Þjóðviljinn - 17.07.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 i? íga þjóðarinnar á öldinni, sem leið, er alveg einstök í sinni ráð að þvi er snertir eyð- ingu skóga, beitilanda, dýralífs og vatnsbóla, og í allri sögu mannkynsins þekkjast engin dæmi jafn ofsalegra og óhóf- legra skemmda. Rás atburð- anna hefur verið hraðari hér en nokkru sinni fyrr, en þeir, sem á þetta horfa, eru of nærri sviðinu til þess að geta greint heildarmyndina, og því vita þeir ekki hvað gerzt hefur. Og verra er þó, að menn geta ekki áttað sig á því, sem nú fer fram. Hér er í raun og veru saga um afl og getu mannsins, sem geysist áfram alveg hugs- unarlaust og stjórnlaust. Bandaríkin eru um 784 milljónir hektara að stærð. Upphaflega voru fjörutíu hundr aðshlutar landsin3 vaxnir frum- skógum og álíka mikið var graslendi, en um fimmti hluti alls landsins var annaðhvort eyðimerkur eða of brattlent til ræktunar. Nú er svo komið, að frum- skógarnir taka ekki yfir nema sjö hundraðshluta landsins. Ef hér við bætist sá skógur, sem upp hefur vaxið á ný, enda þótt mikið af honum sé kosta- lítið og ennfremur allir smá- lundir teknir með, þá verður allt skóglendið samanlagt um eða nokkuð yfir tuttugu hundr- aðshlutar af flatarmálinu. Ef borgarstæði, eyðimerkur, yfir- gefnar lendur og ógróin fjöll ásamt skóglendinu er dregið frá stærð landsins verða rcsk- ir 400 milljón hektarar eftir, sem ýmist eru akrar eða beiti- lönd. Ástandið í skógarmálunum er sífellt að verða æ ískyggi- legra. Nokkra hugmynd um hvert stefnir má fá úr síðustu ársskýrslu skógstjórnarinnar, en þar segir, að árið 1909 hafi alls verið um 66,5 þúsund milljónir teningsmetrar af sög- unarviði í skógum Bandaríkj- anna, en árið 1945 -eru ekki taldir nema 37,6 þúsund milljónir teningsmetra í skóg- mium. Viðarmagnið hefur því minnikað um 44 hundraðs- .hluta á 36 árum. Ennfremur segja skýrslumar, að meðal- stærð trjánna hafi verið miklu meiri arið 1909 heldur en nú. Margar trjátegundir, sem ekki voru taldar í skýrslunum frá 1909, eru nú teknar með og notaðar, enda þótt enginn vildi lita við þeim áður. Hinn árlegi vöxtur skóganna nemur álíka miklu og notað er til eldiviðar, viðariðnaðar alls konai', svo sem pappirs og siiki vinnslu, ásamt því, sem verður eldi að bráð eða skemmist af náttúrunnar völdum, en auk þess er svo allt byggingar- timbrið sótt í þá, og er það ekkert smáræði. Á hverju ári hverfa 127 milljónir tenings- metra af viði úr skógum lands- ins, en árlegur vöxtur skóg- anna nemur ekki meir en 85 milljón teningsmetrum viðar, en þetta segir oss, að þarna er notað þriðjungi meira en nátt- úran lætur vaxa. Ekki þarf mikla stærðfræðikunnáttu til að sanna, að slík eyðsla getur ekki haldið lengi áfram. Hér er verið að leika sama leikinn, sem steypt hefur undan mörg- um þjóðum áður fyrr. Nú um þessar mundir er reitt til höggs gegn skógunum. BANDARÍSK RANYRKJA Flóðin miklu í Kansas og hinar hörmulegu afleiðingar þeirra hafa vakið milda at- hygll, og margir spyrja: Af hverju stafa þessi flóð sem orðin eru stöðugur vágestur í Bandaríkjunum ? Orsakir flóðanna eru rán- yrkja, sem raskað hefur jafn- vægi náttúrunnar. — Flóðin stafa fyrst og fremst af því að skógar hafa verið eyddir og gróðri gerspillt með ofbeit og annarrl rányrkju við upp- tök fljótanna. Aflelðingin verður geysileg landspjöll sem kippa allri hinnl eðlilegu vatnsmlðlun náttúrunnar úr skorðum, og skiptast þvi á vatnsskortur og óviðráðanieg flóð. Hvergl í heiminum hefur verið framkvæmd eins ör og stórfelld rányrkja og í Banda ríkjunum, en þar hafa tilraun ir til nauðsynlegrar friðunar og markvissra ræktunarfram- kvæmda oftast strandað á andstöðu auðkýfinga þeirra sem leggja stund á skógar- högg og kjötframleiðslu. Eina veigamikla undantekningin eru framkvæmdirnar í Tenn- esee dalnum, sem Roosevelt knúði í gegn með harðfylgi, en jafnvel hinn giæsilegi á- rangur sem þar náðist hefur ekki unnlð bug á skantmsýn- um gróðaákafa auðmánnanna annarstaðar. Vandamál þau sem af rán- yrkju stafa eru rædd í athygl isverðri og skemmtilegri bók sem út kom hér á landi fyr- ir skömmu. Nefnist hún Heim ur á heljarþröm, er eftir bandariska náttúrufræðlnginn Fairfield Osborn og þýdd af Hákoni Bjarnasyni skógrækt- arstjóra. Hér eru birtlr kafl- ar úr henni nokkrir kaflar um ástandið í Bandaríkjun- um, og er fróðlegt að bera þá lýsingu saman við fréttirnar um hinar tröilauknu ræktun- arframkvæmdir sem gerðar eru í Sovétríkjunum og marka alger timamót í við- skiptum mannkynsins við náttúruna. Þetta er mjög alvarlegt, því að afleiðingar skógaskemmda koma fram á þrennan hátt, sem eyðing viðarforðans, röskun á vatnsmiðlun og skemmdir á jarðvegi, — og má helzt líkja þessu við hættulega tíma- sprengju. Mjög vel skipulögð og harðvítug samtök nokkurra manna eru nú að gera tilraunir í þá átt að ná undir sig þjóð- löndunum í vesturríkjunum, til þess að geta notað þau að vild. Innan þessara þjóðlanda eru mikil beitilönd, sem nautgripa- rækt og kjötframleiðsla vest- urríkjanna byggist á að veru- legu leyti. Allir bændur, sem eiga nautgripi, mega halda þeim þar til beitar fyrir mjög vægan eða nærri engan haga- toll. En innan þessara þjóð- landa eru næstum allir stór- skógar, sem enn eru eftir. Þjóð lönd þessi, sem eru sameign allra bandarískra borgara, eru einkum í þessum ellefu vestur- ríkjum: Arizona, Californiu, Colorado, Idaho, Montana, Nevada, Nýju-Mexícó, Oregon, Utah, Washington og Wyom- ing. Hið stórkostlega áhlaup, sem nú er hafið á þjóðlöndin í vesturríkjunum af fáeinum hagsmunaklíkum stjórnast að- eins af þeirri einu hvöt að geta auðgazt á því að þrautbeita þjóðlöndin og skógana og hætta ekki fyrr en að þar verð- ur ekki eyris virði eftir skilið. En eins og menn vita hefur skefjalaus hagsmunastreita í öðrum löndum ávallt endað á einn veg, — með algerri eyð- ingu landsins. Hin ellefu ríki í vestanverðri álfimni, þar sem þjóðlöndin eru stærst, hafa á stundum verið kölluð „þjóðlandaríkin“. Þar er kjötframleiðsla og skógarhögg aðalatvinnuvegirnir. Eigendur nautpeningsins hafa ávallt feng ið að beita þjóðlöndin, og skóg- arhögg hefur einnig verið leyft undir eftirliti. Menn hafa not- ið þessara réttinda fyrir mjög vægt endurgjald. Hagatollurinn er nú aðeins nafnið tómt. Fyrir nokkrum árum keyrði beitin svo úr hófi fram, að sett voru lög árið 1934 til þess að koma í veg fyrir ofbeit. Um nokkur ár kom þessi lagasetning að góðu haldi, en nú er árangur hennar orðinn lítt sýnilegur. Fjársterkar iklíkur kjötfram- leiðenda ráða nú cf.lu um fram kvæmd laganna, og fulltrúar þeirra sitja í öllum beitanefnd- um, sem komið var á fót í hverju ríki. Nefndir þessar eru nú ekki lengur leiðbeinandi, eins og ætlunin var í upphafi, heldur hafa þær hrifsað til sín öll völd, ákveða tölu beitar- penings og setja hagtolla, en helmingur þeirra á að fara til sveitarstjórnanna, se.m eiga að verja honum til sveitaskóla og aunarra þjóðfélagsþarfa, en hitt til ríkissjóðs. Refskák hinna öflugu sam- taka kjötframleiðenda nýtur ó- skoraðs stuðnings fulltrúa þeirra á sambandsþinginu. Endalok hennar hafa alveg úr- slitaþýðingu fyrir verndun beirra skóea. sem enn eru eft- ir í vesturríkjunum. Nú þegar yfirráð beitilandanna eru fall- in þeim í hendur, reyna þau að ráða gerðum skógstjórnarinnar á sama hátt. Flatarmál ríkis- skóganna í vesturríkjunum er um 55 milljónir hektara, og'er beit nú leyfð á 32 milljónum hektara. Ennþá hefur skóg- stjórninni tekizt að halda beit- inni innan hæfilegra takmarka, en þó hefur verið ofbeit á ýms- um stöðum. En nautgripaeigendumir em ekki ánægðir og vilja meiri friðindi. Og lejkurinn er ójafn og aðferðir þeirra til að fá það. sem þeir girnast, eru ótrúlega einfaldar. Beitareftirlitið var gert óvirkt með þvi að lækka framlögin til eftirlits ofan í þriðjung þess, sem nauðsyn- legt var til þess að geta rækt það á viðunandi hátt. Venju- lega má fara ýmsar leiðir að einu og sama marki. Ofbeit í skógum er að síðustu jafn háskaleg skógunum sakir jarð- vegsskemmda eins og takmarka laust skógarhögg. En úr því að minnzt er á skógarhögg, þá skyldi enginn láta sér detta í hug, að vissir hópar eigin- gjarnra manna í timburiðnaðin- um séu ekki á varðbergi til þess að hremma það, sem uunt er, úr ríkisskógunum. Þeir munu greiða fyrir skógarhöggsrétt- inn, en þeir geta aldrei full- borgað þau verðmæti, er þeir kynnu að eyða, af því að nú eru alltof fáir skógar eftir. Hingað til hafa þjóðgarðar ver ið' álitnir friðhelgir, en nú er einn þeirra, Ólympsgarðurinn í Washington, í mikilli hættu t sakir frumvarps, sem er kom- ið fram í sambandsþinginu, og mnn. ef að lögum verður, leyfa skeíjalaust skógarhögg á 23 þúsund hektara svæði í frum- skógum landsins. Auðlegð ó- byggðanna færj undir sögina. Árásir þær, sem nú eru hafn ar á þjóðlöndin, íkoma fram í fjcöda lagafrumvarpa, er lögð hafa verið fyrir sambands þingið undanfarin tvö eða þrjú ár. Þessar árásir eru í eðli sínu langtum háskalegri en nokkr- ar aðrar í sögu þjóðarinnar. I höfuðatriðum er tilgangur þeirra að draga stjórn þjóð- landanna úr höndum sambands stjórnarinnar og fela hana stjómum hinna einstöku nkia, en í því felst sú hætta, að þau muni brátt falla í hendur cin- staklinga til skiptameðferðar og gjöreyðingar. Nýjustu skýrslur landsvemd- arstofnunar Bandaríkjanna skýra frá mörgum mikilsvarð- andi upplýsingum. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður haggað. Og þær benda til þess, að hraðfara eyðing eigi sér stað á jarðveginum, hinni þýðingar- mestu auðlind landsins, og endirinn mun verða þjóðaró- gæfa, ef slíkt fær að halda ó- hindrað áfram. Þetta snertir þvi sárhvern íbúa Bandaríkj- anna á einhvem hátt. Skýrsl- umar sýna, að nú þegar er allmiklu meira en fjórði hluti hinna 400 milljóna hektara eyddur eða stórskemmdur, en hitt er allt skemmt að meira eða minna leyti. Og víst er, að skemmdirnar halda áfram, bæði á ökrum, beitilandi og úthög- um. Hér fara á eftir nokkur * atriði úr skýrslunum: „Tjón það, sem þjóðin verður fyrir sakir stöðugar jarðvegs- eyðingar, er ægilegt. Nákvæmt mat, byggt á mælingum, bendir til þess að árleg jarðvegseyðing í Bandaríkjunum nemi 5.400. 000.000 tonna. Jarðvegseyðing- in á ræktuðu landi nemur 3.000.000.000 tonna, en það magn mundi fylla flutningalest, sem næði 18 sinnum umhverfis jörðina við miðbaug. Ef þetta fær að halda áfram og e&ki verður að gert, verða afleið- ingamar hörmulegar fyrir bandarísku þjóðina, og raunar allan heiminn. Ekki er nóg með það, að þetta endi með skelfingu, — heldur er hið árlega tjón þeg- ar svo-þungbært, að landið get- ur ekki staðið undir því til lengdar. Til dæmis má nefna að Framhald á 7. siðu. Vatnsflanmurinn í Winnepe®-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.