Þjóðviljinn - 07.07.1951, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1951, Síða 5
Laugardagur 7. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN (5 Framlilið Verkfræðiháskólans í Varsjá fyrir og eftir endnrbygginguna. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON: Úr minnisblöSum frá Póllandi II. Menningarleg viðreisn BARNAHEIMILI. I Mariensztat-hverfinu heim- sóttum við barnaheimili. Börn- in, sem flest voru á aldrinum 2—7 ára, tóku okkur með kost- um og kynjum. Þau kepptust við að heilsa okkur með handa- bandi og hlógu að hrognamál- inu sem við töluðum. Þau sungu fyrir okkur og dönsuðu án minnstu feimni. — Veggir barnaheimilisins voru skreyttir með myndum barnanna, bæði teikningum og samsettum úr- klippum úr pappír í ýmsum lit- um. Gæzlukonurnar sýndu okk- ur með stolti teiknibækur bam- anna, en mikið er gert á slík- tim barnaheimilum til að láta listahæfileika og sköpunargleði barnanna njóta sín. — Á þessu barnaheimili dvelja börnin á daginn, meðan foreldrar þeirra stunda vinnu sina. Seinna heimsóttum við dag- heimili stórrar verksmiðju (sæl- gætisverksmiðju). Þar voru börn á öllum aldri, allt frá 6 mánaða til 14 ára aldurs. Þar fengum við sömu hlýlegu mót- tökurnar. Bömin dönsuðu þar líka og sungu fyrir okkur. Við sáum þar, hve mikil áherzla er lögð á að kenna börnunum þjóð dansa. Danskennslan er miðuð við aldurinn. Yngstu börnunum eru kennd einföld dansspor og söngvar, en eldri börnin voru búin að læra hina flóknustu þjóðdansa. Einnig iðka þau þarna leikfimi og mikil áherzla er lögð á líkamsrækt barnanna. Áður en við fórum, flykktust börnin um okkur með rithanda bækur sínar og söfnuðu rithönd- um okkar. í sælgætisverksmiðj- unhi, sem þetta dagheimili tii- heyrði, vann mikill fjöldi fólks. Ung stúlka, meðlimur verk- smiðjustjórnarinnar, stóð upp frá vinnu sinni, þegar við kom- um, bauð okkur velkomin og skýrði í fáum orðum frá rekstri þessarar verksmiðju fólksins. Öllum málum verksmiðjunnar er stjórnað af verkafólkinu sjálfu, einkum tekur æskan, sem vinnur þar þátt í stjórn- inni með brennandi áhuga. I kveðjuskyni fengum vi'ð, hver og einn, stóran sælgætispoka að gjöf frá starfsfólkinu. STÚDENTAFJÖLDINN HEFUR ÞREFALDAZT. Fyrir stríð voru alls 48000 háskólastúdentar í Póllandi, en flestir þeirra voru yfirstétt- .arbörn. Aðeins 15% stúdenta voru úr lægri stéttum, þ. e. verkamönnum, bændum, lægri embættismönnum og skrifstofu mönnum o. þ. h. Eftir styrjöldina var strax hafizt handa um menningar- lega viðreisn landsins. I hinni menningarlegu viðreisn varð sums staðar að byrja á byrjun- inni, þar sem þýzku nazistarnir höfðu lagt sig sérstaklega fram við að afmá menningu pólsku þjóðarinnar. T. d. myrtu þeir um 30% af helztu vísindamönn um Póllands. 55% af bókasöfn- um landsins var eyðilagt. í Var sjá höfðu 63% af vísindaleg- um rannsóknarstofum verið eyðilögð og skólarnir voru í rúst. Geysimargir skólar, æðri sem lægri. hafa nú verið byggð ir um allt landið. Stúdentafjöid- inn er nú um 140.000, þ.e. þre- falt hærri en fyrir stríð. Fróð- leiksþyrst verkalýðsæskan hef- ur flykkzt í skólana og nú er 65% allra stúdenta úr verka- lýðs- og bændastétt, og á fyrsta ári háskólanna er prósenttalan nú mun hærri. Aldrei fyrr hef- ur pólsk æska haft slíka mögu- leika. til menntunar. Nú fær yfir helmingur stúd- enta háa námsstyrki, þ.e. fjöldi stúdenta á styrkjum er nú mun meiri en allur stúdentafjöidinn fyrir stríð. Næsta ár á að auka námsstyrki svo mikið, að 80% stúdenta verði á styrkjum. Lægstu styrkir eru 240 zloty á mánuði, og sögðu stúdentar, sem slíka styrki fá, að sú upp- hæð nægði þeim fyllilega til að lifa af. Geta verður þess, að stúdentar hafa ýmis hlunnindi, þamiig að þeir þurfa minni framfærslueyri en aðrir. STODENTAGARÐAR. Síðustu tvo dagana, sem við vorum í Varsjá, heimsóttum við samkvæmt eigin ósk skóla og stúdentagarða, en við vor- um þá aðeins þrír eftir af er- lendu stúdentunum, þ.e. Jakob Björnsson, danskur guðfræði- stúdent og ég, en við vorum að bíða eftir næstu skipsferð til Svíþjóðar. Hinir stúdentarnir frá Norðurlöndum höfðu ekki komið aftur til Varsjár, heldur farið beint frá Krakow, þar sem illa stó'ð á ferðum til Sví- þjóðar. Við heimsóttum stúd- entagarð, þar sem bjuggu 3000 stúdentar, og er það stærsti stúdentagarður í Varsjá. 1 þessu húsi er hægt að fá allar nauðsynjar stúdenta. Þar er verzlun, þar sem stúdentar geta keypt matvöru og fatnað fyrir lítið verð, þ.e. lægra verð en annars staðar. í mötuneyti stúd entagarðsins var ódýran mat að fá. Stúdentamir greiða einung- is verð hráefnisins, sem í mat- inn fer. — í húsinu voru í- þróttasalir, sundlaug og rakara- stofa, þar sem stúdentar fá ó- keypis snyrtingu. Á neðstu hæð hússins eru fjölmargar lækn- ingastofur ýmissa sérgreina læknisfræðinnar, þar sem stúd- cntar fá ókeypis læknishjálp. Við heimsóttum stúdenta á herbergi þeirra. Þeir bjuggu 2- 3 saman á herbergi, og var fremur þröngt um þá, en það var bætt upp með sérstökum lesstofum. Víðast þar sem við komum, var einn við lestur í herbergi sínu, hinir voru þá sennilega í lesstofunum eða í skólunum. Okkur var þarna sem annars staðar í Póllandi tekið tveim höndum. Stúdentarnir spurðu okkur um kjör stúdenta í okkar löndum og við spurðum þá spjörunum úr. Allir lýstu hinum miklu framförimi og bættum menntunarskilýrðum. Bjartsýni á framtiðina og námsákafi var einkennandi fyrir þessa stúd- enta. Verið var að byggja miklar viðbyggingar við hús þetta, svo að rýmki um stúdentana- I Varsjá er einnig fjöldi minni stúdentagarða. á hverj- um búa 300—500 stúdentar, og stöðugt er verið að byggja nýja. Við heimsóttum einn hinna minni. Það var nýbyggð- ur kvenstúdentagarður, þar sem bjuggu tæplega 400 stúlkur. — Stúlkurnar, sem við hittum þarna, gáfu eftirfarandi upplýs- ingar: 37% pólskra stúdenta er nú stúlkur og talan eykst stöðugt. Helmingur læknastúdenta er nú stúlkur og þriðjungur lögfræði- stúdentar á fyrsta ári námsins. Kvenfólkið lætur stöðugt meira til sín taka í opinberu iífi lands ins. MIKIL HLUTDEILD STÚDENTA I STJÓRN SKÓLANNA. Af skólum heimsóttum við verkfræðiháskóla Varsjáborgar og íþróttaháskóla. — í verk- fræðiháskólanum stunda 7000 stúdentar nám, þar af 15% kven fólk. Sá skóli var a'ð mestu lagður í rúst í styrjöldinni, en er nú endurreistur og stöðugt er verið að byggja nýjar bygg- ingar honum tilheyrandi. Það sem einkum vakti athygli okk- ar, var hin mikla hlutdeild stúd entanna í stjórn skólans. Hver deild skólans hafði sitt stúdenta lráð, og var alltaf farið með okkur til þess, er okkur skyldi sýnd viðkomandi deild. íþróttaháskólinn, sem við heimsóttum, er fyrir utan borg ina, og er nýbyggður. Tilheyra honum margar stílhreinar bygg ingar, hvítar. — Peyndar var þama íþróttaháskóli fyrir stríð miklu minni, og komust einung- is yfirstéttarunglingar á hann sökum hárra skólagjalda. Nú sækir verkalýðsæskan þennan skóla eins og alla skóla hins nýja Póllands. Skólinn er all- ur me'ð nýtizku sniði, og tilheyr ir honum víðlent íþróttasvæði. Þar eru einnig vísindalegar rannsóknarstofui’, þar sem rann sóknir eru gerðar á vöðva- þreytu og fleiru, sem við kem- ur líkamsrækt. Aliir stúdentar gkólans bjuggu á stúdentagörð- um við sjálfan skólann. ÆSKULÝÐSHÖLL. Síðasta dag okkar í Varsjá fórum við í heimsókn í æsku- lýðshöll. Æskulýðshöll sem þessi er einn hinn skýrasti vottur um þá miklu rækt, sem lögð er við æskuna í þessu landi, hve mikil áherzla er lögð á að ala upp heilbrigða og hamingjusama æsku. — Þessi stofnun var milli stig milli barnagai'ðanna, sem ég hefi sagt frá, og menningar- heimila verkamannahverfanna. Við vorum leiddir inn í stór- an samkomusal, sem var fullur af börnum og unglingum. Á leiksviðinu voru nokkrir ung- lingar að flytja kvæðaflokk til minningar um pólska verkalýðs- hetju, sem nazistar myrtu. Að því atriði loknu lék stúlka á píanó. Síðan kom inn piltur, sem sagði nokkur orð, sem ég auðvitað ekki skildi. Pólski stúdentinn, sem sat við hlið mér, hvíslaði að mér á þýzku: ,,Hann er að segja, að þið séuð hérna staddir og býður ykkur velkomna“. Síðan hófst lófa- klapp mikið í salnum, og stóð- um við upp til að sýna okkur. Ætlaði lófataki æskulýðsins aldrei að linna. Var sem hér væru sérstakir velgerðarmenn þessara unglinga á ferð. Við gengum nú um húsið og skoðunum hinar ýmsu deildir. Varla er til sú heilbrigð tóm- stundaiðja, sem æskulýðnum gafst ekki færi á að stunda í þessu húsi. Þarna voru íþrótta- salir og sundlaug, og eru íþrótta- og sundkennarar í þjón ustu æskulýðsins allan daginn. Skiptist æskan á um leiðsögn þessara kcnnara eftir aldurs- flokkum. Einnig gengum við um sali, þar sem æskan sat að tafli. — Veitingastofa var þarna, þar sem að sögn pólsku stúdent- anna, sem voru með okkur, var hægt að fá hvers konar mat og drykk utan áfengra drykkja. Einnig lá leið okkar um deild ir, þar sem æskan stundaði tæknilega tómstundaiðju. Þar fengust unglingarnir við smíði skipa- og flugvélalíkana og spreyttu sig á að skilja undir- stöðuatriði í gangi véla, með litlum vélasýnishornum. Gerðu þeir sjálfir teikningar af líkön- unum undir leiðsögn verkfr^ði- stúdenta. Allt er gert í þessum deildum til áð auka áhuga ung- linganna á atvinnulífinu með lif- andi starfi. Þeir, sem mestan á- liuga og árangur sýna. eru sér- staklega hvattir til verkfræði- náms og ganga fyrir .um styrki. Einnig voru deildir, þar sem unglingum er kennt Ijósmynd- un, meðferð og eðli röntgen- tækja ov s. frv. í þessu húsi eru eiimig lestrarsalir og bókasöfn, og er börnum og unglingum hjálpað þar við lausn heima- verkefna, sem þeir fá í skólun- um. Einnig er þeim leiðbeint um val bóka og tímaritsgreina, ef þeir vilja kynna sér eitthvert sérstakt áhugaefni. Ég kvaddi þessa glæsilegu stofnun með söknuði, og bar þau. skilyrði, sem pólska al- ' þýðustjórnin veitir æskunni, saman við hina árangurslitlu baráttu íslenzks æskulýðs fyrir æskulýðshöll. PÓLSK ÞJÓÐLEG MENN- ING I MIKLUM BLÓMA. Pólska stjórnin gerir geysi- mikið til að hefja menningar- stig fólksins. T. d. getur verka- fólk í gegnum verkalýðsfélögini fengið mikinn afslátt á aðgangs eyri í óperu og leikhús, ef það tekur sig saman í hóp um kaup aðgöngumiða. Mig minnir, að lágmarkið sé 10 aðgöngumiðar. Þetta á að vera verkafólki hvöt til að sækja þessar stofnanir. Pólsk þjóðleg menning hefur aldrei blómstrað sem nú, enda er allt gert til að rækta hana. Pólsk fólksópera nýtur mikilla vinsælda. Þjóðdansar hafa aldrei verið stundaðir jafnal- mennt og nú, enda. er, eins og áður er sagt, þjóðdansakennsla. þáttur i uppeldi barna og ung- linga. Fyrir stríð voru 20% Pól- verja ólæsir og óskrifandi, en nú hefur verið hafin herferð til að bæta úr þessu. Allir full- orðnir, sem enn eru ólæsir, hafa verið skráðir, og á samkvæmt áætlun að gera þá alla læsa og skrifandi á þessu ári. Stúdentar, og skólaæska yfir leitt, taka með miklum áhuga þátt í útrýmingu ólæsisins. Eyða margir stúdentar fríum sínum í að kenna fólki lestur og skrift. Verkalýðsfélögin eru þó aðaldrifkrafturinn í þessari menningarlegu herferð. Áliugi almennings á alls kon- ar fræðslu er mjög mikill. Dæmi: Hinn frægi eðlisfræði- prófessor Leopold Infeld sagði okkur, að nýlega liefði hann Framhald á 6. síðu. „6 í bíl" Framhald af 8. síðu. um súmrum hefur hann átt miklum vinsældum áð fagna, og svo mun enn verða. Borgarnes er orðinn fastur frumsýningar- staður leikflokksins og leikur flokksins í kvöld mun Borgnes- ingum kærkomin hressing áður en þeir ganga að kjörborðinu á morgun! Leikurinn sem flokkurinn sýnir í sumar er Carvallo eftir Dennis Cannan, í þýðingu Bjarna Guðmundssonar. — Um leikinn má annars segja það. að hann gerist í umdeildu landi einhverstaðar í Mið-Evrópu, í lok langrar styrjaldar, seinni hluta dags, í júní. Aðalhlut- verkin leika Hildur Kalman Smilju húsmóður, Jón Sigur- björnsson Winke prófessor og Baldvin Halldórsson leikur Kaspar Darde, bónda og pré- dikara. Auk þeirra sem þegar hefur verið getið eru í leikflokknum Gu&björg Þorbjarnardóttir, Lárus Ingólfsson, Þorgrímur Einarsson og Gunnar H. Eyj- ólfsson, og er hann farar- og framkvæmdastjóri leikflokksins. Reykvíkingar óska þessu unga fólki góðrar ferðar — óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.