Þjóðviljinn - 05.08.1951, Side 6

Þjóðviljinn - 05.08.1951, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. ágúst 1951 Landsleikuriim í Þrándheimi Framhald af 8. síðu. Það voru sórstaklega fimm menn sem dróu að sér athygli. Nr. 1 var Einar Halldórsson, sem hélt miðherjanum, Hans Andersen, algjörlega niðri í fyrri hálfleik og að mestu í öðrum. Þar næst kemur hinn viljasterki en alltof harði, ljós- hærði innherji, Bjarni Guðna- son. Hann er leikmaour með allt aðra hæfni en Ríkharður Jónsson, sem í sannleika sagt gat lítið gegn Lærum. Hægri framvörður átti líka mjög góð- an leik ekki sízt ef tekið er tillit til þess að Hcnum er erf- iður mótherji og vont. að reikna hann út. Loks er það svo Berg- ur Bergsson, em lék frísklega og fylgdist vel með og hvað eftir annað greip hann inn í á réttu augnabliki. Eg má ann- ars ekki gleyma Gunnari Guð- mundssyni sem eftir heldur slæma byrjun sýndi jákvæðan leik og hörð skot..“ Um norsku landsliðana segir fréttamaðurinn m. a.: „Það sem okkur ekki líkar er það, að við fengum að sjá drengina okkar skara fram úr livað leikni snertir og samleik, sem svarar 5—6 mörkum yfir mótherjana, en það er þar um að sigrinum er bjargað ........ Norska skothæfnin í landsleikn um við Island var ef til vill lé- legri en nok'kru sinni fyrr .... Annars er satt bezt að að segja, að sigurinn gat ekki meiri verið eftir beinum tækifærum en hann var nokkrum mörkum of lítill eftir hæfni liðanna og gangi leiksins.‘’‘ Yfirekrift greinarinnar er: Undirbúningur frábær — íþróttaleg vonbrigði verða eft- ii'mæli Islandsleiksins. Leikurinn í Gjövik Blaðið segir, að í Gjövik hafi sama lið leikið af hálfu Is- lendinga og í landsleiknum. I liði Islands vakti miðframvörð- urinn Einar Halldórsson sér- staka athygli fyrir ákveðinn og góðan leik. Af öðrum í vörn- inni sýndi Karl Guðmundsson margt gott. Framl. var hættu- leg með Gunnar Guðmannssan sem bezta mann. Hann var fljótur og tók þau beztu horn sem hér hafa sést. Eitt þeirra varð orsök annars marks Is- lendinga. Ríkharður Jónsson var eins og búizt var við hættu- legur framherji, 'en leikur hans var ekki jákvæður .... Rík- harður setti bæði mörkin. Op- land hafði nokkur tækifæri, sem illl voru misnotuð og Is- lendingar fóru af vellinum með verðskuldaðan sigur. Um leikinn sem heild er ekki annað hægt að segja en að hann hafi valdið vonbrigðum. K a f f i h Cora Sandel Hvað segirðu ? spyr Buck og gleymir líka að tala lágt. Skilurðu það ekki, að þú hefðir átt að bíða þangað til há- tíðahöldin voru um garð gengin. Við erum allar dauðhi'æddar um kjólana okkar. Talaðu ekki svona hátt, segir Buck gramur. Þú hefðir átt að skrifa að þú þyrftir á peningum að halda, í stað þess að tala um útburð. Hvar á hún þá að sauma, Gott- freð? Hefurðu hugsað um það? Og fresturinn er útrunninn eftir fjóra daga. Og hún getur ekki borgáð fyrr en hún er búin að sauma alla kjólana. Ef hún getur það þá. Sitja og sauma7 Um leið hvín í gufuskipi úti á firðinum. Frú Krane, Larsen og Sönstegárd líta hver á aðra og hlaupa út að glugganum. Allir verða að sjá áætlunarskipið koma að landi, hvað sem á gengur, ekki sízt í blíðskaparveðri. Það er hvítmálað og glæsi- legt og hreint eins og útlent ferðamannaskip. Hamingjan sanna, það er komið. Ég get ekki setið hér lengur. Buck rís á fætur. Hann segir önuglega: Ég er dauðleiður á þessari manneskju, leiður á umtalinu um. hana, leiður á öllum viðskiptum við hana. Hún hefur verið nógu dýr, bæði mér og öðnim. Sá sem aldrei getur lært að synda, hlýtur að sökkva, hjá því verður ekki komizt. Ef við hinir eigum til eilífðar að dragnast með svona fólk, þá sekkur allt að lokum. Ég átti ekki við þáð, Gottfreð, segir frú Buck með mestu rósemi. Hún þekkir Buck, það leynir sér ekki, og hún er óhrædd við hann: Áætlunarbáturinn er langt úti á firði ennþá. Hún hefði getað sagt upp samningnumí tíma. Og svo er það þessi frá Breien sem þarf að skipta sér af öllu. Endurlífga s-tarfsemi sem er fyrirfram dauðadæmd. Gáfuð saumakona. Því- lík fjarstæða. Bráðum þarf hún sjálfsagt að fá opinberan styrk til að sitja heima og vera gáfuð, listamannastyrk, viðurkenn- ingu. Hvers vegna lézt þú leiða þig inn í þessa vitleysu ? Hvers "egna lézt þú leiða þig inn í þessa vitleysu? Hvers vegna pant- áðirðu ekki að sunnan eins og þú ert vön? Gat ekki allt þetta kvenfólk fengið kjól að sunnan ? En við skulum ekki tala meira um þetta. Þú verður að koma þessu í lag, Gottfreð. Þegar hún situr ekki einu sinni heima og stundar vinnu sína ? Eins og við hin. Nei, f jandinn hafi það. Jú, þú verður að koma því í lag. Annars kemst bærinn á annan endann. Hátíðahöld verzlunarmanna Framhald af 7. síðu fimleika, kvartettinn „Kvöld- stjörnur“ syngur, Baldur Ge- orgs og Konni skemmta og dýra temjarinn og sæljónið sýna list ir sínar. Á morgun verður enn ir sínar. — Leikararnir Rúrik Haraldsson og Árni Tryggva- son flytja gamanþáttinn, Dolly sýnir ,,akrobatic“, hljóm- sveit Kristjáns Kristjánssonar leikur á Austurvelli og í Tívolí. Hátíðahöldunum lýkur á mánud. og þá bætast enn við ný skemmtiatriði: Guðmundur Jóns son, óperusöngvari, syngur ein- söng með undirleik F. Weiss- happel, Brynjólfur Jóhannesson flytur gamanvísur, Rúrik Har- aldsson les upp og Jan Moravek leikur einleik á harmoniku. Um miðnætti verður flugeldasýning, Dansleikir verða bæði kvöldin í Tívólí og leikur hljómsveit und ir stjóm Jan Moravek fyrir dansinum, en einsöngvari með hljómsveitinni verður Sóveig Thorarensen. Hátíðardagana verða bíl- ferðir á 15 mínútna fresti frá Búnáðarfélagshúsinu að Tívólí, og eftir miðnætti verður ekið til baka frá Tívólí vestur Hring- braut, um Vesturgötu, Hafnar- stræti, Hverfisgötu og Hring- braut. Hann má fara á annan endann fyrir mér. Ertu búin með kaffið ? Annars skaltu bara sitja kyrr. Buck snýst á hæli og ætlar að fara, en nemur staðar: Hver f jandinn, eru þær að koma líka. Ég hef ekki nokkurn tíma----- Nokkrar ungar konur eru í háværum samræðum fyrir utan og virðast á leið inn. Þetta er eins og kríuger. Guð minn almáttugur, hugsar frú Krane. Hún flýtir sér að hillunum, eins nálægt rennihurðinni og hún sér sér fært og þykist vera að laga til, en hún reynir að hlera eftir skötuhjúun- um á prívatinu, Hún getur ekki á heilli sér tekið. Fólkið flykkist inn. Og endilega þetta fólk. Ungu frúrnar hefðu heldur átt að fara niður á bryggju að taka á móti áætlunarbátnum. Þær eru vanar því. Fyrst í stað heyrir hún aðeins í frú Bucki:1 Fyrsta verk þitt þegar þú kemur á skrifstofuna, Gottfreð-------fyrsta verk þitt -----er að skrifa nokkrar línur. Hverjum heldurðu að óþæg- indin bitni annars á ? Á mér, já á mér---- Uss, segir Buck. Og nú heyrir fni Krane orðaskil að innan. Röddin — röddin sem væri hrífandi ef hún tilheyrði einhverjum öðrum, og er ætluð Katinku einni, segir: Mig langar til að gefa þér eitthvað. Blóm ? Má ég ekki gefa þér blóm ? Ég sá 1 jómandi falleg blóm í blómabúðinni á leiðinni hingað. Ég sá Bellis. Eni Bellisar ekki fallegir? Þá hefurðu eitthvað að horfa á á morgun. Þá er sunnudagur. Og sunnudagarnir eru verstir, finnst þér ekki ? Sunnudagarnir eru verstir, endurtekur Katinka eins og páfa- gaukur og talar líka hálfgerða sænsku. Það glamrar í glösum hvað eftir annað. Þá daga er maður varnarlausastur. Þá fara þau öll út að skemmta sér, Og þá þráir maður sjálfur einhverja afþreyingu. Bellis ? En hvað það er fallegt nafn. Það hlýtur að vera latína. Það má fjandinn vita. Við segjum þetta í Svíþjóð. Og sumir segja fagurfífill. Já, fagurfífill. Það er einmitt það, fagurfífill, fífillinn fagri, rausar Harð- kúluhatturinn. Svo breytir hann alveg um rödd: Og þú ætl- aðir að leggja árar í bát í þetta skipti. Það skildi ég strax þótt einfaldur sé. Og þú ætlaðir að fá hugrekkið úr vínglas- inu, var það ekki? En þú lætur ekki reka þig í sjóinn í þetta sinn. Nei, það kemur ekki til mála. Frú Krane heyrir ekki hvort Katinka svarar neinu. Og varla hefur hún ætlað að drekkja sér frá öllum þessum ó- saumuðu kjólum og tveim uppkomnum börnum. Það gerir eng- inn í þessum bæ. Það er ekki á hvers manns færi að kaupa kjóla að sunnan. Um leið dettur frú Krane í hug, að sjálfsmorð eru framin viðar en í stórborgunum. Greve lyfjafræðingur tók blásýru í kjallaranum á ísbirninum, þótt það sé löngu liðið, og séra Píó veitti honum jafnvel áminr.ingu eftir dauðann, við gröfina. Sá er mikill syndari sem sviftir sjálfan sig lífi, sagði séra Píó. Mörgum fannst það illa gert. Og Iversen klæðskeri sem átti svo slæma eiginkonu, hann gekk út í sjóinn þangað til flaut yfir höfuð hans og hann kom ekki upp aftur. Og það var meira að segja fjara og .langt að ganga. Fólk sem stóð á bryggjunni og sá til hans, baðaði út öllum öngum og ætlaði að hlaupa á eftir honum, en það var þýðingarlaust vegna fjarlægðarinnar. Þetta var líka fyrir löngu, én----- Sjórekið lík-----! Hvað er óhugnanlegra en sjórekið lík — —! Frú Krane var einu sinni í Suðurfirði og sá sjómann sem hafði rekið í land. Hún var myrkfælin lengi á eftir. Þegar hún hugsar sig um þá man hún að þetta er í þriðja skipti, sem Harðkúluhatturinn vekur máls á þessu. Hún Katinka kemur ekki með neinar mótbárur, og uppsagnarfresturinn er útrunninn eftir f jóra daga — — Þá varð frú Krane hrædd. Eftir því sem hún segir sjálf, ■> varð hún svo hrædd að hún varð beinlínis rugluð og vissi vai'la hvað hún gerði. Hún reynir að afsaka sig með því. Allt mögulegt gæti komið fyrir. Og átti liún að vera glöð eða niður- dregin yfir því að þau skötuhjúin sátu um lcyrrt inni á prívat- inu? Hún var alveg ringluð. Hún heyrir rödd Bucks: Mér finnst ég hafa sýnt umburðar- lyndi. Já, þú hefur verið ágætur, Gottfreð. Og þú verður að vera þáð enn um stund. Ég hef verið svo þolinmóður við þessa kvenpersónu. Ég hlýt að verða til athlægis. Þú til athlægis ? Nei. Sá sem er of meinlaus verður fyrr eða síðar til athlægis.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.