Þjóðviljinn - 03.06.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1951, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. júní 1951 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartaneson, SlgurSur Guðmundssoa (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaísson, Jónas Árnason. Auglýsin'gastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 13. — Sími 7600 (þrjár lír.ur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. \______________________________________________________________k Nýsköpunin og sjávarútvegurinn Nýsköpun íslenzká fiskiskipaflotans eftir styrjöldina er mikið afrek, svo óvenjulegt átak smáþjóðar að vakið hefur at- hygli og öfund víða um lönd. íslenzku nýsköpunartogararnir vekja eftirtekt hvar scm þeir koma, keppinautar Islendinga á sviði fiskveiðanna hafa fylgzt nákvæmlega með útbúnaðj þeirra og veiðimagni, og finnst mikið til um hvorttveggja. Mikið vant- ar á að íslendingar hafi gert sér ljóst hvílík bylting varð í fiskveiðum, nýtingu afians og markaðsútvegunum af völdum nýsköpunar atvinnulífsins á Islandi 1944—46, en sú bylting er ævintýri Jíkust, svo snögg og mikil eru umskiptin, togararnir, síldarverksmiðjurnar, fiskiðjuver, hraðfrystihúsin, bátaflotinn, — og samtímis opnaðir stórfenglegir nýir markaðir fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir í Austur-Evrópu. Á þessari miklu ný- sköpun fiskiskipaílotans og fiskiðnaðarstöðva hefur afkoma ís- lenzku þjóðarinnar að langmestu leyti hvílt síðustu árin. — Cg nýsköpun kaupskipaflotans hélzt í hendur við nýsköpun fiskiskipaflotans, Skipaeign Islendinga nú ber stórhug þjóðar- innar glæsilegt vitni. Það er lærdómsríkt að minna á þá uppáhaldskenningu aftur- haldsins að sósialistar eigi enga löngun heitari en að atvinnu- vegir landsins lirynji í rúst — einmitt í sambandi við nýsköpun- ina. Um það er ekki lengur deilt, enda söguleg staðreynd, að nýsköpunarstefuan er beeinlínis framlag Sósíalistaflokksins til íslenzkra þjóðfélagsmála kringum lýðveldisstofnunina, það er þegar orðin íslandssaga hver áhrif Sósíalistaflokksins urðu þann stutta tíma sem hann átti hlutdeild að ríkisstjórn á Islandi, hve mikið honum tókst að knýja fram til nýsköpunar öllu atvinnulífi þjóðarinnar, ekki sízt risaátökin í sjávarútvegi, fiskiðnaði og markaðsöflun — og það í samstarfi við afturhaldsöfl, er jafnan sátu á svikráðum við nýsköpunina. En hugsjón nýsköpunarinn- ar snart þjóðina og knúði fast á flokkana, boðun Sósíalista- flokksins á því fagnaðarerindi að alþýða Islands þyrfti ekki að búa við skort ef þjóðin skilur sinn vitjunartíma og nýtir auð- lindir sínar í þjóðarhag, fann djúpan hljómgrunn um allt land. Eh til þess að rryggja framhald nýsköpunarinnar, hefði þjóðin crðið að stórefla áhrif Sósíalistaflokksins í þingkosningunum 1946 og 1949. Vegna þess að hún lót blekkjast af þeim áróðri Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að þeim væri nýsköp- unin líka mál málanna, fór sem fór. Þeir sem lagt höfðu trúnáð á þann áróður að sósíalistar ættu enga ósk heitari en hrun atvinnuveganna hljóta að hafa beðið þess með ofVæni hvernig hann beitti áhrifum sínum sem stjórnarflokkur. En svo undarlega brá við, að þó Björn Ólafsson, Eysteinn Jónsson ásamt öllum Sjálfstæðisflokknum cg Framsókn sæju ekkert nema hrun atvinnuveganna fram- undan sumarið 1944, tókst Sósíalistaflokknum og verkalýðs- hreyfingunni undir forystu sósíalista að gera næstu ár að fraxnfaraárum meiri en nokkru sinni höfðu komið á Islandi og stórbæta kjör allrar alþýðu. En það leið hins vegar ekki á löngu eftir að gömlu ílokkárnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Al- þýðuflokkurinn voru einvaldir um landsstjórnina á ný að tækist að skapa það öngþveiti, atvinnuleysi og vandræði ásamt afsaji íslenzkra iandsréttinda er íslenzkt auðvald telur nauðsynlegt til að geta viðhaldið skefjalausu arðráni sínu. Nýsköpunin var svikin, togárarnir bundnir tímum saman, mörkuðunum miklu fyrir íslenzkar sjávarafurðir fleygt vegna pólitísks ofstækis og bandarískra fyrirskipana. Það er sérstök ástæða til að minnast á þessi mál einmitt L..1 ,i-. . Ber.zíniaus flugvél býr s;g til flugs. Maður nokkur, sem ætlaði að senda barn sitt til sumardvalar austur í Hornafjörð með flug- vél frá Flugfélagi Islands í fyrradag, kom að máli við Bæj- arpóstinn og hafði eftirfarandi sögu að segja: „Farþegarnir, en mikill hluti þeirra voru börn sem áttu að fara i sveit í Skaptafellssýslu, höfðu kvatt foreldra sína og aðra aðstand- endur sem fylgdu þeim á flug- völlinn, farþegarnir eru allir seztir inn í flugvélina, dyrum hennar lokað, hreyflar settir í gang og vélin rennur af stað út brautina. Engum kemur ann að í hug en að allt sé í lagi og flugvélin taki sig fljótlega á loft. En von bráðar snýr flug- vélin við á brautinni og kem- ur sömu leið til baka. Hafði þá flugmaðurinn uppgötvað að flugvélin var benzínlaus eða benzínlitil og því óhæf til þeirr- ar ferðar sem framundan var. Sló miklum óhug á alla við- stadda er þetta upplýstist, því hér virtist litlu muna að illa færi. Hvar er öryggís- eftirlitið? Maðurinn var gramur og þarf vist engan að undra, því allir ættu að geta sagt sér það sjálfir hvernig því fólki hefur orðið innanbrjóst, sem þama var að kveðja börn sín og ætt- ingja. Er það vægast sagt full- komið undunarefni að annað eins og þetta skuli geta gerzt í sambandi við flugþjónustuna. Við höfum orðið fyrir hörmu- legum áföllum í sambandi vvið farþegaflugið innanlands og ættu þau sannarlega að minna alla aðila á, að fyllsta öryggis og strangasta eftirlits þarf að viðhafa í öllu er flugið varðar, ef það á að njóta þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að flugstarfsemin eigi framtíð fyr ir sér í landinu. — En þessi at- burður á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag virðist óneitanlega benda til þess að hér sé eitt- hvað öðruvísi en vera ætti og verða þarf hvað öryggiseftirlit með flugvélum og flugferðum snertir. • Kráfa almennings. Það hlýtur að verá krafa alls almennings að ekkert sé til þess sparað að halda uppi sem allra fullkomnastri örygg- isþjónustu og strangasta eftir- liti með öllu er að fluginu lítur. Og eftir því á að ganga án hlífðar að settum reglum só fylgt út í æsar og. án allra undanbragða. Sé það ekki gert er verið að Ieika sér að hætt- unni, og beinlínis stefnt að því að eyðileggja þá tiltrú sem al- menningur verður að geta borið til þessa þýðingarmikla þáttar í samgöngumálum þjóðarinnar. Rauðamöíin og skrúð- garðarnir. „Garðvinur" biður fyrir þessi skilaboð til forráðamanna gatnagerðar hæjarins: „Vill ekki Bæjarpósturinn koma þeim skilaboðum til þeirra sem ráða gatnagerð bæjarins, að hætt verði að nota rauðámölina á götur í bænum sem liggja meðfram íbúðahverfum a.m.k. Flestir reyna að koma sér upp einhverjum trjám við hús sín, en rauðamölin er versti spell- virki í görðum, fýkur inn í þá, étur og særir stofna og grein- ar svo að um hreina eyðilegg- ingu er að ræða.. Hefur þetta valdið mér og öðrum sem er annt um tré sín og garða mikl- um áhyggjum og leiðindum. — Eg trúi ekki öðru en hægt sé að finna eitthvað annað efni til þessara nota en rauðamölina og forða þannig trjánum frá eyðileggingu." VIII fá endanleg úrslit birt í útvarpinu. „Fróðleiksfús" skrifar: Eg hef verið að bíða eftir því að útvarpið okkar birti atkvæða- tölur frá ítölsku sveitarstjórn- arkosningunum. Við fengum spásagnir um úrslit þeirra fyr- irfram í útvarpinu, óljóst fréttaslitur af fyrstu talningu, en engar niðurstöðutölur. Nú skiptir það vitanlega mestu máli, vilji maður mynda sér skoðun um stjórnmálaþróuniná á Ítalíu, hver endanleg úrslit hafa orðið, hvert atkvæðamagn hinar stritandi fylkingar hafa hlotið í kosningunum. Og ekki spillti að fá þá um leið saman- burð á fylgi flokkanna nú og síðast þegar kosið var í sömu svéitarstjórhir. Eg trúi ekki öðru en að útvarpinu sé Ijúft að láta okkur hlustendum þessa fræðslu í té og treysti Bæjar- póstinum til að reka á eftir því.“ Iausri baráttu við afturhald landsins á Alþingi og í Landsbank- Eimskip Brúarfoss er í Hamborg’. Detti- foss fer fjá London 2.6. til Leith og Reykjavíkur. Goðafoss kom til R.eykjavíkur 1.6. frá Antverpen. Gullfoss fór frá Leith 31.5. til R- víkur og kemur á ytri höfnina um kl. 8 ;í dag 3.6. Skipið kemur að bryggju kl. 9 f.h. Lagarfoss fór frá Reykjavík kl. 10.00 í gærmorg un 2.6. til Dublin óg Hamborgar. Selfoss fer væntanlega frá Húsa- vík í gær 2.6. til Isafjarðar og Reykjavíkur. TröIIafoss er í N.Y. Katla kom til Gautaborgar 30.5.. frá Reykjavik. Hans Boye hefur væntanlega farið frá Odda í Nor- égi 1.6. til Reykjavíkur. Skipadeild SÍS Hvassafell er væntanlegt til Patrás n. k. þriðjudag frá Akur- eyri. Arnarfell er í Napoli. Jökul- fell fór frá N.Y. 31. f.m., áleiðia til Ecuado. Helgidagslæknir: Bjarni Jónss., Reynimel 58. — Sími 2472. 11.00 Messa í Dóm kirkjunni (séra Bjarni Jónsson vígsiúbiskúp). 14.00 Dagskrá sjómanna (útisamkomá vió" Austurvöll): a) Minnzt látinna sjó manna (Sigurgeir Sigurðsson bislc up talar. — Ævar Kvaran syngur). b) Ávörp (Björn Ólafsson ráðh. Oddur Helgason útgerðarmaður og Guðmundur Jensson loftskeyta maður). c) Lúðrasveit Reykjavik ur leikur; P. Pampichler stjórnar. — Einnig fer fram afhending verð launa. 18.30 Barnátimi sjómanna- dagsins (Guðjón Bjarnas.): Barna- kórinn Sólskinsdeildin syngur. Börn senda feðrum sínum kveðjur. Einsöngur. Tvísöngur. Kvartett- söngur. Söngéikur. Upplestrar. Einleikur á pianó. 19.30 Erindi: Um dvalarheimili aldraðra. sjó- manna (Kristján Eyfjörð Guð- mundsson sjómaður). 20.20 Dag- skrá sjómanna: Ávarp: Gunnar Thoroddsen borgárstjóri. — Sam- töl. — Leikþáttur. — Óskalög sjó- manna — o. fl. 22.30 Danslög: a) Útvarpað frá dansleik sjómanna í Tjarnarcafé. Hljómsv. Kristjáns Kristjánssonar leikur. b) Ýmis danslög af plötum. Dagskrárok. Loftlelðir h.f. 1 dag á að fljúga til Vestmanna- eyja. — Á morgun eru áætlaðár flugferðir til Akureyrar, Vestm,- eyja, Isafjarðár, Patreksfjarðar, Hólmavíkur, Sauðárkróks, Þingeyr ar, Flateyrar og Bíldudals. Nýlega opinberuðu. trúlofun sína ung- frú Helga Jónsd., Vífilsgötu 24 og Þór Eliasson, Lang holtsveg 93. Kirkjukór Nessóknar gengst fyr ir samkomu i Hallgrímskirkju 5 Reykjavík, mánudagskvröldið 4. júni kl. 9. — Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. Þar verðúr samsöngur undir stjórn Jóns ís- leifssonar með aðstoð Páls Hall- dórssonar organleikara. Einar StUrluson óperusöngvari syngur einsöng, og erindi flytúr séra Jón Thórarensen. Þarna verða flutt sönglög eftir erlenda og inn- lenda höfunda, meðal annars eftir iíú á sjómannadaginn. Þennan dag koma mennirnir, sem barizt hafa af alefli gegn nýsköpuninni, gegn hinu stórlkostlega átaki er þurfti til að eignast nýjan glæsilegan togaraflota, nýjan flota stórra vélbáta ný fiskiðjuver, hraðfrystihús og síldárverk- Emíðjur, nýja óþrotlega markaði fyrir íslenzkar sjávarafurðir •— °S gala hver í kapp við attnan um ást sína á sjávarútvegi, nýjurtí skipúm og sjómönnum. í dag koma mennirnir í ræðu- stólana ssem áratugum saman hafa barizt gegn mannsæmandi hvíld fyrir togaraháseta og hverri einustu tilraun þeirra að fá hjör sín bætt og vitna um elsku sína til sjómanna, kalla þá þúsund sinnum „hetjur hafsins". Þess vegna er einmitt í dag nauðsyn að staldrá við og minnast þess hverjir það voru sem bófu íslenzkan sjávarútveg á nýtt og hærra stig með stórhug Og afrekum nýsköpunarinnar, hverjir það voru sem í vægðar- anum tryggðu það að bæjarfélögin úti um iand gætu eignazt nýsköpunartogara, skipin sem víða eru nú undirstaða at- vinnulífs heilla bæja. Minnast þess að endurnýjun kaupskipa- flotans er einnig verk nýsköpunarinnar. Rifja það upp hvaða flokkur hefur barizt ár eftir ár fyrir 12 stunda hvíldartíma tog- araháséta og bættum kjörum sjómannastéttarinnar. Minnast þess að það er Sósíalistaflokkúrinn, sem þannig hefur haft forystu í málum íslenzks sjávarútvegs, málum íslenzku sjó- mannastóttarinnar, — að framgángs nýsköpunarstefnu og hags- munamála sjómanna er því aðeins að væntk að Sósíalistaflokk- urinn eflist svo að hann geti á riý ihaft mótandi áhrif á stjórn- arstefriuná á Islandi. Sjómenn sjá þetta skýrar nú en áður. Og þeir riiunu þess albúnir að sýria afturhaldinu þann skilning í verki. - i Isólf Pálsson, séra Halldór Jóns- son, Sigfús Einarsson og Sigurð Þórðarson. MESSUR I DAG: Laugainesklskja. Messa kl. 11 f.b. Sr. Garðar Svav- arsson. — Fríklrkj an. Messa kl. 2 e. h. — Sr. Þorsteinn Bjönsson. HaHgrímsklrkja. Messá kl. 5 e. h. (Sjómannamessa). Sr. Jakob Jónsson. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunni. — Sími 7911. NæturVörður er í Reykjavíkurapö- teki. — Sírni 1760: -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.