Þjóðviljinn - 30.08.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. ágúst 1951 tMÓÐVIUINH Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SlgurSur GuBmundsson (4b.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustig 1». — Sími 7600 (þrjár linur). Askriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljana h.f. Farareyririnn westur Þegar Alþýðublaðið skýrði frá því með fjögurra dálka íyrirsögn 8. júní s. 1. að stjóm svörtu sanlfylkingarinnar hofði rekið Iðju, félag verksmiðjufólks, eitt helzta for- ustufélagið úr vinnudeilunum í vor, úr Alþýðusamband- inu, gat það jafnframt flutt lesendum sínum þá gleði- fregn að sex ísienzkir „verkalýðsleiðtogar“ væm boðnir í kynnisför vestur um haf á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í Washington. Það leyndi sér ekki að jafnvel Alþýðublaðið skildi samhengið milli þess óhæfu- verks svörtu samfylkingarinnar annarsvegar að hefja opinbera klofningsstarfsemi í verkalýðshreyfingunni í þjónustu atvinnurekenda og afturhaldsstjórnar íhalds- og Framisóknar, ssm hafði þá nýverið beðið mikinn og ör- lagaríkan ósigur fyrir samfylkingu verkalýðsfélaganna undir forustu Dagsbrúnar og Iðju, og hinsvegar boðsins vestur til Bandaríkjanna fyrir fimm vikaliprustu þjóna auðmannastéttarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar með Finn Jónss., forstj. Innkaupastofnunar ríkisins, sem túlk og fylgdarsveina. Og Alþýðublaðið var svo hjartan- lega glatt yfir þeim verðugu launum, sem féllu í hlut hinna trúu þjóna íslenzka afturhaldsins, að það gerði enga tilraun til að leyna samhenginu. En þótt boðið vestur til höfuðstöðva heimsauðvalds- ins í Washington væri rausnarlsg viðurkenning Banda- xíkjastjórnar til klofningssberserkjanna í Alþýðusam- bandsstjórn, fyrir endurteknar skemmdartilraunir 1 verk- föllunum í vor og brottrekstur Iðju að þeim loknum, þá átti það samt eftir að sýna sig að íslenzka auðmanna- stéttin og ríkisstjórn hennar vildi heldur ekki láta sinn hlut eftir liggja. Og þótt Alþýðublaðið og „verkalýðsfor- ingjarnir", sem vestur fóru, hafi kosið að fara dult með íyrirgreiðslu íslenzku íhaldsstjórnarinnar við „verka- Iýðsforingjana“ hefur hún nú eigi að síöur orðið opin- ber íyrir lausmælgi annars aðalstuðningsblaðs sjálfrar ríkisstjórnarinnar. Stjórnarblaðið Tíminn ljóstraöi því reyndar upp í íyrradag að vesturfarar Alþýðusambandsstjórnar hefðu fengið greiddan ríflegan farareyri úr ríkissjóði, eða hvorki meira eða minna en 10 þús. kr. hver, eða sam- ta.ls 60 þúsundir króna. Verður ekki efast um að Tíminn skýri hér rétt frá, enda hæg heimatökin fyrir blaðið að vita hið sanna þar sem það er málgagn sjálfs fjármála- ráðherrans. Það 'nlýtur að vekja furðu alls almennings, að ríkisstjórnin skuli telja sér heimilt að grípa til slíkra fjárgreiðslna af almannafé til gjörsamlega óþarfs lúxus- ferðalags sexmenninganna, því ekki er kunnugt að fé hafi verið ætlað á fjárlögum í þessu skyni. Væri óneitan- lega fróðlegt að ríkisstjórnin upplýsti hvaðan henni er komin heimild til slíkrar meðferðar á fé ríkissjóðs. Hitt liggur svo í augum uppi hvar sú forusta í verka- lýðshreyfingu er á vegi stödd, sem knékrýpur fyrir sót- svartri íhaldsstjórn, grátbiðjandi um styrk af almannafé til skemmtiferðalags í fjarlæga heimsálfu. Engin Alþýðu- sambandsstjórn sem þekkti sóma sinn og vildi vera hlut- verki sínu trú gæti farið fram á slíkt eða þegið. En um núverandi sambandsstjórn Alþýðusambands íslands, stjórn hinnar svörtu samfylkingar afturhalds og atvinnu- rekenda, gegnir vitanlega öðru máli. Tilvera hennar bygg- ist eingöngu á samvinnu spilltra bitlingabrodda Alþýðu- flokksins við svartasta afturhald landsins. Sú samvinna hefur fært stjórnarflokkunum og íhaldsstjórn þeirra raunveruleg yfirráð í heildarsamtökum íslenzkrar al- þýðu, þótt þau hafi ekki komið að fullu gagni fyrir aft- urhaldið vegna styrkleika verkalýðsfélaganna sjálfra og framiýnnar forustu þsirra. sem hvað eftir annað hefur tekið fram fyrir hendur afturhaldsþjónanna og afstýrt óhappaverkum þeirra. En þjónustuna við hagsmuni stétt- arandstæðinga verkalýðsins er afturhaldiö og ríkisstjórn þess að launa sambandsstjórn svörtu eamfylkingar- innar með greiðslU hinna sextíu þúsunda af almannafé til reisunnar vestur. Það eru þeirra „þrjátíu silfurpening- ar.“ Það er efalaust að þetta nýjasta hneykslismál Al- Berjaferðir í Svína- hraun. J. H. skrifar: „Fyrir síðustu helgi hafði Ferðaskrifstofa ríkisins auglýst berjaferðir upp í Svínahraun. Við vorum nokk- ur saman sem ætluðum að nota þetta og hringdum til skrlf- stofunnar á laugardag og spurðumst um hvort nauðsyn- legt væri að kaupa farseðla fyrirfram. Við fengum þau svör að slíkt væri óþarfi og gætum við keypt þá um leið og lagt yrði af stað á sunnudagsmorg- unn. Létum við þetta gott heita og treystum umsögn skrifstof- unnar. Þegar við komum niður að Ferðaskrifstofu á sunnudag inn var ástandið þannig að ekki er hægt að komast hjá að gera það að umtalsefni opinberlega, í þeirri von að slíkt endurtaki sig ekki. • Aðeins einn bíll á staðnum. „Við Ferðaskrifstofuna voru mættir margir tugir fólks sem hugðust notfæra sér farkost hennar og fyrirgreiðslu upp í Svínahraun. En ekki var nema einn bill til staðar til að flytja fólkið, sem sífellt fór fjölgandi. Var nú farið að hringja út um alían bæ og jafnvel suður með sjó eftir frekari farkosti til flutninganna. Eðlilega gekk seint að safna bílum, til ferð- arinnar og veit ég ekki hvemig þeirri söfnun hefur lyktað, því margt af því fólki, sem þarna var komið og beið árangurs- laust eftir lausn á málinu, gafst upp á biðinni og snéri sér að því að komast upp eftir á eigin spítur. Við tókum t.d. stöðvar- bíl nokkur saman og fengum hann til að keyra okkur upp- eftir og síðan aftur til bæjar- ins. • Dýr fyrirgreiðsla. „Það sleifarlag sem við kynntumst þarna hjá Ferða- skrifstofunni er mál útaf fyr- ir sig og vissulega aðfinnslu- vert. Er með öllu óafsakanlegt að auglýsa ferðir, gefa fólki þær upplýsingar að óþarfi sé að kaupa farseðla fyrirfram og hafa svo ekki bíla til taks þegar á að leggja af stað og láta tugi manna standa uppi eins og glópa. En hitt er ekki síður óverjandi, að fargjaldið með bílurr. Ferðaskrifstofunna: upp í Svínahraun er jafn dýrr og með stöðvarbíl, sem keyrir alla farþegana heim að ferð- inni lokinni. Fari maður með Ferðaskrifstofunni verður mað- ur annaðhvort að ganga heim til sín frá afgr. eða taka bil og er það vitanlega aukakostn- aður. Ég tel að gera verði þá kröfu til almenningsstofnunar eins og Ferðaskrifstofunnar að hún sé samkeppnisfær : verði við stöðvarbílana. — Ég vil að síðustu taka fram að ég ber engan kala til Ferðaskrif- stofunnar, nema síður sé. Hún hefur margt vel gert. En yfir því er ekki unnt að þegja þeg- ar opinberri stofnun eru jafn hrapallega mislagðar hendur og Ferðaskrifstofunni í sam- bandi við berjaferðirnar. — J. H „Litlu verður Vöggur feginn“. Ferðalangur skrifar: — „Mogginn í gær er að fræða okkur á því að íhaldið í Vest- ur-Húnavatnssýslu hafi ha’dið fjölsótt héraðsmót í Ásbyrgi á sunnudaginn. Þetta er að vísu ómerkilegt og varla þess virði að minnast á það. En nú vildi svo til að ég átti þarna leið um og stoppaði nokkrar nún- útur á mótsstaðnum meðan „héraðsmótið" stóð sem hæst. Ég taldi 14 bíla á staðnum og voru það flest jeppar. Fátt fó’k var þarna saman komið og alls ekki yfir 70 manns. Ég læt bæj arpóstinn vita af þessu, aðeins vegna bess að það sýnir, þótt smátt sé, hvemig er yfirlei4; að reiða sig á frásagnir Mogga af því sem gerist innanlauds sem utan. — Ferðalangur". * ir' * ar og Siglufjarðar. Frá Akureyri verður flogið til Austfjarða. Loftleiðir h.f 1 dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isa- fjarðar, Akureyrar og Keflavíkur (2 ferðir). Frá Vestmannaeyjum verður flogið til Hellu. — Á morg- un er ráðgert að fljúga til Vest- mannaeyja, lsafjarðar, Akureyrar, Siglufjarðar, Sauðárkróks, Hólma- vikur, Búðarda's, Hellisands, Pat- reksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og Keflavíkur (2 ferð- ir). IV^ ' 8/ Rikisskip Hekla kom til Cork á Irlandi í gær. Esja var væntanleg til R- víkur í morgun að vestan og norðan. Herðubreið er á Aúst- fjörðum á suðurleið. Þyrill var við Flatey á Skjálfanda í gær á vesturleið. Skjaldbreið var á Reykjarfirði í gær á suðurleið. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Eimskip Brúarfoss fór frá Milos 22. ág.; væntanlegur til Hull 2. sept.. Detti- foss fór frá New York 23. ágúst til Rvíkur. Goöafoss fór frá Rvík 2-1. ágúst til Póllands, Hamborg- ar, Rotterdam og Gautaborgar. Gullfoss kom til Rvíkur í m*gun frá Khöfn og Leith; skipið kemur að bryggju um kl. 8,00. Lagarfoss fór frá Norðfirði kl. 14,00 í gær til Seyðisfjarðar. Selfoss er í R- vík. Tröllafoss er í New York. Skipadeild SIS Hvassafell er væntanlegt til Gautaborgar í dag frá Siglufirði. Arnarfell fór frá Khöfn 26. ágúst áleiðis til Reyðarfjarðar; vænt- anlegt þangað í dag. Fiugfélag Islands I dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Ólafsfjarðar, Reyðar fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Blöndu- óss, Sauðárkróks, Sigiufjarðar og Kópaskers. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kirkjubæjai-klaust urs, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð- þýðusambandsstjórnar og íhaldsstjórnarinnar verður til að opna augu margra fyrir því hvernig komiö er fyrir Alþýöusambandinu undir núverandi forustu. Það mun verða til þess aö stækka þá fylkingu vinnandi manna og kvenna, sem sér og skilur þá brýnu og aökallandi nauð syn, að heildarsamtökin verði sem fyrst losuð undan íargi leiguþjóna afturhaldsins og íhaldsstjómarinnar og þau á ný gerð að \dgi alþýðunnar sjálfrar 1 baráttu henn- ar fyrir bættum hag og farsælli framtíð. yfS , 8,00—9,00 Morgun- útvarp. 10,10 Veð- urfr. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. —• 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Danslög (pl.) 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Ameiita Galli- Curci syngur (plötur). 20,45 Dag- skrá Kvenréttindafélags Islands: upplestur (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti). 21,10 Tónleik- ar (pl.) 21,15 Fx-á útiöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21,30 Sin- fónískir tónleikar (pl.): Doppel- konsert í a-moll op. 102 eftir Brahms (Heifetz og Feuermann leika með Sinfónísku hljómsveit- inni í Philadelphiu, Ormandy stjórnar). 22,00 Fréttir og veð- urfregnir. 22,10 Fiamhald sinfón- ísku tónieikanna: Sinfónía nr. 3 í D-dúr op. 29 eftir Tschaikowsky (Sinfóníska hljómsveitin í London leikur, Albert Coates stjórnar). 22.40 Dagskrárlok. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Ásta Guð- mundsdóttir frá Seljabrekku, Báru- götu 16, og Krist- ján Sigurðsson iþi-óttakennari, Hringbraut 37. — Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Björg Finnbogadóttir hárgreiðslumær, frá Akureyri og Baldvin Þorsteins- son frá Hrísey. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Óiafía Pétursdóttir, Efstasundi 93 og Ágúst Guðjónsson blikksmiður, Lokastíg 4. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfx-ú Guðrún Thoiarensen, Vesturgötu 69 og Lúðvík Guðmundsson, Laugav. 27. Mótsstjórn septembermótsins bið- ur þess getið að skráning þátttak- enda í mótinu fari ekki fram á hennar vegum heldur hjá hverju íþi-óttafélagi fyrir sig, er svo gefa mótsstjórninni upp þá er látið hafa skrá sig til keppninnar. I dag verða gefin saman í hjónaband stud. mag. Soffía E. Guðmundsdótt- ir, Sólvallagötu 26, og stud. mag. Jón Hafsteinn Jónsson, frá Mafsteinsstöðum í Skagafirði. — Nýlega voru gef- in saman' í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Lára Magnúsdóttir og Vilhjálmur Geir Þói'hallsson húsasmiðameistari. — Ennfremur Svava S. Lárusdóttir og Snorri Kristjánsson vei-kamað>- ur. Heimili þeirra er í Höfðaborg 5. — Þann 23. ágúst voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik^ J. Rafnar vígslubiskup ungfrú Guðný Pálsdóttir og Þóroddur Jónasson læknir. — Þann 24. ágúst voru gefin saman í hjónaband ung- frú Margrét Kristín Helgadóttir, Akureyri, og Aðalsteinn Björnsson frá Borgarnesi, Leiðrétting. — I frétt Þjóðviljans í gær um að skarð myndi vera í mæðiveikivarnirnar austan Hofs- jökuls féllu niður noltkrar línur þar sem m. a. var sagt frá að ferðamaðurinn sem frá þessu skýrði var Björn Þorsteinsson sagnfi’æðingur og var meginhluti fréttarinnar frásögn hans. Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Múla- camp 14, er 75 ára í dag. Berjaferð Mæðrastyrksnefndar. — Samvínnufélagið Hreyfill 'býður efnalitlum konum til berjaferðar eftir helgina. Félagið hefur falið Mæðrastyi-ksnefnd að sjá um ferð- ina. Þær konur, sem vilja taka þátt i förinni eru beðnar að láta vita um það i skrifstofu Mæðra^ styrksnefndar, Þingholtsstræti 18, á föstudag eða laugardag kl. 3-5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.