Þjóðviljinn - 30.08.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. ágúst 1951 — ÞJÓÐVTLJINN — (5 Á hinni glæsilegu hátið var gaman Tíðindamaður Þjóðviljans átti tal við Gunnar Huseby í gær og bað hann segja lesendum Þjóð- viljans fréttir af Berlínarför sinni. Leysti hann mjög greiðlega úr öllum spurningum og sagðisi að vanda vel frá. Gunnar var í sjöunda himni yfir förinni og var sérstaklega ánægður með aðbúðina og aðstæð- ur til keppni þar syðra. Rómaði hann mjög allar móttökur og vináttu sér sýnda og bað blaðið að skila þakkar- og kveðjuorðum til samferðamanna sinna, sem í dag koma til Reykjavíkur með Gull- fcssi. — Þið Finnbjörn urðuð ekki samferða hinum Berlínarförun- um til Kaupmannahafnar — Nei, við fórum frá Keflavíkurflugvelli snemma morguns 31. júlí og komum til Oslóar klukkan hálf tvö. Við ætluðum að vera einn sól- arhring í Osló og fara svo til Hafnar og vera hinum Berlínar förunum samferða til Berlínar. Mátti til með að keppa í Oslo. — Þú kepptir í Osló, var það ekki? — Jú, við fréttum að verið væri að keppa á Bislettleik- vanginum og þangað fórum við til s.ð horfa á. Mótið var ibyrjað nokkru áður en við komum, en við vorum varla sestir fyrr en einn af stjóm- endum mótsins, sem þekkti okkur, kom til ökkar og bað mig um að taka þátt í kúlu- varpinu. Át'ti sú grein að byrja eftir þrjú korter. Ég sagðist hafa verið að koma frá Reykja- vík og vera nýbúinn að borða og ekki vera í standi til að keppa auk þess sem búningur- inn minn væri upp á hóteli. Hann bauðst til að senda bíl eftir búningnum, ef éig vildi vera með. — Og þá liefur þú látið und- an? — Já, mér fannst ég mega til. Norðmenn hafa alltaf sýnt mér mikla vináttu og tékið mér opnum örmum er ég hef komið til Noregs, og þátttaka mín í þessu rnóti var þá lítið annað en þakklætisvottur. Kastaði 16,03 en meiddi sig. Hvernig gekk svo keppn- in Y — Ágætlega, ég varð fyrstur og bezta kastið var 16,03 m. Þó varð ég fyrir því óhappi í næst síðasta kastinu að detta í hringnum, og féll ég með hægri hendina niður á plank- ann og sneri mig illilega. í úln- liðnum. Virtist það ekki ætla að vera alvarlegt í fyrstu en tók isig upp í Berlín og háði mér töluvert þar. — Mér var sagt í brcfi frá Osló, að þú hefðir fengið for- láta bikar í verðlaun? — Ég er nú hræddur um það, þennan líka bikar. Ég lield að mér hafi aldrei verið betur tekið á Bislett og í þetta skipti, þctt ég segi sjálfur frá. — Það var nú gaman að heyra. En hvenær komu þið pvo til kóngsins Kaupinhafn? Góður árangur í Kaupmannahöín. — Við fórum með skipi frá Osló kl. 4 daginn eftir og kom- um til Hafnar um morguninn 2. ágúst. Frá Kaupmannahöfn fórum við svo seinni partinn á laugardag 4. ágúst. — Þið hafið getað æft ykkur meðan þið voruð í Hcifn? — Já, já. Finnbjörn reyndi að fá Schisbye til keppni við sig, en hann var lasinn, og við efnd- um til smákeppni einn daginn og náðum okkar bezta árangri í ferðinni. Ég kastaði kúlunni keppnislaust 16,33 m og Finn- bjöm, með því að gefa keppi- naut sínum startið í forskot, hljóp 100 m á 10,7 sek. Við vorum báðir í góðri æfingu í Höfn og hugðum gott til keppninnar í Berlín. Það er ljóta bölvuð vitleysan þetta járntjald. — Hvernig gekk svo ferðin í gegnum „jámtjaldið"? — Hún var ævintýraleg. Við vomm samferða rúmlega 1100 dönskum Berlínarförum á sér- stakri járnbrautarlest skreyttri. Við komum til Gedser kl. 8 og fórum með ferju síðasta spöl- inn til Warnemiinde. Um borð var mikið fjör og sungið dátt og eftirvæntingin leyndi sér ekki. Þegar við koiaum inn á höfnina í Warnemunde heyrðum við söng frá bryggjunni og hljóðfæraslátt en þar höfðu þúsundir manna safnast sam- an til að taka á móti okkur. Við Islendingarnir gengum fyrstir frá borði. Hverjum ein- asta manni var afhentur stærð- ar blómvöndur og fagnað fork- unnar vel. Menn skiptust á kveðjum og stórir hópar tóku til að syngja og dansa. Síðan fórum við upp í jámbrautar- lest aftur og lagt var af stað til Berlínar um nóttina. — Nú en tollskoðunin ? — Hún var engin. Það var ekki litið ofan í töskurnar okk- ar Járntjaldið var nú ekki meira en það. Góðar móttökur í Berlín. — Jæja. Þið hafið svo komið til Berlínar um morguninn? — Já, klukkan níu á sunnu- dagsmorgun var komið til Berlínar. Á járnbrautarstöðinni fór fram hin eiginlega móttöku- athöfn og hafði Ólafur Jensson orð fyrir Islendingunum. Mik- ið var þar af fólki saman kom- ið og allt yfirfullt af blómum, Berlíar- að vera fánum og borðum með alls kyns áletmnum. Var auðséð á ðllu, að mikið stóð til og allir í- hátíðaskapi. — Hvernig fannst þér Berlín arborg að sjá hana í fyrsta skipti ? — Rústirnar eru alveg voða- legar og þó hefur geysilega mikið verið endurbyggt frá stríðslokum. — Hvar tajugguð þið í borg- inni? Eins oq blóm í eggi. — Strax eftir móttökuna um morguninn var farið með allan mannskapinn í stórt skólahús við Auguststrasse og þar vom Islendingarnir til húsa meðan á mótinu stóð; allir nema við þrír, ég, Finnbjöm og Ingólfur Steinsson. Eftir tvo daga vor- um við sóttir og farið með Sumir hér óttuðust að þið vær- uð hafðir í svelti? -—• Það var nú öðru nær. Við vorum spurðir hvað við vild- um borða og hverju við værum vanir heima. Maturinn var næg- ur og góður en þó vantaði físk. Á staðnum voru sérstakur í- þróttalæknir og hjúkrunarkona og nokkrir nuddarar og gátum við fengið nudd hvenær sem við vildum. Kom það sér vel fyrir mig vegna hægri handarinnar frá því í Osló, en ég varð bæði að vera í nuddi og ljósum henn- ar vegna. — Hvemig gekk annars dag- urinn fyrir sig þarna? — Við vorum vaktir eld- snemma á morgnana og fengum þá mat. Ég byrjaði hvem morg Rœft viS Evrópu- meistarann i kúluvarpi Evrópumeistarinn að búa sig undir að kasta kúiunni. okkur á íþróttaheimili ca. 35 km frá miðri borginni. Þetta var á fallegum stað niður við vatn og húsakynni mjög góð. Þarna vorum við ásamt íþrótta- mönnum ýmissa annarra þjóða og lifðum eins og blóm í eggi. Á öllum mínum ferðalögum hef ég hvergi notið eins góðrar að- búðar og á þessum stað — að öllum öðmm ólöstuðum. Við höfðum bát til að fara á út á vatnið. Þrír bílar stóðu okkur alltaf til boða, einn 22 manna og tvelr f jögurra manna og gát- um við farið á þeim hvenær og hvert sem við vildum og kom það sér sérstaklega vel. Með okkur var jafnan túlkur og að- stoðarmaður, sem talaði þýzkú og dönsku jöfnum höndum. Nógur matur, nudd og ljósböð. — Hvernig var maturinn ? un með því að róa drykklangan spdl út á vatnið og oft stakk ég mér til sunds. Annars naut mað ur á morgnann góða veðursins í gönguferðiun um nágrennio en svo var borðað aftur kl. 12. Eftir mat lagði maður sig stutta stund .en tók síðan- til við æfingar. Hlupum við Finni venjulega 1000—1500 metra og fórum í staðæfingar. Finni fór að iðka kúlnvarp af miklum á- huga. Við vorum að æfingum allan miðhluta dagsins. •— Kynntust þið ekki hinum íþróttamönnunum ? — Jú, nokkuð, aðaliega ein- um Svía og manni frá Ástralíu. Annars voru þarna ekki frjáls- íþróttamenn heldur tennisspil- 'arar og sundmenn. Þarna var gaman að vera. — Hvað gerðuð þið svo á kvöldin ? — Þá fórum við niður í bæ til að sjá og heyra, ,því að nóg var á boðstólum. Kvikmynda- sýningar, ballett, þjóðdansasýn- ingar, kórsöngur, hljómleikar, dans og fleira sem of langt væri að telja upp. Allt var ó- keypis og allt þetta gat maður séð. Mest þótti mér varið í pró- gram Rúmenanna. Sýningar rússnesku sendinefndarinnar fóru fram í geysistórri bygg- ingu, sem bygg'ð hafði verið á 100 dögum í sjálfboðaliðsvinnu. — Þið hafið auðvitað verið viðstaddir opnunarhátíðina ? — Já, það var tilkomumikil og hátíðleg athöfn. Öllum sendinefndunum var mjög vel fagnað. Ganga íslenzku nefnd- arinnar inn á völlinn var til sóma. Stúlkurnar gengu á und- an í íslenzkum búningiun og strákarnir á eftir í dökkum buxum og hvítum skyrtum. Á eftir voru sýndir fjöldafimleik- ar og að síðustu fór fram knattspyrna á milli Dínamó og úrvalsliðs frá Þýzkalandi og henni er ekki hægt að lýsa með orðum. Útifundirnir og göngurnar voru stórkostlegar. Þátttakendumir voru flestir á aldrinum 20—28 ára og var sér staklega áberandi hvað allir voru glaðværir og í góðu skapi. Gátum ekki tekið þátt í stúdentamótinu. — Já, hvernig var það svo með íþróttakeppnimar ? — Við komumst ekki til keppni í stúdentamótinu en þar kepptu aðeins stúdentar. Stúd- entaleikamir eru 25 ára gaml- ir og þessir voru þeir 11. í röð- inni og þátttaka er stranglega bundin við stúdenta. Þetta urðu okkur nokkur vonbrigði, því að við höfðum vonað að við gæt- um keppt þar sem gestir. 0g Lipp lét ekki sjá siq. — Og svo kom Lipp ekki til Berlínar? — Nei, því var nú verr. Strax annan daginn hitti ég keppi- naut minn frá- Brusselmótinu, rússneska kúluvarparann Girkelka og spurði ég hann um Lipp, livort hann mundi ekki koma. Sagði Girkelka þá strax að hann mundi ekki koma. Á- stæðan var sú, hélt hann, að Lipp teldi sig ekki vera í nógu góðri æfingu og svo væri hann tugþrautarmaður. og væri að búa sig undir Olympíuleikana að sumri og vildi líklega ekki leila kröftum sínum í harðri kúluvarpskeppni í Berlín þótt hann væri mjög góður í kúlu- carpi. Mér þótti leitt að Lipp skyldi ekki koma en vonandi eigum við eftir að hittast seinna. Girkelka varð annar á stúd- ’ntamótinu með 15,75 en Pet- "off (einnig Rússi) varð sigur- vegari með 16,09. Ég ætlaði að . eyna. að fá Petroff til að taka bátt í ^almennu leikunum með •nér eftir stúdentamótið, en rússnesku íþróttamcínnunum á stúdentamótinu hafði flestum verið boðið eitthvað og var hann farinn frá Berlin þegar al- mennu leikarnir byrjuðu. — Ansi var það. Þó fékkstu harða keppni í kringlunni? —- Já, þar vann ég eftir mjög tvísýna keppni með 48,09 m Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.