Þjóðviljinn - 04.10.1951, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtuda.gur 4. október 1951
mómnuiNH
Otgefandl: Samelningarflokkur alþý?5u — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SigurHux Quðmundsson (áb.)
Fréttarltstjórl: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, GuCm. Vigfússon.
Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmtðja: Skólavörðustlg
18. — Síml 7500 (þrjár línur).
Áskriítarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. elnt.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
\ _________________y
Jafnrétfi í verzlunarmálum
í gær var bent á hér í blaöinu hvernig hin sterka
aöstaöa Kron hsfur haldið smásöluverö'inu niöri hér í
höfuöborginni. Smásöluálagningin á matvæli hefur að
vísu hækkað nokkuö vegna hinnar gegndarlausu skipu-
lögöu dýrtíöar stjórnarvaldanna, en sú hækkun er ekki
meiri en brýnasta nauösyn ber til. Ástæöan er sú aö
Kfon mótar nú alla matvælasölu í bænum cg kaupmenn
geta ekki annaö en haldiö svipuðu veröi, ef þeir viija
ekki missa viöskiptavini sina. Msöan Kron var lítið félag
og baröist fyrir tilveru sinni höfðu kaupmenn aöstöðu
til þess að selja vörur sínar dýrara veröi en Kron, en nú
fer styrkur félagsins slíkur aö það getur ákveðið álagn-
inguna upp á sitt eindæmi. hvað matvæli snertir. Hins
vegar hafa kaupmenn enn,þá margfalt betri aðstööu viö
sölu á vefnaöarvöru og skófatnaði, enda nota þeir hana
til aö* selja þær vörur dýrara veröi en Kron.
★
Hversu mikiö gildi Kron hefur fyrir almenning kemur
glöggt í ljós af skýrslu verðgæzlustjóra sem mest hefur
veriö rædd undanfarna daga. Þar er játaö aö álagning
á matvæli hafi hækkaö mjög lítiö, en hins vegar hafi oröiö
uppvís dæmi um gegndarlaust okur í heildsölu, einkum
á bátagjaldeyrhvörum. Á sviði heildsölunnar er ekki um
nein samtök alþýöunnar aö ræða sem sett geta heild-
sölunum kosti, og SÍS hefur meira aö segja látiö heild-
salana eina um innflutning á bátagjaldeyrisvörum, svo
aö þeir væiu algerlega einráöir á því sviöi. Þau okurdæmi
sem uppvís hafa crðiö sýna glöggt hver þróun hefði orðið
1 smásölunni ef Kron heföi ekki haft aöstööu til aö vernda
hagsmuni neytenda á því sviði.
★
Þetta sýnir einnig hvert ráö væri gegn okrinu, gegu
þeirri óhemjulegu féflettingu sem Ekipulögö hefur veriö
af núverandi ríkisstjórn. Þaö er aö samtök reykvískrar
alþýðu fái sömu aöstööu á sviði innflutningsins og í
smásölunni. aö Kron geti sjálft flutt inn neyzluvömr al-
mennings og tekiö upp samkeppni viö heildsalana oghina
uppvísu okrara. Ef Kron mótaði innflutninginn á sama
hátt og það mótar matvælasöluna í höfuðborginni ættu
heildsalamir þens engan kost aö ræna almenning millj-
ónum á milljónir ofan eins og gert hefur veriö. En þaö er
ríkisstjórnin, verndari okraranna, sem hindrar að svo
geti orðið. Hér á íslandi er engin „frjáls verzlun“, þrátt
fyrir öll fagurmæli stjórnarblaðanna um þaö efni, heldur
nýtt form þeirrar einokunar sem mótaö hefur verzlunar-
málin um mjög langt skeiö. Þaó er nú Landsbankinn
sem beitir einokuninni. og aðferöir hans eru annars vegar
þær að heimta stórfelldar fyrirframgreiöslur fyrir allar
vöruþantanir og hins vegar neita um rekstrar- og veitufé
nema fámennri klíku. Kron er ekki í náöinni hjá valda-
mönnum þjóöíélagsims og eru lokaöir allir möguleikar til
baráttu við okrarana í heildsölu.
*
Raunveruleg frjáls verzlun. sem gæfi samtökum
alþýöunnar möguleika til jafnréttis, er í okkar þjóöfélagi
helzta ráöiö gegn okrinu. Alþýöuflokksbroddarnir leggja
hins vegar til aö aftur verði upp tekiö þaö kerfi skrif-
finnsku, svartamarkaös og mútustarfsemi sem mótaö var
af stjórn Stefáns Jóhanns og Emils Jónssonar. Þá var
ástandiö t. d. þannig, eins og menn minnast, aö Kron
varð aö skammta viðskiptavinum sínum smápíring af
vicfnaöarvörum og öörum torgætum varningi en aö ööru
leyti var svartur markaöur allsráðandi á því sviði. Okr-
ararnir munu ekki hafa neitt á móti því aö þaö kerfi
verði tekiö upp á nýjan leik undir stjórn Björns Ólafs-
sonar, og myndu sannarlega ekkert óttast þótt verö-
gæzlustjórinn yrði Alþýöuflokksmaöur, eftir hina ágætu
reynzlu af Pétri Péturssyni. I-Iitt óttast þeir um fram
allt að samtök almennings fá.i jafnrétti í verzlunarmál-
um og munu verja einokunarkerfið meö kjafti og klóm.
Matarfélög verkamanna.
Hrafna-Flóki skrifar: Það er
fyrir löngu viðtekin venja þegar
verkamenn vinna í hópum f jarri
heimilum sínum að þeir ihafi
sameiginlegt matarfélag, greiði
sjálfir efni í matinn en atvinnu-
rekandinn laun þess er mat-
reiðir og annan kosthað við
matseld. Þessi háttur hefur
lengi verið á hafður í vega-
vinnu, og brúargerð og er samn-
ingsbundinn milli verkalýðsfé-
laganna og vegamálastjórnar-
innar. Verkamennirnir eða full-
trúi þeirra fylgist með inn-
kaupum til hins sameiginlega
matarfélags og gengur úr
skugga um að ékki sé á félaga
sína hallað. Þetta fyrirkomulag
hefur gefizt vel og munu flestir
telja þessa slciptingu kostnaðar-
ins sanngjarna.
250—300 menn vinna ú
KeflavíkurfiugveHi.
Að minnsta kosti 250—300
verkamenn cg trésmiðir vinna
nú suður á Keflavíkurflugvelli
á vegum Sameinaðra verktaka
a.ð því að koma upp bráða-
birgðahúsum yfir bandaríska
innrásarherinn. Atvinnuleysið,
sem ríkisstjórninni hefur tekizt
að skapa meðal vinnandi manna
á íslandi, hefur rekið verka-
menn og aðra til þessara óhag-
nýtu og þjóðf jandsamlegu fram-
kværnda, sem innrásarliðið hef-
ur með höndum. Er það saga
út af fyrir sig, sem væri þess
verð að henni væru gerð við-
eigandi skil. En hér skal ekki
orðlengt um þá hlið þessa máls
en lítillega vikið að því verðlagi
á fæði er verkamenn og aðrir
sem þarna. starfa verða að búa
við, og hvað liggur því til
grundvallar.
Fæðið kostar 900
kr. á mánuði
Þeim sem vinna á Keflavíkur-
flugvelli lijá Sameinuðum verk-
tökum er sagt að fæðiskostnað-
urinn sé 900 kr. á mánuði. Af
því borga, verktakarnir 180 kr.
en verkamenn sjálfir 720 kr. og
á það að .vera verðið á efninu
í matinn. Er þetta slíkt okur-
verð að verkamenn eru stórlega
undrandi og mun enginn lá
þeim. Þarna kostar efni í mat-j
inn mun meira en fullt fæði er
selt á venjulegum matsöluhús-
um í Reyt'.íjavík, þar sem allur
tilkostnaður er þó reiknaður
með. Ekki munu verkamenn
hafa nokkra möguleika til að
fylgjast með því að þetta verý
só í samræmi við raunverulegar
kostnað enda ekki til þess ætl-|
azt af þeim sem fyrir þessu
standa. Verðið er sem sagt á-
kVeðið fyrir fram. og annað
hvort verða menn að sætta sig
við okrið eða missa af vinn-
unni.
Jóhannessyni, sem kenndur er
við Kjötbúðina Borg á Lauga-
vegi. Þann hluta matvælanna,
sem Þorbjörn verzlar ekki með
sjálfur, útvegar hann einnig á
smásöluverði hjá nánustu vild-
armönnum sínum í kaupmanna-
stéttinni. Þegar svona er í pott-
inn búið þarf engan að undra
þótt unnt sé að koma fæðisverð-
inu alllangt upp fyrir það sem
annars staðar þekkist.
Einn stærsti hlut-
hafinn í Brú.
Þorbjörn í Borg er einn
stærsti hluthafinn í Byggingar-
félaginu Brú og það félag er
einn stærsti og valdamesti að-
ilinn sem stenuur að Samein-
uðum verktökum. Þannig er það
til komið að þessum kjötkaup-
manni er veitt aðstaða til að
Framhald á 6. siðu.
Nýlega opinberuðu
trúlofun sina. ung-
frú Ásta Guðjóns-
dóttir, • Jaðri við
Sundi’augaveg og
Óláfur Rágnars-
son, Reykjum við Sundlaugaveg.
I.oftlelðir h. f.:
í dag verður flogið til Akur-
dyrar og Vestmannaeyja. Á morg-
un er áæt'að að fljúga til Akur-
eyrar, Sauðárkróks, Siglufjarðav
og Vestmannaeyja.
Sidpadeild StS
Hvassafe’l fer væntanlega frá
Siglufirði í kvöld áleiðis til Finn-
lands. Arnarfell fór frá Þorláks-
höfn 27. f. m. áleiðis til Italíu.
Einisklp
Brúarfoss er á Breiðafirði, fer
þaðan til Vestfjarða, lestar fros-
inn fisk. Hettifoss er í Hamborg,
fer þaðan til Rotterdam, Hull og
Leith. Goðafoss fór frá Reykjavík
1.10. til N.Y. Gullfoss fór frá
Leith 2.10., væntanlegur til Kaup-
mannahafnar i dag 4.10. Lagai'-
foss fór frá N.Y. 26.9. væntanlegur
til Reykjavikur i dag 4.10. Reykja
foss fór frá Dordrecht í Hollanai
2.10. til Hamborgar. Selfoss er í
Réykjavík. Trö'Iafoss fór frá
Reykjavík 25.9. til N.Y. Röskva
fór frá Gautaborg 2.10. til Reykja
víkur. Bravo lestar í London 5.10.
fer þaðan til Huli og Reykjavík-
Ríkisskip
Hekla er í Reykjavík. Esja fer
frá Reykjavík á morgun vestur
um land í hringferð. Herðubreið
cr á Austfjörðum á suðurleið.
Skjaldbreið er á Plúnaflóa. Þyrill
er í Reykjavík.
Keypt í smásöíu lijá
Þorbirni í Borg.
Þótt, 720 kr. verðið á mánuði
sé næsta fráleitt og geti tæp-
lega staðizt é'iýrir það málið
að nokkru hvernig innlcaupum
cr hagað'. Flestir sem kaupa,
matvæli í stórum stii leitast við
að fá þau í heildsölu cg fyrir
sem lægst verð. En hér mun
nokkuð önnur innkaupsaðferð
viðhöfð. Mikill hluti efnisins í
fæði verkamanna á Keflavíkur-
flugvelli er keyptur í smásölu
hjá einum stærsta kjötkaup-
manni Reykjavfkur, Þorbirni
Þau eru sannar-
lega margvísleg
menningarmálin
sem menntamála-
t\ ffa. _/ ráðlierra tslands,
Björn Ólafsson læt
ur til sin taka. Þingsetningardag-
inn átti hann sérstakiega annríkt
við menntamál. Daginn áður birti
Tíminn heimatilbúinn þvætting
um úrslit samnorrænu sundkeppn
innar og laug því í þokkabót að
þetta væri „frétt“ frá Truxa.
| Vegna tímaskorts yflrsást mennta-
málaráðherranum að grein Tím-
ans var aðeins heimiidarlaús.t
blaöur, þeirrar tegundar að Tím-
inn einn taidi slíkt vilðingn sinni
samboðiö, en þar sem menntamála
ráðherrann hafði ætlað að láta
blað sitt Vísi, verða „fyrstan með
fréttina“! brást hann liart við og
lióf strangar yfirheyrslur yfir
framkvæmdanefndarihönnum sund
keppninnar — en án árangurs.
Þá henti menntamálaráðherrann
sú skyssa að trúa Tínmnum (!)
og yfirheyrsluröðin kom næst að
hinum erlenda trúö. Truxa. Það
var ekki fyrr en við þingsetning-
una síðar um dagimi að inennta-
málaráðherrann, tók eftir því að
liann hafði týnt axlahöndunum
síniun í viðskiptunum við trúðinn.
Til Sólheimadrengsins. Frá M.
og H. i Grænuborg kr. 500.00.
Næturvörður er í Imugavegsapó-
teki. — Sími 1616.
yy , 8,00—9,00 Morgun-
útvarp. 10,10 Veð-
urfr. 12,10—13,15
Hádegisútv. 15,30
Miðdegisútv. 16,25
Veðurfr. 19,25 Veð-
urfregnir. 19.30 Þingfréttir. —-
Tónleikar. 19,40. Lesin dagskrá
næstu viku. 20.30 Einsöngur: Joan
Hammond syngur. 20.45 Dagskrá
Kvenfélagasambands Xsi'ands. —
Upplestur: Úr kistuhandraðanum
(frú Aðalbjörg Sigurðardóttir).
21.10 Tónleikar. 21.15 Frá útlönd-
um (Axel Thorsteinson). 21.30 Sin-
fónískir tónleikar (plötur): Píanó
konsert i a-moll op. 17 eftir Pad-
Orewsky (Jesús Maria Sanroma.
og Boston Promenade hljómsveit-
in leika; Arthur Fiedler stjórnar).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Framha’d sinfóniskra tónleika:
Sinfónia nr. 3 í C-dúr op. 52 eftir
Sibelius (Sinfóníuhljómsv. í Lon-
don leikur; Robert Kajanus stj.).
22.45 Dagskrárlok.
Bergmál, október-
héftið 1951, er
komið út. Efni:
Söng- og danslaga-
textar. Smásögurn-
ar Stjórnmálai-
kænska og ást, Lady Asquith, Fög-
ur kona en heimsk, Dáyaldurinn,
Sjálfsmorðið á hafinu, Hnífakast-
arinn, Mikilmenni og framhalds-
sagan Læknisfrúin. Fleira ,er í
hefti þessu, m.a. grein um hjóna-
bönd Ritá Hayworth.
Rafmagnsskömmtunin
X dag verður. straumlaust kl. 11
til 12 á svæði sem nær yfir Aust-
urbæinn og miðbfcinn milli Snorra-
brautar og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbrautar að sunnan.
Dansskóii F.I.F.D. hefst í dag.
MprgunMaðið skýr-
ir frá því í gær
að sjónarmið G umi-
ars borgarstjóra í
aulcaútsvarsmálinu
og Bjarna Ben. í
landhelgismálinu hafi notið fyllsta
stuðnings Ólafs Thórs á íhalds-
fundi í Holstein í fyrrakvöid.
Mikils hefur nú þótt við þurfa
að Ólafur skyldi telja óhjákvæmi
legt aö gefa afglöpunum siðferð-
isvottorð og mun enginn sem til
þekkir efast úm að Ólafur hafi
mælt af fuilurn heliindum að
\anda.
I fyrradag voru
gefin saraan í
hjónaband af
séra Þorsteini
Björnssyni, ung
frú Margrét
Árnadóttir, Sóivallag. 27 og Aðal-
steinn Hjálmarsson, Eiríksgötu
21. Heimili þeirra verður að SóV
vallag. 27. Sl. laugardag voru gcf-
in saman í hjónaband á Akureyri,
Hólmfríðui' Sigtryggsdóttir, verzl-
unarmær, Laxagötu 7 og Jón
Egilsson, rafvirki. Heimili ungu
hjónanna verður fyrst um sinn að
Laxagötu 7, Akúreyri.
Félagsvist S.G.T.
Þessi vinsæla félagsvist, sem
var svo mikið sótt s.l. vetur, liefst
að nýju í Góðtemplarahúsinu ann
að kvöld kl. 9. — Vistinni verður
hagað á éíkan hátt nú og s.l. vct-
ur. Tvenn 500 króna peningaverð-
laun verða veitt, — þeirri konu.
og þeim kan’i, sem hafa flesta,
slagi eftir 10 spilakvöld. Auk
þess verða veitt verðlaun þeim,
sem hafa flesta slagi hvert kvöld.
Dansað verður á hverju kvöldi,
að, vistinni iokinni. Þetta þótti
spennandi keppni s.l. vetur og
verður sjá'fsagt enn. Freymóður
Jóhannsson verður spilastjóri nú
eins og áður.