Þjóðviljinn - 03.06.1951, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.06.1951, Qupperneq 1
Snnnudasur 3. júni 1951 — 16. árgang'ur — 122 tölublað Bandaríska hernámsliðinu sleppt á Reykjavik og nágrenni Ósvífin ráðsföfun hins bandaríska hernámsstjóra er stór- eykur hernámshœtturnar fyrir Reykvíkinga Hefur rikisstjórn Framsóknar og SjálfstceÓisflokksins „samþykkt þetta tiltœki? Samkvæmt íregn í bandarísku blöðunum Morgunblaðinu, Tímanum, Vísi og Álþýðublaðinu heíur verið ákveðið að hleypa bandaríska hernáms- liðinu á Reykjavík og nágrenni, og á að gefa 100 „verndurum" „bæjarleyfi" á hverju kvöldi. Ráðstöfun þessi er ósvífið tiltæki, með henni er beinlínis verið að gera ráðstafanir til að leiða hernámshættumar, hætturnar af skiptum við er- lent hernámslið, yfir þann stóra hluta íslenzku þjóðarinnar, sem í Reykjavík býr. En hver tekur þessa ákvörðun? Bandarísku blöðin segja öl' frá þessu í eins dálks frétt. reynt er að láta lítið á henni bera. Morgunblaðið segir: ,,Yf- irstjórn varnarliðsins ameríska hefur filkynnt að frá og með 4. júní fái liðsmenn varnarJiðs- ins leyfi til að fara til Reykja víkur eða annað í frístundum sínum ,en það er frá kl. 5 e.h. á virkum dögum, frá hádegi á laugardögum og á sunnudögum og helgidögum. Allir liðsmenn verða að vera komnir til Kefla- víkur að kvöldi og fara áætl- unarbílar frá Reykjavík í síð- astalagi klukkan tíu að kvöld- inu. Liðsmönnum hefur þegar verið skýrt frá helztu skemmti- stöðum í Reykjavík og nágrenni og þeim tómstundaickunum sem fyrir hendi eru og þar sem þeir geta komið“. Gengizt verður fyrir kyrjningarferðunv fyrir liðsmenn um Reykjavik með leiðsögu. Gert er ráð fyrir að um 100 amerískir liðsmenn fái frí frá störfum á hverju kvöldi.“ (Leturbrevt. Þjv.). Þýðingarförin eru augljós. Þetta er bandarískt ,hand out‘. Tíminn mannar sig upp í að láta athugasemd fylgja: „Þessi breytta skipan hlýtur að hafa í för með sér að veruleg hætta er á að svipað ástand skapist í samskiptum her- manna og íslendinga cg var á hernámsárunum“. Bandarísku blöðin láta líta svo út að McGavv, foringi her- námsliðsins („I am Brigadier General E. J. McGaw“) hafi ákveðið þetta. Samkvæmt „varnarsamningnum" frá 5. maí er skýrt tekið fram að „ekkert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig að það raski úrslitayfirráðum Islands yfir íslenzkum málefnum“. Er það ekki íslenzkt máJefni að hleypa daglega 100 erlend- um hermönnum árið ,um kring á Reykjavík og nágrenni, vísa þeim á skemmtistaði bæjarbúa og „tómstundaiðkanir“.? Er það Brigadier General Mc Gaw sem „tilkynnir" slíkt án þess að hafa fyrir því að spyrja ríkisstjórn. íslands ? Eða er það ríkisstjórn js- lands, Steingrímur Steinþórs- son, Bjarnj Benediktsson, Her- mann Jónasson, Björn Ólafs- son, Eysteinn Jónsson og Ólaf- ur Tliors sem hleypa 100 manna bandarísku herliði á Reykjavík og nágrenni —- dag- lega árið um kring? Væri ekki rétt að Tíminn, blað forsætis- ráðherrans, athugaði hverjir það eru sem nú gera ráðstafan- ir til að erlent hernámslið flæð- ir yfir höfuðborg landsins? Þegar það er upplýst mun málið rætt hér nánar. Signrgeir Ólafsson hlaut afreksverðlaun sjómaimadagsins Sigurgeir Ólafsson, bátsmað- ur á togaranum Elliðaey, hlýt- ur að þessu sinni afreksverð- laur. sjómannadagsins fyrir vasklega björgun eins af sk'ns- félögum sínum í marzmánuði s. I. Um björgunarafrek Sigur- geirs segir svo í Sjómannadag3 blaðinu: „Um miðjan marz- mánuð s.l., er tcgarinn Elliða- ey frá Vestmannaeyjum var I síðasta fiskitúr á Halamiðum, og verið var að taka inn botn- vörpuna í hvassviðri og stórsjó, skeði ,það, að einn hásetinn, Guðjón Annes, kipptist út með forrópnum. Um stund hélt hann sér í trollið. en vegna sjó gangs missti hann takið og fjar lægðist skipið. Sigurgeir Ói- afsson bátsmaður henti sér þá til sunds og tókst að komast til Guðjóns með bjarghring og eftir stutta stund voru þeir dregnir að skipinu og bjargað um borð. Talið er víst, að hefði karlmennsku og snarræði Sig- urgeirs ekki notið við hefði Guðjón drukknað." Sigurgeir Ólafsson er fæddur 21. júní 1925 að Víðivöllum í Vestmannaeyjum. Hann lauk prófi frá stýrimannaskólanum árið 1950, hefur verið skipverji á Ellidaey síðan hún kom til •landsins og í seinni tíð sem bátsmaður. Blessun „viðreisnarinnar“ sem Marshallhjálpin átti að færa íslenzku atvinnulífi kemur æ betur og betur í Jjós. Síðasta blessun Marshallhjálparinnar er að ullarverk- smiðjan Framtíðin lokaðj 1. þ.m. og Álafoss lokar að mestu eða öllu leyti., Prjónastofurnar hafa einnig neyðzt til að segja miklu af starfsfólki sínu upp. Sjórnarflokkunum hefur nú lojis tekizt, að „minnka kaupgetuna" — koma kjörum almennings. niður á það stig að hann getur ckki. keypt. Jafnhliða hefur ullarverðið tvöfaldazt. Á sama t-ima og framleiðsla íslenzku prjóna- stofanna er hindrufi með allskonar ráðstöfunum fiytja einokunarheiidsalarnir inn erlendar prjónavörur fyrir miklu hærra verð en hægt er að framleiða samskonar vörur fyrir hér heima. Siómaðurinn af Guilfossi fundinn heill á húfi BALDVIN ÁSGEIRSSGN, sjómaðurinn, sem týndisí aí ,,GuUíossi" áður en skipið íór írá Casa- blanca í NorðuirAíríku 3. maí ,er íundinn og á heimleið. Heíur utgnríkisráðuneytið iengið skeyti mm þetta írá sendiherra íslands í París, sem greitt heí- ur götu sjómannsins heim. wmmmrn Togararnir eru ekki í höfn á sjómannadaginn — en þeftr eru bundnir ef sjómenn vilja bæta kjör sín

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.