Þjóðviljinn - 04.09.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.09.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. september 1951 Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. ráðningin á þeirri gátu hvers vegna KRON á ekki innangengt í þessar stofnanir. Auðmenn- irnir vilja leggja KRON í rúst eins og gleggst sýndi sig síð- astliðinn vetur. m Hverjir eiga veltufé bankamia? Bankarnir ráða yfir gífurlegu fjármagni, sem fyrst og fremst er sparifé alþýðunnar og milli- stéttarinnar. Ivleð þetta fé vals- ar auðmannastéttin eins og hún eigi það. Auðmcnnirnir eru ekki mikið fyrir það að eiga sjálfir fé óhreyft í banka, þeim þykir alltof seintekinn gróði að fá af fé sínu venjuiega bankavexti. Þess vegna er gangurinn sá að á sama tíma og verkamönnum er neitað um lán til að koma sér upp íbúð, eða öðrum neitað um lán til að stofna atvinnu- fyrirtæki o. s. irv., þá kemur einhver stórbraskarinn inn í banka og fer út aftur með aur- ana mína og þína og margra annarra og notar þá síðan til að auðga sig ennþá meira á minn og þinn kostnað óg margra annarra, stækka ráns- feng sinn með starfi mínu og þínu. Síðan gefur braskarinn svolítið brot af þessu í kosn- ingasjóð Ihaldsms til þess að tryggja vígstöðu sína til áfram- haldandi auðsöfnunar á kostnað almennings í Jandinu. Þetta er í fáum orðum gangur þessara mála. • Gullvægt íækifæri. KRON býður hærri vexti en bankarnir og gefur jafnframt fulla tryggingu fyrir öryggi sparifjárins, og KRON tryggir í þriðja lagi það, að þeir aurar og krónur er ' innlánsdeildina ■koma eru notaðir í baráttuna gegn f járplógsöflunum og verzl- unarokrinu. I höndum KRON verður spariféð vopn í þágu fólksin3 sjálfs og notað til að vernda lífskjör þess. I staðinn fyrir það er sú hætta yfirvof- andi sé spariféð í bönkunum, að iþað verði notað í baráttunni gegn KRON og hagsmunum al- þýðunnar, og með því móti er- um við KRON-félagar að fylla vopnabúr andst æðinganna og styð.ia að því að þeim gangi betur baráttan gegn okkur og okkar hagsmunum. Margt smátt gerir eítt stói’t. Það er hætt við því að marg- ur hugsi sem svo: Þetta er svo lítið sem ég hef undir hönd- um að það munar ekkert um það. Þetta er hrapalegur mis- skilningur. Engin króna verður til án eyris og engar stórar upphæðir myndast nema fyrir samsafn margra smárra. I KRON eru rúmlega 6000 félag- ar og efj KRON-félagar yfirleitt íhuguðu þetta mál og beittu áhrifum sínum að framgangi þess, bæði meðal KRON-félaga og annarra sem áhuga hafa fyrir vexti og viðgangi félags- ins, þá er ég sannfærður um að hægt er að fá það mikið fé inn í innlánsdeildina, ao það skapaði félaginu möguleika til stórra hluta og mikilla árangra. Þetta bið ég a’.la góða KRON- félaga að íhuga vel. Leggjumst allir á eitt um að efla innláns- deildina. — KRON-félagi.“ Og hann lokar hurðinni á eftir sér. Um leið er frú Krane komin upp að dyrunum. Og sömu- leiðis Larsen og Sönstegárd. Þær leggja eyrun upp að hurð- inni. Þær eru hættar að láta eins og ekkert sé. Þær heyra Gjör segja: Héma situr þú Katinka. Og ég er búin að leita að þér um allan bæ, bæði í gær og í dag. Ég vildi alls ekki fara héðan án þess að sjá þig, það hlýturðu að skilja? Svo frétti ég að þú værir stödd hérna. Þið megið ekki mis- virða það við mig þótt ég ónáði--------ég mátti til — — ég hef aðeins skamma viðdvöl-------- Já, ég kom líka til yðar, segir hann við Harðkúluhattinn. Til mín hafa margir komið. Ðyrnar voru lokaðar. Þér hafið sjálfsagt ekki verið heima. Ekki þarf það að vera. Ég opna dyrnar þegar mér sýnist svo. Annars ekki. Það líkar mér vel. Einmitt það. Um stund segir enginn neitt, ekkert heyrist út fyrir dym- ar að minnsta kosti. Svo segir Gjör: Þekkirðu mig ekki aftur, Katinka ? Þú ert Justus, svarar frú Stordal en svo lágt og þreytulega, að það er næstum óhugnanlegt. Má ég ekki fylgja þér heim? Þá getum við talað dálítið saman. Eins og áður fyrr. Ég skal segja yður, að ég er gam- all vinur frú Stordal, og ég er aðeins á stuttu ferðalagi. Nú er hann að tala við Harðkúluhattinn. Það var helzt ástæð- an til að eyða á hann orðum. Nei, ekki heim, segir Katinka þá: Heima er allt á öðmm endanum. Og ég hef verið að heiman--------um tima-------- Mér stendur alveg á sama um það — — Þú veizt að ég tek aldrei eftir slíku —-- En ég tek eftir því. Títuprjónarnir liggja um allt gólf, skil- urðu. Ég hef ekki þrek í mér til að tína þá upp. Og tuskur og afklippur. Allt er ljótt og andstyggilegt. Komdu heldur á morg- un, Justus. Ég er ekki ein núna, eins og þú sérð--------- Þetta er líka samastaður, segir Justus: Öll leitið þið hing- að. Það er eins og ekkert ykkar geti verið heima lengur-------- Þetta er þokkalegasti staður. Dálítil tilbreyting--- Þetta er pestarbæli. Upplausnin liggur í loftinu. Tóbaks- þefur og vinstybba. Frú Krane lítur hneyksluð í kringum sig, til að athuga hvort stúlkurnar hafi tekið eftir þessu. Já, þær heyrðu það. En sú ósanngirni að segja þetta um þetta snyrtilega kaffihús. En það er Harðkúluhattinum að kenna. Það er hann sem gefur staðn- um skuggalegan blæ. Frú Krane hefði gott af að heyra það. En frú Krane hugsar: Það er lítið liðsinni að Gjör, ef hann ætlar að láta svona. Læt ég það vera, segir Katinka: Okkur finnst ágætt hérna. Rödd hennar er eins og áðan, þreytuleg, hógvær, umburðar- lynd. Ég veit ekki hvenær ég fæ skipun um að halda áfram. Kat- inka. Það getur orðið á morgun og það getur orðið hinn dag- inn. Og það er óratimi síðan. Það fer ekkert skip héðan fyrr en á miðvikudaginn. Nei, það getur vel verið. En ég á margt ógert. Þögn. Þetta er ma'ðurinn sem þú varst ástfangin af? segir Harð- kúluhatturinn með þeirri ósvífni sem honum er lagin. Þú getur ekki setið hérna, segir Gjör og lætur sem hann heyri ekki orð hans. Hún situr hér eins lengi og henni sýnist. Það kemur hvorki yður né öllum hinum neitt við. Hvað á allur þessi gauragang- ur að þýða? Maður skyldi ætla að um ungbarn eða fábjána væri að ræða. Láttu mig í friði, Justus. Látið hana vera. Ég vil þér ekki nema vel, Katinka. Ég vil þér ekki annað en hið bezta. Þú veizt það vel. Þú ert indæll, Justus. Ég man það. Að hugsa sér að þú skulir aftur vera kominn á þessar slóðir. En hvað það var skemmti- legt. Seztu niður og fáðu þér glas með okkur. Nei — það er alveg rétt — ekki núna — seinna — Seinna? Og ég sem verð ef til vill að fara með næsta skipi í suður- eða austurátt. Þú ert alltaf að koma og fara. Það skiptir þig engu máli. Ég kom hingað i gær. Ég er búinn að hitta Pétur. Ég er búinn að hitta börnin þín. Og nú langaði mig til að hitta þig. Ef til vill er það heimskulegt af mér? Það er afar vingjarnlegt af þér, góði Justus — Æ, vertu ekki að þessu. Hvernig líður þér, Katinka? Hvernig kemstu af? Þegar ég frétti að þið hefðuð skilið samvistum, fór ég að hugsa um að nú fengir þú frelsi — til að athafna þig — njóta þín — Já frelsi. Til að standa úti í næðingi. Til að skjálfa af kulda. Einstæðings kona — — Hvernig mér lí'ður? Jú, undir nóttina fer mér að skána, þá er enn einn dagurinn liðinn. Ef maður hefur þá næturstað. Annars------- Og allt í einu breytir Katinka um róm, verður blíðleg og full af trúnaðartrausti eins og drukknu fólki er lagið: Við þrá- um hlýjuna, Justus. Við erum sköþuð til þess að einhverjum þyki vænt um okkur. Að hugsa sér, þetta er ég búin a'ð upp- götva. Ef svo væri ekki, stæði heimurinn í stað, því að margt leiðum við yfir okkur, þegar við------Ég skal segja þér það, Justus, að við leiðum margt yfir okkur -—• — Leyfðu mér nú að fylgja þér heim. Nei. Ekki heim. Ég vil ekki fara heim. Ég vil drekka meira. Mér er boði'ð það, skal ég segja þér. Af frjálsum vilja. Hugs- aðu þér það, Justus. Alveg laukrétt, segir Harðkúluhatturinn. Þú ert ekki með sjálfri þér. Þú ert upp á móti öllu og öllum. Og það er víst full ástæða til, eftir því sem mér skilst. En þú mátt ekki flækja þér í neitt, sem gerir aðeins illt verra ----- Þetta var mér ætlað. Ég á ekki við yður persónulega. Það vitið þér vel. En frú Stordal hefur skilið vi'ð allt í reiðuleysi og það gerir henni og börnum hennar miklu erfiðara fyrir. Það þarf að verða breyt- ing á, gagnger breyting. En á þennan hátt verður engu um þokað. Þetta segir Justus Gjör við Harðkúluhattinn. Rétt eins og Harðkúluhaturinn væri gamall vinur sem hægt væri að skegg- ræða við. Þessi Gjör er sannkallaður sérvitringur, svo a’ð ekki sé meira sagt. Já, þessi börn, segir Harðkúluhatturinn gremjulega: Af- skiptasöm og óprúttin eins og öll börn eru. En Katinka ber í borðið með eldspýtustokknum : Meira vín, heyrið þér það------ Enginn anzar henni. Jafnvel Harðkúluhatturinn þegir. Hann skilur sjálfsagt að komið er að skuldadögunum. Aftur á móti segir Gjör: Er þetta þú sjálf, Katinka? Þetta er ég sjálf. Seint og síðarmeir er þáð ég sjálf. Það er stundarþögn. Síðan segir Gjör: Ég þekki þig aftur samt sem áður. Þekki aftur það í fari þínu, sem aldrei var hægt að kúga. Hvað á ég að kalla það. Eitthvað sjálfstætt og óháð, sem þurfti að fá útrás og gat orði'ð skapandi. Þess vegna fylltistu stundum óþolinmæði. Ég man ennþá eftir bláa kjólnum þínum, sem varð svo fallegur, glæsilegur — — einu sinni meðan þú varst að sauma hann, fleygðirðu honum D A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.