Þjóðviljinn - 02.09.1951, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.09.1951, Síða 1
Sunnudagur 2. september 1951 — 16. árgangur — 199. tölub'.að ðítQkkurmrt Félagar, munið að koma £ skrifstofuna og greiða flokks gjöld ykkar skiivislega. Skrif stofan er opin daglega frá kl. 10—7. ALGERT ATVINNULEYSI ER FRAMUNDAN Á SIGLUFIRÐI Horfur á Siglufirði aldrei eins slæmar og nú — Atvinnumálanefnd bæjar- ins mun krefja stjórnarvöldin um ráðstafanir til úrbóta Algert atvinnuleysi er nú yíirvoíandi á Siglu- firði, og hafa afkomuhorfur aldrei verið jafn slæm- &r og nú. Eftir atvinnuleysisvetur kom tekjurýrasta sumar og fimmtudaginn kemur ganga um 400 manns úr kauptrygginu þeirri er þeir höfðu við síld- arvinnuna og er þá algert atvinnuleysi framundan. Afkomuhorfur almennings eru ákaflega slæmar og hefur úthtið aldrei verið verra á Siglufirði, sagði Gunnar Jó- hannsson formaður Þróttar á Siglufirði í viðtali við Þjóð- viljann í gær. Tekjur almenn- ings á Siglufirði í sumar hafa verið rétt til að framfleyta lifinu og fólkið sem gengur úr tryggingu nú í vikunni mun hafa til lífsnauðsynja næstu viku til hálfan mánuð. Síðan tekur við algert atvinnuleysi. Sameiginleg atvinnuleysis- nefnd Bæjarstjórn Siglufjarðar, verkalýðssamtökin, síldarverk- sm. og atvinnurekendur hafa skipað sameiginlega atvinnu- leysisnefnd og ef ekki veiðist síld á næstunni er lítt hugs- anlegt annað en krefja verði stjómarvöld landsins ráðstaf- ana til að bæta úr atvinnuleys- inu. Reynt hefur verið að út- vega mönnum vinnu hér syðra en borið lítinn árangur. Efnið dýrara en fullsmíð- aðar tunnur! Forráðamenn tunnuverksmiðj- unnar' hafa verið spurðir um hvað hugsað væri fyrir tunnu- smíði og hafa þeir gefið þau svör að efni í tunnur væri al- staðar ófáanlegt, en ef það fengist yrði það miklu dýrara en tilbúnar tunnur kosta nú! Gagnfræðaskólinn stöðvaðnr? Ekkert er byggt á Siglu- firði. nema lítilsháttar hefur verið unnið að gagnfræðaskóla- byggingu, en horfur á að það stoppist vegna þess að lán til byggingarinnar fæst ekki! Von um síld ef veður batnar Annar Siglufjarðartogarinn, Elliði, er nú kominn á ísfisk- veiðar, en Hafliði er enn fyrir austan á síldveiðum. Hafa skipin legið þar undanfarið í von um að veður batni, því sjó- menn segja þar mikla síld, að- eins ef veður gefist til veið- anna. Undanfarið hefur verið norðaustanstormur á Siglufirði og kuldarigning. Verðhækkmi á kauphöll- um, er viðræður hættu Kóreu r 1 Gleði bandaríska auðvaldsins yfir horfum á áframhald- andi blóðsúthellingum komu fram í hækkandi verðlagi á kauphöllunum daginn eftir aö vopnahlésviöræöunum í Kóreu var slitið. Daginn eftir að fregnin barst um að griðrof bandarískrar flug vélar við Kaesong hefðu haft í för með sér viðræðuslit, var fyrirsögnin á frétt „New York Times“ af verðbréfakauphöll- inni í New York svcliljóðandi: Nýjura griðrof- ui neitað Pekingútvarpið skýrðí Ifrá því í. gær, að bandarísk flug- vél hefði á ný framið griðrof og varpað tveimur sprengjum á friðlýsta svæðið við Kaesong, rétt hjá bústað Nam 11, for- manny samninganefndar norð- anhersins. Joy, formaður banda rísku samninganefndarinnar, sendi sambandsforingja sína til að kynna sér vegsummerki, en þeir neituðu að bandarísk flug- vé] hefði verið að verki. Her- stjórn Bandaríkjanna í Tokyo lýsti því yfir í gær, að ef her- stjórn norðanhersins hætti ekki að fást um griðrof og byrjaði viðræður á ný, yrði það tekið sem henni væri engin alvara með vopnahlésviðræðunum. „ „STRÍÐSBÖRNIN“ I FAR- ARBRODDI VERÐHÆKKUN- AR Á MARKAÐINUM — þró- unin talin stafa af viðræðuslit- um í Kóreu“. Og í fréttinni seg- ir kaupliallarfréttaritarinn: „Hlutabréf í fyrirtækjum, sem myndu græða mest á auknu herbúnaðarátaki, hækkuðu yf- irleitt í verði.“ Af vörukauphci’linni sagði .,New York Times“ þessar frétt ir sama dag: „Endalok vopna- hlcisviðræðanna í Kóreu leiddu til hækkandi verðlagg á vöru- mörkuðunum í gær.“ Og frá Chicago sagði „New Yr«"k Times“ þessar fréttir af korn- kauphöllinni: „Fréttirnar frá Kóreu ásamt versnandi horfum í Iran, héldu verðinu háu á kornkauphöllinni framan af í gær“. Holland hélt völdum Úrslit í þingkosningunum á Nýja Sjálandi í fyrradag urðu þau, að íhaldsmenn, flokkur Hollands forsætisráðherra held- ur velli. — Samkvæmt bráða- birgðatölum var skipting þmg- sæta óbreytt, íhaldsmenn höfou 46 og Verkamannaflokkunnn 34. Teiknikvikmyndakóngurinn Wa.lt Disney kom til Kaup mannaliafnar í sumar, og sést hér skála við danska blaða- mern. Hann sagði þeim, að ferð hans stæði í sambandi við fyrirætlanir um teiknimyndir eftir ævintýrum H. C. Andersens. Handtöhur í JLos Angeles Bandaríska leynilögreglan FBI hefur enn handtekið þrjá af forystumönnum Kommún- istaflokks Bandaríkjanna. — I þetta skipti voru handtökurn- ar gerðar í Los Angeles á Kyrrahafsströndinni, Hefur þá Bandaríkjastjóm látið hand- taka yfir 60 af trúnaðarmönn- um flokksins. Knattspyrnulið blaðanna gegn landsliðinu Fullráðið mun nú að „..uatt- spyrnulið blaðanna“, þ. e. lið sem íþróttaritstjórar blaðanna velja, keppi í næstu viku vic landsliðið. Knattspyrnulið blaðanna er þannig skipað, talið frá mark- manni til vinstri útherja: Helgi Daníelsson Val, Steinn Steins- son KR, Guðbjörn Jónsson KR, Gunnlaugur Lárusson Víking, Hörður Óskarsson KR, Halldór Halldórsson Val, Gunnar Gunn- arsson Val, Guðjón Finnboga- son Akran., Sveinn Helgason Val, Hörður Felixsson KR og Ragnar Þórðarson Víking. Marshallfé stórlœkkaS Öldungadeild Banda'ríkjaþing'í hefur lækkað um 1200 milljönir dollara fjárupphæð þá, sem stjórnin bað um til Marshal'- aðstoðar á næsta ári. Hernað- araðstoðin hefur hinsvegar ver- ið látin að mestu óskert. Ilerbandalag undirrltad t gær var undirritaður í San Francisco hernaðarbandalags- samningur milli Bandaríkjanna annarsvegar og Nýja Sjálands og Ástralíu hinsvegar Fulltrú- ar eru nú að drífa að til San Francisco á friðarráðstefnuna við Japan, sem hefst þar á miðvikudaginn. Búið að úthluta 112 lóðum í væntanlegu smáíbúða- hverfi við Réftarholisveg Nefnd sú er bæjarráð fó] að úthluta lóðum undir smáibúð- ir við Réttarholtsveg, hefur nú gengið frá úthlutun á 112 lóð- um af þeim 200 sem látnar verða. af hendi að þessu sinni. 100 menn er þarna hafa feng- ið lóðir, hyggjast að byggja eftir verðlaunauppdráttunum. 12 ætla að byggja eftir öðr- um uppdráttum. Lóðirnar eru leigðar til 50 ára. Útlagar og fangar í framboði Þingkosningar fara frarn í Grikklandi 9. þ. m. I þeim tek- ur þátt Sameinaður lýðræðis- flokkur vinstri manna og i hópi frambjóðenda hans erii ýmsir foringjar griskra lýðræð- issinna, sem leppstjórnir Banda- ríkjamanna hafa rekið í útlegð eða varpáð í fangelsi. I Aþenu er efstur á lista lýðræðissinna Sarafis hershöfðingi, sem var fyrirliði grísku mótspyrnuhreyf- ingarinnar gegn Þjóðverjum en er nú í útlegð á smáey í Eyja- hafi. 1 Pireus er efstur á lista Tony Ambatielos, ritari gríska sjómannasambandsins, sem hef- ur verið dæmdur til dauða en hvað eftir annað verið bjargað frá aftöku með mótmælum viðsvegar að úr heiminum. 1 Saloniki er efstur Gavrilides, ritari Bændaflokksins. Sá flokk ur hefur verið bannaður og Gavrilides er í útlegð á eynni Ai-Stratis. Gerum 15 ára afmœli Þ/óð- viljans sem veglegast Þann 31. október næstkomandi, eða eftir tvo mán- uði, verður Þjóðviljinn 15 ára, en fyrsta tölublað lians kom út 31. október 1936. Starf og barátta Þjóðviljans öll þessi ár fyrir hags- munum íslenzkrar alþýðu og sjálfstæði þjóðarinnar verð- ur ekki metið til fjár. Hinsvegar hefur síaukin út- breiðsla Þjóðviljans verið glöggur vitnisbvrður um þann hug, sem íslendingar bera til blaðsins og er skemmst að minnast hinnar öru áskrifendasöfnhnar á síðast- liðnu vori. Nú er undirbúningur liafinn að 15 ára afmæli blaðs- ins, en það sem mest er um vert er það, að öll alþýða landsins taki þátt í þessum undirbúningi, og geri afmæli blaðsins þar með sem veglegast. Miðstjórn Sósíalistafloikksins vill því beina þeim tílmælum til allrar alþýðu Iandsins að undirbúa af- mæli Þjóðviljans með því að útvega blaðinu sem flesta nýja á- skrifendur fram að afmælinu og að færa Þjóðviljanum afmælisgjöf, hver eftir sinni getu. Sameinumst um að gera 15 ára afmælj Þjóðvilj- ans sem veglegast. MIÐSTJÓRN SAMEININGARFLOKKS ALÞÝÐU — SÓSÍ ALIST AFLOKKSIN S

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.