þm. frá
Hull.
Þióðviliinn
Útgefandl: Samoiningarflokkur alþýCu — Sósíaliataflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. ‘— Simi 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð kr. 16 á mánuði — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. í.
__________________________I------------------------
60 — 70 þúsund króna árstekjur
Samkvæmt skattaframtölum ársins 1948 reiknaðist
liagstofunni svo til aö þjóöartekjur íslendinga mætti
meta á ca. tólf hundruö milljónir króna. Þessi upphæö
hefur hækkaö mjög mikið síðan aö krónutölu vegna geng
islækkananna og síaukinnar dýrtíðar, og telja fróöustu
menn að þjóðartekjurnar.séu nú ekki minni en sautján
hundruö milljónir króna á ári. Íslendingar eru liins veg-
ar tæplega 140 þúsundir, þannig aö þjóöartekjurnar sam
svara rúmlega 12 þúsundum króna á hvert mannsbarn
í landinu, karla, konur, börn og gamalmenni, eða 60—70
þúsundum króna árstekjum á hverja fimm manna fjöl-
skyldu til jafnaöar.
Tekjur Dagsbrúnarfjölskyldu eru hins vegar kr. 27.
288 miðað viö að fyrirvinnan hafi vinnu alla virka-daga,
átta tíma á dag. Alkunnugt er hins vegar aö þeir verka-
menn eru auðtaldir sem hafa fulla vinnu allan ársins
hring og sá hópur er ískyggilega fjölmennur sem missir
úr svo mánuðum skiptir og ber frá borði rýran hlut sem
því svarar. En Dagsbrúnarfjölskyldu á fullu kaupi vantar
oem sé ca. 40.000 kr. upp á það í kaupi að hafa í sinn
hlut meðaltal þjóöarteknanna. Krafa verkamanna um
mánaöarlega vísitölugreiöslu samsvarar miöaö viö apríl-
vísitölu kr. 2640 hækkun á ári, þannig að langt er eftir
upp í meöaltalið! Þjóðviljinn hefur sýnt fram á aö Dags-
brúnarverkamanni beri 11.000 kr. meira á ári en hann
fær ef kaupiö eigi aö samsvara dýrtíðinni, og jafnvel
þótt það væri uppfyllt, myndi vanta ca. 30.000 kr.
upp á að meöaltali þjóöarteknanna væri náö!
Msð þessu er aö sjálfsögu ekki sagt að réttlátar
meðaltekjur fjölskyldu fáist með því að deila fólksfjöld-
anum upp í þjóðartekjurnar en þessar tölur sýna þó á
óvéfengjanlegan hátt hversu afskiptir verkamenn eru og
hversu stórlega væri hægt að auka tekjur þeirra miðað
viö núverandi framleiðsluafköst án þess að raska jafn-
vægi efnahagskerfisins.
Á sama tíma rakar fámenn klíka auömanna í Reykja-
vík til sín ávöxtunum af striti verkafólks. Þjóöviljinn hef
ur nýlega rifjað upp að samkvæmt framtölum 1948 áttu
100 ríkustu framteljendur í Reykjavík 7,4 milljónir króna
að meöaltali hver í hreinni eign. 200 þeir eignahæstu áttu
5 milljónir króna að meðaltali hver nettó. Og 2650 þeir
auðugustu áttu ca. 1,3 milljónir hver og sem heild mun
meira en helming af heildareignum allra Reykvíkinga.
Tekjur 100 þeirra ríkustu voru þá 200.000 kr. á ári á
hvern samkvæmt framtölum sjálfra þeirra. Þannig var
ástandiö 1948 og allir vita hver þróunin hefur oröið síð-
an, hvernig þeir fátæku hafa stööugt oröiö fátækari og
þeir ríku ríkari sem því svarar.
Þessar staðreyndir sýna og sanna að meö engu móti
verður undan því komizt að láta undan réttlætiskröfum
verkalýðsfélaganna. Þaö er ekki verkalýðurinn einn sem
aö þeim stendur, heldur flestar stéttir þjóðfélagsins sem
finna aö kjör verkafólks eru undirstaöan aö áöbúnaði
þeirra. Aðeins er ástæöa til að leggja enn einu sinni á-
herzlu á þaö hversu hófsamlegar kröfurnar eru sem verka-
lýössamtökin bera nú fram. Mánaöarleg vísitala sam-
kvæmt hinum gerfölsuöu útreikningum Ólafs og Benja-
míns ér aðeins hluti þeirra veröhækkana ssm orðiö hafa
á brýnustu neyzluvörum. 2640 krónur á ári'er aöeins brot
sf stuldi þeim sem launþegar hafa oröiö fyrir. En þar
sem kröfurnar eru svo hófsamlegar, hlýtur afleiöingin
að verða sú aö frá þeim er ekki unnt að hvika, þær eru
þegar lágmarkskröfur sem hver réttsýnn maöur hlýtur
sö viðurkenna.
Samningar ættu því ekki að þurfa aö taka langan
tíma, ef vilji er frá hendi stjórnarvaldanna til aö komast
hjá vinnustöövunum. Og samningar mega ekki taka
Jangan tíma. Aðeins rúm vika er nú til stefnu þar til
verkföllin hefjast, ef ekki er aö gert, og öll þjóöin krefst
þess aö sú vika veröi notuö til að ganga frá samningunum
4 samræmi viö þessar lágmarkskröfur.
Sótbölvað á fundi hjá
konum.
Kona nokkur, sem var á hin-
um sögulega fundi Kvenréttinda
félagsins síðastliðinn mánudag,
hringdi til Bæjarpóstsins í gær
og lýsti mikilli undrun sinni
yfir skrifum bandaríkjablað-
blaðanna um hann. Kvað hún
vanstillingu alla á fundinum
hafa verið þeirra kvenna meg-
in sem stæðu að þessum skrif-
um. Og vanstilling væri eigin-
lega ekki rétta orðið yfir fram
fer'ði þeirra. Þetta hefði verið
vargagangur af versta tagi.
Enda orðlagðir vargar þarna
fremstir í flokki. Þær hefðu
æpt, þær hefðu stappað, þær
hefðu bölvað, — sótbölvað.
m
Árásirnar á frú
Sigríði Eiríks.
Og eftirtektarvert væri,
sagði konan, hversu mjög
árásir í skrifmn þessum beind-
ust gegn Sigríði Eiríksdóttur.
Hún væri þar jafnvel ásökuð
um ofsa mikinn og uppivöðslu.
Sannleikurinn væri hinsvegar sá
að frú Sigríður hefði ekki sagt
orð meðan á öllu þessu gekk,
enda munu allir, sem eitthvað
þekkja hana, hafa farið nærri
um að þessar ásakanir hefðu
ekki við nein rök að styðjast.
Hinsvegar eru þær skiljanlegar,
sagði konan, og að vissu leyti
ofur eðlilegar, því að i persónu
frú Sigríðar hlytu formælend-
yr hernámsins og allrar þeirr-
ar spillingar, sem því, fylgja,
að sjá hættulegan andstæðing.
mér þá ótrúlegt að borgarlækn-
ir telji ástandið eins og það er
nú á nokkurn hátt viðunandi.
Ég vil að síðustu spyrja borg-
arlækni hvort engin takmörk
séu fyrir því hversu lengi má
dragast að hreinsa sorpílátin
og bið hann að minnast þess
að komið er vor og tekið áð
hlýna í veðri. Gerir það að
sjálfsögðu enn brýnna en ella
að ekki sé slakað á í þessum
efnum heldur hendur látnar
standa fram úr ermum“.
•
Léleg vara — en þó 1. fl.
Önnur kona sendir mér þenn-
an pistil: „Alveg er ég undr-
andi að leyft skuli vera að
selja kartöflur þær sem nú
fást í Grænmetisverzlun ríkis-
ins og verzlunum yfirleitt sem
fyrsta flokks vöru. Þessar ís-
lenzku kartöflur eru alls ekki
mannamatur lengur þótt þær
hafi vafalaust einhverntíma ver
ið það. Og manni verður á að
spyrja hverskonar vara það
muni vera sem seld ersem ann-
ars og þriðja flokks þegar
fyrsti flokkur er ekki nema
skepnufóður. Úrvalsflokkurinn
svokallaði er heldur ekki upp
á marga fiska og verður að
henda miklu úr honum þótt inn
an um megi finna ætar kartöfl-
ur. Þessu vildi ég biðja þig,
bæjarpóstur góður, að koma
á framfæri í von um einhverj-
ar úrbætur".
Sovétmyndir í Stjörnu-
bíói.
L,oftleiðir h.f.
I dag er áætlað að fljúga til:
Vestmannaeyja, Akureyrar og
Sauðárkróks. — Á morgun er á-
ætlað að fljúga til: Vestmanna-
eyja, isafjarðar, Akureyrar, Pat-
reksfjarðar og Hólmavíkur.
Flugfélag islands
1 dag er ráðgert að fljúga til
Akureyrar, Vestmannaeyja, Kirkju
bæjarklausturs, Fagurhólsmýrar
og Hornafjarðar. — Á morgun eru
áætlaðar flugferðir til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Blönduóss og
Sauðárkróks. — Gullfaxi fer til
Khafnar kl. 8,30 í fyrramálið.
Næturvörður er i lyfjabúðinni
Iðunn, simi 7911.
Næturvörður er í Ingólfsapótekl.
Sími 1330.
i I ^ Hjonunum Guð-
mundu Rósu og
Aage Petersen,
Mávahlíð 9, fædd-
ust tvíburar (son-
ur og dóttir) 7.
maí. — Hjónumim Lilju og Huga
Hraunfjörð fæddist 14 marka son-
ur 7. maí.’
i 8.30—9.00 Morgun-
J \v útvarp. 10.10 Veð-
urfr. 12.10—^3.15
Hádegisútvarp., —
15.30 Miðdegisút-
varp. 16.25 Veður-
fregnir. 19.30 Tónleikar: Harmon-
ikulög (plötur). 19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan:
„Nótt í Flórenz" eftir Somerset
Maugham; VIII. (Magnús Magn-
ússon ritstjóri). 21.00 Tónleikar
(plötur): Tvö píanóverk: Són-
atína og „Gosbrunnurinn" eftir
Ravel (Alfred Cortot leikur). 21.15
Erindi: Úr Öræfum (frú Bjarn-
véig Bjarnadttir). 21.40 Tónleik-
ar (plötur). 21.45 Frá útlöndum
(Hafþór Guðmundsson lögfræðing-
ur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Skólaþátturinn (Helgi Þor-
láksson kennari). 22.35 Dagskrárl.
Hefur sorphreinsunin
verið lögð niður?
Húsmóðir við Bollagötu skrif
ai!? „Við íbúarnir hér við Bolla
götu erum orðnir býsna lang-
eygðir eftir því að sorpílát-
heimilanna verði tæmd. Nú um
þriggja vikna skeið hafa sorp-
hreinsunarbílar og sorphreins-
unarmenn bæjarins ekki sézt
hér um slóðir. Ástandið er orð
ið þannig að út úr öllum sorp-
ílátum flóir úrgangur og blaða-
rusl, fjúkandi út um garðana
og lóðirnar. Er að þessu hin
mesta viðurstyggð, sem óþol-
andi er með öllu. — Og
varla ætlast bæjaryfirvöld-
in til þess að fólk safni úr-
gangsrusli og öðru sorpi í ibúð
um og geymslum sem viðast
eru af skornum skammti. Sorp-
hreinsunin hefur oft verið sein
í svifum, en nú virðist mér
kcyra svo um þverbak að ekki
sé unnt að þegja iengur um
slóðaháttinn.
m
Fyrirspurn til borgar-
læknis.
„Mér virðist þessi amlóðahátt-
ur því óskiljanlegri og undar-
legri þegar þess er gætt, að
yfirmaður sorphreinsunarinnar,
Jón Sigurðsson borgarlæknir,
er af öllum sem til þekkja tal-
inn áhugasamur og ötull í
starfi og hefur að sögn hrund-
ið ýmsum umbótum í fram-
kvæmd síðan hann tók við
starfi hjá bænum. Ég vildi nú
mælast til þess víð borgarlækni
að hann kynnti sér án tafar
hvernig starfsmenn hans í
þessu hverfi hafa rækt störf
sín að undanfömu og þykir
Bæjarpósturinn vill minna
lesendur á hinar ágætu sovét-
kvikmyndir sem sýndar verða
í Stjörnubíói í kvöld. Fyrir þá
sem vilja afla sér sannrar
fræ'ðslu um Sovétríkin, eru
þetta myndir sem alls ekki má
láta hjá líða að sjá.
* ★ *
Ríkisskip
Hekla fór frá Rvík kl. 20 í gær-
kvöld austur um land til Siglu-
fjarðar. Esja kom til Rvíkur í
gærkvöld að austan og norðan.
Herðubreið er á Vestfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið er á Húna-
flóa á norðurleið. Þyrill er í Rvik.
Oddur átti að fara frá Rvík í gær-
kvöld til Austfjarða. Straumey
lestaði í. Rvík i gær til Breiða-
fjarðarhafna.
Skipadeiid SIS
Hvassafell lestar saltfisk i Vesb-
mannaeyjum. Arnarfell er í Hafn-
arfirði. Jökulfell lestar frosinn
fisk og kjöt á Austurlandi.
Elmskip
Brúarfoss er í Reykjavik. Detli-
foss fór frá Alexandria 8. þm. til
Hull og London. Fjallfoss er i
Rvik. Goðafoss fór frá Akranesi
síðdegis. í gær til Reykjavíkur.
Lagarfoss fór frá Rvík 2. þm. til
New York. Selfoss, er á Sauðár-
króki. Tröllafoss fór frá Norfolk
3. þm. til Rvíkur. Dux kom til R-
víkur 9. þm. frá Hamborg. Hilde
kom til Rvíkur 9. þm. frá Leith.
Hans Boye fermir í Álaborg og
Odda i Noregi um miðjan maí til
Rvíkur. Katla fór frá New York
8. þm. tii Rvikur. Liibeck fór frá
Hull 8. þm. til Rvíkur. Teddy kom
m / N Samtíðin, 4. hefti
þessa árgangs er
~ komið út. Efni:
Akademía Islands,
Knútur Þorsteins-
son: Kvæði. Frá
Þjóðleikhúsinu. 1 heimsókn hjá
Burmeister & Wain. Sigurjón frá
Þorgeirsstöðum: Blátt blað (saga),
Spurt og svarað. Einar Siggeirs-
son: Nytsamlegt lyf gegn kartöflu
spirun. Sonja: Bréf úr borginni.
Nýjar sænskar bækur. Kvikmynda
höldurinn Sam Goldwyn. „Þokan
rauða" (bókarfregn). Fróðleiks-
þáttur. Skopsögur. Þeir vitru
sögðu o. m. fl. — Kjarnar, nr. 20,
eru komnir út. 1 þessu hefti eru
sögurnar: Hvers vegna spyr þú
mig ekki? Aftakan, Eitt glóðar-
auga og — Það var þessi hundur.
Hann vissi allt. Siðasta ferð lækn-
isins. Sjálfsvirðing. Karlinn á kass
anum. Stöðvaðu vagninn, Dick.
Kókoshnota og jólarós. Boð i
páfagaukinn og Bónorð skipstj.
— Skinfaxi, 1. hefti þessa árs, er
kominn út. Efni: Gifta þjóðar
vorrar, ræða Björns Björnssonar
sýslumanns á 40 ára afmælismóti
U.M.S. Skarphéðins. Islenzk skáld
og rithöfundar I.: Davíð Stefánss.
frá Fagaraskógi. Skemmtiferð, frá-
söguþáttur eftir Kristján Jónsson,
Snorrastöðum. Af erler.dum vett-
vangi I.: índlandsstjórn ræðst á
fáfræðina. Landið, og framtíðin I.:
Krýsuvik. Breiðablik —- félags-
heimili Miklaholtshrepps. Starfs-
íþróttir, eftir Þorstein Einarsson.
Umf. Eyrarbakka þrjátiu ára. Af-
mælisljóð á 30 ára afmæli U.M.F.
Eyrarbakka, eftir Guðmund Þórar
insson. Gunnar Guðbjartss., Hjarð
arfelli: Minni Islands. Fréttir. Út-
hlutun úr íþróttasjóði 1951.
Danslagakeppni SKT
Stjórn SKT biður blaðið að geta.
þess, að vegna getraunar Rikis-
útvarpsins i sambandi við loka-
atkvæðagreiðsluna um s. 1. helgi,
þá verður ekk hægt að birta úr-
slitin fyrr en að fresti Ríkisút-
varpsins loknum, eða um aðra
helgi (19. ög 20. maí).