Þjóðviljinn - 02.09.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.09.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. september 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 LD Békaútgefandi fangelsaður i Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn hefur látið handtaka Alexander Trachten- berg, stjórnanda bókaútgáfunn- ar International Publishers. Þetta útgáfufélag er gamult og iþekkt cg gefur aðallega út marxistisk rit. Bandaríkjastjórn hyggst kæra Trachtenberg fyr- ir það, að með því að gefa út bækur Marx og Engels og ann- arra hinna sígildu höfunda Marxismans, hafi hann tekið þátt í samsæri um að steypa henni af stóli með ofbeldi! Þetta er í fyrsta skipti, sem bandarískur bókaútgefandi er settur i fangelsi fyrir útgáfu- starfsemi sína. SmygluSm peningum í endaþarminum Tollþjónar í Lindau í Vestur- Þýzkalandi hafa haft hendur í hári smyglara, sem smygluðu peningum frá Vestur-Þýzka- landi til Austurríkis — í enda- þarminum. Tuttu farþegar af Miinchenhraðlestinni voru tekn- ir til iðrahreinusunar og úr iþeim kom hálf milljón marka. Þeir játuðu að hafa smyglað 30 milljónum marka á þennan hátt. Svo að tryggt væri, að þeim yrði ekki brátt í brók áð- ur en komið væri yfir landa- mærin, tóku smyglararnir inn ópíum. Stal höklum úr dóm- kirkjunni og keypi sér brennivín Lögreglan í Árósum í Dan- mörku. er búin að hafa upp á náunga þeim, sem nýlega stal þremur höklum úr dómkirkj- unni þar. Hann hafði laumast inní kirkjuna í vinnufötum, þegar verið var að vinna þar við viðgerð, og stal höklunum án þess að eftir því væri tek- ið. Síðan reif hann þá niður og seldi og keypti sér brennivín fyrir andvirðið. Sjjónimrps- tmki epði-' ieggfa úr Útvarpsvirkjar í London, sem unnið hafa við að setja saman sjcnvarpstæki, hafa lengi kvartað yfir því, að vasa- og armbandsúr, sem þeir ganga með, séu alltaf að bila. Rann- sókn var gerð á þessum bilana- faraldi og í Ijós kom, að hann stafaði frá sjónvarpstækjun- um. Umhverfis hvert þeirra myndast segulsvið, og það getur verið svo öflugt, að úrin verða segulmögnuð og eyði- Íeggjast gersamlega. Bandarískri þingnefnd sagt að Vil- hjálmur Stefánsson sé kommúnisti Louis Budenz, eitt aí aðalvitnum Bandaríkja- stjórnar í ofsóknarherferð hennar gegn kommún- istum og öðrum frjálslyndum Bandaríkjamönnum, skýrði einni af nefndum Bandaríkjaþings frá því á fimmtudaginn í íyrri viku, að Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður væri kommúnisti. Budenz var að bera vitni fyrir undirnefnd öldungadeildarinnar, sem fjallar um ,,innanlandsöryggi". Kvaddi nefndin Bud tenz fyrir sig til að nafngreina þá Bandaríkjamenn, sem væru „hættulegir öryggi Bandaríkjanna". Budenz var helzta vitni Bandaríkjastjórnar í málaferl- um hennar gegn ellefu mið- stjórnarmönnum Kommúnista- flokks Bandaríkjanna, sem dæmdir voru í fimm ára fang- sagðist hann að sögn frétta- stofunnar Associated Press vera ,,hálfhissa“, og bætti við: „Hvílíkur heiður, mér væri mein illa við að flestir aðrir kölluðu mig kommúnista, en ég tek það ekki nærri mér þótt Budenz geri það“. Vilhjálmur kvaðst ekki vita neina ástæðu fyrir vitnis- burði Budenz. Vilhjálmur Stefánsson hefur fyllt flokk hinna frjálslyndari manna í Bandaríkjunum. Af þeim sökum réðist sorpblaða- maðurinn Westbrook Pegler að honum í fyrra og kallaði hann kommúnista og nú hefur Budenz bætzt í hópinn. Eru of- sóknartilburðir þeirra gegn Vil- hjálmi enn eitt dæmi um það ofsóknaræði, sem nú ríkir í Bandaríkjunum. Afturhaldið þar hefur komið þvi til leiðar að verið er sem óðast að dæma meðlimi kommúnistaflokksins í margra ára fangelsi fyrir það eitt að hafa barizt opinberlega fyrir stjórnmálaskoðunum sín- um, og nú þykir því jarðvegur- inn svo rækilega undirbúinn, að tími sé til kominn að láta til skarar skríða gegn öðrum frjálslyndum samtökum og ein- staklingum, svo sem Vilhjálmi Stefánssyni. Ef þróunin til fasisma í Bandaríkjunum held- ur eins ört áfram og hingað til, má búast við því að ekki verði langt að bíða að Vilhjálmi Stefánssyni verði varpað í fangabúðir eða hann gerður út- lægur til ættlands síns, Is- lands. VILHJÁLMUK STEFÁNSSON elsi. Hann var um tíma ritstjóri „Daily Worker“, blaðs banda- ríska kommúnistaflokksins, en er nú prófessor við Fordham háskóla, einn af skólum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkj unum. Varla hefur verið sá þáttur í ofsóknarherferðinhi gegn bandarískum kommúnist- um, sem Budenz hefur ekki komið meira og minna við, oft- ast sem aðal vitni og hæsta tromp stjómarvaldanna. Vllhjálmur seglst vera „hálfhissa“. Þegar Vilhjálmi Stefánssyni var Skýrt frá framburði Budenz Sköllóttir geta drengi gigtveikir menn stúlkur Ef sköllóttur maður getur barn eru meiri líkur til r.5 það verði drengur en stúlka. Sé faðirinn hinsvegar gigtveikur eru meiri líkindi til að afsprengi hans verði stúlkur. Þessar niðurstöður og aðrar fleiri um sambandið milli kyns barna og faðernis þeirra setur vísindakonan Marianne E. Bernstein fram í grein í banda- ríska tímaritinu „Science“. Hún fæst við þá 'fræðigrein, sem nefnist lífmælingar, og er fólg- in í því að beita tölulegum rann- sóknaraðferðum við líffræðileg fyrirbrigði. Bernstein dettur auðvitað ekki í hug, að beint samband sé milli skalla eða gigtar föðurs- ins og kyns barnanna. Kenning hennar er, að hlutfallið milli kynjanna standj í sambandi við IKgisti lóðrétli lielllr f iielisil fundlnn í Tólf manna leiðangur undir forystu belgiska kjarna- cðlisfræðingsins Max Cosyns hefur rannsakað dýpsta lóðrétta helli, sem fundizt hefur. Hellirinn er í Pyreneafjöllum fljúga inni í skúta. Hann fór á Frakklandsmegin. Hellakönnuð ur að nafni Lcpineux var þar á rölti í vor, er hann sá hrafn " ■ jp ' Tók áletrunina bókstaflega I Rudköbing í Danmörku hef- ur maður verið dæmdur í fang- elsi fyrir að stela eða reyna að stela úr samskotabaukum í öllum kirkjum á Langalandi nema einni og mörgum kirkj- um á Fjóni. Sökudólgurihn bar það fyrir réttinum, að hann hefði ekki séð neitt athugavert við að hirða innihald samskota- baukanna, því að á þeim öllum hefði staðið: „Handa fátækum“. eftir og stóð brátt á barmi gím- alds, sem lá beint niður í jörð- ina. Þegar leiðangurinn kom til að fullkanna fund Lépineux, var hann fyrstur látinn síga niður í göngin. Af bergmáli af steinum, sem hent var niður, hafði Cosyns getið þess til, að hellii’inn væri 350 metrar á dýpt, og hann reyndist vera 356 metrar, dýpsti lóðrétti hell- ir, sem áður hafði verið kann- aður, var 318 metrar. Á botni gímaldsins fundu leiðangursmenn afhella og læk, sem rann beint inn í göng í klett inum. Cosj'ns segist vona, að með nauðsynlegum útbúnaði verði hægt að komast þarna allt að þúsund metra niður i jörðina. hormónajafnvægið í líkömum foreldranna, skalla telur hún merki þess að karllegir hor- mónar föðursins séu ríkulegir en gigt bendi til að þeir séu af skomum skammti. Sömuleiðis telur Bernstein að „karlmennskustigið", sem ráði því, hvaða starf menn velji sér, hafi einnig áhrif á kynferði barna þeirra. Hlutfallið milli drengja og stúlkna var sex á móti fimm í 5400 barna hóp, sem áttu fyrir feður her- menn, kaupsýslumenn, stjórn- málamenn, lögfræðinga, bænd- ur eða abstrakt vísindamenn. En hlutföllin voru þveröfug meðal barna, sem áttu að feðr- um menn, sem unnu störf, er konur skara oft framúr í, svo sem leikarar, kennarar, félags- málafulltrúar, skáldsagnahöf- undar og myndlistarmenn. Bernstein lætur undir höfuð leggjast að skýra frá því, hvað verður uppi á teningnum, ef sköllóttur maður með gigt get- ur barn. (Úr Time). arm var að bana I þorpinu Misteibach í Aust- urríki hafa þrjú börn dáú vegna þess að þeim var gefinn cf stór’ skammtur af sænskum þcrskalýsiskjama, sem nefnt er Fortedol. Iljúkrunarkcnur gáfu börnunum eitt skeiðar- blað af þessu, einsog um ósam- þjappað lýsi væri að ræða, en áttu að gefa þrjá dropa. Af sautján börnum eru þrjú dáin af eitrun en fjórtán veiktust lífshættulega. Dýfingar prests- ins borga kirkjuna Séra Robert Simon, kaþólsk- ur prestur í franska aípaþorp- inu Saone, greiðir niður skuld- ir kirkju sinnar með því að stinga sér til sunds niður af 35 metra háum krana niður í ána Doubs. Séra Simon er bú- inn að stinga sér oft og síðast- liðinn sunnudag vonaðist hann til að geta rekið endahnútinn ■« verkið. Hann selur aðgang að dýfingasýningunum á fjórar krónur og áhorfendur hafa flykkzt að. Áður en haxm sting ur sér les séra Simon alltaf bæn og krossar sig. Hann hefur ekki orðið fyrir meiriháttar slysum en er oftast með að minnsta kosti eitt glóðarauga, þegar hann kemur uppá yfirborðið. Hœringur NorSmanna kominn fil Esbjerg Meðan Hæringur þeirra Jó- hanns Hafsteins og Jóns Gunn- arssonar ryðgar í rólegheitum hér í höfninni, hafa Norðmenn vel uppúr sinni fljótandi síld- arverksmiðju, sem heitir Clupea. I vor var hún við Suð- ur-Afríku og nú er hún komin til Esbjerg í Danmörku til að hjálpa til við að koma síldar- aflanum þar í lóg, en um tíma varð að henda miklu af honum. Ekki vildu dönsku yfirvöldin gefa Clupeu skýlaust leyfi til að vinna síld í höfninni I Es- bjerg, en lofuðu að fetta ekki fingur útí veru hennar þar. Bindaskattur Engin ríkisstjórn nema sú ís- lenzka mun vera svo ósvífin, að leggja söluskatt jafnt á aíl- ar vörur og þjónustu, nauðsynj ar jafnt og munaðarvörur. Er það víða deilumál, hverjar vöru tegundir sé sanngjamt að skatt leggja og hverjar ekki. Á Ean.daríkjaþingi er komin fram tillaga um að leggja 25% skatt á hálsbindi, og er talið að tekj- ur af þeirn skatti verði um 125 miíljónir króna. Idiitg sprengir dynamt, 8 meim farasi Eldingu sló niður í rafleiðsl- ur að dynamithleðslum í gljúf- urvegg í Colorado i Bandaríkj- unum fimmtudaginn í fyrri viku og varð til þess að hleðslurn- ar sprungu. Verið var að troða sprengiefnj í holur í báðum gljúfurveggjum þegar spreng- ingin varð, og höfðu verka- menn engan tíma til að forða sér. Átta lík fundust strax og margir menn særðust af grjót- liasti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.