Þjóðviljinn - 02.09.1951, Qupperneq 4
3-) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. september 1951
0IÓÐVIU1NN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, SlgurSur Guðmundsson (á.b.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
BlaSam.: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafssen, GuSm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSustig
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
XskriftarverS kr. 16 á mánuSi. — LausasöluverS 75 aur. elnt.
PrentsmiSja ÞjóSviljans h.f.
Helgustu minningar þjóðarinnar
Valtýr Stefánsson ræður yfir stærsta blaði landsins.
Dag hvem hefur hann til umráða 12 til 16 stórar lesmáls-
síður. Hann gæti haft margar langar greinar í blaði sínu
án þess að þrengt væri að fréttaefni blaðsins. Að vísu er
þetta rúm ekki isem bezt notað, þar er allt að renna sam-
an í endalausa þvælu um „kommúnisma“, erlendu hús-
bændurnir eru að verða svo kröfuharðir að fram sé fylgt
skuldbindingum marsjallflokkanna um áróðursframlög
1 hinni göbbelsku ..baráttu við kommúnismann“, að ís-
lenzkir blaðalesendur era farnir að hlaupa yfir þann vaðal
sem birtist samhljóða í Morgunbl., Tímanum, Alþýðu
blaðinu og Vísi, og soðinn er saman í „upplýsingaþjón-
ustu“ erlends ríkis. En þrátt fyrir fengna reynslu af
Morgunblaðinu undruðust íslendingar er þeir flettu
stærsta blaði landsins einn helgasta minningadag ís-
lenzku þjóðarinnar, 9. ágúst í sumar.
★
Öld var liðin frá þeim degi er einna hæst ber í sögu
íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Þennan dag reyndu hin
Reykjavíkurblöðin að minnast þjóðfundarins, þó nokkuð
væri það með ólíkum hætti, og höfðu þó yfir miklu minna
rúmi að ráða en Morgunblaðið. En Valtýr Stefánsson,
maðurinn sem ræður stærsta blaði landsins og gaf út
12 síðna blað 9. ágúst hafði öðrum hnöppum að hneppa
við undirbúning þess Morgunblaðs. Strax og flett er blaði,
á annarri síðunni sem höfð er undir greinar Bjarna Ben.
og álíka virðingarmanna, er aldarafmælis minnst á hinn
virðulegasta hátt, mjög áberandi þrídálka fyrirsögn,
margar undirfyrirsagnir og myndabirting. Fyrirsögnin
er: „Frægásta spilavíti heimsins er aldargamalt um þess-
ar mundir.“ En þótt leitað sé með logandi ljósi um hinar
rúmgóðu 12 síður Morgunblaðsins er helgidags íslenzku
þjóðarinnr þar hvergi minnzt. aldarafmælis hins rismikla
þjóðfundardags var byggt út úr stærsta blaði landsins
9. ágúst 1951.
★
Þetta er rifjað upp að gefnu tilefni, til að minna á
hvernig komið er málum á aldarafmæli þjóðfundarins.
Stærsta blað landsins virðist ekki telja sér og flokki sín-
um hollt að haldið sé vakandi með þjóðinni minningunni
um baráttu Jóns Sigurðssonar og fylgismanna hans gegn
erlendu kúgunarvaldi og íslenzkum þjónum þess. Var
Valtýr Stefánsson smeykur um, að sumarið 1951 veittist
íslendingum sérstaklega auðvelt að ískilja baráttu þjóð-
hollra íslendinga gegn yfirgangi erlends ríkis og íslenzk-
um þjónum þess? Var hann hræddur við dóm íslands-
sögunnar yfir þeim mönnum og þeim stjórnmálaflokkum
sem ofurseldu lýðveldið ísland á bemskualdri auðvalds-
stórveldi, og gengu svo langt einmitt í sumar, að afhenda
Bandaríkjunum íslenzkt land til herstöðva á friðartím-
um? Óttaðist hann dóm Reykjavíkurblaðanna að hundr-
að árum liðnum um þá íslendinga, sem lögðust flatir
fyrir bandarísku kúgunarvaldi fyrstu ár lýðveldisins og
sviku þjóöina á vald erlends auðvalds? Eða var það til að
þóknast vinunum á Laufásvegi að ekki var haft í hámæli
hve djarft vopnlausir íslendingar geta tsflt í baráttu við
erlent kúgunarvald, í fullri vitund þess að þjóðin er
þeirra megin, framtíðin, sigurinn er þeim vís.
★
Það er rétt skilið hjá Valtý Stefánssyni að aldaraf-
mæli erlends spilavítis er viðfangsefni sem hæfir Morg-
unblaðinu og þeirri glæfrastefnu sem bandarísku flokk-
arnir á íslandi fylgja. Eins hitt, að helgustu minningar
íslenzku þjóðarinnar úr sjálfstæðisbaráttunni eiga ekki
heima í Morgunblaðinu og geta reynzt stefnu þess hættu-
legar.
„Baráttan" gegn dýr-
tíðinni.
Varla líður svo dagur að
ekki eigi sér ,stað hækkun á
verðlagi þeirra nauðsynjavara,
sem almenningur getur ekki
verið án. Ríkisstjórnin hefur,
að eigin sögn, beitt allri orku
sinni og viti í baráttu gegn
hinni sívaxandi dýrtíð. Laun-
þegar þekkja þessa ,,baráttu“
stjórnarvaldanna. Hún hófst í
stjórnartíð Stefáns Jóhanns
með tollahækkuninni frægu og
síðar bindingu kaupgjaldsins
við 300 stiga vísitölu. Svo komu
enn tollahækkanir. Ekki var
látið þar við sitja. Næst var
gengislækkunin framkvæmd, og
í kjölfar hennar kom svartur
markaður bátagjaldeyrisins,
skattahækkanirnar, afnám verð
lagseftirlitsins og svo aukaút-
svörin, eins og sérstök uppbót
á allt saman fyrir Reykvíkinga.
Allar tilheyra þessar ráðstafan-
ir „baráttu" stjórnarvaldanna
gegn dýrtíðinni, þótt það kunni
að hljóma torkennilega í eyr-
um venjulegra manna.
• •
Dýrtíðin vex.
Fyrir almenning í landinu
hefur „barátta" afturhaldsflokk
anna gegn dýrtíðinni undan-
tekningarlaust þýtt vaxandi dýr
tíð. Svona eru sumir hlutir ein-
kennilegir og öfugsnúnir. Og
það er ekki nóg með það að
vörurnar hafi þotið upp úr
öllu valdi. Atvinnan hefp- dreg
ist stórlega saman, og margir
verkamenn eru á ný famir að
glíma við gamla atvinnuleysis-
drauginn. Þetta er einnig þátt-
ur í dýrtíðarbaráttu stjórnar-
valdanna. Þau hafa eyðilagt á-
gæta og trygga markaði í lönd-
um sósíalismans fyrir fram-
leiðsluvörur landsmanna og ríg
bundið mestalla utanríkisverzl-
un þjóðarinnar við hrynjandi
efnahagskerfi dauðvona auð-
valdsstórvelda, þríflokkar aft-
urhaldsins hafa flækt þjóðina
inní marsjallkerfi Bandaríkj-
anna og undirgengizt af fúsum
vilja að stöðva þá' nýsköpunar-
þróun, sem átti sér stað hér
meðan áhrifa verkalýðsins og
Sósíalistaflokksins gætti í
stjórn landsins. Árangurinn
þekkja allir af dýrkeyptri
reynslu.
• •
Árangur einingar-
innar.
Núverandi ríkisstjórn ætlaði
verkamönnum og launþegum al
mennt að bera byrðar verð-
hækkana og dýrtíðar bótalaust.
Þetta tókst ekki vegna þess
að verkalýðshreyfingin er enn
sterk, þrátt fyrir klofningsstarf
og sundrungu erindreka aftur-
haldsins í verkalýðsfélögunum.
Verkalýðsfélögin sameinuðust í
vor til baráttu fyrir greiðslu
dýrtíðaruppbótar á launin og
þeim tókst að skapa þá einingu
og samheldni sem nægði til sig-
urs yfir sterkum andstæðing-
um. Ekki vantaði þó endurtekn
ar tilraunir af hálfu hjálpar-
manna ríkisstjórnarinnar í Al-
þýðusambandsstjórn til að af-
vegaleiða félögin og torvelda
baráttu þeirra. En ailt slíkt
stóðu samtökin af sér og héldu
'sína leið. Þessvegna unnu þau
sinn mikilsverða sigur í deilun-
um í vor.
• •
Ný vísitala gengur í
gildi.
Hefði atvinnurekendavaldið,
ríkisstjórnin og handbendi
þeirra í stjórn Alþýðusambands
ins fengið vilja sinn fram stæði
kaupið óbreytt. En vegna þess
að verkalýðurinn kunni að
standa saman og sigra breytist
kaupgjaldið nú til hækkunar
á þriggja mánaða fresti meðan
dýrtíðin heldur áfram að vaxa.
Og í gær gekk ný kaupgjalds-
vísitala í gildi. Lágmarkskaup
verkamanna hækkar nú um 64
aura um tímann og mánaðar-
kaupið (1830 kr. í grunn) um
kr. 128,10. Hin nýja kaupgjalds
vísitala gildir til 1. des n. k.
Reynist dýrtíðin þá enn vax-
andi, sem enginn efast um, verð
ur kaupið enn umreiknað með
nýrri vísitölu, og svo koll af
kolli. Þannig fá launþegar að
nokkru bættan þunga dýrtíðar
innar fyrir samstilltar aðgerð-
ir sterkustu verkalýðsfélaganna
á s. 1. vori.
★ ★
Ríkisskip
Hekla er á leið til Rvikur frá
Glasg'ow. Esja fór frá Rvik kl.
20 1 gærkv. austur um land í
hring-ferð. Herðubreið var á Horna
firði í gærmorgun á suðurleið.
Skjaldbreið er í Rvík. Þyriil var á
Bíldudal í gærkv. Ármann er í
Vestmannaeyjum.
Eimskip
Brúarfoss fór frá Milos 22 ág.;
væntanlegur til Hull 2. september.
Dettifoss kom til Rvikur 31. ág.
frá N. Y. Goðafoss kom til Stett-
in 31. ág.; fer þaðan til Gdynia,
Hamborgar, Rotterdam og Gáuta-
borgar. Gullfoss fór frá Rvik á
hádegi’ í gær til Leifch og Khafn-
ar. Lagarfoss fór frá Siglufirði
i gær til Ólafsfjarðar og Vest-
fjarða. Selfoss er í Rvík. Trölla)-
foss er í N. Y.
Skipadeild SIS
Hvassafell er í Gautaborg. Arn-
arfell losar kol á Austfjörðum.
Jökulfell er í Valpariso.
LOFTLEIÐIR II.F.:
I dag er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja, Akureyrar, Kcfla-
víkur (2 ferðir). Á morgun á að
fljúga til Vestmannaeyja, Isa-
fjarðar, Akureyrar, Hellisands og
Keflavíkur (2 f.)
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki. — Sími 1616.
Næturlæknlr er i læknavarðstof-
unni. — Sími 5030.
Bólusetning gegn barnaveiki
Pöntunum veitt móttaka þriðju-
daginn 4. september n. k. kl 10
til 12 f. h. í síma 2781.
er opinn alla virka daga kl. 1—7
og á sunnudögum kl. 1—10.
FLUGFÉLAG ISLANDS:
Innanlandsflug: í dag eru ráð-
gerðar flugferðir til Akureyrar og
Vestmannaeyja. — Á morgun er
áætlað að fljúga til Alcureyrar (2
ferðir), Vestmannaeyja, Ólafsfjarð
ar, Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar,
Siglufjarðar og Kópaskers. —
Millilandaflug: Gullfaxi er vænt-
anlegur til Reykjavíkur frá Kaup
mannahöfn kl. 18,15 i dag. Flug-
vélin fer til London og Nissa kl.
23,00 annað kvöld.
Nýlega voru
gefin saman í
hjónaband ung-
frú Þórunn Ein
arsdóttir Lækj-
arhvammi og
Jón Guðbrandsson stúdent, Bjarn-
arstíg 6. — I gær voru gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Þóra Krist-
jánsdóttir, Bjargarstig 5 og Ein-
ar Árnason bifvélavirki, Ásgarði,
Ytri-Njarðvík. — Nýlega voru gef-
in saman í hjónaband Lilja Sch-
opke og Einar Þorsteinsson. —
Heimili þeirra er á Shellveg 6. —
^ Svo virðist sem
^ Stefán Jóh. hafi
hnippt í nafna
l sinn Pétursson við
Aiþýðublaðið eftir
að Morgunblaðið
spurði með mlklum hroka og yfir-
Iæti hvort Stefán Jóhann stæði á
balt við skrif Alþýðublaðsins um
Miklagarðsför og Spánarreisu
Gunnars borgarstjóra. A.m.k. hef-
ur alveg tekið fyrir þessi skrif í
Alþýðublaðinu síðan, og verður
það varla skýrt með öðru en
Stefán Jóhann hafi fyrirskipað
nafna stnum að leggja niður róf-
una til þess að fyrirbyggja fleiri
álíka flengingar og Mbl. veitti
hinum sísiglandi bitiingabroddum
Alþýðuflokksins í iaunaskyni fyr-
ir skrifin um Tyrklandsfarann.
Frá Rvíkurdeild RKI
Börnin frá Silungapolli koma að
Ferðaskrifstofu ríkisins á morgun,
mánudaginn 3. september kl. 10,30
f. h. Eru aðstandendur barnanna
beðnir að vitja þeirra þangað.
Frá sexfetungum
Félag sexfetunga verður form-
lega stofnað á morgun kl. 8,30
síðd. í Breiðfirðingabúð. Á fund-
inum mun nefnd sú, er kosin var
á fundinum um daginn til að
semja drög að lögum fyrir félagið,
skila áliti. Gera má ráð fyrir að
félagsréttindi verði bundin því
skilyrði að viðkomandi nái 188
cm hæð, en þó eru allir sem látið
hafa skrá sig sem þátttakendur í
félaginu og eru yfir 180 cm vel-
komnir á stofnfundinn.
11,00 Morguntón-
leikar (plötur): a)
Kvartett í C-dúr
op. 76 nr. 3 eftir
Haydn (Léner-
kvartettinn leik-
ur). b) Kvintett í Es-dúr op. 16,
fyrir píanó, óbó, klarínett, horn
og fagott eftir Beethoven (Hljóð
færaleikarar úr Philharmonisku
hljómsveitinni í Berlin). 14,00
Messa i Fríkirkjunni (séra Þon-
steinn Björnsson). 15,15 Miðdeg-
istónleikar (plötur): a) Lög úr
óperunni „Rígólettó" eftir Verdi.
b) Hljómsv.-þættir úr óperunni
„Rósariddarinn" eftir Richard
Strauss (Tivoli-hljómsveitin í
ICaupmannahöfn; liöfundurinn stj.)
16,15 Fréttaútvarp til íslendinga
erlendis. 18,30 Barnafcími (Baldur
Pálmason): Guðm. M. Þorláks-
son kennari les tvær smásögur,
Sigurður Einarsson leilcur á harm
oniku, o. fl. 19,30 Tónleikar: Menu
hin leikur á fiðlu. 20,20 Einleikur
á píahó: Carnival op. 9 eftir Scihu
mann (Lanzky-Otto leikur, —1 pl.).
20,35 Sinfóníuhljómsveitin leikur;
Albert Klahn stjórnar: a) Laga-
syrpa úr óperunni „Fuglasalinn"
eftir Zeller. b) „Suði-ænar rósir“,
vals eftir Strauss. c) „Frá Flor-
enz“, marz eftir Fucik. 21,25 Upp-
lestur: „Myndin'1, smásaga eftir
Aldous Huxley (Þorstoinn Ö. Step
hensen). 22,05 Danslög. 23,30 Dag-
skrárlok.
Útvarpið á morgun:
Klukkan 19,30 Tónleikar: Lög
úr kvikmyndum. 20,20 Útvarps-
hljómsveitin (Þór. Guðmundsson
stjórnar): a) Slavnesk þjóðlög. b)
Lagaflokkur úr óperunni „II Trova
tore" eftir Verdi. 20,45 Um daginn
og veginn (Á rni G. Eylands stjórn
arráðsfulltrúi). 21,05 Einsöngur:
Paul Robeson. 21,20 íþróttaþáttur
(Sig. Sigurðsson). 21,40 Tónleikar:
Lög eftir Stephen Foster (pl.).
22,00 Fréttir og veðurfregnir. Síld
veiðiskýrsla Fiskifélags Islands.
22,20 Létt lög. 22,30 Dagskrárlok.
Helgldagslæknir er í dag Karl Sig.
Jónasson, Kjartansgötu 4, sími
3925.