Þjóðviljinn - 24.06.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. júní 1951
þlÓÐVlUlNN I
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðrn. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Askriftarverð kr. 16 á mánuði. — Bausasöluverð 75, aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V:______;___________________________________________/
Stöndum vörð um íslenzka
menningu
Fj'rsta kvöld hins nýja heniáms var haldinn fundur í
Kvenréttindafélags íslan<j(s. 1 fundarlok lcvaddi Þórunn
Eifa Magnúsdóttir, rithöfundur, sér hljóðs og vék að atburð-
um þeim sem gerzt höfðu. Minntist hún á nauðsyn þess að
samtök kvenna beittu sér fyrir tafarlausum ráðstöfunum til
verndar æskulýðnum, siðgæði hans, menningu og tungu. Þór-
ún hafði þó ekki lengi talað þegar annarlegir atburðir gerð-
ust í hópi áheyrenda. Guðrún Pétursdóttir, hin aldurhnigna
móðir Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, rauk upp,
barði saman hnefum og æpti með fyllsta raddstyrk: „Komm-
únistaáróður, rússaþjónusta.“ Því næst vék hún að því með
torskiljanlegu orðalagi að Þórunn Elfa væri að undirbúa að
myrða Bjarna son sinn, en ýmsar lagskonur hennar hófu
klapp og stapp og arg undir forustu Guðrúnar Guðlaugsdótt-
ur. Leystist fmidurinn upp við þessi' ósköp, þegar undan er
skilinn áframhaldandi fúkyrðaaustur Guðrúnanna og stall-
systra þeirra.
Fundur þessi várð umræðuefm í blöðum, eins og alkunn-
ugt er, og lýstu bæði Morgunblaðið og Vísir yfir mikilli-hrifn-
ingu á framkonu ráðherramóðurinnar og fylgikvenna hennar.
Þarna var fundin sú framkoma sem rétt var að beita „komm-
únista“ á tímum hins nýja hernáms. Þetta voni þau við-
brögð sem hæfðu hverjum jieim sem dirfðist að vilja vernda
siðgæði, menningu og tungu íslenzkrar æsku fyrir banda-
riskum afsiðunaráhrifum og spillingu. Lögmálin að baki
voru ekki færð í letur en þau blasa þó við hverjum manni:
Ótakmarkað samneyti íslenzkrar æsku og setuliðsins, niður
með siðgæði, íslenzka menningu og tungu ef hin vestræna
herraþjóð á í hlut.
Það var mikið rætt um þessa atburði næstu daga á eftir,
og fylgismenn afturhaldsflokkanna fengu nýjan skilning
á þ\n hugarfari og sálarástandi sem mótaði líf ráðherranna
og aðstandenda þeirra. Þeim nægði auðsjáanlega ekki að
selja landið, heldur skyldi íslenzk æska einnig seld hinum er-
lendu mönnum til gamans. Þær uppástungur hafa þegar
birzt opinberlega að ísland yrði 49. ríki Bandarikjanna, og
þótt ráðherrarnir hafi ekki enn flíkað þeim svo vitað sé,
virðast þær ekki fjarlægar hugskoti þeirra. Að minnsta
kosti er útþurrkun íslenzkra sérkenna, menningar og tungu
forsenda þess að slikur samruni geti orðið.
Það er vægilega orðað að öllum almenningi hafi ofboðið
afstaða landsölukvennanna, og hún var fordæmd algerlega
án tillits til stjórnmálaskoðana. Jafnvel þeir Islendingar sem
fylgja hernáminu líta að miklum meiri hluta á það sem
þungbært böl, sem bezt sé að losna við sem fyrst og þannig
að þaö raski lífsvenjum íslendinga sem minnst. Sem betur
fer er það enn aðeins fámenn landráðaklíka sem vill íslenzka
menningu og tungu feiga og telur islenzkar stúlkur aðeins
hæfilegt leikfang handa bandarískum hermönnum.
Varnaoa rorð Þórunnar Elfu voru borin fram í tillöguformi
á uppeldismálaþingi því sem haldið var hér í bænum fyrir
skömmu. Og þar var ekki æpt um kommúnista og Rússa, þar
var ekki fylgt kjörorðum Morgunblaðsins og Vísis um klapp
og arg og stapp. Þvert á móti samþykktu kennarar úr öll-
um flokkum eftirfarandi tillögu:
„Vegna setu erlends herliðs í landinu vill uppeldismála-
þingið 1951 livetja foreldra, kennara og allan almenning til
að varðveita um alla hluti fram þau verðmæti, er öðru frem-
ur sérkenna íslenzkt þjóðemi.
Sérstaklega brýnir þingið fyrir sérliverjum íslenzkum
Jiegni
— að virða og vernda móðurrnálið, sögu þjóðarinnar og
bókmenntir,
— að efla þau uppeldisálirif, er stuðla að mótim heil-
steyptrar skapgerðar, heilbrigðs félagsh'fs og kristilegs sið-
gæðis,
.. ■ —í-æ ■a.ijc
Herliðið og Sunclhöiiin
Þeir bæjarbúar, sem só.tt
hafa Sundhöllina undanfarna
daga, hafa ekki getað þverfót-
að þar fyrir amerískum her-
mönnum, er sækja Sundhöilina
á sama tíma og hún er opin
almenningi til afnota. Þetta
hefur vakið feikna gremju
fólks sem eðlilegt er. íslend-
ingar vilja ekki una því að
þurfa að sækja Snndhöllina
samtímis því ameriska herliði
sem hér dvelur í óþökk þjóðar-
innar. Þeir óska eftir að geta
treyst því, að þótt þeir bregði
sér upp í Sundhöll sér til hress-
ingar og heilsubótar, þurfi þeir
ekki að vera þar innan um
erlenda herdáta. Á stríðsárun-
um fékk setuliðið að risu. að-
gang að Simdhöllinni, en því
var ætiaður viss tími og sóttit
fslendingar ekki Simdhöllina á
sama tíma. Þennan saraa hátt
á að. taka. upp nú, þótt ameríski
herinn fái aðgang að Sundhöll-
mni er með öllu ástæðulaust og
gjörsamlega \ óviðunandi að
hann sé að flækjast þar imian-
um islenzka baðgesti. Við ís-
lendingar viljum ekki að nauð-
svnjalausu hafa neitt saman að
rælda við ameríska herliðið.
Á Þingvöllum 17. júni.
Út af fyrir sig var það virð-
úngarvért aö innrásarliðið ame-
ríska lét ekki sjá sig í höfuð-
borginni á þjóðhátíðai'daginn.
Þjóðviljinn hafði horið fram þá
kröfu að fslendingum yrði ekki
s'ka.praunað með nærveru þess
17. júní. Nú munu flestir liafa
húizt við því, að herliðiö héldi
sig í aðálstöðvum sínum súður
á Keflavíkurflugvelli þennan
dag en svo reyndist ekki. Aust-
ur á Þingvöll komu 17. júní þrír
bílar fullskipaðir amerísku her-
liði sem dvaldist þar daglangt.
Virðist sem yfirmönnum her-
liðsins og ríkisstjórninni hafi
þótt það sérlega vel við eigandi
að hinn erlendi innrásarlier
heiðraði hinn forna sögu- og
þingstað íslendinga með heim-
sókn sinni á þjóðhátíðardaginli.
Móðgun við þjóðina..
Það verður að segja það eins
og það er, að þaÖ er hrein-
asta óhæfa og fulikomin móðg-
un við sögulegar minningar
þjóðarinnar, sem tengdar eru
Þingvöllum öllum öðrum stöð-
um fremur, að þangað skyldi
hinu útlenda herliði stefnt á
þjóðhátíðardaginn. Verður
vissulegá engin afsökun fundin
fyrir því, að þeir sem eiga að
hafa með höndum samskipti
af fslands hálfu við herina,
skuli ekki gæta skyldu sinnar
gagnvart því sem þjóðinni er
helgast betur en raun er á.
Þessi helgasti reitur íslenzkr-
ar réttinda- og sjálfstæðisbar-
áttu á sannarlega að vera frið-
helgur fyrir heimsóknum inn-
rásarliðsins alla daga ársins, og
Joó alveg sérstaklega 17. júni.
Þessa ættu vinir hersins að
gæta eftii'leiðis og gera sér
ekki leik að því að óvirða og
særa tilfinningar, sem allir góð-
ir íslendingar bera í brjósti til
Þingvalla.
Ættar Valtýr að lieykjast?
Svo er að sjá sem Valtýr
ætli að 'heykjast á að taka
tilboði Þjóðviljans mn mynda-
skiptin. Hefur honum nú tvisv-
a.r verið boðið að birta einu
sinni í Mbl. mjmd Þjv. af mótr
mælafundinúm sem ea. 5000
Reykvíkingar sóttu, gegn því
að Þjv. birti tvisar hina föls-
uðu mynd Mbl. ,,með Einar í
ræðustólnum“. Af einhverjum
ástæðum færist Valtýr enn
undan og heldur uppi mark-
lausu röfli um rannsókn „dóm-
kvaddra og óvilhallra“ manna
á fjölda fundarmanna. Hvers
vegna lætur maðurinn svona í
stað þess að taka tilboðinu og
leggja spilin á borðið fyrir
bæjarbúa. Það skyldi ekki vera
af því að Valtýr veit upp á sig
skömmina. Þorir Valtýr ekki að
birta mynd af fundinum? Þjóð-
viljinn er enn sem‘fyrr reiðu-
búinn til að standa við sitt
boð. En hvað dvelur Valtý?
Var þessi litli vottur um bre\Ttt
hugarfar, sem fram kom á dög-
unum, aðeins stundarfvrir-
brigði ? Hefur forherðingin
gripið hiiin garnla sjTidásel nýj-
um heljartökum ? Við bíoum
enn og sjáum hvort Valtýr
heldur áfram að herja höfðinU
við steininn.
* ★ *
Kimskjp
Brúarfoss er í Hamborg-. Detti-
foss fór frá Akranesi í gærkvöld
til Keflavíkur. Goðafoss fór frá
Hamhorg 21. þm. til Aiitwerpen
og Rotterdam. Gullfoss fór frá
Rvík í gær til Leith og Khafnar.
Lagarfoss, Selfoss, Tröllafoss. og
Katla eru í Reykjavík. Vollen fer
frá Hull 26. þm. til Reykjavíkur.
Leiðrétting: Tilkyr.ning sú um
skreytingu Háskólalóðarinnar sem
birt var í blaðinu í gær var ekki
frá Háskólaráði heldui' Matthíasi
Þórðarsyni prófessor, formanni
dómnefndar, Einari Ólafi Sveins-
syni, settum rektor Háskólans og
Herði Bjarnasyni skipulagsstjóra.
— að forðast óþörf samskipti við hið erlenda lið, en gæta
stillingar og sjálfsvirðingar í óhjákvæmilegum viðskiptum
við það.“
Þaö hefur ekki farið mikiö fyrir þessari ályktun á síðum
afturhaldsblaðanna, en engu að síður túlkar hún áreiðanlega
skoðanir meginþorra þjóðarinnar. Og þótt landráðablöðin
séu nú varkárari en fyrst, ættu atburðirnir á Kvenréttinda-
félagsfundinum og eftir hann að sanna hverjum hugsandi
manni hverjar hættur eru framundan á þessu sviði.
Laugarneskirkja,
Messa kl. 11 f. h.
Séra Jónmundur
Halldórsson, Stað
í Grunnavik pré-
dikar. — Fríkirltj-
an. Messa kl. 2. Sr. Gísli H. Kol-
l>eins, prestur i Sauðlauksdal pré-
dikai-. Óliáði fríkirkjusöfnuðuf-
inn. Messa í Aðventkirkjunni kl.
2 e. h. Sr. Þórarinn Þór prédikar.
Sr. Emil Björnsson þjónar ■ fyrir
altari.
Þann 22. þ.m.
voru gefin sam-
an i hjónaband
af sr. Sigurjóni
Guðjónssyni,
prófasti í S.aur-
bæ á Hvalfjarðarströnd, Svanhild-
ur Gestsdóttir (Pálssona.r leikara)
og Þórarinn Elmar Jensen. Heim-
ili þeirra verður á Víðimel 49. —
I' gær voru gefin saman í hjóna-
hand af séra Þorsteini Björnssyni,
ungfrú Margrét Árnadóttir, frá
Seyðisfirði, og Guðjón Valgcirsson
Njálsgötu 32. — Nýlega voru gef-
in sarnan i hjónaband Ásta Vil-
mundardóttir frá Illugastöðum i
Fljótum og Guðm. Guðmundsson,
Hverfisgötu 6A, Hafnarfirði. —
1 gær voru gefin saman í lijóna-
barid ungfrú Guðrún Björg Hjálm-
arsdóttir og. Bergþór N. Jónsgon.
Heimili þeirra er að Langholtsveg
106. —1 gær ’voru géfin saman í
lijónaband af' prófessoi- Ásmundir
Guðmundssyni . ungfrú Jóhanna
• Friðriksdóttir . og Baldur Þor-
steinsson, skógfræðingur.
Naetii’rvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunn, sími 7911.
Næturlseknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Ungbarnavernd Líknar, Templara
sundi 3, er opin þriðjudaga kl.
3,15—4.00 og fimmtudága ki. 1,30
til 2,30 e. h.
Heigidagslæknir: Óla.fur Sigurðs-
son, Barmahlið 49. — Sími 81248.
Iteykjavfkurdeild Kauða Iíross ts-
lands hefur beðið blaðið að til-
kynna aðstándenduriv þeirrá Uarna
sem suniardvöl: eiga að hafa á
Skógum, að þau eigi að mæta kl.
9 f.h. þriðjudaginn, 26. júni,. hjá
Ferðaskrifstofu yíkisiiis. '—■ Og
börnin að 'Varmalandi mæti á
sama stað miðvikudaginn, 27. júní
kl.’9 f. h. • ■ ;
Sumarheiinili Mæðrastyrksnefndar
tek.ur til starfa í byrjun júlimán-
aðar. Ivonur er sækja- vilja . um
dvöl þar geri svo. vel að tala sem
fyrst við skrifstofu nefndarinnat-
í Þingholts’stræti 18, sími 4349, sem
er opin frá kl. 3—5 daglega.
Munið Jónsmessumót sósialista . á
Þingvöllum í dag. Ferðir austur
kl. 8,30 og 11.30 f. h. Útifundur-
inn hefst ki. 1,30 e. h.
Þann 17. júni op-
inberuðu trúlofun
sína ungfrú Ing-
unn Ingólfsdóttir,
Hamri, Svarfaðar-
dal og Bjarni
Hjaltalín, Ránargötu 6. — Nýlega
hafa opinberað trúlofun slríð ung-
frú Svanhildur Bernharðsdóttir og
Kjartan Sigúrðsson, lögregluþjónn,
Akureyri. —■ Nýlega hafa oþin-
berað trúlofun sína ungfrú Sigur-
laug Jakobsdöttir og Guðbrandur
Sigurðsson, húégag’nasmiðanemi,
8.30—9.00 Morgun-
útvarp. 10.10 Veð-
urfregnir. — 11.00.
Moiguntónleikar
(plötur): a) Kvart-
ett í D-dúr op. 44
nr. 1 eftir Mendelssohn (Stradiv-
arius-kvartettinn leikur). b) Kvart
ett í ,g-moll op. 27 eftir Grieg
(Budapest-kvartettinn leikur). 12.10
Hádeigisútvarp. 13.00 Dagskrá
Hvítasunnusafnaðarins: Söngur
hljóðfæraleikur o. fl. 14.00 Messá.
í Aðventkirkjunni: Óháði fríkirkju
söfn^ðurinn í Reykjavík (séra
Emil Björnsson). 35.15 Miðdegis-
tónleikar (plötur): a) Lög úr óp-
erunni „Tannháuser" eftir Wágn-
er. b) „Svanavatnið", þallettmúsík
eftir TschaikoWaky (Philharm^
hljómsv. í London; Antal Dorati
stjórnar.) 16.15 Fréttaútvarp tit
Islending-a erlendis. 36.30 Veður-
fregnir. 18.30 Barnatími (Þorsteinn
Ö. Stephensen): a) Bernskuminn-
ingar: „Sendur í sveit"; fyrri
liluti (Theódór Árnason). b) Upp-
Framhald á 6. síðu.