Þjóðviljinn - 11.07.1951, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.07.1951, Síða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. júlí 1951 *r Af erlendum vettvangi Framhald af 3. síðu! ar“ hefur reynzf allkynlegur í framkvæmdinni, því að „aðstoð- in“ hefur hingað til aðallega verið í því fólgin að hrúga niður í þessúm löndum her- stöðvum og morðtækjum. Til Khareuta í Túnis eru komnir fjöldamargir bandarískir „sér- fræðingar“, ekki til þess að draga úr eymd ibúanna, sem lepja dauðann úr skel, heldur til þess að útbúa herstöð til árásar á Sovétríkin. I Englandi er nú mikill skortur á sjúkrahúsum fyir almenning. Þó hefur þótt nauðsynlegn að byggja þar stöðvar fyrir „V2“ Skemmtiferð Sjó- mannadagsráðsins Sjómannadagsráðið hefur á- kveðið að fara skemmtiferð til Akraness með m.s. Esju næst- komandi sunnudag. Farið verð- ur frá Reykjavík kl. 13.30. Sjómannadagsráðið hefur ár- lega farið þessar ferðir, sem hafa verið hinar ánægjulegustu í alla staði. Verður sitthvað til skemmtunar, og verður nánar greint frá því síðar. Ferðir þessar eru fyrir al- menning, og rennur allur ágóð- in til byggingarsjóðs dvalar- heimilis aldraðra hjómanna. Iðnskólinn Framhald af 3. síðu. þess að á þeim merku tímamót- um verði nemendur og kennar- ar Iðnskólans að tsúa við enn la'kari aðbúnað en fyrir 32 árum. Iðnskólabyggingn á Skóla- vörðuhæð á að verða ein mesta skólabygging landsins og mun eiga að rúma um eitt þúsund nemendur. Á byggingu þessari er geysileg þörf og framkvæmd- ir við hana þola enga bið. Það er langt frá því að það sé sæmandi íslenzku þjóðinni að búa ekki betur að menntun iðnaðarmanna en nú er gert. Það er því krafa allra þeirra sem unna hag íslenzks iðnaðar að nú þegar verði hafist handa og lokið við byggingu Iðnskóla- hússins á Skólavörðúhæð. Þær tafir sem verið hafa á bygg- ingu skólahússins eru með öllu óþolandi og það er enginn vafi að iðnaðaræskan krefst þess að byggingunni verði hraðað. — En eitt er rétt að athuga í þessu sambandi og það er: Hvað hefur valdið þeim miklu töfum sem orðið hafa á bygg- ingu hins nýja skólahúss? — Hvað veldur þeirri sti'ðnun sem nú er á framkvæmdum við bygginguna ? — Þessum spurn- ingum vill æskulýðssíðan beina til þess aðila, sem þessum mál- um mun kunnastur, það er byggingarnefnd hins nýja skóla- liúss. Býggingarnefndinni er hér með boðið rúm á æskulýðs- síðunni fyrir svar sitt. Auglýsið í ÞJÓÐVILJANUM t>r----------------- flugskeyti og fjölga brezkum hermönnum en að byggja sjúkrahús. Þar hefur brezki herinn verið aukinn úr 10 þús. í 40-þúsund og mun enn auk- inn upp í 100 þús. manns: Þegar Eisenhower var á ferð- inni í London fyrir stríðsfélag- ið, hóldu brezkir uppg^afaher- menn úr síðasta stríði minn- ingarguðþjónustu um „brezka menn og konur, sem fórnuðu lífi sínu til þess að sigra naz- ismann og hindra endurbygg- ingu þýzka herveldisins“. I bréfi sem hermennirnir skrif- uðu Eisenhower og afhentu bandaríska sendiráðinu í Lond- on segir m. a.: „Þér þurfið ekki að vænta þess að brezkir her- menn II. heimsstyrjaldarinnar berjist við hlið þýzkra herja“. I viðleitni ameríska auðvalds- ins til þess að búa æskuna hugarfarslega undir styrjöld er Hollywood-kvikmyndin aðal vopnið. Þar er aðaláherzlan lögð á sadisma7 og virðingar- leysi fyrir lífi náungans. David Platt, kvikmjmdagagn- rýnandi Daly Worker í New York tekur tvær nýjar Hally- woodmyndir sem dæmi um bandaríska „kvikmyndamenn- ingu“ Myndirnar heita „Union Station" og „Copper Canyon' og hafa verið sýndai saman á framhaldssýningum. I þessum tveim myndum gerist eftirfar- andi: 75 byssuskot, 5 óeðlileg morð, blind stúlka numin á brott af vitskertum manni, eltingaleikui' við morðingja á troðíullri jér'j braufarstöð, skotorusta í neð anjarðarskólpræsi, konur löor- ungaðar, barðar og píndar, 25 fórnarlömb lögreglunnar og ræningja öjást sæ-ð og . með- viluödatkns, og bloðug siag.'- mnl í veití ígahúsi. - Samtals 3 klukkusTundir n sadismi skc|in uska]:. Danskir styrkir til aukinna menningar- tengsla milli íslands og Danmerknr Stjórn Dansk-Islandsk For- bundsfond hefur á fundi sínum, miðvikudaginn 20. júní 1951, út- hlutað eftirfarandi styrkjum til íslenzkra og danskra ríkisborg- ara. Verða styrkirnir greiddir á tímabilinu 1. júní—31. des- ember 1951. I. Til eflingar dansk-íslenzku menningarsambandi var úthlut- að: 15 íslendingum 300 kr. hverjum til dvalar við ýmsar námsstofnanir, 2 íslendingár fengu 500 kr. hvor. Auk þess hefur verið úthlutað!:i Aðal- steinn Sigurðsson stud. mag. til námskeiðs í hafrannsóknum kr. 2.000, Else Hansen, kennari til dönskukennslu á Islandi kr. 3.000, Lynge Lyngesen, blaða- maður ferð til íslands kr. 500, Finnur Tulinius, sóknarprestur ferð til íslands kr. 2.000, Th. Kristjánsson, ritstjóri til styrkt ár útg. „Heima og erlendis" kr. 600, Stúdentaráð Háskóla fsl. ferð til Danmerkur kr. 1,000. II. Til vísinda: Jón Helga- son, prófessor til prentunar at- hugasemda við Landnámubók kr. 1.500. Undir eilífðorstiörnum Eftir A. J. Cronin DAGUR s----------------------------------------- svörtum kjól og svart hárið greitt burt frá háu, hvítu enninu, og mjúkar, hvítar hendurn- ar hvíldu í kjöltu hennar. Hún virtist vera hrædd við að taka til máls. Og hún var hrædd. Hún sagði: „Jenný kom til mín í viðtalstímanum í dag“. „Er hún veik?“ Það komu þjáningarhrukk- ur í andlit hans. „Já, hún er veik“. „Er hún á spítalanum?“ „Já“. ; Þögn. Gleði hans varð að kveljandi ahyggju- um. Hann fékk kökk í hálsinn. „Hvað er að henni?“ sagði hann. „Er hún mikið veik?“ „Já, ég er hrædd um að hún sé alvarlega veik, Davíð“. Hún forðaðist enn að líta á hann. „Hún veit ekki sjálf hversu veik hún er. Hún kom aðeins til mín til áð leita ráða hjá mér, af því að hún kannaðist við mig. .. .“. „Er það — er það hættulegt?“ spurði hann kvíðafullur. „Já.... innvortis meinsemdir.... að vissu leyti er það hættulegt". Hann starði á hana án þess að sjá hana; liann sá aðeins Jenný, elsku Jenný litlu, og það var órói og innileg blíöa í augnaráði hans. Hann kipptist snögglega við og hrópaði: „Ég fer strax á spítalann. Ætlið þér að koma með, eða verðið þér kyrrar hérna?“ „Bíðið andartak“,v sagði hún. Hann nam staðar á leið til dyra. Nú voru jafnvel varir hennar orðnar fölar; hún virtist eiga í sálarstríði. Hún sagði: „Ég gat ekki komið Jenný á St. Elízabetar spítalann. Ég reyndi það sem ég gat, en það var ekki hægt; það voru ýmis tormerki á því, skiljið þér, hún — ég neyddist til — það var ekki hægt annað.... ég varð fyrst að senda hana á annan spítala". „Hvaða spítala?" spurði hann. Loksins leit hún á hann; horfði beint í augu hans. Hann varð að fá að heyra pannleikann, hjá því varð ekki komizt. Svo sagöi hún: „Kynsjúkdómaspítalann í Canon stræti“. Hann skildi ekki strax hvað hún sagði; hann starði undrandi á náfölt andlit Hildu. Svo lokaði hann augunum og gaf frá sér sársaukastunu. „Ég gat ekki annað“, sagði hún og leit und- an, því að hún þoldi ekki að horfa á þjáningu hans. Hún starði út um gluggann á ána sem streymdi og fossaði framhjá. Árniðurinn heyrð- ist ekki og það var dauöaþögn í herberginu. Það leið drykklöng stund áður en hann tók til máls. „Get ég fengið leyfi til áð tala við hana?“ ,,Já,ég skal sjá um það. Ég skal hringja undir eins“. Hún hugsaði sig um og horfði í aðra átt. „Eða kærið þér yður um, að ég fari með ?“ „Nei, Hilda“, tautaði hann. „Ég vil fara einn?“ Hann stóð og beið meðan hún hringdi og tal- áði við aðstoðarlækninn, og þegar hún sagði að allt væri klappað og klárt, þakkaði hann henni fyrir og fór. Hann var þreyttur, örmagna. Andartak hélt hann að það væri að líða yfir sig, og hann greip í handriðið fyrir utan hús- ið. Honum var það hvimleitt, hann skammaðist sín; hann var hræddur um að Hilda sæi hann úr glugganum, en hann gat ekki annað. Ein- hvers staðar í húsinu var verið að spila „Þú ert ástaryndið mitt“. Það var dægurlag, sem hafði geisað um Lundúnaborg eins og farald- ur. Allt í einu datt honum í hug að hann hefði ekkert borðað síðan um hádegi. Honum datt í hug að hann yrði að fá sér eitthvað aö borða, til þess að eiga ekki á hættu að valda hneyksli á spítalanum. Hann sleppti köldu járnhandriðinu og gekk eftir bakkanum að kaffistofu, sem hann hafði tekið eftir áður. Eiginlega var hún aðeins fyrir leigubílstjóra, en afgreiðslumaðurinn virt- ist sjá, áð Davíð var lasinn, því að hann bar fyrir hann kaffibolla og brauðsneið. „Hvað kostar það?“ spurði Davíð. „Fimm pens“, sagði maðurinn. Meðan Davíð drakk kaffið og borðaði brauð- ið, hljómaði sama lagið fyrir eyrum hans. Kynsjúkdómadeildin. Hún var ekki fjarri kaffirtofunni, og hann komst þangað fljótlega í leigubíl. Hann hnipraði sig saman í bílnum, sem var spánnýr, með vönd af gulum gervi- blómum í krómuðum vasa. Það var daufur tóbaksþefur í loftinu. Það var eins og gulu blómin gæfu frá sér tóbaksilm. Dyravörðurinn á spítalanum, gamall maður með gleraugu, var seinn í vöfum, og þrátt fyrir simahringingu Hildu þurfti Davíð að bíða drykklanga stund. Hann beið fyrir utan varð- stofuna, meðan gamli maðurinn spurðist fyrir í símann. Gólfið var rauð- og blátíglótt og leir- steypa meðfram veggjunum til að varna ryki. Lyftan leið hægt upp á við. Hann stóð í ganginum fyrir utan stofuna, Jenný, Jenný Fenwick, konan hans, lá þama inni. Hjarta hans barðist svo ákaft, að honum lá við köfnun. Hann elti hjúkrunarkonuna inn á stof- una. Stofan var löng, svöl og hvít, og sitt hvoru megin stóðu rúmin í röð, hvít og mjó. Allt var mjallahvítt og í öllum þessum mjallahvítu rúmum lágu konur. „Þú ert ástaryndið mitt“ var leikið í sífellu í höfði hans. Jenný. Loks kom hann auga á Jenný. Hún lá í rúminu yzt til vinstri bak við mjallahvíta hlíf. Hann sá fínlegt, hjartfólgið andlit hennar í mjallahvítri, hátíðlegri sjúkrastofunni. Aandar- tak var eins og hjarta hans hætti að slá, svo fór það aftur að berjast með enn meiri hraða. Hann titraði frá hvirfli til ilja. \ ,,Jenný“, hvíslaði hann. Hjúkrunarkonan leit á hann rannsakandi augnaráði og sneri sér við. Hún herpti saman varirnar og vaggaði í lendunum þegar hún gekk út. „Mér datt í hug að þú myndir koma“. sagði hún og brosti til hans, gamla hrífandi brosinu. Hjarta hans var að bresta, hann gat engu orði komið upp, hann lét fallast niður á stólinn við rúmið hennar. Honum rann mest til rif ja að sjá augu hennar, þau voru eins og í börðum rakka. Kinnar hennar voru þaktar fíngerðu, rauðu æðaneti. Varir hennar voru fölar. Enn var hún falleg og hún var ekki elliieg, en feg- urð hennar var dálítið máð. Það var ömurlegt að horfa á hana, það var eins og hún hefði verið misnotuð. ,,Já“, sagði hún. „Ég hélt endilega að þú kæm- ir. Það var skrýtið að ég skyldi fara til ung- frú Barras, en þegar ég varð veik vildi ég síður fara til bláókunnugs læknis. Og ég hafði heyrt minnzt á hana. Og við könnuðumst við f jölskyldu hennar, að vissu leyti, í Sleecale.... og svo. . . . Já. .. . Já, mér datt í hug að þú kæmir, Davíð“. Hann sá að hún var fegin að sjá hann. Hún fann ekkert til þeirrar geðshræringar sem gagn- tók hann. Hún var dálítið afsakandi í fram- komu. Hann reyndi að finna orð. „Líður þér vel hérna?“ spurði hann. Hún roðnaði, dálítið skömmustuleg yfir því hvernig ástatt var fyrir henni. Hún sagði feimn- islega: „Já, prýðilega. Að vísu er þetta margbýlis- stofa, en hjúkrunarkonan er ágæt. Regluleg heldri kona“. Hún var dálítið hás, og annar augasteinn hennar var stór og svartur, miklu stærri en hinn. „Það er gott að þér líður vel héma“. „Já“, sagði hún. „Ég hef aldrei verið hrif- in af s.júkrahúsum. Ég man þegar pabbi fót- brotnaði“. Hún brosti aftur til hans og bros hennar hitti hann í hjartastað. Hún var aftur eins og barinn hundur. Hann sagði mjög lágt: „Þú hefðir átt að skrifa mér, Jenný?“ „Ég hef lesið um þig“, sagði hún. „Ég hef lesið allt um þig í blöðunum. Veiztu það. Da- víð —“ rödd hennar varð allt í einu fjörleg eins og áður fyrr — „Veiztu það, áð þú gekkst einu sinni framhjá mér á götunni. Það var niðri í Strandgötu, og þú straukst næstum við mig“. „Hvers vegna kallaðirðu ekki í mig“. „Ég var alveg komin að því, en svo hætti ég við það samt sem áður“. Aftur roðnaði hún lítið eitt .„Vinur minn var með mér, skilurðu?“ „Já, ég skil“, sagði hann. Það varð þögn. „Þú hefur átt heima í London", sagði hann að lokum. „Já, það hef ég“, sagði hún auðmjúk. „Og mér hefur líkað ágætlega hér. Öll þessi veit- ingahús, búðirnar og allt mögulegt. Og eigin- lega hefur mér vegnað ágætlega. Þú mátt ekki halda að ég hafi alltaf verið niðri í skítnum. Mér hefur oft liðið vel, það geturðu reitt þig á“. Hún þagnaði og teygði sig eftir bollanumi sem stóð á borðinu við rúmið, Hann flýtti sér.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.