Þjóðviljinn - 22.06.1951, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.06.1951, Qupperneq 4
4) ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 22. júní 1951 IMÓÐVILIINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Biaðam.:Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Yigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Rrentsmiðja Þjóðviljans h.f. ..................................................✓ !' „Að sjálfsegðu" ■ ■ t „Svo kemur þetta blað og ásakar Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið fyrir að hafa verið hliðhollt nazisturn. Það er að sjálfsögðu alger blekking.“ Þessi orð standa í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í gær, 21. júní 1951, og þau lýsa mikilli bjartsýni ritstjórans, .Valtýs Stefánssonar. Bjartsýni á að íslending^r sem komn- ir voru til vits og ára um 1930 hafi gleymt flaðrandi undir- lægjuhætti Morgunblaðsins og valdamanna í Sjálfstæðis- flokknum fyrir þýzka nazismanum og spánska og ítalska fasismanum. Bjartsýni á að yngra fólkið trúi því að það sé ,,að sjálfsögðu alger blekking" að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafi verið „hiiðholl nazistum." Ef til vill mætti reyna að skerpa lítið eitt minni Morg- unblaðsritstjórans. Eftir hrun nazismans í Þýzkalandi játuðu nazistaleið- togarnir að þeir hefðu látið kveikja í ríkisþingshöllinni og kennt íkveikjuna kommúnistum til að fá átyllu til valda- töku og ofsókna gegn alþýðu-Þýzkalands. En að þeirri niðurstöðu höfðu ekki einungis blöð kommúnista víðsvegar um heim komizt þegar er fyrstu trylltu áróðursfregnirnar bárust um þennan atburð, heldur líka allur þorri borgara- blaða Evrópu. Mjög fá þeirra urðu til að gleypa nazistaáróð- urinn hráan. Eitt slíkt blað fannst þó á Islandi. Það fagn- aði fréttinni og tók þegar að nota hana í áróðri sínum gegn innlendum stjórnmálaandstæðingum. Fyrirsögn þess ,var: „Kommúnistar í Þýzkalandi efna til borgarastyrj- j aldar. — Þeir kveikja í ríkisþinghöllinni í Berlín og urðu á henni miklar skemmdir. Einn af brennuvörg- unum næ?st.“ í leiðara blaðsins er hinn gegnsæi lygaáróður þýzkra nazista tugginn blóðhrár: „Átti þinghúsbruninn að verða uppreisnartákn fyr- i ir gervallan byltingarlýð I>ýzkalands.“ Man Valtýr Stefánsson enn eða hvað? Hvaða blað skyldi það hafa verið sem var svo ,,hliðhollt“ nazistum að tyggja blóðhráar áróðurslygar þeirra um ríkisþinghús- brunann 1933? „Að sjálfsögðu" Morgunblaðið, aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins! Og ritstjórinn hét: Valtýr Stef- ánsson. Þannig vár haldið áfram allan tímann sem íslenzka íhaldið hélt að þýzki nazisminn sigraði. Og foringjar Sjálfstæðisflokksins sóttu línuna í áróð- ursstöðvar þýzka nazismans í Liibeck og Berlín. Margir opinberlega. Heimkomnir fylltu þeir Morgunblaðið áróðurs- skrifum um þýzka nazismann. Ein aðalsprauta flokksins, hinn gestrisni borgarstjóri Reykvíkinga Gunnar Thorodd- sen, gekk jafnvel svo langt að heimta að stjórnarfar Is- lands yrði sveigt þannig að þjóðin gæti notið ,,vináttu“ Hitlers-Þýzkalands og Chamberlains-Englands. Hann segir í tímariti Sjálfstæðismanna, „Þjóðinni“ 1938: \ „En til þess að eiga nokkra von um að ná samúð K stórvelda Jæssara, eru viss skilyrði um stjómarfar vort innanlands óhjákvæmileg. I>að er víst, að þýðing- arlnust er að ætía sér að fá vináttu tveggja fyrr- nefndra ríkja, ef hér ríkir stjómarsfefna, sem er f jar- læg og fjandsamleg stjómmálastefnu þeirra.“ Valtýr Stefánsson þarf „að sjálfsögðu“ mörgu að gleyma. Man hann hver maðurinn var sem fagnaði þýzka nazism- anum og íslenzku nazistunum í einu Reykjavíkurblaðanna með þessum orðum: „Sú stefna er því livorki né getur orðið erlend hér, X hún er blátt áfram vort og allra norrænna þjóða innsta Iíf. Og hún verður Jjcirra eina bjargráð ef Jjjóðernið á að varðveitast um aldir framtíðarinnar. Með þeim , formála bjóðum vér Jjjóðernishreyfinguna velkomna.“ Höfundurinn skyldi þó ekki vera Gísli Sveinsson, innsti koppur í íhaldsbúrinu alla tíð, og blaðið „að sjálfsögðu“ Morgunblaðið. Ritstjórinn hét Valtýr Stefánsson — þá sem nú! Og framhaldið varð eftir því. Á seinni árum þykir íhaldinu og Morgunblaðinu klókara að hafa lýðræðisgrímu Framkvæmdirnar á Háskóialóðinni. Þeir sem að undanförnu hafa lagt leið sína meðfram Háskóla hverfinu eða suður með íþrótta velli hafa vafalaust veitt því athygli að allmiklar fram- kvæmdir standa nú yfir á Há- skólalóðinni. Er þetta góðra gjalda vert óg ber að fagna því. I vor var efnt til verð- launasamkeppni milli lista- manna okkar um fyrirkomulag og útlit lóðarinnar og umhverf- isins við Háskólann. I þessari verðlaunasamkeppni hlaut til- laga Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara fyrstu verðlaun, eins og kunnugt er. Nú háfa margir sem annt er um Háskól ann og áhuga hafa fyrir Jist,- rænu og smekklegu. útliti ,um- hverfis hans, snúið sér til 1?jóð- viljans og óskað eftir þyí;Váð'' þeirri fyrirspurn yrði koiííiS á framfæri, hvort þær fram- kvæmdir sem nú eru háfnar á lóðinni séu unnar eftir þeirri tillögu Ásmundar Sveinssonar, er dómnefndin veitti fyrstu verðlaun, eða tillögum einhverra annara og þá hverra. Er Þjóð- viljanum ljúft að koma þessari fyrirspurn á framfæri við þá, sem framkvæmdirnar hafa með höndum og væntir þe.ss að þeir gefi almenningi umbeðnar upp lýsingar í málinu, ekki sízt eft- ir að Vísir hefur nú Cullyrt að þarna sé farið eftir tillögum Guðm. frá Miðdal. • llggandi um móður- málið. Það kemur ekki oft Eyrir að utanbæjarmenn snúi sér til bæj- arpóstsins með sín hugðárefni. En nýlega barst eftirfarandi bréf utan af landi, frá áhuga- manni um verndun tungunnar og annarra þjóðlegra verð- mæta: — „Kæri bæjarpóstur. — Þú rekur sennilega úpp stór augu þegar þú færð bréf langt utan úr sveitinni og er það að vonum. En með þvi að þú ert alkunnur að góðvild og lítil- læti réðst ég ,í að pára þér þess- ar línur um það, seúi mér ligg- ur á hjarta, — Þér að segja þá er óg all uggandi utn okkar fornu menningu og þá einkum móðurrnálið. Það má vel vera að ég sé það sem kallað er gamaldags, en ekki get ég að því gert að mér s-víður sú hryllilega afbökun móðurmáls- ins, sem glymur nú í eyrem daglega. • Rangar beygingar og Reykjavíkurbréfin. „Það er hrein undantekning ef maður heyrir mörg algeng- ustu orð málsins rétt bsygð. Hve oft heyrir maður ekki tal- að um að sækja læknir, menn segjast eiga eina systir, og og- einn bróðir o. s. frv. En það er ekki nóg með það. Sum af algengustu íslenzkum manna- nöfnum, eins og t,d. Reynir og Þórir, heyrast sárasjaldan ó- bjöguð. Og mörg sjaldgæfari mannanöfn heyrast aldrei rétt. Svona mætti lengi telja. Eg held að blöðin eigi talsverða sök á þessu ástandi. Þess hef- ■ ur ekki verið gætt sem. skyldi, að þau væru rituð’ á réttu máli. Og mér er spuru: Hvenær hef- ur tunga feðra vorra komizt á lægra stig en í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins. n Áskorun 151’ Þjóðviljans. ,,Nú er svo komið, á þessum síðustú og verstu tíma her- náms og andlegrar og fjárhags legrar gengislækkunar, að Þjóð ; viljinn og . þlð sem við hann vin'nið eruð eir.u málsvarar -ís- lenzkraí- tungu cg menningar. Eg . tr.eyg.ti.' ykkúr til að láta aldrei sjást í Þjóðviljanum eitt einasta orð sem ekki er rétt beygt. Eg treysti ykkur til að láta aldrei sjást í blaðinu eina einustu slettu úr erlendu máli. Sem sagti reynið að gera Þjóð- viljann þannig úr garði, að ihann sé til fyrirmyndar í um- gegni sinni við móðurmálið. Og minnist þess að oft var þörf en nú er nauðsyn. — J. Th.“ • Örstuttur eftírmáli. Þjóðviljinn metur áhuga bréfritarans fyrir verndun ís- lenzkrar tungu og er honum sammála um að á því sviði sem öðrum, er varða þjóðleg sér- kenni okkar og menningu, er nú meiri þörf ötullar varðstöðu en nokkurri sinni, Þjóáviljinn vill leggja sitt lóð á vogarskál- ar málvöndunar, en ekki skyldi því gleymt þegar blöðin eru ásökuð um skort á sóma- samlegri umgengni við ís- lenzka tungu, að blöðin eru unnin í miklum flýti og lítill tími gefst til vandiegrar yfir- ferðar þess efnis sern í þeim birtist. Að þessu leyti hafa blöðin sérstöðu án þess að ó- vandvirkni af þeirra hálfu skuli afsökuð. - . •• t Rímskip Brúarfoss er í - Hamborg. Detti- foss fór frá Vestmannaeyjum í gærkvöid til Akraness. Goðafoss kom til Hamborgar 20. þm. frá Rviík. Gullfoss kona. til Rvákur í gær frá Kliöfn og Leith. Lagar- foss, Selfoss, Tröllafoss og Katla eru í R.vik. Vollen lestar i Hu'.l um 20. þm. Ríkisskip Hekla fór frá, Rvík I gærkv. -til Glasgow. Esja kom til Rvíkur kl. 1 í nótt úr strandferð að aust- yfir nazistasmettinu ög ýta nazistasprautunum upp í hver ja valdastööuna af ánnarri — á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Og selja sig svo með húð og hári þeim fasisma sem nú býður bezt — bandaríska fasismanum, „að sjálfsögðu“. an og norðan. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjald- breið fór frá Rvík í gærkvöld til Skagafjarðar- og.Eyjafjarðarhafna. Þyrill var i Vestmannaeyjum i gær. Ármann fer frá Rvík í dag til Vestmannaeyja. Flugfélag lslands 1 dag eru ráðgerðar flugferðir, til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Hornaf jarðar, Fagur- . hólsmýrar, Kirkjubæjarklausturs og Siglufjarðar. Frá Akureyri verður flogið til Austfjarða. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja, Blönduóss, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Isafjarðar. — Gulíl- faxi fér til Khafnar kl. 8,30 í fyrramálið. 8.00—9.00 Morgun- útvarp. 10.10 .Veð-. urfr. 12.10—13.15 Hádegisútv. • 15.30 Miðdegisútvarp.' — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (pl.) 19.45 Auglýs- ingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps- sagan: „Faðir Goriot" eftir Horm- oré de Balzac; IV. (Guðmundur Daníelsson- ribhöf.) 21.00 Tónleik- ar (pl.): Serenade . (Eine kleine Nachtmusik) eftir Mozart (Pro Arte kvartettinn leikur). 21.15 Er- indi: Ýmislegt frá Spáni (Margrét Indriðadóttir fréttamaður). -21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 íþróttá- þáttur (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vin- sæl lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Rangæingafélagið fer skóggræðsluför á morgun kl. 2 e. h. Þátttaka tilkynnist í síma 5 0 6 5. Farsóttir í Reykjavík vikuna 10. til 16. júní 1951. Samkvæmt skýrsl- um frá 26 starfandi læknum (28). í svigum tölur frá næstu viku á undan: Kverkabólga 112 (109). Kvefsótt 191 (147). Iðrakvef 29 (33). Influenza 0 (1). Mislingar 36 (33). Hvotsótt 22 (25). Kvef- lungnabólga 10 (17). Taksótt 0 (1). Munnangur 0 (3). Kíkhósti 13 (15). — (Frá skrifstofu borg- arlæknis). Hinn 17. þ. m. op- inberuðu trúlofun sína Guðný Valen- tínusdóttir, Undra- landi og Baldvin *: Árnason, stýrimað- ur, Akranesi. — Hinn 17. þ. m. op- • inberuðu trúlofun sina ungfrú Ingunn Sigh vatsdóttir, Tóftum Stokkseyri og Birgir Baldursson, Efra-Séli, Stoijkseyri. — Hinn 17. uiní opinberuðu trúlofun sína ung- frú Marenella Ragnheiður Haralds- dóttir frá Kaldrananesi, Stranda'- sýslu og Axel Clausen, Ránargötu 46, Reykjavík. Rýraverndarimti, 4. tbl. 1951, er komið út. Efni: Rabbi í Vigur, Guðmundur Gislason Hagaílín. skráði eftir. Þórði. Þorsteinssyni. Vinsæll söngvari. Vinirnir í Dalseli, Leifur Auðuns- son í Dalseli segir frá. Gamli Glámur, kvæði eftir V. G. o. fi. Næturlseknir er í .læknavarðstof- unni. sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. — Simi 1760. Ungbarnavernd Líknar, Templara- sundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3,15 til 4 og fimmtudaga kl. 1.30—2.30. Jónsmessumót sósíallsta Jónsmessumótsnefndin vill minna fólk á að tryggja sér farmiðá tímanlega. Farmiðar eru seldir í skrifstofu Sósíalistafélags Rvíkur, Þórsgötu 1, sími 7510. Ferðir verða eins og hér segir: Á Þingvöll laug- ardaginn 23. júní kl. 2, 5 og 7.30 og sunnudaginn 24. júfní. kl. 8.30 og 11.30. Frá Þingvöllum sunnudag- inn 24. júní kl. 6, 9 og 11.30 e. h. Munið sýninguna „fsland í aug- urn barna“ í Listvinasalnum við Freyjugötu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.