Þjóðviljinn - 14.10.1951, Blaðsíða 6
6)
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. október 1951
14. DAGUR i
Herrra Squires hafði ýmislegt annað í huga, sem hann minnt-
ist ekki á. Hann vissi að hinir drengirnir myndu fræða hann
á því. 1 staðinn bætti hann við, og það kom mjög flatt upp
Clyde, sem hafði setið eins og í leiðslu: „Getið þér ekki byrjað
að vinna undir eins?“
„Jú, jú,“ svaraði hann.
,,Ágætt.“ Svo stóð hann á fætur og opnaði dyrnar, sem þeir
höfðu lokað á eftir sér. ,,Óskar,“ kallaði hann til pilts sem sat
frem'stur á bekknum og hár og gelgjulegur unglingur í þröng-
um, snyrtilegum einkennisbúningi svaraði undir eins. „Farið
með þennan unga mann — Heitið þér ekki Clyde Griffiths ? —
upp í fatageymsluna á tólftu hæð og athugið hvort Jacob get-
ur fundið mátulegan einkennisbúning handa honum. Ef svo
er ekki þá segið honum að hafa hann tilbúinn á morgun. Það
mætti segja mér að búningur Silsbees stæði heima.“
Svo sneri hann sér að aðstoðarmanninum við afgreiðsluborð-
ið, sem var að horfa á þá: „Ég ætla að taka hann til reynslu,"
sagði hann. „Látið einhvern drengjanna setja hann inn í starf-
ið í kvöld, eða þegar hann nú byrjar. Flýtið yður, Óskar,“
kallaði hann til drengsins, sem átti að leiðbeina Clyde. „Hann
er alveg óvanur, en ég hugsa að hann spjari sig,“ bætti hann
við um leið og Clyde og Óskar hurfu í áttina að lyftunum. Svo
gekk hann burt til að láta skrá nafn Clydes á starfsmannalistann.
„Þú skalt ekki vera hræddur, þótt þú hafir aldrei komið
nálægt svona starfi fyrr,“ sagði ungi maðurinn, sem hét Hegg-
lund að eftirnafni, og var ættaður frá Jersey City, New Jersey.
Hann var hár og sterklegur, ljóshærður, freknóttur, fjörugur
og ræðinn. Þeir fóru inn í lyftu sem á stóð ,,starfsmenn“.
„Þetta er ekki svo bölvað. Ég fékk fyrsta jobbið mitt í Buffaló
fyrir þrem árum og þá vissi ég ekki baun í bala. Þú þarft ekki
annað en gefa hinum auga og sjá hvað þeir gera. Ertu með ?“
Clyde stóð Hegglund töluvert framar að menntun, og í hug-
anum gagnrýndi hann málfar hans; en hann var svo þakklát-
ur fyrir alla aðstoð og velvilja, að hann var reiðubúinn til að
fyrirgefa allt.
„Horfðu á hina til að byrja með, ha, þangað til þú ert með á
nótunum. Svoleiðis höfum við það. Þegar bjöllunni er hringt
og þú situr fremst á bekknum, þá er komið að þér, skilurðu, og
þú spanar af stað. Hér verður maður alltaf að vera á hörku-
spani. Og þegar þú sérð einhvern koma inn um dyrnar, út úr
lyftunni með tösku og þú situr fremst á bekknum þá þýturðu
lika á fætur, hvort sem bjöliunni er hringt eða ekki. Það er
til þess ætlazt. Gáðu vel í kringum þig, því að drykkjupening-
arnir fylgja töskunum. Allir gestir, sem bera töskur eða annað
slíkt, eiga að fá hjálp, nema þeir séu mótfallnir því, skilurðu?
„Og svo skaltu bíða einhvers staðar nálægt afgreiðsluborð-
inu eftir þeim, meðan þeir panta sér herbergi," hélt hann áfram
á leiðinni upp í lyftunni. „Þeir taka næstum allir herbergi. Svo
réttir afgreiðslumaðurinn þór lykilinn, og þá áttu bara að burð-
ast upp með farangurinn. Svo áttu að kveikja ljósið í baðher-
berginu og klósettinu, svo að þeir viti hvar það er að finna. Og
svo áttu að draga gluggatjöldin frá að deginum til og draga þau
fyrir á kvöldin, athuga hvort það er handklæði í herberginu
og þú getur sagt stúlkimni til um það; og svo ef þeir gefa þér
ekki drykkjupeninga, þá áttu að fara; en yfirleitt, ef gesturinn
er ekki klára bjálfi, þá skaltu doka dálítið við — finna þér
eitthvað til — fikta við hurðarhúninn eða athuga gluggajárn-
in. Og þá færðu yfirleitt eitthvað. Annars verðurðu að fara og
það strax. Þú mátt ekki einu sinni setja upp fýlusvip —ekki að
lala um. Svo ferðu niður, og ef þeir vilja ekki kalt vatn eða
svoleiðis, þá er það búið. Og þá seztu á bekkinn í hvelli. Þetta
er hreint ékkert snúið. Þú þarft bara að flýta þér allan tím-
ann og sléppa þeim ekki frmhjá þér, þegar þeir koma og fara
— þáð er allt og sumt.“
„Og þegar þú ert kominn í gallann og byrjar að vinna, þá
máttu ekki gleyma að afhenda yfirmanninum einn dollar eftir
D
A
V
1
Ð
hverja vakt. skilurðu — tvo dollara þann dag sem þú hefur
tvær vaktir, annars einn. Svoleiðis höfum við það hérna og það
verður þú líka að gera ef þú vilt halda jobbinu. En það er
allt og sumt. Afganginn átt þú.“
Jú, Clyde skildi það.
Hluti af tuttugu og fjórum eða þrjátíu og tveim dollurun-
um hans fóru þarna í súginn í einu vetfangi — að minnsta
kosti ellefu eða tólf — en hvað um það. Ætti hann ekki eftir
að minnsta kosti tólf eða fimmtán eða jafnvel meira? Og
ekki mátti gleyma matnum og einkennisbúningnum. Hamingj-
an sanna! Hvílík dýrð! Þetta var nú atvinna í lagi!
Herra Hegglund frá Jersey City fylgdi honum upp á tólftu
hæð og inn í herbergi þar sem fyrir var visinn og hæruskotinn
maður á óvissum aldri og með óvissa skapgerð. Hann
afhenti Clyde strax einkennisbúning sem var svo mátulegur,
að ekki Joótti ástæða til að lagfæra hann neitt. Og svo mátaði
hann margar húfur og fann loks eina sem var mátuleg — hún
átti að vera á skakk yfir öðru eyranu en Hegglund sagði:
„Þú verður að láta klippaþig. Það þarf að klippa hárið í hnakk-
anum. Það er of sítt.“ Og Clyde hafði einmitt verið að hugsa
um það áður en Hegglund hafði orð á því. Hárið á honum var
ekki fallegt undir nýju húfunni. Honum fannst hræðilegt að
sjá það. Þegar hann kom niður og gaf sig fram við herra
Whipple, aðstoðarmann herra Squires, sagði maðurinn: „Prýði-
legt. Hann er alveg mátulegur, er það ekki? Jæja, þér eigið
að byrja klukkan sex. Þér skuluð koma klukkan hálfsex og vera
ið kominn í einkennisbúninginn klukkan kortér fyrir sex.“
BARNASAGAN
3. DAGUR
Sagan af Fertram og Isól björtu
uoum, og þykir mér niðrun fyrir mig að eiga hann".
Þeir báðu hana bví betur að fara með sér. Loks lét
hún íil leiðast að fara með þeim, en gaf þrælnum
skálann með öllu því, sem í honum var. Héldu
kóngsmenn síðan af stað með hana og dóttur henn-
ar; gaf þeim vel byr og voru fáa daga á leiðinni
Þegar kóngur sá ferð þeirra, lét hann aka sér í gull-
vagni til strandarinnar, og var drottning sett í vagn-
inn hjá honum, og fékk hann þegar ástarhug á
henni, og var þá ekið heim aftur til borgarinnar og
stofnað til ágætrar veizlu og boðið öllu stórmenni
í nærliggjandi löndum og ríkjum; var þar vel drukk-
io og gjafir mönnum gefnar; þeir fóru þaðan full-
ríkir, sem þangað komu fáíækir.
Nú fóru allir heim aítur, en drottning tók við
ráðum þeim, sem henni bar. Dóttir hennar hét ísól
eins og kóngsdóttir, en mönnum þótti hún ekki
eins fríð eins og hin og aðgreindu þær með því, að
beir kölluðu hana ísól blökku, en kóngsdóttur ísól
björíu. Hún var í kastala einum og hafði þernur; en
eigi eru hér nafngreindar nema tvær þeirra, Eyja
og Meyja; þær gengu næst kóngsdóttur og fylgdu
henni jafnan, þegar hún fór út að skemmta sér á
lystigöngu um einn aldingarð.
Einu sinni skömmu eíiir þurfti kóngur að íara að
friða land sitt og fór með mörg skip, svo að fátt
Kveðjuorð
Framhald af 3. síðu.
Fórnarlund og greiðasemi
þeirra verður ógleymanleg öll-
um þeim, sem þekktu til. Aúk
ellefu barna, sem þau áttu sjálf
tóku þau fósturbörn um lengri
eða skemmri tima, meðal aun-
ars eitt vikugamalt, ólu þsð
upp til fullorðins ára og voru
því jafnvel betri, en sínum eig-
in börnum.
Það má með sanni segja, að
hjartagæzka og gjafmildi Rósu
og Ivars ættu sér engin tak-
mörk. Við þessi skilyrði ólst
Kristín í Kirkjuhvammi upp. Og
það er líka óhætt að segja, að
hún hélt merkin,u á lofti í lík
um anda. Kristín var gerðar-
leg og fjölhæf kona og fengu
þó hæfileikar hennar aldrei að
njóta sín til fulls vegna ytri að-
stæðna. Barnalærdómurinn var
af skoraum skammti á unglings
árum hennar og um aðra skóla-
menntu.n var -ekki að ræða,
nema skóla lífsins, en í þeim
skóla var hún líka að læra til
hins síðasta. Hún las mikið ea
þó einkum vel og myndaði sér
skíra og gl-c'gga skoðun um ein-
stök atriði og í heild og var
því rökföst í ræðum. Hún var
ljóðelsk og söngvin og því næm
á ljóð og lög og hafði söng-
rödd mikla og fagra.
Ef veikindi báru að á bæjun-
um í kring var sent eftir Krist-
ínu svo vel fórust henni úr
hendi öll hjúkrunar- og líknar-
störf. Sömuleiðis var, ef lá á
að sauma vandaða flík éða
spinna fínt band — þá var líka
sent til Kristínar. Enginn sem
til þekkti efaðist um undirtekt-
ir þar né að vinnan yrði vönd-
uð. En þetta og annað slíkt,
sem of langt yrði upp að telja
voru hennar aukastörf. Vinnu-
dagurinn var því oft nokkuð
langur. Ekki mátti slá slöku við
heimilisönnunum sem liún tóik
jc'fnum höndum þátt i, bæði
inni og úti. Auk raksturs og
rifjunar á sumrin sló hún líka
og batt heyið þegar þvi var að
skipta. Og á veturna var hún
við gegningar þegar þess þurfti
með. Skepnurnar máttu ekki
líða skort. Hún var dýravinur
jafnframt því að hún var mann-
vinur.
Fyrir fáum dögum rakst ég
hér á kunnugan mann að vestan
og spurði hvað hann teldi helzt
að taka ætti fra.m í minningar-
orðum um Kristínu. Hann svar-
aði: Ég get ekki bent á eitt
öðru fremur. Betri og samvizku
samari manneskju get ég ekki
hugsað mér.
Þannig fórust þessum
mannj orð og undir þau getum
við tekið af heilum hug, sem
þekktum mannkosti Kristínar
og myndugleik.
Foreldrar Kristínar dóu fjör
gömul, ívar árið 1930 (f. 1844)
og Rósa 1940 (f. 1851) og héldu
systkinin, sem þá voru eftir
heima áfram búskap í Kirkju-
hvammi. Samtaka börðust þau
áfram við bág kjör. Samhuga
héldu þau uppi félagslífi og
framfaramálum á Rauðasandi.
Samróma sungu þau í Saur-
bæjarkirkju. Samhent voru þau
sífórnandi öðrum aðstoð og
greiða. En nú er þrenningln
rofin. Samvistin slitin. Kær-
leikshöndin kólnuð. SystkinLn
heima og hin sem í burtu búa
syrgja og sakna. Fjölmennur
hópur ættingja og vina harmar
hina dánu. Öll þckkum við
henni hjartanlega óeigingjarnt
ævistarf, tryggðina, falsleysið
og fórnarlundina sem hún fékk
aldrei endurgoldna.
Kristín er dáin, en minningin
Jifir um dygðaríku mannkosta,-
konuna.
Far þú í friði
Friður guðs þig blessi
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
M. Jónsson